Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Page 32
T A S KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýstngar - Áskrift - Dretfing: Stmi 63 27 00
FOSTUDAGUR 26. FEBRUAR 1993.
ísal ætlar að
auka fraui'
leiðsluna
fsal ætlar að bæta við framleiðsl-
una í Straumsvík en síðastliðið haust
var 22 kerum lokað í verksmiðjunni.
Gert er ráð fyrir að meirihlutinn af
þeim kerum fari í gang aftur. Fram-
leiðslan mun aukast um nokkur þús-
und tonn á ári. Áætlun fyrir 1993
gerði ráð fyrir að framleidd yrðu 86
þúsund tonn.
Einar Guðmundsson, tæknilegur
framkvæmdastjóri ísals, segir að
ástæðan fyrir aukningunni sé sú að
loka eigi einni verksmiðju Alusuisse
í Sviss. Einar segir ljóst að íslenska
álfélagið tapi á hverju framleiddu
tonni um þessar mundir en tapið
verði hins vegar minna ef framleitt
er meira. Einar sagði engin merki
^þess að álverð færi að hækka á ný.
-Ari
Halim A1 í morgun:
Enginn dóm-
ari sendir
dætur mínar
til íslands
„Það getur enginn dómari sent
börnin mín til íslands. Ég og Sophia
erum ekki skráð gift hér í Tyrklandi
þannig að hennar mál mun engu
breyta. Ég mun halda áfram að berj-
ast fyrir börnin min og það eru
hundruð Halim A1 héma til að hjálpa
mér,“ sagði Halim AI, fyrrum eigin-
maður Sophiu Hansen, í samtali við
DV í morgun.
Þegar Halim var spurður hvemig
hann teldi stöðu sína vera í forræðis-
máhnu gagnvart ákvörðun Hæsta-
réttar í Ankara sagði hann að Hæsti-
réttur gæti ekki sett ný lög - hann
sendi ekki börnin til íslands.
* -ÓTT
Vantar fólk
á Skaganum
Hafórninn á Akranesi vantar
starfsfólk í flskvinnslu. Fyrirtækið
auglýsti eftir fólki í Skagablaðinu á
miðvikudagskvöld og síðan hefur
nánast ekkert lát verið á umsóknum.
Framkvæmdastjórinn segir að þá
komi til með að vanta um 30 manns.
Hafóminn hefur bætt við sig bátum
í viðskiptum og því er allt útht fyrir
miklu vinnu það sem eftir er vertíð-
—'ár. -sme
LOKI
Skagamenn skora
á öllum sviðum!
Skattsvikin 5-15
■■■■ H m m m
milharðar a an
* i r>t *
„Það má slá þvi föstu að við emm
að taia um mihjarða í undanskot.
Heldur hefur maður þaö á tilflnn-
ingunni, og reyndar er það rök-
studdur grunur, að bætt hafi í svik-
in á síðasta ári. Menn hafa verið
að læra á virðisaukaskattskerfið
og það hefur kreppt aö í þjóðféiag
ínu. Þá fara menn að grípa til ein
hverra ráða. Þetta er á bihnu frá
5-15 inilljaröar króna á ári. Það er
hægt að gera ýmíslegt fyrir þá pen-
inga,“ sagði Skúli Eggert Þórðar-
son, skattrannsóknarstjóri ríkis-
ins, við DV.
Rannsóknarnefnd er um þessar
mundir að kanna umfang skatt-
svika i landinu og er gert ráð fyrir
að hún skih niöurstöðum fyrir vor-
ið. Það sem nefndin hefur haft til
hliðsjónar til að finna ut hve mikil
skattsvikin eru hér á landi er m.a.
að bera saman tölur um landsfram-
leiðslu og þá fiármuni sem skila sér
til ríkissjóðs oftir skattframtöl.
Niöurstööurnai* oru m.a. bornar
saman við ársreikninga fyrirtælga
og launþega. Skattrannsóknar-
stjóri segir að viða sé pottur brot-
inn varðandi frádrátt vegna inn-
skattsákvæða:
„Því miður er sterkur grunur um
að menn nái út fjármunum úr rík-
issjóði annaðhvort meö því að
lækka úlskattsskil sín eða beinhrds
með endurgreiðslum. Það er verið
að offæra innskatt á skýrslur m.a.
vegna rekstrargjalda sem ekki til-
heyra atvinnurekstrinum. Það er
aö koma fram núna að gjaldendur
eru farnir að læra á kerfið. Þaö
kallar á hertar aögerðir," sagði
Skuh Eggert.
Skattrannsóknarstjóri segir að
tiltölulega fá sakamál séu í meðferð
hjá dómstólum þar sem atvinnu-
rekendur eöa einstaklingar eru
ákærðir fyrir undanskot á virðis-
aukaskatti. Talsvert er þó um
skattsvikamál í meðferö hjá lög-
regluyfirvöldum.
A síðasta ári féll dómur í einu
fyrsta virðisaukaskattssvikamál-
inu. Rar á Suðumesjum var þá
dæmt til fangelsisrefsingar fyrir að
hafa staðið að því að íalsa tölur á
bráðabirgðaskýrslur um virðis-
aukaskatt fiskvinnslufyrirtækis.
Fólkið fékk þá rúmlega 3ja milljóna
króna innskatt endurgreiddan
vegna keypts hráefnis ~ án þess að
raunveruleg kaup stæöu þar aö
baki. Maðurinn var dæmdur i 7
mánaða fangelsi, þar af 4 skilorðs-
bundið en konan fékk 4 mánuði
skilorðsbundið. Parið var dæmt til
að greiða rikissjóði á fiórðu milljón
krónaísekt. -ÓTT
Þjóðminjasaftiið:
Nýtt saf n-
hús tengt
því gamla
Mikil fagnaðarlæti brutust út hjá stuöningsmönnum Röskvu, samtaka félagshyggjufóiks i HÍ, þegar úrslit lágu fyrir
í stúdentaráðskosningunum á fjórða tímanum í nótt. Sigur Röskvu tryggir þeim meirihluta í ráðinu næsta árið.
DV-mynd Guðbrandur Örn
„Það er ekki búið að útfæra hug-
myndina né ákveða hvernig nýja
húsið verður nýtt. Fyrirsjáanlega
verðum við að einhveijum hluta að
alfa sjálf fjár til verksins. Við fógnum
þessari niðurstöðu ráðherrans," seg-
ir Guömundur Magnússon þjóð-
minjavörður.
Ólafur G. Einarsson menntamála-
ráðherra upplýsti á þjóðminjaþingi
sem hófst í morgun að hann félhst á
hugmyndir bygginganefndar Þjóð-
minjasafnisins að byggt yrði nýtt
safnhús í tengslum við gamla safn-
húsið á háskólalóðinni. Bygginga-
nefnd leggur til að gamla safnhúsið
verði gert upp en til viðbótar komi
nýtt hús á svæðinu sem hugsnalega
tengist hinu neðanjarðar.
Nefndin leggur th að hönnunar-
vinna heflist nú þegar og leitað verði
eftir samþykki borgaryfírvalda og
Háskólans fyrir framkvæmdunum.
-kaa
Veðrið á morgun:
Snjó-
komaeða
slydda
Á morgun verður suðaustan
stinningskaldi og snjókoma eða
slydda og síðar súld um vestan-
vert landið en hægari og þurrt í
fyrstu um austanvert landið.
Veðrið 1 dag er á bls. 36
**
Flexello
Vagn- og húsgagnahjól
Prtulxfftl
Suðuriandsbraut 10. S. 686499.
I