Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Page 13
LAUGARDAGUR 6. MARS1993
13
Það er langt sfðan konur hafa klæðst jafn glæsilegum árshátíðarkjólum
og nú. Pífur og pallíettur skreyta nú kjólana. DV-myndir JAK
Bert bak og háar klaufirsjást í bland við blúndurnar, pallfetturnar og
pifurnar. DV-myndirJAK
Árshátíðarskrúdinn:
Pallíettur og pífur
á síðum kjólum
Pallíettur og pífur, rósir og klauílr.
Árshátíðarkjólamir eru glæsilegri
í ár en að undanfömu. En það era
ekki allar konur reiðubúnar að
sauma sjálfar eða kaupa glæsi-
kjóla. Nú þykir sjáifsagt að leigja
sér kjól og það hefur því verið mik-
ið að gera á kjólaleigunum.
„Konur em búnar að vera fastar
í drögtum og jökkum í langan tíma,
meira að segja á árshátíðum. Karl-
ar hafa samt komið hingað í nokk-
ur ár og fengið smókinga á leigu.
Nú em konumar sem betur fer
famar að fylgja þeim eftir,“ segir
Katrín Óskarsdóttir sem rekur
kjólaleigu. Hún er auðvitað ánægð
með nýja strauma.
„Núna getur kona farið í sítt og
verið örugg um að vera ekki sú
eina. Núna em einnig famir að
sjást fleiri htir en svarti liturinn.
Það er hræðilegt að hugsa til þess
að fallegt fólk eins og við skuíum
vilja vera í svörtu og sjást ekki.“
Ljósmyndari DV leit inn á árshá-
tíð Flugleiða sem haldin var fyrir
nokkru. Það vakti athygh hans
hversu margar konur þar vom í
glæsilegum síðkjólum en vegna
tengsla Flugleiða við umheiminn
eiga þær kannski auðveldara með
að nálgast slíka kjóla erlendis en
margar stallsystur þeirra.
í dag er langur tilboðs-laugardagur
á Laugavegi.
Opið til kl. 17.00
í flestum verslunum.