Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Page 15
LAUGARDAGUR 6. MARS1993
15
Hve dýrar yrðu framkomnar tillög-
ur um úrbætur í atvinnumálum?
Lítum á það. DV hefur orðið sér
úti um drög atvinnumálanefhdar
Alþýðusambandsins og Vinnuveit-
endasambandsins að tillögum um
auknar verklegar framkvæmdir í
ár til að draga úr atvinnuleysi.
Þessir aðilar vinnumarkaðarins
ætlast til, að ríkisstjómin fallist á
eitthvað þessu líkt til að greiða fyr-
ir kjarasamningum. Verði ríkis-
stjómin ekki móttækileg fyrir
þessum og öðmm tiUögum, verður
áherzlan lögð á kauphækkanir, svo
sem 5-7 prósenta kauphækkanir,
segja forystumenn launþega.
Atvinnustigið er óviðunandi.
Flestir krefjast úrræða frá ríkis-
stjóminni. Aðgerðir stjómarinnar
frá í byijun vetrar hafa gefið litla
uppskem.
Tillögur um
uppsveiflu
Nefnd ASÍ og VSÍ, sem fjallað
hefur um verklegar framkvæmdir,
leggur til, að opinberar fram-
kvæmdir verði auknar um 4-6
milljarða króna á þessu ári. Sam-
kvæmt því yrði mikil uppsveifla á
fjárfestingu í byggingum og mann-
Mikið er makkað um samningamálin. Hér eru þrír ASI-toppar. I sumum tilvikum eru ASÍ og VSÍ samstiga.
DV-mynd Brynjar Gauti
Hvað kosta
atvinnub æturnar?
virkjum frá því sem nú stefnir í.
Útkoman yrði, að þessar fjárfest-
ingar yrðu 1-3 prósentum meiri en
þær voru í fyrra, ef farið yrði aö
tillögum nefndarinnar.
Aukning atvinnutækifæra yrði
1000-1500 ársverk.
Talið er, að framkvæmdir við
byggingar og mannvirki hafi dreg-
izt saman um 12-13 prósent á árinu
1992. Árið þar á undan varð einnig
samdráttur, 4-5 prósent. Árið 1992
varð fjórða samdráttarárið í röð á
sviði verklegra framkvæmda. í spá
Þjóðhagsstofnunar er reiknaö með,
að umsvif í verktakastarfsemi
dragist í ár enn saman um 10-11
prósent. Þá verða framkvæmdim-
ar orðnar meira en fjórðungi minni
en þær voru á árinu 1989, þegar
samdrátturinn byrjaði.
Þessu vilja aðilar vinnumarkað-
arins reyna að breyta með penna-
striki. Þeir benda á, að gera þuríi
miklar úrbætur í húsnæðismálum.
Útlit er fyrir, að íbúðarbyggingar
verði minni á þessu ári en nokkru
sinni frá lokum seinni heimsstyij-
aldarinnar.
Nefndin mælir með aukningu
framkvæmda í vegagerð, viðhalds-
framkvæmdum og nýbyggingum á
vegum ríkis og Reykjavíkurborgar.
Atvinnuleysið hefur skollið af
mestum þunga á suðvesturhom
landsins, Reykjavík og Suðumes.
Því þarf einkum að beina afli að
þvi að auka umsvifm í þessum
hluta landsins.
Enhvaökostar
þetta?
Þetta getrn- verið gott og bless-
að. En auðvelt er að gera tillögur
um aukin útlát. Menn verða að
gera sér grein fyrir, að slíkar tiUög-
ur kosta mikið, og það verður stóra
spumingin, hvort landsmenn verði
yfirleitt með því að leggja í þann
kostnað, þegar grannt er skoðað.
Lítrnn á nokkur atriði.
Atvinnumálanefndin hefur svo
sem Jógur orð um, hversu varlega
eigi að fara. „Nefhdin leggur
áherzlu á, að við fjármögnun þess-
ara framkvæmda verði ekki raskað
því jafnvægi, sem náðst hefur í
verðlagsmálum, og að áfram verði
markvisst unnið aö því að ná fram
lækkun vaxta. Nefndin telur rétt
aö fjármagna tilteknar arðsamar
framkvæmdir með erlendri lán-
töku en leggur þó áherzlu á, að far-
ið verði varlega í að auka erlendar
skuldir." Þannig segir í drögunum.
En í raun er nefndin að gera tillög-
ur um gífurlegar erlendar og inn-
lendar lántökur.
Nefndin vill, að hið opinbera, ríki
og Reykjavíkurborg, taki erlend
lán upp á einn og hálfan miUjarð
króna. Innlend lán verði tekin upp
á hálfan milljarð, „innlend og er-
lend áhættufjármögnun", eins og
það er kallað. Auk þess verði seld
happdrættisskuldabréf fyrir hálfan
miRjarð. Ríkið auki svo niðurskurð
sinn um hálfan milljarð.
Til viðbótar verði hálfs milljarðar
króna aflað með viðbótarbensín-
gjaldi, 3-4 krónur á bensínlítrann.
Loks fáist 1-1,5 milljarðar með
tilfærslum, það er frestað verði fyr-
irhugaðri fjárfestingu í innfluttum
tækjum og sú fjárhæð færð yflr í
verklegar framkvæmdir.
Menn sjá strax, að aukning á inn-
lendri lántöku hins opinbera þýðir
einfaldlega, að aukin umsvif hins
opinbera á innlendum lánsfiár-
markaði munu hækka vextina -
raunvextina.
Það gengur auðvitaö þvert gegn
þvi, sem nefndin er að segja svo
fógrum orðum um, að „markvisst
verði unnið að lækkun vaxta“.
Hvað vilja landsmenn síðan auka
við erlendar skuldir? Er staða okk-
ar slík, að það sé skynsamlegt?
Erlendar skuldir
áhættulegu stigi
Sannast sagna eru erlendar
skuldir okkar komnar á mjög
hættulegt stig. Við erum að glata
lánstrausti. Að vísu erum við ekki
jafnilia komnir og Færeyingar - en
þeir fóru líka fram að brúninni.
Laugardags-
pistill
Haukur Helgason
aðstoðarritstjóri
Margir segjast leiðir á samanburöi
við Færeyinga, en við þurfum á
slíku að halda í þessari stöðu, eigi
ekki illa aö fara.
Færeyingar skulda rúma 90 millj-
arða íslenzkra króna í erlendar
skuldir eða sem svarar 1,8 milfjón-
um íslenzkra króna á hvert manns-
bam þar.
Erlendar skuldir okkar voru í
árslok 228 milljarðar króna, sem
svarar til 912 þúsimda króna á
hvert mannsbam á íslandi.
Menn sjá, að okkar tala er
ískyggilega há. Hæð erlendu skuld-
anna veldur okkur vaxandi vand-
ræðum, og hagfræðingar viðhafa
stöðugt sterkari vamaðarorð.
Fleiri tölur sýna, hversu Ula er
komið fyrir okkur. Svokölluð
greiðslubyrði gefur góða mynd af
umfangi erlendra skulda. Það em
vextir og afborganir af erlendum
lánum á ári sem hlutfall af öllum
tekjum okkar af útflutningi. Þessi
greiðslubyrði af erlendum lánum
var komin yfir 25 prósent af út-
flutningstekjum okkar í fyrra og
stefnir í ár talsvert yflr 30 prósent.
Greiðslubyrðin hefur stöðugt farið
vaxandi. Hún var 16 prósent af út-
flutningstekjum árið 1987. Sá sam-
burður sýnir hrunadansinn, sem
landsfeðumir hafa stigið.
Greiðslubyrði Færeyinga er yfir
33 prósent eða nokkm hærri en
greiðslubyrði okkar.
Erlendar skuldir okkar em orðn-
ar 52 prósent af landsframleiðsl-
unni. Það hlutfall hefur stöðugt
farið hækkandi að undanfomu.
Þá verður að taka spár um þessa
stöðu fyrir árið í ár með varúð, þar
sem hið opinbera fer alltaf talsvert
fram úr áætlunum í erlendum lán-
tökum, þegar á árið líður.
Þegar við skoðum þessar tölur,
hlýtur að vera rökrétt að álykta,
að viö eigum ekki bara aö „slá er-
lend lán til aö redda atvinnustiginu
í ár“. Þaö væri kannski kleift, ef
strax eftir 1-2 ár kæmi betri tíð
með blóm í haga. En því er bara
ekki unnt aö spá. Líklegast er, að
samdráttarskeiðið standi lengur.
Helduruppi
vaxtastiginu
Hvemig samrýmast tillögumar
hugmyndum um lækkun vaxta?
ASI og VSÍ leggja eðlilega áherzlu
á, að unnt verði að lækka vextina
frekar en orðið er. Vonir eru til,
að það takist. Menn vilja lækka
raunvexti á spariskírteinum ríkis-
sjóðs niður í 6,5 prósent, svo og
aðra ámóta vexti. Þá færi allt
vaxtastigið niður í svipuðu hlut-
falli.
Vextir eru þegar famir að lækka.
Vextir af spariskírteinum ríkis-
sjóðs lækkuðu í vikunni inn hálft
prósentustig. Vextir af ríkisvíxlum
hafa farið lækkandi. Ávöxtunar-
krafa húsbréfa hefur lækkað tals-
vert og framboð verið lítið. Bank-
amir lækkuðu vexti um mánaða-
mótin - og svo mætti áfram rekja.
Menn vænta þess yfirleitt, að þetta
haldi áfram til að örva atvinnulífið.
Vaxtalækkun um 0,5-1 prósent
skiptir atvinnulífið miklu meira
máli en eitthvert framlag frá hinu
opinbera til atvinnubóta.
Ríkið hefur veriö geðslegra í
umsvifum á lánsgármarkaði en
áður var. Af þessu leiðir, ekki sízt,
að vextir lækka. Á móti koma
stanzlaus vandræði stóm bank-
anna, sem telja sig þurfa að leggja
á háa vexti, svo að þeir eigi í af-
skriftasjóði til að mæta töpuðum
skuldum.
Nú leggur atvinnumálanefndin
til, að farið verði á innlenda mark-
aðinn og enn aflað mfiljaröar til
hins opinbera. Þetta yrði mjög
vafasamt í stöðunni. Við slíka
stefnu færi forgörðum það, sem
gæti unnizt með lækkun vaxta.
Atvinnumálanefndin vill síðan,
að ríkið auki niðurskurð sinn mn
hálfan milljarð. Þetta væri gott,
yrði það tekið af réttum póstum,
svo sem landbúnaðarmálum, en
ekki vegið 1 sama knérunn og fyrr
með niðurskurði þjónustu til
smælingja.
Vilja landsmenn svona pró-
gramm? Vilja þeir, aö 3-4 krónur
bætist við bensínlítrann til viðbót-
ar fyrri hækkunum? Vilja lands-
menn auka erlendar skuldir eins
og hér hefur verið nefnt og fóma
ávinningnum af hugsanlegri lækk-
unvaxta?
Það er vafasamt, aö landsmenn
samþykktu slíkar tfilögm-, þegar
grannt væri skoðað. Foringjar
launþega geta séð af atkvæða-
greiðslu opinberra starfsmanna
um verkfallsmálið, að almenning-
ur hugsar sinn gang.
Haukur Helgason