Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 6. MARS1993 Sérstæð sakamál Alfred Palfrey. Stanley Buníff. John Leech. Ógleyman- legur greiði Þegar framljós bílsins lýstu upp ungu stúlkuna, sem stóö við vegar- brúnina á fáfbmum sveitavegin- um, hikaði John Leech um stund. Svo steig hann á hemlana. Síðan virti hann stúlkuna fyrir sér. Hún virtist vart meira en nitján eða tutt- ugu ára. Hann hafði oft heyrt sögur af ökumönnum sem höfðu verið rændir eftir að hafa tekið fólk upp í bílinn híá sér. Já, og meira að segja um ökumenn sem höfðu verið myrtir. Augnablik íhugaði Leech að aka aftur af stað en svo varð honum hugsað til þess hvar hann var. Hann var á þjóðveginum milli Denver og Colorado Springs í Col- orado-ríki í Bandaríkjunum. Þetta var ekki staður fyrir einmana stúlku seint á júníkvöldi. Hann opnaði dymar á bílnum. „Það var fallegt gert af þér að taka mig upp,“ sagði stúlkan. „Ég var dálítið hrædd að vera ein hér á ferð svona seint um kvöld.“ Á leið heim Þegar þau óku af stað sagði stúlk- an að hún ætti heima á bæ sem væri um tíu kílómetra frá þeim stað sem þau vom á. „Ég var í afmælisboði,“ sagði hún, „en kærastinn minn fór að daðra við aöra stelpu svo ég fór. Hefði pabbi ekki verið veikur hefði ég hringt til hans og beðið hann að sækja mig.“ Nokkm síðar komu þau að óupp- lýstum afleggjara. „Bærinn er um fimm hundmð metra ofar, við af- leggjarann," sagði stúlkan þá. „Mér þykir leitt að gera þér ónæði en heldurðu að þú myndir aka heim heim á hlað?“ Leech ók inn á afleggjarann en þau vom ekki komin nema stuttan spöl þegar stúlkan steig skyndilega á hemlana og stöðvaði bífinn. Áður en Lech áttaði sig á þvi sem var að gerast reif stúlkan frá sér blússuna og fór að æpa. í sama augnabliki kom bíll á mik- illi ferð. Okumaðurinn hemlaði snögglega og stökk út. Hann var á þrítugsaldri, hljóp að bíl Leech, reif upp hurðina og spuröi: „Hvað ertu að gera við kæmstuna mína, svínið þitt?“ Fjárkúgun Leech reyndi að útskýra hvað gerst hefði en það bar engan árang- ur. Þá sagði stúlkan: „Það gerðist ekkert, Billy. Láttu hann bara borga fyrir það sem hann gerði og slepptu honum svo.“ Eftir nokkra umræðu „lét Billy undan" og sagði: „Láttu okkur fá veskið þitt, úrið og önnur verð- mæti sem þú ert með. Þá skulum við leyfa þér að fara.“ Lecch var nú búinn að átta sig. „Nú skil ég hvað um er að vera,“ sagði hann. „Þið hafið komiö þessu laglega fyrir en þið fáið ekki eyri.“ Hann skellti hurðinni, læsti bílnum og tókst að aka aftur á bak út á þjóðveginn. Er þangað kom gaf hann í og þakkaði sínum sæla fyrir að hafa sloppið frá þessum óþjóða- lýð. En honum varð tvennt á. Hann hefði átt að aka beint á næstu lögreglustöð og skýra frá því sem gerst hafði. Og þegar hann kom heim hefði hann átt að segja konunni sinni frá ránstilrauninni. En hann gerði hvorugt. Handtakan Næsta morgun, um sexleytið, kom lögreglan að húsi Johns Leech og þegar hann kom til dyra spurðu lögregluþjónamir: „Erþettabíllinn þinn sem stendur þarna fyrir fram- an húsið?" Þegar hann sagði svo vera sögðu þeir: „Þú ert handtekinn fyrir nauðgunartfiraun. Viltu gjöra svo vel að koma með okkur." Þegar á lögreglustöðina var kom- ið skýrði Leech frá því sem gerst hafði um nóttina en fékk þá eftir- farandi svar: „Eigum við að trúa þessu? Stúlk- an var í losti þegar komið var með hana til okkar og við urðum að fara með hana á sjúkrahús. Þú sleppur ekki létt frá þessu, góði. Við þolum ekki svona lagaö hér í þessu ríki.“ Það var sama hvað Leech reyndi að segja. Öllum skýringum hans var vísaö á bug og ekki styrkti það stöðu hans þegar í ljós kom að hann hafði ekki sagt konu sinni neitt af þeim útistöðum sem hann sagðist hafa átt í á heimleiðinni. Kona Leech var heldur ekki trú- uð á frásögn hans. Og lögfræðing- urinn sem hann fékk virtist alls ekki sannfærður um sakleysi skjól- stæðings síns. Réttarhöldin Það má því segja að það hafi ekki blásið byrlega fyrir Leech þegar hann kom í réttarsalinn. Og mál- flutningurinn var heldur einhhða því fátt eða ekkert kom fram sem styrkti stöðu Leech og þegar kvið- dómendur drógu sig í hlé tók það þá aðeins tíu mínútur að komast að niðurstöðu. Leech var sekur um nauðgunartilraun. Dómarinn dæmdi hann í tíu ára fangelsi. Leech var að vonum afar dapur og vonsvikinn þegar niðurstaða réttarhaldanna lá fyrir. Framtíð hans var í rúst. Og það leit ekki út fyrir að áfiýjun hefði mikið ann- að í fór með sér en frekari kostnað. Skipaður veijandi, Stanley Bun- iff, varð hugsi þegar rétíarhöldun- um lauk. Það var eitthvað viö mál- ið, fannst honum, sem var ekki trú- veröugt. Hann ákvað því að kanna nokkur atriöi á eigin spýtur. Efasemdimar vaxa Unga fólkið, sem kært hafði nauðgunartilraunina, hafði sagst vera frá Oklahoma City en í ljós kom við athugun Buniffs að heimil- isfóngin sem það hafði gefið upp voru ekki aðeins röng heldur voru húsin sem það sagðist búa í alls ekki til. Þegar þetta lá fyrir fór Bunifflögfræðingur iil gamals vin- DV ar síns, Adams Robles, aðstoðar- fulltrúa hjá rannsóknarlögregl- unni, og skýrði honum frá því sem hann hafði komist að. „Ég verð stöðugt sannfærðari um að hér var snúið á réttvísina," sagði Buniff. „Leech situr að öllum lík- indum saklaus í fangelsi. Það eina sem ég fæ í rauninni ekki skihð er hvers vegna þetta fólk fór til lög- reglunnar." „Það htur út fyrir að þú getir haft rétt fyrir þér,“ sagði Robles. „En það getur verið skýring á því hvers vegna þau fóru til lögregl- unnar." Skýringin „Mér þykir hklegast að þau hafi ekki gert ráð fyrir að lögreglan í Colorado myndi kanna hvort heim- ihsföngin væru rétt,“ sagði Robles. „Og umtalið í blöðum gat gagnast þeim á ýmsan hátt. Þeir sem lesa um hvemig fór fyrir Leech geta dregið þann lærdóm af reynslu hans að í tilvikum sem þessum sé best að borga og hverfa á braut.“ Blaðaljósmyndarar höfðu tekið myndir af stúlkunni og manninum sem sagðist vera unnusti hennar þegar þau fóru úr réttarsalnum. Robles fékk þessar myndir nú og lét gera eftirmyndir sem hann sendi lögreglu í Oklahoma, Misso- uri, Kansas og Texas. Kom þá í ljós að unga fólkið var gamhr kunn- ingjar lögreglunnar í fleiri en einu þessara ríkja. Athyghsverðustu upplýsingarn- ar og um leið þær ljótustu komu frá Nýju-Mexíkó þar sem tveir menn sátu í fangelsi fyrir aö hafa reynt að nauðga stúlkunni sem myndin frá Robles var af. Málið skýristbetur Næst barst skeyti frá Forth Worth í Texas. Þar höfðu tveir ung- ir menn verið handteknir eftir að stúlka kom á lögreglustöð og til- kynnti að þeir hefðu reynt að nauðga sér. Fingraför voru tekin og komu þau heim og saman viö fingrafor sem fundust í bíl Leech eftir að hann var handtekinn. Kom þá í ljós að þau voru af Arlene Ashby, tuttugu og tveggja ára gam- alh stúlku, og vinur hennar var Alfred Palfrey. Þau reyndust, undir ýmsum nöfnum, hafa komið við sögu rána og ætíð hafði verið farið eins að. Stúlkan sagði ökumenn sem höfðu tekið hana upp í bílinn hafa reynt að nauðga sér og var síðan „sam- ið“ um greiðslu fyrir að leyfa þeim að sleppa. En refsingin fyrir að neita að borga var ákæra fyrir nauðgunartilraun. Var ákæran jafnframt aðferð til að styrkja stöð- una til frekari fjárkúgunar síðar. Málalok Leech var þegar í stað látinn laus og fór heim th konu sinnar sem Buniff var þá búinn að segja hvað haföi í raun gerst. Öhum gögnum sem tengdust af- brotum Arlene Ashby og Alfreds Palfrey var nú safnaö saman og alls reyndust skráð tilvik sautján talsins. Voru skötuhjúin handtek- in, leidd fyrir rétt og dæmd. „Ég gæti sýnt þér mhdi sakir þess hve ung þú ert,“ sagði dómarinn, „en þar sem það er meðal annars aldur þinn sem þú hefur beitt til að koma þremur saklausum mönn- um í fangelsi þá dæmi ég þig í fimmtán ára fangelsi, en þú getur sótt um reynslulausn eftir sjö ár.“ Við Alfred Palfrey sagði dómar- inn: „Þú ert gamalreyndur í málum af þessu tagi og sá sem skipulagði glæpina. Þú færð tuttugu ára fang- elsi en getur sótt um reynslulausn eftir tíu ár.“ Þegar blaðamenn reyndu að hafa samband við John Leech heima hjá honum eftir uppkvaðningu dóm- anna varð kona hans fyrir svörum. „Maðurinn minn hefur orðið að þola svo mikiö,“ sagði hún „að hann vhl fá að vera í friði. En þið megið þó segja að hann muni aldr- ei framar taka nokkum ókunnug- an upp í bílinn hjá sér.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.