Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Síða 25
LAUGARDAGUR 6. MARS 1993
25
„Það er mikil viiina á bak við
eina myndskyggnu áður en hún
kemur upp í leikhúsinu. Þetta er
taisverð fóndurvinna. Sex
skyggnusýningarvélar og tölva sjá
síðan um að keyra myndimar sam-
an í hijómfalii við tónlistina sem
gerir þær mjög áhrifamiklar í leik-
ritinu,“ segir Inga Lísa Middleton
ljósmyndari í samtali við DV en
hún hefur unnið sérstakar hreyfi-
myndir í leikmyndagerð leikritsins
Tartuffe sem Borgarleikhúsið mun
fnnnsýna fóstudaginn 12. mars.
Þetta er í fyrsta skipti sem þessi
tækni er notuð í íslensku leikhúsi
að einhveiju ráði. Hins vegar hafa
myndskyggnusyrpur (Tape Shde) í
leikhúsum verið að ryðja sér mjög
til rúms víða erlendis.
Inga Lísa hafði hugsað sér að
nema arkitektúr eför mennta-
skólanám en breytti um og hélt til
London í ljósmyndun og síðar
hreyfimyndagerð. „Þetta kom eig-
inlega ailt saman óvænt,“ segir
hún. Inga Lísa hafði gaman af að
búa til sinn eigin hugarheim sem
hún síðan Ijósmyndaði. Ekki ósvip-
að og gert er með teiknimyndir.
Hún segist aldrei hafa haft áhuga
á að fara út á götu og mynda fólk
eða hluti þar. Áhuginn beindist
fremur að stúdíómyndum. Það
varð síöan úr að hún ákvað að fara
út í slíkt nám enda voru mynd-
skyggnur þá mjög að ryðja sér til
rúms í breskum leikhúsum.
Áleiðíglötun
„Leikhús likt og hreyfimyndir
eru nokkurs konur draumaverk-
Inga Lísa Middleton hefur búið til myndskyggnur fyrir leikritið Tartuffe sem frumsýnt verður í Borgarleikhús-
inu 12. mars. Slikar myndir hafa ekki áður verið notaðar i islenskum leikhúsum en hafa verið að ryðja sér
til rúms erlendis. DV-mynd ÞÖK
sem hún kennir nú hreyfimynda-
gerð. Auk þess er hún að byija á
handriti að nýrri hreyfimynd. Sú
mynd er lengri og viðameiri en
fyrri myndin.
Inga Lísa hefur dvalið hér á landi
í tvær vikur og mun fara aftur til
London eftir helgi. „Það tók mig
fimm vikur að gera myndimar fyr-
ir Tartufíe en venjulega er þessi
vinna mjög seinleg. Auk þess var
ég í stöðugu símasambandi við Þór
og Stíg Steinþórsson leikmynda-
teiknara, enda er þetta mikil sam-
vinna. Myndskyggnumar verða að
vera í stíl við leikmyndina."
Hún segist vel geta hugsað sér
áframhaldandi starf í leikhúsi enda
bjóði myndskyggnur upp á marga
möguleika. „Myndirnar geta komið
upp á mörgum stöðum, jafnvel um
allt leikhúsið. Einnig er hægt að
gera mynd á breiðu tjaldi þannig
að leikmyndin er einungis slides-
mynd. Það er hægt að nota þessa
tækni á ráðstefnum, óperum, dans-
sýningum, tónleikum og leikhús-
um. Fjölbreytnin er óendanleg."
Frægur skopleikur
Tartuffe er skopleikur eftir Jean
Baptiste sem hefur verið nefndur
konungur gamanleikjanna. Leik-
urinn lýsir atvikum á heimili Org-
ons, vel stæðs borgara og fjölskyldu
hans, ungrar eiginkonu og bama
af fyrra hjónabandi, vandamanna
og þjónustufólks. Þar er líka að
finna gistivin húsbóndans, siða-
prédikarann Tartuffe, sem vill
breyta lifsháttum fiölskyldunnar í
glaumi allsnægta. Gegn ráðum hans
Býr til myndskyggnusyrpu fyrir leiksvið:
,, Geíu r leikrit-
inu meiri vídd"
- segir Inga Lísa Middleton sem kom heim frá London til að vinna við leikritið Tartuffe í Borgarleikhúsinu
smiðjur og hafa alltaf heillað mig.
Þess vegna fannst mér þetta mjög
spennandi," segir hún.
„í leikritinu er hræsnarinn
Tartuffe að býsnast yfir þeim
hömlulausa munaði og sóun sem
hann verður vitni að hjá fiölskyld-
unni. Hann getur samvisku sinnar
vegna ekki dvalið lengur í þessu
óguðlega húsi. Þetta muni koma til
með að steypa þeim öllum í glötun.
Um sama leyti opnar hann stóra
bók og þá birtast myndskyggnur
mínar á tjaldinu eins og þær séu
úr bókinni. Þetta gefur leikritinu
meiri vídd. Tartuffe er mjög
skemmtilegt verk og hefur Þór
Tulinius unnið mikið með það.
Enda er það fullt af aUs kyns uppá-
komum. Ég mæh með því - það er
svo fyndið."
Inga Lísa hefur einu sinni áður
unnið í leikhúsi en það var sam-
vinnuverkefni nokkurra listaskóla
í London. Hún kláraði námið fyrir
tveimur árum og fór þá að vinna
að hreyfimynd, Ævintýri á okkar
tímum, sem hún sýndi í Háskóla-
bíói fyrir jólin og var tilnefnd til
menningarverðlauna DV. „Sú
mynd var að hluta til unnin í Lon-
don vegna þess að tæknin sem ég
notaði viö hana er ekki til hér á
landi. Hún var tíu mínútur að lengd
en ég var í heilt ár að vinna hana,“
segir Inga Lísa. Myndin var sýnd á
menningarvikunni í London í des-
ember og undanfarið hefur Inga
Lísa sent hana á hinar ýmsu kvik-
myndahátíðir víðs vegar um heim-
inn. Einnig yerður myndin sýnd í
sjónvarpi. „Ég hef fengið mjög já-
kvæð viðbrögð," segir hún.
Þar sem mynd Ingu Lísu vakti
athygli hefur verið áhugi hjá leik-
húsunum að prófa myndskyggnu-
syrpur en þó hefur ekki komið upp
verk fyrr sem hentaði. Það var Þór
Tulinius, leikstjóri verksins, sem
ákvað að nota hreyfimyndirnar í
Tartuffe. Inga Lísa gerði drög að
verki sínu og síðan var ákveðið að
hefjast handa í samvinnu við leik-
myndateiknara og Einar Erlends-
son sem matar tölvur en þær
sfiórna mynd og tónlist.
Vinnur að kvikmynd
Inga Lísa er fædd í London en var
fimm ára þegar hún flutti hingað
til lands. Faðir hennar, sem er lát-
inn, var Englendingur. Inga er enn-
þá með annan fótinn í London þar
snýst brátt allt heimiiisfólkið -
nema húsbóndinn sem öllu ræður.
Ellefu leikarar fara með hlutverk
í leikritinu, Ari Matthíasson, Edda
Heiðrún Backman, Ellert A. Ingi-
mundarson, Guðmundur Ólafsson,
Guðrún Ásmundsdóttir og Helga
Braga Jónsdóttir, svo að einhveijir
séu nefiidir. Leikritið var áður sýnt
árið 1931 en þá léku Anna Borg og
Poul Reumert hluta leiksins. Leik-
ritið er skrifað í bundnu máli en
Pétur Gunnarsson hefur snúið texta
Moliéres á hversdagslegt taimál
sem hæfir betur okkar tímum.
-ELA