Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Side 27
LAUGARDAGUR 6. MARS 1993
39
skammt frá. Ég man þó eftir þegar
Michelle reyndi að hjálpa mér. Hún
var svo lítil að hún þurfti að standa
uppi á kolli til að ná á eldavélina en
samt sauð hún handa mér hafra-
graut. Hún dró mig iðulega frá bað-
herberginu þar sem ég lá hálfmeðvit-
undarlaus af dópneyslu og inn í
svefnherbergi.
Það kom að því að heilinn í mér
hætti að starfa eðlilega og ég fékk
ofsóknaræði. Mér fannst lögreglan
alltaf vera að koma og sá hana nán-
ast allt í kring. Við vorum með mjög
mikið af flkniefnum á heimilinu. Ég
man að ég stóð við gluggann í tvo
klukkutíma, mér fannst lögreglan
alltaf vera að koma. Þá fór ég að
hugsa: Almáttugur, þetta er brjál-
æði. Það sást ekki í handleggina á
mér fyrir stungum, mari og sárum.
Handleggimir voru orðnir stokk-
bólgnir og ég var hætt að flnna æð.
Þetta er brjálæði, hélt ég áfram að
tauta við gluggann en þá kom sam-
býlismaður minn með sprautu, sem
í var kókaín og heróín blandað sam-
an, og sagði mér að fá mér svo ég
gæti slakað á. Það voru tveir menn
gestkomandi hjá okkur og ég sagði
bláköld: Sendu þá út, taktu eiturlyfin
og ef þú vilt ekki hætta sjálfur þá
ferðu með þeim. Við bjuggum saman
í níu ár en hann fór meö fíkniefnun-
um. Hann kom aldrei af'tur. Ég veit
ekkert hvað kom yfir mig en þetta
var dagurinn sem ég hætti að sprauta
mig. Núna eru sjö ár síðan. í dag er
ég tvisvar sinnum í kílóum talið það
sem ég var þá.“
Líkaminn kallaði
á eitrið
Matta segist hafa haldið áfram að
taka meðaliö sitt, methadone, þótt
hún hætti að sprauta sig. „Það er
ekki hægt að hætta því á einum degi.
Ég þurfti að smáminnka skammtinn
og það tók mig tvö ár að hætta alveg.
Þetta var rosalega erfiður tími því
þegar ég hætti að sprauta mig átti
ég allt í einu enga vini lengur. Það
erfiðasta var þegar dópsali frá ann-
arri borg kom í mánaðarlega heim-
sókn sína. Hann sýndi mér öll efnin
og spurði hvort hann mætti ekki
nota eldhúsið mitt. Ég sagði að það
væri ekki hægt - ég væri hætt. Hann
var ofboðslega reiður þegar hann
gekk niður götuna,“ segir Matta.
Eins og fram kemur í upphafi við-
talsins þurfti hún mikinn sjálfsaga
til að kalla ekki á eftir dópsalanum.
Líkaminn hrópaði á eitrið. „Hálftíma
síðar hugsaði ég með mér hversu
glöð ég væri að hafa ekki freistast
því þá væri ég aftur komin í það
ástand sem ég vildi ekki vera í. Fíkni-
efni gjörbreyta fólki. Maður breytir
allri hugsun, hvernig maður vill búa,
samskiptum við aðra. Allt það sem
maður var alinn upp við, reglusemi,
kurteisi og annaö, hverfur fyrir fíkn-
inni.
Til íslands eftir 20 ár
Móðir mín kom að heimsækja mig
annað hvert ár. Ég var svo dópuð að
þær þrjár vikur, sem hún dvaldi hjá
mér, liðu án þess að ég í raun vissi
um það. Mamma þurfti oft að byija
á þvi að fara út í búð og kaupa eitt-
hvað í matinn því aUt var tómt. Hún
spurði mig oft hvort ég ætlaði ekki
að koma heim en ég sagðist ekki geta
það. Árið 1987 varð móðir mín sextug
og þá kom ég hingað til íslands í
heimsókn í fyrsta skipti í tuttugu ár.
Þegar hún sá mig vissi hún strax að
ég var hætt í dópinu því annars hefði
ég aldrei komið,“ segir Matta enn-
fremur.
Vinnan bjargaði
lífi hennar
Árið 1988 urðu þáttaskil í lífi Möttu.
Þá fékk hún vinnu sem hún segir að
hafi bjargað lífi sínu. „Ég var 39 ára
gömul, hafði enga menntun og þekkti
engan. Ég hafði engan til aö tala við
eða hjálpa mér. Mér var hafnað aftur
og aftur vegna aldursins. Mér fannst
ég vera einskis virði. Reyndar hafði
ég ekkert sjálfstraust og mér leið svo
iUa að sennilega sóttí ég um vinnu
tíl að vera hafnað. Ég fór og hitti
ráðgjafa á meðferðarheimUi. Sá hafði
verið fikniefnaneytandi áður. Ég
„Eg dansaoi nakin á næturklúbbum. Eg vann á götunni - seldi líkama minn til að eiga fyrir eitrinu. Eg stal, laug og notaði fólk, t.d. fjölskyldu barnanna
minna," segir Matthildur sem var komin á botninn þegar augu hennar opnuðust fyrir því hversu forfallinn eiturlyfjaneytandi hún var orðin.
sagði við þennan mann að ég gæti
ekki haldið þessu áfram, ég kynni
ekki að lifa lífinu án fikniefna og
enga vinnu væri aö hafa. Hann hrip-
aði niður á blað nafn og símanúmer
og réttí mér. „Þeir hjá University of
Ulinois-Chicago eru að leita að konu
á þínum aldri sem gæti starfað á
rannsóknarstofu þeirra. Það er verið
að gera rannsóknir á fikniefnaneyt-
endum og eyðnisjúkum. Þeir vUja fá
konu sem hefur kynnst þessu fólki
af eigin raun,“ sagði maðurinn. Ég
fór til þeirra og fékk vinnuna. Þeir
töluðu við mig eins og ég væri venju-
leg manneskja. Ég trúði ekki að ég
hefði vinnu, ekki einu sinni þótt ég
fengi launin mín útborguð f fyrsta
skiptí. Ég var alveg viss um að ég
yrði rekin þá og þegar.“
SmitleiðirHIV
rannsakaðar
Á rannsóknarstofunni þar sem
Matta starfar er verið að rannsaka
hvernig HlV-veiran berst á miUi
fóUís í einstökum hverfum. „í
Chicago eru þijú hverfi, spænskt,
blökkumannahverfi og hverfi bland-
aðra innflytjenda og Ameríkana. í
þessum hverfum er einnig. mjög
margt heimihslaust fóUi. Við byijuð-
um á rannsóknum árið 1988 og þá
voru sex hundruð manneskjur í úr-
taki. TU að hægt væri að fá þetta fólk
í rannsókn þurfti manneskju sem
þekkti undirheimana og gæti talað
götumáUð sem þar tíðkast. Flestir
sem ég starfa með eru fyrrverandi
notendur fíkniefna. Af þeim sex
hundruð, sem voru með í upphaf-
legri rannsókn, eru fjögur hundruð
og áttatíu enn í rannsóknum. Þetta
eru fíkniefnanotendur og fólk sem
stundar kynlif með þeim. Á sex mán-
aða fresti er fólkið tekið í viðtal og
tekið úr því blóðsýni. í fyrstunni
þurfti ég að fara út á götu til aö kenna
fiklunum hvernig ætti að þrífa
sprautumar og nota smokka. Við
reyndum ekki að breyta fólkinu
heldur aðeins kenna því að forðast
hættumar. Ef fólk viU komast í með-
ferð komum við því í kring. Ef fólkið
er eynismitað kennum við því að Ufa
með sjúkdómnum. Yfirleitt á þetta
fólk engan að og við lendum oft í að
hjálpa því að komast í húsaskjól og
að fá frían mat. Fólk er aUtaf að deyja
í kringum mig. Starfið er því afar
krefjandi og erfitt.
Ótrúlegt að hafa
sloppiðviðeyðni
í fyrstunni kom fólkið einungis
vegna þess að það fékk 25 dollara
fyrir. Núna hefur orðið hugarfars-
breyting. Maður finnur fyrir gífur-
legri hræðslu hjá fíkmefnaneytend-
um og vændiskonum vegna eyöni-
veimnnar. Stundum finnst mér að
aUir í kringum mig séu smitaðir. Ég
veit að það er ekki þannig en sextíu
manns hafa dáið síðan við byrjuðum
DV-mynd Brynjar Gauti
rannsóknimar. Sjálf hef ég tvisvar
farið í eyðnipróf og er sem betur fer
ekki smituð. Þegar ég hugsa um
hvemig lífi ég Ufði þá trúi ég varla
að ég hafi sloppið.
Enn í dag er ég að hitta á götunni
fólk sem sprautaði sig með mér. Þaö
skUur ekkert í hvemig ég gat hætt
eins djúpt sokkin og ég var. „Hvernig
gastu þetta, manneskja?" spyr það.
Ég veit ekki hvemig ég gat það,
reyndi einungis að sleppa sprautu
einn dag í einu og áður en ég vissi
af var mér farið að Uða betur. Ég
held að mér hafi verið ætlaö að ganga
í gegnum þessa eldraun, háskóla Ufs-
ins, til að geta hjálpað öðmm. Að
minnsta kosti langar mig til að trúa
því. Ég þakka að minnsta kosti fyrir
í dag að vera á lífi,“ segir MatthUdur
CampeU sem er gift á nýjan leUc, býr
í góðri íbúð og á tvo bUa í fyrsta
skipti á ævinni.
-ELA