Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Side 31
LAUGARDAGUR 6. MARS 1993 43 Hann horfði á hana með aðdáun. „Þetta ætla ég að hafa eftir þér,“ sagði hann lágt. „Það er skemmtilegra að skrifa einhverja slíka sígiida lifsspeki en rifja endalaust upp þessar gatslitnu frásagnir af einhverjum Gúttóslag. Þegar sólin á reiðina sest Hann starfaði við blaðamennsku á sumrum en stundaði læknanám á vetrum. Hvort tveggja var köllun. Að honum stóðu læknar, rithöfund- ar og prestar svo langt sem ættfræð- iaugaö eygði. Þetta sumar hafði hann fengið mörg skemmtileg verk- efni. í júní fékk hann einkaviðtal við getulausan hestamann og múrara sem fengið hafði hormóna- sprautur í Þýskalandi. Um miðjan júlí ræddi hann við tælenskan slátr- ara sem leitaði að bamungri dóttur sinni um alla Evrópu. í ágústlok var hann sendur til að fylgjast með kvensömum knattspyrnumanni sem æföi með belgísku fjóröudeild- arhði. „Ég er orðinn alvöru blaða- maður,“ sagði hann stundum við spegilmynd sína á morgnana. Hon- um kom mjög á óvart þegar ritstjór- inn sendi hann á hjúkrunarheimili í borginni síðasta vinnudaginn þetta haust til að að hafa tal af gamalh konu. Sú gamla átti níræðisafmæh og vildi blaðið ræða við hana „um tímana tvenna" og „aldamótakyn- slóðina sem byggði upp landið." Myndirávegg Gamla konan var ein í herbergi. Hún hafði hengt upp gamlar ljós- myndir af sér, manni sínum og fjór- um bömum. Myndimar lýstu þroskaskeiðum og tímamótum ævinnar. Skírnarkjóh varð að mat- rósafötum; þau breyttust í ferming- arkyrtil sem síðan varð að stúdents- húfu sem með tímanum gekk í hjónaband. Fólkinu hafði fjölgað enda átti gamla konan óteljandi af- komendur sem víða höfðu haslað sér vænan völl í samfélaginu. Hann spurði konuna um ætt og uppruna, systkini og tíðaranda. Honrnn leidd- ist þetta viðtal enda hafði hann eðh- lega skömm á viðmælanda sínum. „Skelfingar ósköp vildi ég heldur vera að ræða við bandarískan blökku-körfuboltamann um stelpur og íslenska veðráttu. Þessi kona hefur ekkert skemmtilegt fram að færa,“ sagði hann við sjálfan sig. Konan virtist skynja tilfmningar viðmælanda síns. Þegar hann spurði um Bretavinnuna og höna frostavetm', sagðist hún ekki nenna að ræða lengur um þessa endalausu fortíð. „Hún segir engum neitt,“ sagði konan, „við skulum tala um lifið sjálft." Honum brá en spurði síðan konuna um hjónabandið. „Hvað voruð þið Kjartan lengi gift?“ sagði hann. „Viö vorum gift í 43 ár,“ sagði konan. „Var þetta ekki ahtaf afburða hjónaband?" sagði hann þreytulega og leit á klukkuna. „Nei, þetta var ekkert sérstakt hjónaband en ekki heldur slæmt. Þó var það betra en mörg önnur. Ástæðan fyrir því að aht gekk upp var sú að við gerðum með okkur samning daginn sem við giftum okk- ur. Við ákváðum að fara eftir því Álaeknavaktiimi sem stendur í Bibhunni og láta aldr- ei sólina hníga til viðar yfir reið- ina.“ Svefnherbergið ergriðastaður Blaöalæknaneminn barðist við erfiðan geispa. „Ég skai segja þér, ungi maður," sagði konan, „að sennilega er það besta leiðin til góðr- ar sálgæslu að láta sólina aldrei setj- ast á reiðina. Fara aldrei að sofa reiður eða beiskur út í einhvern." Hún sagði honum síðan hvemig þau hjónin hefðu oftsinnis rifist heiftar- lega eitthvert kvöldið eða síðdegið. Stundum hafði spennan á heimihnu verið óbærileg en áður en þau gengu til hvílu voru vandamáhn rædd. Þau settust niður í stofunni, á ganginum eða einhveiju herberjanna og veltu því fyrir sér hvað væri að. Áður en þau tóku á sig náðir í svefnherberg- inuurðu þau að hafa leyst ágrein- ingsmál sín. „Við vorum saman í 43 ár,“ sagði konan. „Ahan þann tíma gerðum einungis tvennt í svefnher- berginu; við sváfum og elskuðumst. Við tókiun aldrei með okkur ágrein- ingsefni þangað. Svefnherbergið var okkar helgistaður. Rifrildi eða fýla voru helgispjöh." Blaðamaðurinn hlustaði dolfallinn á þessa frásögn. Sjálfur átti hann að baki tvær sam- búðir og eitt hjónaband. Hann minntist þess hversu oft hann og konur hans höfðu farið að sofa í vondu skapi og vaknað með böggum hhdar th næsta dags. Hann rifjaði ósjálfrátt upp öll fýluköstin sem tröllriðiö höfðu samböndum hans. Stundum höfðu hann og komur hans hvorki talast við né elskast svo vik- um skipti. „Kannski er þetta form- úlan,“ hugsaði hann meö sér. „En,“ sagði hann, „á öhum þessum árum, datt þér aldrei í hug að skhja við Kjartan?" „Nei,“ sagði konan ákveð- ið. „Stundum gat ég hugsað mér að myrða hann en aldrei að skhja við hann. Sú hugsun var ekki th í gagnabankanum okkar eins og þið segið, ungutölvumennirnir." Blaða- læknisefnið horði á konuna agndofa og sagði: „í öhum mínum sambönd- um hefur skilnaður ávaht verið ná- lægur. Við hótuðum hvort öðru í sífehu með skilnaði. Oft pökkuðum við niður í töskur og bjuggumst th brottfarar.“ Gamla konan horfði á hann móðurlega. „Þar breyttir þú rangt,“ sagði hún. „Þegar farið er að tala opið um skilnað í sambönd- um hafa dyr verið skhdar eftir í hálfa gátt. Aðrir valkostir, en að leysa málin í sameiningu og gera gott úr öhu saman, bjóðast. Múrinn í kringum hjónabandið hefur veriö rofinn og útgönguleiðin stendur ahtaf th boða. Reiðin, ólundin og fýlan fá að grafa um sig og malla eins og hvert annað krabbamein í sálinni. Aht skilnaðartal æsir slíkan krabba th dáða og vekur upp ótal drauga sem erfitt reynist að kveða niður. Þeir, sem ganga tíl hvfiu fuh- ir af reiði og heift og leysa engin mál grafa sína eigin gröf með skurð- gröfu. Þetta gætir þú haft þér að leiðarljósi, væni minn.“ Hann horfði á hana með aðdáun. „Þetta ætla ég að hafa eftir þér,“ sagði hann lágt. „Það er skemmthegra að skrifa ein- hveija slíka síghda lífsspeki en rifia endalaust upp þessar gatshtnu frá- sagnir af einhveijum Gúttóslag. Roskið fólk getur miðlað meiru af lifsreynslu sinni en endalausum hetjusögum frá kreppuárunum. Þegar aht kemur th ahs erum við í sífehu að kljást við sömu vandamál- in.“ Þau horfðust í augu eitt andar- tak og bæði skhdu hitt enda voru þau venjulegar manneskjur sem háðu lífsstrið sitt eftir bestu getu þrátt fyrir ólíkar aðstæðar. Hjörtun og tilfinningamar voru ahtaf eins, mistökin þau sömu og afleiðingam- ar fyrir sálarhróið svipaðar. VERÐLÆKKUN meö öllu, ekinn 26.000, verð kr. 1.650.000 stgr. Stgr. afsláttur kr. 500.000, afsláttarv. 1.150.000 stgr. „ BILASAIA X^RtyKJAVÍKUIt Sími 678888 fTOLLSTJÓRINN REYKJAVÍK Greiðsluáskorun Tollstjórinn í Reykjavík skorar hér með á gjaldendur sem ekki hafa staðið skil á eftirtöldum gjaldföllnum gjöldum, sem eru til innheimtu hjá framangreindum innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá birtingu áskorunar þessar- ar. Gjöldin eru þessi: virðisaukaskattur, virðisaukaskattur í tolli, tryggingagjald, launaskattur, söluskattur, skipulagsgjald, vörugjald af innlendri framleiðslu, vinnueftirlitsgjald, bifreiðaskattur, vátrygging öku- manns, fastur þungaskattur, þungaskattur sam- kvæmt ökumæli, skemmtanaskattur, aðflutnings- gjöld, vitagjald, skilagjald umbúða, lestagjald, lög- skráningargjöld og iðgjöld til atvinnuleysistrygginga- sjóðs. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna, ásamt dráttarvöxt- um og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinn- ar kann að leiða, að liðnum 15 dögum frá birtingu þessarar áskorunar. Reykjavík 05.03.93 Tollstjórinn í Reykjavík óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 9. mars 1993 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík, og víðar. 1 stk. Toyota LandCruiserSTW 4x4 dísil 1983 1 stk. ChevroletSuburban | 4x4 bensín 1985 1 stk. Suzuki Samurai l 4x4 bensín 1988 1 stk. Nissan Patrol pickupm/húsi 4x4 dísil 1985 1 stk. Mitsubishi L-300 minibus 4x4 bensín 1989 1 stk. Mitsubishi L-200 pickup 4x4 disil 1990 1 stk. Lada Sport 4x4 bensín 1988 1 stk. Subaru Legacy 4x4 bensín 1990 4 stk. Subaru 1800 station 4x4 bensín 1986-88 4stk. Toyota Tercel station 4x4 bensín 1987-88 2stk. Subaru Justy 4x4 bensín 1986 1 stk. Volvo 245 GL station bensín 1986 2 stk. Volvo 240 bensín 1988-89 2 stk. Toyota Corolla bensín 1986-87 7 stk. Nissan Micra bensin 1988-89 2stk. Suzuki Swift bensín 1989 1 stk. Mazda 323 station bensin 1988 1 stk. Peugeot504station bensín 1982 1 stk. Mazda E-1600doublecab bensín 1987 1 stk. Chevrolet Sport van, 11 farþ. dísil 1989 1 stk. Ford Econoline sendiferðabifreið bensín 1982 1 stk. Volvo F-10 vörubifreið dísil 1980 1 stk. tengivagn Til sýnis njá Vegagerð ríkisins, birgðastöð, Grafarvogi 1 stk. festivagn með vatnstanki, 19000 I (áltankur) Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Höfn, Hornafirði 1 stk. festivagn með vatnstanki, 19000 I Tilboðin verða opnuð að skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að við- stöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljást viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7 105 RFYKJAVIK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.