Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Page 46
58
LAUGARDAGUR 6. MARS1993
Vísnaþáttur
A£mæli
Hafðuum
Gróulygar
lágt
„Ef þú þaggar niður í sannleikan-
um og grefur hann í jörð mun hann
aðeins vaxa og magnast. Og einn
góöan veðurdag mun hann brjótast
út með slíku afli, að hann sundrar
öllu sem á vegi hans verður." Það
er franska skáldið Emile Zola sem
á að hafa sagt þessi orð og í þeim
felst spá sem við getum víst flest
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
fallist á að hafi reynst sönn. Allt
tekur sinn tíma en tími er líka allt
sem þarf.
Ólafur Briem, bóndi, trésmiður
og skáld á Grund í Eyjafirði
(1808-59), hefur talið sig kunna all-
góð skil á sönnu og lognu þegar
hann kvað:
Enginn þarf að ætla sér,
upp á nokkurn máta,
fyrir satt að segja mér,
sem ég veit að lygi er.
En sumum virðist lygin láta bet-
ur í eyrum en sannleikurinn, eins
og Karl Kristjánsson alþingismað-
ur lýsir á svofelldan hátt:
Víða getur vesling þann,
er vifl því logna trúa.
Sýni menn fram á sannleikann
segir hann þá ljúga.
Stefán Stefánsson frá Móskógum
orti svohljóðandi eftirmæli um
kunnan stjórnmálamann meðan
hann var enn í tölu lifenda:
Landið er viö lygarann
laust í hinzta sinni.
Ég get aumkvað andskotann
yfir heimsókninni.
En líklega er sjaldan jafn miklu
logið og fyrstu mánuði ársins, þeg-
ar framteljendur ganga frá skatt-
skýrslum sínum, en æði er það þó
mismunandi eftir því hverri stöðu
menn gegna. Hjálmar Þorsteins-
son, bóndi á Hofi, kvað svo um
skattalöggjöfma:
Lögin heimta mat á mat,
miklu tekst að ljúga,
það er á þeim gat við gat
sem gæðingamir smjúga.
Snæbjöm Kristjánsson í Hergfls-
ey hlustaði á tal manna og orti:
Þegar kemur allt til afls
engu er von á skjóli,
ef að saman svik og fals
sitja á einum stóli.
Páll J. Árdal, kennari og skáld á
Akureyri (1857-1930), hefur talið
fæst orð bera minnsta ábyrgð þegar
hann kvað:
Hafðu um Gróulygar lágt,
lærðu að tala satt og fátt.
IUur gestur þykir þrátt
þvaðursagna opingátt.
En af stöku Steingríms Thor-
steinssonar, skálds og rektors
Menntaskólans í Reykjavík, sem
hann nefnir Gagnrýni, má ráða að
honum hafi blöskrað ástandið:
Haugaðu lofi og lasti þykkt,
ljúgðu - og gerðu betur:
Falsaðu mæli, mynt og vigt,
minna ei dugað getur.
Sigurður J. Gíslason, skáld og
kennari á Akureyri (1893-1983),
veit hvemig þeir fara að sem vilja
ná árangri í lífinu og eru ekki vand-
ir að vinnubrögðum til að ná því
markmiði:
Hjalaðu fátt en hyggðu flátt,
heiðurs mátt ef þráir.
Skríddu lágt og svíktu sátt,
svo að hátt þú náir.
En aftur á móti:
Þeir sem aldrei leggja liö
lygamálum röngum,
hafa ei á Fróni frið
fyrir afturgöngum.
Bóndi norður í Húnaþingi, sem
þekktur var að því að tala tæpi-
tungulaust hver sem í hlut átti og
þá ekki síst við konu sína, lét þessi
orð falla í hennar garð: „Það er
rétt af þér, Guðrún mín, að vera
ekki að spandera sannleikanum
meðan nóg er til af helvítis
lyginni." Jóni Arasyni, verka-
manni í Reykjavík, hefur verið
þetta ljóst þegar hann kvað:
Lygin matar mannfólkið,
mannlífs hatri fegin.
Ágirnd glatar æru og frið,
öfund ratar veginn.
Kristján Jónsson frá Hlíöargerði
í Kelduneshreppi í N-Þing. yrkir
svo að gefnu tilefni:
Oft má heyra flla frétt,
æsist lyga-kvakið.
Mannorðsrottur naga nett
náungann í bakið.
Sigfús Steindórsson á Sauðár-
króki er á svipuðum nótum:
Þeir sem níöa náungann
nokkuð víða finnast.
Ef eitthvað prýðir einhvem
mann
á það síður minnast.
Það kann að vera einmitt það sem
Bjarni Jónsson frá Gröf orðar á
eftirfarandi hátt:
Sumir horfa alltaf á
annarra manna bresti,
en vilja ekki sjálflr sjá
sína eigin lesti.
Jósep Húnfjörð, verkamaður í
Reykjavík, á lokaorðin að þessu
sinni:
Heimskan krýnir hauðrið þvera,
hér er finast: ekkert gera,
fleka, pína, falsa, þéra,
fremur sýnast en að vera.
Veiðimenn - veiðimenn
Tilboð óskast í veiðirétt í Skraumu, Hörðudals-
hreppi. Tilboð sendist til Guðmundar Jónssonar,
Ketilsstöðum, 371 Búðardal, fyrir 1. apríl nk. Upplýs-
ingar í síma 93-41394. Réttur áskilinn til að taka
hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Stefán Lárus Kristjánsson
Stefán Lárus Kristjánsson, verk-
stjóri hjá Olíufélaginu Skeljungi í
Örfirisey, til heimilis að Ásgarði 73,
Reykjavík, verður sextugur á morg-
un.
Starfsferill
Stefán fæddist að Þorgilsfelli í
Staðarsveit á Snæfellsnesi og ólst
þar upp og í Keflavík. Hann stund-
aði fiskiðnaðarnámskeið á vegum
sjávarútvegsráðuneytisins 1956 og
verkstjóranámskeið 1957.
Stefán hóf störf hjá Skeljungi 1957
og starfar þar enn við verkstjórn.
Stefán var búsettur á Brekku-
stígnum í Reykjavík 1959-69 en hef-
ur síðan átt heima í Ásgarði.
Fjölskylda
Stefán kvæntist 25.12.1954 Guð-
björgu Ólafsdóttur, f. 8.11.1935, dag-
móður. Hún er dóttir Ólafs Bjarna
Jónssonar, b. að Garðsstöðum í Ög-
urhreppi, og Guðrúnar Hansdóttur
húsfreyju.
Börn Stefáns og Guðbjargar eru
Ólafur Þorkell, f. 6.7.1959, raftækni-
fræðingur í Reykjavík, kvæntur
Sveinbjörgu Sveinsbjarnardóttur
fóstru og eiga þau tvö böm; Kristján
Jóhann.f. 10.6.1960, leigubílstjóri í
Reykjavík, kvæntur Aðalheiði Ing-
unni Guðmundsdóttur dagmóður og
eiga þau íjögur börn; Sigríður Guð-
rún, f. 18.7.1963, húsmóðir í Reykja-
vík, én hennar maður er Gunnar
Sigurðsson tamningamaður og á
hún tvö börn; Stefanía Guðbjörg, f.
27.9.1964, dagmóðir i Þorlákshöfn,
gift Einari Braga Bjarnasyni mat-
reiðslumanni og eiga þau tvö börn;
Lárus Stefánsson, f. 18.7.1973, nemi
í Reykjavík, en unnusta hans er Sig-
ríður Guðbjörg Hrafnsdóttir versl-
unarmaður og eiga þau einn son.
Systkini Stefáns: Hulda Ánna
Kristjánsdóttir, f. 19.5.1931, ganga-
vörður í Ólafsvík; Einar Helgi
Kristjánsson, f. 29.6.1935, verslunar-
Stefán Lárus Kristjánsson.
maðuríÓlafsvík.
Foreldrar Stefáns: Kristján Jó-
hann Einarsson, f. 1902, b. að Lýsu-
hóli í Staðarsveit, nú látinn, og kona
hans, Sigríður Lárusdóttir, f. 1898,
húsfreyja.
Stefán verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Til hamingju með daginn 7. mars
Sigurbjartur Guðjónsson,
Hávarðarkoti, Djúpárhreppi.
Egfll Jóhannesson,
Ásabraut 8, Keflavík.
60ára
KristínHuldá Óskarsdóttir,
Byggðarholti31, Mosfellsbæ.
Sigrún Ásgeirsdóttir,
Mánavegi 3, Selfossi.
Kristján Jóakimsson,
Bakkavegi 12, Isafirði.
Guðbrandur Kristjánsson,
Álsvöllum4, Keflavík.
Jóhanna Jóakimsdóttir,
Kjarrhólma 2, Kópavogi.
Reynir Þormar Þórisson,
húsasmíöa-
meistari.
Unufefli25,
Reykiavík.
Eiginkona
Reynis er
Sveinborg
Jónsdóttir
bankaritari.
Þau verða að heiman á afmælisdag-
inn.
40ára
Magnús Helgi Guðmundsson,
Garðbraut23, Garði.
Atli Alexandersson,
Engihlíð4, Ólafsvík.
Auður Lóa Magnúsdóttir,
Sandbakka 7, Höfn í Hornafirðí.
Gunnar Magnússon,
Sléttahrauni 22, Hafnarfirði.
Ásta Sverrisdóttir,
Víðiteigi 12, Mosfellsbæ.
Ásta tekur á móti gestum á heimili
sínu i kvöld, laugardag, frá kl. 20.
Anna Kristine Magnúsdóttir,
Ránargötu 29, Reykjavík.
Ásmundur Jónatansson,
Birkiteigi 2, Mosfellsbæ.
Soffía Stefanía EgUsdóttir,
Sogavegi 36, Reykjavík.
Valbjörn O. Þorsteinsson,
Fróðasundi 4, Akureyri.
Menning
Drekinn í brjósti okkar
Sýning Herranætur á Drekanum eftir Jewgeni
Schwarz vakti upp góðar minningar frá sýningu sama
verks í MH fyrir margt löngu. Hópurinn, sem þar lék,
hefur dreifst í túni lífsins eins og gengur en þó nældi
Thalía gamla í eitt og eitt og þau hafa gert leiklistina
að sínu aðalstarfi.
Ef til vill á einhver þeirra sem þátt taka í sýningu
Herranætur að þessu sinni eftir að leggja leiklistina
fyrir sig, að minnsta kosti mátti þama sjá ágæt tilþrif
einstakra leikara.
Ólafur Darri Ólafsson náði töluverðri breidd í túlkun
hins útsmogna harðstjóra, borgarstjórans, og Markús
Þór Andrésson sótti í sig veðrið í hlutverki riddarans
Lancelots. Elín Lilja var fógur og háttprúö Elsa og
Kristjana Þ. Sigurbjörnsdóttir sýndi lipurð og kímni í
hlutverki kattarins ráðagóða.
Hrannar Már Sigurðsson komst ágætlega frá viður-
eigninni viö tækifærissinnann Hinrik og stöllurnar
þijár, sem léku drekann, gerðu það með ágætum, eink-
um sú sem lék 3. haus (Marta María Jónsdóttir?). Förð-
unin á því ánalega fési var alveg frábærlega unnin og
ber fórðunarmeisturum sérstakt lof fyrir.
Hallmar Sigurðsson leikstjóri hefur agað og slípað
sitt fólk þannig að mjög góður heildarsvipur var á
sýningunni, hópatriðin vel skipulögð, flæði leikaranna
um sviðið og fram miöganginn liðugt og gott jafnræði
með þeim.
Jewgeni Schwarz skrifaði leikritið Drekann á stríðs-
tímum, nánar tiltekið árið 1942. Þar segir frá íbúum
ónefndrar borgar sem búa við stöðuga ógn vegna þess
að grimmur þríhöföa dreki vokir yfir borginni og hef-
ur drottnað þar í fjögur hundruð ár. A hveiju ári
heimtar hann fegurstu stúlku borgarinnar í fóm og
íbúamir sefja sig upp í að trúa því að þetta sé allt
gott og blessað.
Þeir tala með óttablandinni virðingu jafnvel uþp-
gerðarvæntumþykju um drekann „sinn“ og enginn
lætur sér detta 1 hug að andæfa skrímslinu.
Eins og vera ber í ævintýram kemur á vettvang
hugumstór riddari sem leggur til atlögu og fellir óvætt-
ina í hörðum bardaga. Riddarinn er sjálfur helsærður
og hverfur að bardaganum loknum.
En raunum íbúanna er ekki lokið því að annar harð-
stjóri, engu betri en drekinn sálugi, grípur tækifærið,
þykist hafa fellt fordæðuna og hrifsar völdin. Og ekki
stendur á lýðnum að falla fram og tilbiðja hann. í sýn-
Leiklist
Auður Eydal
ingu Herranætur er tengingin við nasismann bein og
afdráttarlaus en auðvitað hafa orð Lancelots, sem var-
ar okkur við drekanum í brjóstum okkar, miklu víð-
tækari skírskotun og eiga við um alla harðstjórn á
öllum tímum.
Drekinn er pólitísk háösádeila og höfundur notar sér
aöferðir ævintýrsins til þess að koma lítt dulbúnum
boðskap sínum og varnaðaroröum á framfæri. Sýning
Herranætur er fjörug og lífleg og tölverðri tækni beitt
til aö ná fram tilætluðum áhrifum, til dæmis þegar
drekinn flýgur yfir borgina með miklum dyn og hvæsi.
Mikfl tónlist er í sýningunni og er mjög vel að þeim
þætti staðiö. Sviðsmyndin er með því besta sem ég hef
séð í Tíamarbíói og búningar prýðilega hannaðir.
María Valsdóttir á heiðurinn af hvoru tveggja en vinn-
an við Drekann er liður í lokaverkefni hennar í Mynd-
lista- og handíðaskólanum.
Eins og oft áður er Herranótt eins konar flaggskip
skólasýninganna enda miklu til kostað af tíma og fyrir-
höfn. Hópurinn, sem hér sýndi, reyndist fyllilega fær
um að halda uppi merki fomrar frægðar og gróinna
tradísjóna.
Á Herranótt, 1993:
Drekinn
Höfundur: Jewgeni Schwarz
Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson
Búningar og leikmynd: María Valsdóttir
Þýðing: Örnólfur Árnason
Ljósastjórn: Guðlaug Halldórsdóttir, Magnús Þór Torfason,
Helgi Jóhannesson
Tónlist: Kristján Eggertsson, Pétur Þorgilsson, Hrannar Ingi-
marsson