Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 20. MARS1993 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bresku bókmenntaverðlaunin aíhent í fyrsta sinn: Naipaul heiðraður Bretland Skáldsögur: 1. Catherine Cookson: The House of Women. 2. Marv Wesley: A Dubious Legacy. 3. Terry Brooks: Elf Queen of Shannara. 4. Virgínia Andrews: Dawn. 5. Joanna Trollope: The Rector's Wife. 6. Josephine Hart: Damage. 7. Joanna Trollope; The Cholr. 8. Barry Unsworth: Sacred Hunger. 9. Stephen Fry: The Liar. 10. Jeff Torrington: Swing Hammer Swing! Rit almenns eðlis: 1. Peter Mayle: A Year in Provence. 1. Andrew Morton: Diana: Her True Story. 3. Malcolm X & Alex Haley: The autobiography of Malcolm X. 4. Peter Mayle: Toujours Provence. 5. Cleese & Skynner: Families & How to Survive Them. 6. Bíll Bryson: The Lost Continent. 7. Comíc Re'ief: The Squashed Tomato Joke Book. 8. Lesley Player: My Story: The Duchess of York, Her Father and Me. 9. Ranulph Fiennes: The Feather Men. 10. Rachel Swift: Women's Pleasure. (Byggt ö The Sunday Tlmea) Danmörk SkáldsÖgur: 1. Leif Davidsen: Den sidste spion. 2. María Helteberg: Mathilde-magt og maske. 3. Hans Scherfig: Det forsemte forár. 4. Leif Davidsen: Den russiske sangerinde. 5. Marianne Fredriksson: Evas Bog. 6. Betty Mahmoody: For mit barns skyld. (Byggt á Politiken Sendag) Breski rithöfundurinn V.S. Naip- aul hlaut á mánudaginn fyrstur manna ný bresk bókmenntaverö- laun, The British Literature Prize. Verðlaunaupphæðin er veglegri en gengur og gerist; 30 þúsund sterlings- pund en þaö samsvarar tæpum þremur milljónum króna. Þá fær verðlaunahafinn aö ráöstafa tæpri einni milijón króna í viöbót til ann- ars rithöfundar til að inna af hendi tiltekið verk. Þaö er breska listaráðið sem stend- ur fyrir þessum nýju bókmennta- verðlaunum en ráð þetta sér um út- hlutum á opinberu fé til listastarf- semi í Bretlandi. Með þeim er ekki verið að verðlauna einstaka bók Umsjón: Elías Snæland Jónsson heldur lífsstarf þess höfundar sem fyrir vahnu verður hveiju sinni. T0 stendur að veita verðlaunin annað hvert ár. Fæddur á Trinidad Naipaul, sem nú stendur á sextugu, fæddist á eyjunni Trinidad, sem er í Karíbahafinu, árið 1932, sonur hjóna sem fylgdu hindúasið. Hann er því einn margra rithöfunda frá Vestur- Indíum sem öðlast hafa viðurkenn- ingu að undanfomu. Nægir þar að minna á síðasta handhafa sænska nóbelsins, Derek Walcott. Naipaul hélt til Englands árið 1950, 18 ára að aldri, og hóf nám í ensku við háskólann í Oxford, Hann hefur búið í Bretlandi síðan. Að námi loknu hóf Naipaul að rita V.S. Naipaul: fyrsti handhafi bresku bókmenntaverðlaunanna. bækur, ekki síst skáldsögur, og hefur hann lýst því tímaskeiði ævi sinnar í Finding the Center. Hann hefur um áratugaskeið verið talinn einn fremsti rithöfundur Breta og hlaut til að mynda Booker-verðlaunin árið 1971 fyrir söguna In a Free State. Sló í gegn 1961 Fyrstu skáldsögur Naipauls komu út á sjötta áratugnum og voru eink- um gamansamar ádeilur á lífið í Trinidad: The Mystic Masseur (1957), The Suffrage of Elvira (1958) og Miguel Street (1959). Það var fyrst með A House for Mr. Biswas (1961) sem hann komst í fremstu röð breskra skáldsagnahöfunda. Þetta er ættarsaga frá Trinidad; gamansöm lýsing á lífi þriggja kynslóða. Mið- depill sögunnar, Biswas, fæddist meö ellefu fingur. Þetta er hugmyndarík- ur maöur sem fær ekki að njóta hæfileika sinna. Sumir telja að sagan sé sú langbesta sem Naipaul hafi skrifað. í næstu sögum sínum sýndi Naip- aul enn færni sína, svo sem í Mr. Stone and the Knights Companion (1963) sem fjallar á gamansaman hátt um enskan bókavörð sem er aö fara á eftirlaun og berst við elli og fá- tækt, The Mimic Men (1967), verð- launasagan In a Free State (1971), Guerrillas (1975) og A Bend in the River (1979) sem er áhrifamikil saga frá hinni nýfijálsu Afríku. „Heppni mín gleður mig" Þá hefur Naipaul skrifað margar ferðabækur og greinasöfn, m.a. um Indland og Afríku. Við afhendingu verðlaunanna í London á mánudaginn sagði Naipaul af hæversku sinni að margir hefðu komið til greina þótt hann hefði orð- ið fyrir valinu. „En heppni mín gleð- ur mig,“ bætti hann við. Lausleg athugun sýnir að margar skáldsagna Naipauls er hægt að fá í bókaverslunum í Reykjavík. Hjá Ey- mundsson voru þessar bækur fáan- legar: The Enigma of Arrival, Guer- rillas, In a Free State, A Flag on the Island, Mr. Stone and the Knights Companion og The Mystic Masseur en fleiri titlar voru væntanlegir. Hjá Máli og menningu fæst A Bend in the River. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Pelican Brief. 2. Mary Higgins Clark: All around the Town. 3. Michael Crichton: Rísing Sun. 4. Michaal Crichton: Jurassic Park. 5. LaVyrie Spencer; Bygones. 6. John Grisham: The Firm. 7. Timothy Zahn: Dark Force Rising. 8. Robert Ludlum: The Road to Omaha. 9. John Grisham: A Time to Kill. 10. Elizabeth Lowell: Untamed. 11. Terry Brooks: The Elf Queen of Shannara. 12. David Bischoff: Grounded. 13. John Sandford: Silent Prey. 14. Jane Smiley: A Tliousand Acres. 15. Sara Paretsky: Guardian Angel. Rit almenns eÖlis: 1. Maya Angetou: I KnowWhythe Caged Bird Síngs. 2. Gloria Steinem: Revolutíon from within. 3. Piers Paul Read: Alive. 4. R. Marcinko & J. Weisman; Rogue Warrior. 5. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 6. Al Gore: Earth in the Balance. 7. Deborah Tannen: You just Don't Understand. t 8. Judíth Warner: Hillary Clinton: ; The Inside Story. 9. Malcolm X & Alex Hatey: The Autobiography of Malcolm X. 10. Susan Fatudl: Backlash. 11. Nancy Friday: Women on Top. 12. Jil Ker Conway: Written by Herself. ; : (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Við fimm mánaða aldur vaknar hæfileiki barna til að reikna. Böm laera að reikna fimm mánaða Rannsókn á ungbömum í Banda- ríkjunum sýnir að þau hafa um fimm mánaöa aldur lært af sjálfs- dáðum að reikna. Reynist þetta rétt er hæfileikinn til að leggja saman og draga frá meðfæddur. Það er sálfræðingurinn Karel Wynn við háskólann í Tucson í Arizona sem hefur komist að þess- ari niðurstöðu. Hún setti nokkra hluti, alla eins, fyrir framan fimm mánaða gamalt bam. Það veitti þeim athygli í fyrstu en missti áhug- ann þegar frá leið eins og bömum ertamt. Væri einum hlut bætt við eða einn tekinn burt án þess að barnið sæi tók það strax eför breytingunni þeg- ar það leit á hlutasafnið aftur. Væri engu breytt vaknaði áhugi þess ekki að nýju. Þetta segir Wynn að bendi tfi að ung böm geri sér grein fyrir íjölda og átti sig á fjölgun og fækk- un. Þau kunni með öðrum orðun að reikna. Öldur Atl- antshafsins að hækka Síðustu ár hefur sjólag verið verra á Norður-Atlantshafi en það var fyr- ir 20 til 30 árum. Mælingar sýna að öldur eru að jafnaði 25% hærri síð- ustu fimm ár en þær voru á ámnum eftirl960. Mælingar í vetur gefa tilefni til að ætla að ástandið fari enn versnandi og að ölduhæð nálgist að vera 50% hærri en var fyrr á áram. Ölduhæð- in er nú mæld reglulega við olíubor- pallana í Norðursjó. Nú er í undir- búningi að hækka undirstöður þeirra. Breskir veðurfræðingar segja að orsökin fyrir þessu sé að dýpri lægð- ir gangi yfir Atlantshafið en áður var og í vetur hafa þær verið bæði margar og djúpar. Það má rekja til breyttra veðurskilyrða í Ameríku. Bóluveiran tekin af lífi umáramót Bólusóttarveiran, einn skæðasti ógnvaldur mannkyns á liðnum öld- um, verður tekin aflífi eftir rúma níu mánuði. Um áramót verður seinasta eintakið fryst í 266 gráður og eftir það verður engin bólusóttar- veira á lífi í veröldinni. Arið 1979 tókst eftir langa baráttu að útrýma bólusótt sem smitsjúk- dómi en eför það hafa veirur verið ræktaðar í rannsóknarstofum. Nú teljast þær fullrannsakaðar og ekki á fleiri vetur setjandi. Bandarikja- menn geyma seinasta skammtinn. Margir óttast að veirumar geti sloppið út og orðið mönnum að ijör- tjóni. Aörir telja ekki hættu á því og segja aö veirurnar geymi vitn- eskju sem komi að notum síðar þótt hún sé mönnum hulin nú. Því sé eftirsjá í þessum skaðvaldi. Bólusóttarfaraldur gekk 21 sinni yfir íslendinga og í stórubólu árin 1707 til 1709 féll þriðjungur þjóðar- innar. Það svarar til þess að fast að 90 þúsund manns hefðu látist miðað við núverandi manníjölda. Gatfalhjörturinn hefur meira hlaupaþol en nokkurt annað dýr. Tvöfaltmara- þon á 60 kíló- metra hraða Ameríski gaffalhjörturinn er mesti þolhlauparinn í dýraríkinu. Hann er ekki aðeins með fótfráustu dýrum, úthaldið er meira en dæmi em um. Gaffalhjörtur lætur sig ekki muna um að hlaupa tvöfalt mara- þon - eða um 85 kílómetra - á 60 kílómetra hraða aö jafnaði. Ástæðan fyrir þessu úthaldi er að lungu gaffalhjarta em óvenjustór og orkan brennur óvenjuhratt í vöðvunum. Þetta em eiginleikar sem gaffalhirtir hafa öðlast á árþús- unda flótta undan úlfum. En hlaupaþolinu fylgja líka ókost- ir. Gaffalhjörturinn þarf meiri orku en önnur dýr af sömu stærð til að halda lífi og fellur því fyrstur í harð- indum. Hýðissprengja Tveir bandarískir vísindamenn hafa fundið upp aðferð til að „sprengja" hýði af ávöxtum án þess aðskemmaþá. Aðferðin er að snögghita ávextina við 240 gráða hita. Tíminn er mæld- ur mjög nákvæmlega og þegar hit- inn er að komast í gegnum hýðið er ávöxturinn snöggkældur í lofttæmi. Við þessa meðferð tætist hýðiðaf. Heimurinn kominn úr öðrum heimi Eðlisfræöingurinn Andrei Linde vakti konuna sína upp um miðja nótt og sagði: „Heyrðu, ég held ég viti hvernig heimurinn varð til.“ Konan var vön þessu en aðrir eðlis- fræðingar töldu þegar þeir heyrðu hugmyndina að nú væri þessi efni- legi starfsbróðir þeirra endanlega vitlaus. Hugmyndin er að okkar heimur hafi orðið til í öðrum heimi. Þetta á ekkert skylt við trúarbrögö heldur vangaveltur heimsfræöinga um Andrei Linde telur að heimur okk- ar sé útskot úr öðrum heimi. hvort til séu aðrir heimar með öðr- um lögmálum en viö þekkjum. Linde gengur út frá því aö veröld okkar hafi orðið tii við útþenslu, sem hann kallar útskot úr öðrum heimi. Sýklarétaupp sprengjumar Þjóðveijar hafa fundiö út að best sé að nota sýkla til að eyða 20 þús- und tonnum af sprengiefni sem her Austur-Þýskalands skildi eftir sig. Komið hefur í ljós að ýmis afbrigði sýkla þrífast vel á sprengiefni, hvort sem það er í handsprengjum eða eldflaugum. Það sem eftir verður, þegar sýklarnir hafa étið nægju sína, er áburður á tún og akra. Umsjón: Gísli Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.