Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Side 15
LAUGARDAGUR 20. MARS 1993 15 Börn og unglingar hafa í vaxandi mæli orðið fórnarlömb þeirrar stefnu sem rekin hefur verið í reynd gagnvart fjölskyldunni síðasta áratuginn eða svo. Fjölskyldur leysast upp og unglingar leiðast út i óreglu, afbrot og ofbeldi. DV-mynd S Fj ölskyldustefnan Einn ráðherra í núverandi ríkis- stjóm efndi til blaðamannafundar á fimmtudaginn var. Tilefniö? Jú, ráðherrann var að boða vænt- anlega stefnumörkun og jafnvel aðgerðir af hálfu ríkisstjómarinn- ar vegna þátttöku íslendinga í al- þjóðlegu ári fjölskyldunnar á næsta ári, 1994. Jú, jú, þetta er alveg satt. Stjómmálamenn okkar leyfa sér í alvöra að efna til slíkra funda til að blaðra um einhveija stefnu sem eigi að bæta stöðu fjölskyldunnar einhvem tíma í framtíðinni. Eins og landsmenn gætu lifað á orðum þessara manna. íslenskir pólitíkusar hafa sem kunnugt er veriö að rústa fjárhags- legt umhverfi fjölskyldunnar í landinu með aðgerðum sínum og aðgerðaleysi á mörgum undan- fómum árum og misserum. í miðj- um rústunum ætla þeir svo að fara að búa til fjölskyldustefnu! Það hefði verið betur við hæfi að halda slíkan fund fyrsta apríl. Miklar þrengingar Fjölskyldur þessa lands, þær sem ekki tilheyra annaðhvort fámenn- um klúbbi eignamanna eða þeirri yfirstétt sem stjómmálamennimir hafa búið til síðustu áratugi, eiga í miklum og vaxandi erfiðleikum. Hvert áfallið af öðra hefur dunið yfir þetta fólk á undanfomum misseram. Kjörin hafa verið skert með að- gerðum stjómvalda hvað eftir ann- að. Nú síðast var gengið fellt með tilheyrandi skerðingu lífskjara al- mennings án þess þó að breyta nokkuð sem nemur stöðu atvinnu- veganna en það var yfirlýst markmið. Atvinnuöryggi er úr sögimni eftir að gamli frasinn um „hæfilegt at- vinnuleysi“, sem allir stjómmála- flokkar afneituðu fyrir fáeinum árum, er orðinn að köldum, hvers- dagslegum veruieika sem stjóm- völd sætta sig bærilega við. Stjómvöld hækka aftur og aftur skatta almennings, bæði með beinni hækkun hefðbundinna skatta og nýrri skattheimtu í formi alls kyns sérgjalda. Samtímis verða skuldir heimil- anna sífellt þyngri byrði. Sam- kvæmt nýbirtu yfirliti er skulda- súpa fjölskyldunnar orðin hærra hlutfall af ráðstöfunartekjum heimilanna hér á landi en hjá ná- lægum þjóðum. Skuldir heimil- anna hafa aukist um 166 milljarða króna á fóstu verðlagi - já, 166 milljarða - á rúmum áratug. Þetta hefur verið hin raunvera- lega stefna ríkisstjóma síðustu ára í málefnum fjölskyldunnar. Á þess- ari herfór gegn fjölskyldunum í landinu bera allir flokkar fulla ábyrgð, nema Kvennalistinn sem ekki hefur fengið aöild að ríkis- stjórn. Þetta er það sem ráðherrar ættu að fara með í farteskinu á alþjóð- legar ráðstefnur á næsta ári til að halda upp á ár fjölskyldunnar en ekki falleg orð og frasa úr ein- hverri stefnuskrá. Forréttindastétt Stjómmálamenn þessa lands hafa dundað sér við fleira síðasta áratuginn eða svo en að skerða efnahag fjölskyldunnar og draga þar með úr vellíðan og samheldni innan hennar. Eitt er að gera sjálfa sig og flokks- gæðinga sína að forréttindastétt í þjóðfélaginu. Pólitíska gengið er fjölmennt: ráðherrar, þingmenn, fjölmennt lið aðstoðarmanna af ýmsu tagi, hátt- settir embættismenn, bankastjór- ar, forstjórar ríkistengdra fyrir- tækja og sjóða, svo nefnd séu nokk- ur dæmi. Þetta lið hefur komið sér þægilega fyrir í þjóðfélaginu vegna pólitískra ítaka en yfirleitt algjör- lega án tillits til eigin verka eða hæfileika. Það er til dæmis á allt öðrum launakjöram en almenning- ur í landinu. Þar er ljóslega allt önnur „fjölskyldustefna" í fram- kvæmd en gagnvart láglaunafólk- inu. Forréttindastéttin hefur einnig tryggt sig rækilega allt fram á graf- arbakkann. Auðvitaö á kostnað skattborgaranna. Sumt af þessu liði þiggur þannig frá hinu opin- bera, með einum eða öðrum hætti, effirlaun sem eru á við lífeyris- greiðslur sem hátt í tuttugu „venju- legir" íslendingar verða að sætta Lauqardaqs- pistOl Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri sig við sameiginlega, eins og rakið hefur verið á síðum DV að undan- fomu. Þetta er auðvitaö sama liðið og hefur sóað fiármunum þjóðarinnar í fjárfestingarragl síðustu ára. Þar hafa verið nefndar ýmsar tölur. Nýlega sagði forsvarsmaður at- vinnurekenda að á síðustu tíu til tólf árum hefði verið sóað í óarð- bæra, þ.e. raglaða, fjárfestingu milli 40 og 50 milljörðum króna. Sumir telja þessa tölu miklu hærrri. Og sóunin heldur áfram. Bankastjóramir, sem eru verð- launaðir með allt að sautjánfoldum effirlaunum almennra íslendinga þegar þeir loksins hætta að starfa við að tapa peningum landsmanna, era enn að afskrifa rugllánin - og munu vafalaust gera í mörg ár. Og sjávarútvegurinn, sem er allt- af á hausnum samkvæmt meðaltali hagsmunaaðila og kerfisins þótt vel rekin fyrirtæki í greininni séu í engum vandræðum, heldur áfram að kaupa ný skip fyrir meira en einn milljarð króna stykkið þegar aðrir geta fengið nýleg skip sem gera alveg sama gagn fyrir einn fiórða af þeirri fiárhæð eða minna. Og þjóðin borgar að sjálfsögðu brúsann í skertum lífskjörum. Enn eitt dæmi um hina raun- verulegu fiölskyldustefnu á ís- landi. Ungtfólkívanda Börn og unglingar hafa í vaxandi mæli orðið fómarlömb þeirrar stefnu sem rekin hefur verið í reynd gagnvart fiölskyldunni síð- asta áratuginn eða svo. Fjölskyldur leysast upp og ungl- ingar leiðast út í óreglu, afbrot og ofbeldi. Þetta er orðinn ömurlegur hluti af íslenskum veruleika. Lítum á örfá dæmi úr fréttum síðustu daga: Lögreglan hafði hvað eftir annað afskipti af hópi imglingspilta á aldrinum 13-17 ára sem stimda meðal annars bílþjófnaði, innbrot og skemmdarverk. Einn höfuð- pauranna er 17 ára piltur sem hefur frá 13 ára aldri komið allt aö 60 sinnum við sögu lögreglu fyrir fíkniefnaneyslu, þjófnað, ölvunar- akstur, líkamsmeiðingar, skemmd- arverk og innbrot. Mál hans og fleiri svipaðra síbrotamanna hrannast upp hjá kerfinu og bíða meðferðar. Tveir sjö ára drengir fóra inn í kjallara mannlauss íbúðarhúss og kveiktu í húsinu. Mjög öflug heimatilbúin sprengja sprakk í porti við götu í höfuðborg- inni. Mildi að enginn varð fyrir henni. Vitni sáu tvo unglingspilta hlaupa af vettvangi rétt eftir að sprengjan sprakk. Lögreglan gómaði tvo 17 ára pilta þar sem þeir vora að brjótast inn í bíla. Eitthvað af þýfi fannst í bíl piltanna. Allar rúður á vesturhlið lögreglu- stöðvar úti á landi vora brotnar að næturlagi. Að verki vora tveir ölv- aðir unglingspiltar, 16 ára gamlir, sem kerfið hafði ekki pláss fyrir. Mikil ölvunarlæti í bæ úti á landi eftir unglingaball. Talsverð skemmdarverk unnin í bænum. Lögreglan hafði nóg að gera við að keyra dauðadrukkna unghnga heim til mömmu og pabba. Stóram steini varpað inn um glugga á svefnherbergi að nætur- lagi. Kona hafði vaknað við þrask utandyra mínútu áður og fór fram úr rúminu rétt áður en steinninn lenti þar. Gijótkastarinn var drengur innan við tvítugt. Tveimur bílum var stolið að næt- urlagi. Fjórtán ára drengur, sem oft hefur komið við sögu lögregl- unnar, er granaður um annan bíl- þjófnaðinn en kunningi hans hinn. Tveir 12-13 ára strákar réðust á 77 ára gamla konu um hábjartan daginn í höfuðborginni og reyndu að stela af henni tösku. Þetta era daglegar fréttír. Hvers- dagslegir atburðir. Afleiðingar ís- lenskrar fiölskyldustefnu í fram- kvæmd. Af einhverjum ástæðum hef ég þá trú að ekkert verði minnst á þetta af ráðamönnum á alþjóðleg- um kjaftaráðstefnum á ári fiöl- skyldunnar. Þess í stað verður vafalaust mikið talað um flöl- skyldustefnu. En því miöur, það lifir bara eng- inn á orðum pólitíkusa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.