Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Síða 52
O T I
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Bitstjórn - Augiýsingar - Áskríft - Dreifing: Sími 632700
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 20. MARS 1993.
Búist við gengisfellingu
á bilinu 8 til 16 prósent
Þingmertn stjómarflokkanna,
sem DV hefur rætt við, segja að
ekki verði komist hjá gengisfell-
ingu á næstunni, Verölækkun á
útfluttum sjávarafurðum kalli á
hana. Að sjáifsögðu fæst engtun til
að staðfesta opinberlega að gengis-
felhngar sé að vænta. Það gera
ráðamenn aldrei.
Flestir sem DV hefur rætt við
tala um 10 tii 12 prósenta gengisfell-
ingu en sú verðlækkun, sem orðið
hefur að undanfornu á sjávaraf-
urðum, er um 10 prós'ent.
fienedikt Daviðsson, forseti ASf,
sagði að orðið hefðu miklar um-
ræður á miðstjórnarfundi ASÍ síð-
astíiðinn miðvikudag um væntan-
lega gengisfellingu og ummæli
formanns VSÍ, Magnúsar Gunn-
arssonar, þar um. Benedikt sagðist
vita að ekki væri einhugur hjá
vinnuveitendum um að fara geng-
isfeOingarleiðina. Þaö er sjávarút-
vegurinn sem kalli á hana.
:; Verkalýðshreyfingin býr sig und-
ir gengisfellingu á bilinu 8 til 16
prósént. Samkvæmt heimildum
DV hefur þeirri hugmynd skotið
upp innan verkalýðsltreyfingar-
innar að bjóðast til að fresta kjara-
samningum fram á haust, jafuvel í
eitt ár, gegn því að gengið verði
stöðugt þann tíma.
Jón Baldvin Hanuibalsson utan-
ríkisráöherra var spurður að þvi í
gær hvort hann teldi koma til
greina að semja um þetta við
yerkalýðshreyfinguna. Svariö var
stutt og laggott:
„Neí.“
Að sögn Benedikts Daviðssonar
kannast hann ekki viö þá hugmynd
að íresta samningagerð til hausts
eða lengur. Hann sagðist ekki telja
að það geti orðið skiptimynt fyrir
verkalýðshreyfinguna,
„Sú hugsnn að fresta kjarasamn-
ingum hefur ekki hvarilaö aö mér.
Mér fnnist það alveg út í hött að
ætla að fi-esta samningagerðinni.
Það getur aftur á móti vel veriö að
við náum engum samningum,“
sagði Benedikt.
Hann var þá spurður hvort hann
teldi átök á vinnumarkaðiekki eiga :
hljómgrunn hjá almenningi?
„Það er auðvitað ekki gott að
segja. En svo vitlaust getm- ríkis-
stjórnín spilað að hún magni upp
stemningu fyrir verkfóllum svo hjá
þeim veröi ekki komist," sagði
Benedikt Davíðsson.
Þess má geta að Önundur Ás-
geirsson, fyrrverandiforstjóri Olís,
segit* i blaðagrein í gær að 6 pró-
senta gengisfellingin 23. nóvemher
hafi aukið skuldir útgerðarinnar
um 23 milljarða króna miðað við
heildarhækkun dollars. -S.dór
,» Fyrrum eigandi
Arkarífangelsi
Hæstiréttur dæmdi í gær Helga I.
Jónsson, fyrrum eiganda Hótel Ark-
ar, í 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mán-
uði skilorðsbundið fyrir undandrátt
á söluskatti og vanrækslu á greiðslu
til lífeyrissjóða og stéttarfélaga.
Helga er einnig gert að greiða 4
miUjónir króna í sekt. Helgi var
ákærður fyrir að hafa ekki greitt 8,5
miUjónir króna í söluskatt. Hann var
einnig dæmdur fyrir að hafa van-
rækt að greiða á níunda hundrað
þúsund krónur í greiðslu til lífeyris-
sjóða og stéttarfélaga.
-ÓTT
Fangamlr í Flórída:
Vægurdómur
Anna Bjamason, DV, Flórída
Kveðinn var upp dómur í gær í
máh fanganna tveggja sem setið
hafa í ríkissfangelsinu í Flórída
vegna smygls á steralyfjum. Pétur
Júlíusson fékk 7 mánaða fangelsi
og Amór V. Arnórsson 8 mánaða
fangelsi.
Ástæðan fyrir þyngri refsingu
Amórs voru fyrri refsidómar hans
á íslandi. Fangavist þeirra félaga
frá 15. nóvember kemur til frá-
dráttar refsingu þeirra.
Veitíngahúsa-
eigandiífang-
elsiog5,5millj-
ónir í sekt
Handbolti hefur átt hug þjóðarinnar undanfarna daga vegna heimsmeistarakeppninnar í Svíþjóð. ísland lauk þátt-
töku sinni í mótinu í gær með leik við sameinað lið Tékka og Slóvaka. íslendingar töpuðu leiknum 22-21 og
enduðu því í áttunda sæti. Þessir ungu piltar hafa smitast af boltaáhuganum og létu snjóinn ekki aftra sér í gær.
Átökin og keppnisskapið er það sama og hjá landsliðsmönnunum. Næsta heimsmeistarakeppni í handknattleik
fer fram á íslandi árið 1995. Sjá nánar um leik íslendinga og Tékka/Slóvaka á bls. 55.
DV-mynd Brynjar Gauti
Vilhjálmur Svan, fyrrum rekstrar-
aðih Tunglsins, Casablanca og Uppi
og niðri, var dæmdur í níu mánaða
fangelsi, þar af sex mánuði skilorðs-
bundið, fyrir brot á lögum um sölu-
skatt og lögum um staðgreiðslu opin-
berra gjalda. Honum er einnig gert
að greiöa 5,5 milljónir króna í sekt
innan 4 vikna - ella sæti hann 11
mánaða fangelsi að auki.
Vilhjálmur var auk þess dæmdur
til að greiða lífeyrissjóði og Félagi
starfsfólks í veitingahúsum 546 þús-
und krónur í skaðabætur ásamt
dráttarvöxtum frá febrúar 1989.
Sannað þótti að Vilhjálmur hefði
ekki skilað innheimtumanni ríkis-
sjóðs ótilkvaddur söluskatti af
rekstri þriggja fyrirtækja, að fjárhæð
9,9 milljóiúr króna, heldur dregið
viðkomandi hlutafélögum þá fjár-
hæð.
Maðurinn var líka dæmdur fyrir
að hafa ekki staðið skil á lífeyris-
sjóðsiðgjöldum til starfsfólks félag-
anna Lækjar-niðs og Lækjarveitinga
að Lækjargötu 2 á árunum 1988.
Hann var einnig sakfelldur fyrir að
hafa haldið eftir skilaskyldri stað-
greiðslu opinberra gjalda starfsfólks.
Upphæðin var tæpar 1,3 milljónir.
-ÓTT
.^.......
V I l
LOKI
Þetta er eins og I þá gömlu
góðu daga: Gengisfelling á
misserisfresti!
Veðríö á sunnudag
ogmánudag:
Frostum
allt land
Á sunnudag og mánudag verð-
ur norðlæg átt og él um norðan-
vert landið en þurrt að mestu
syðra. Frost um allt land.
Veðrið í dag er á bls. 61.
V
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
NSK'
kúlulegur
Vouisen
SuAuriandsbraut 10. S. 686493.
4
ÞREFALDUR 1. vinnmgur