Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL1993 Útlönd Færeyjar: Verkfallskip- sfjóra hefur lam- aðatvinnulKið Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum: VerkfaJl skipstjóra og stýrí- manna hefur síöustu daga lamað nánast allt atvinnulíf hér í Fær- eyjum og var þó ekki á bætandi. Nær öll skip sem landa heima eru í höfn og geta ekki róiö fyrr en samiö verður við yfirmenn. Litlu sem engu hefur því veriö landað af fiski í þessari viku og liggur vinna aö mestu niöri í frystihúsunum. Einn rækjutogari fór á sjó í morgun. Útgeröarmaðurinn er þar sjálfur skípstjóri og sagðist hann eiga um það aö velja aö missa skipið eða aö brjóta verk- fallið. Hann taldi siðari kostinn betri. Nokkur hluti flotans hefur ekki komið í höfn eftir að verkfaliið skall á. Þau stóp landa í erlendum höfnum og stöðvast ekki nema þau komi til Færeyja. Litlar líkur eru enn á samkomulagi yfir- manna og útgerðar. Marita Petersen lögmaður myndar nýja landstjóm í Færeyjum á mettíma: Samkomulag um að f ara að ráðum Dana - þjóðveldis- og sjálfstæðismenn taka við ráðherrastólum Fólkaflokksins Jems Dalsgaard, DV, Færeyjum: Maritu Petersen, lögmanni Fær- eyja, hefur tekist að mynda nýja landstjórn á mettíma eftir að stjóm- arsamstarfinu við Fólkaflokkinn var formlega slitið í fyrradag. Fólka- flokkurinn víkur úr stjóm en í stað hans koma Þjóðveldisflokkurinn, sem hefur fjóra þingmenn, og Sjálf- stæðisflokkurinn með þrjá þing- menn. Samtals hefur stjómin þá 17 þing- menn aö baki sér en það er minnsti mögulegur meirihluti. Almennt var búist við að kjósa þyrfti áður en ný stjóm tæki við. Sambandsflokkur- inn, stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn, vildi ekki styðja nýja stjórn án undangenginna kosninga. Hann verður áfram í stjórnarandstöðu. Nýja stjórnin hefur ekki af löngum stjómarsáttmála að státa. Eina máhð sem einhverju skiptir er hvort farið veröur að ráðum Dana í atvinnumál- um og eitt risafyrirtæki stofnað til að annast nær allan atvinnurekstur í eyjunum. Um þetta er samkomulag þótt þjóðveldismenn séu tregir til. Jafnvel er búist við að tilkynnt verði um nýju stjómina í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er að hluta klofningur úr flokki jafnaðarmanna og þar er Helena Dam í forystusveit. Vel kemur til greina að hún verði ráðherra en ráðherralistinn hefur Marita Petersen lögmaður. enn ekki verið birtur. Hún er dóttir Atla Dam, fyrrum lögmanns og helsta stjómamálaleiðtoga í Færeyj- um um árabil. Fólkaflokkurinn vildi láta setja lög sem bönnuðu stofnun fyrirtækis sem ætti meira en 20% af útgerð og fisk- vinnslu. Jafnaðarmenn em þessu andvígir og segja að óraunhæft sé að ætla að færeysk útvegsfyrirtæki lifi án samruna. Sjálfstæðismenn eru á sömu skoð- un og jafnaðarmenn og öllum á óvart virðist þjóðveldismenn taka í sama streng. Þeir hafa verið á móti ráðstöf- unum Dana í fjármálum Færeyja en vilja nú sýna ábyrgð og reyna að hafa áhrif á eftirleikinn. Stuttar fréttir Serbar munu höría Philippe Morillon, hershötðingi Sameinuöu þjóðanna í Bosníu, sagði í gær að sveitir Serba mundu hörfa írá Srebrenica um leið og þeir væru fullvissir um að öll vopn hefðu verið flutt af svæðinu. Hægrisinni deyr Aðskilnaðarsinninn Andries Treumicht, leiðtogi hins hægri- sinnaða íhaJdsflokks í Suður- Afríku, lést úr hjartaslagi í gær. Hann var 72 ára. Vextár lækka Þýski seðlabankinn lækkaði miUibankavexti í gær mun meira en búist haíöi verið við. Franski seðlabankinn fór að dæmi hans í morgun. Hetttrúarmenn dæmdr Egypskur herdómstóll hefur dæmt sjö íslamska bókstafstrúar- menn til dauða fyrir árásir á ferðamenn og samsæri um að steypa stjóm landsíns. Lögfræð- ingar óttast aukið ofbeldi ef dóm- unum verður framfylgt. Twelrsjússarávlku Borís Jeltsín Rússlandsforseti vísar á bug ásökuuum andstæð- inga sinna um að hann drekki mikiö. Hann segist ekki hafa tíma nema fyrir svona tvo sjússa á viku. Katt bað fyrtr kynlífið Breskur vísindamaður segir að kalt bað geti aukið getu manna til kynlífs og komíð í veg fyrir sjúkdóma. Hann varar fólk þó við því að fara í ískalt baðið óundir- búið. Sjáffsljámíaugsýn Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, segir i viðtali sem birtist í dag að hann búisí við samkomulagi tun sjálfstjórn Pal- estínumamxa þegar friðarviðræð- umar um Miðausturlönd hefiast aftur í næstu viku. Aho bjartsýnn Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, sagðist í gaer vera bjartsýnn á að stjórn sinni tækist að leysa efhahagsvandræði þjóö- arinnar. Hann sagöi að bata- merkin væra þegar farin að koma ÍljÓS. Reuter Íslamadrengurinn Saed Bekric frá Srebrenica er kominn á sjúkrahús í Westwood i Kaliforníu þar sem gert veröur að sárum hans. Hann missti bæði augun í bardögunum um heimabæinn. Saga hans heiur vakið heimsathygli enda dæmi um grimmdina í stríðinu í Bosníu. Símamynd Reuter Carl Bildthélt naumlega velli Ríkisstjórn Carls Bildt í Svíþjóð heldur enn naumlega velli eftir að henni tókst að fástuðningNýs lýðræðis við stefnu sína í efnahagsmálum. Bildt hefur orð- ið að treysta á Nýtt lýðræði í vet- ur þótt honum sé það óljúft. Nú var tekist á um verulegan niðurskurð á fiárlögum. Þing- menn Nýs lýðræðis töldu ófært að leggjast gegn þessum áformum enda fylgjandi niðurskurði. Saf n um helf ör gyðingaopnaðí Washington Safn til minningar um helfór gyðinga í heimsstyrjöldinni síð- ari var opnað í Washington í gær og við það tækifæri minntust við- staddir þeirra hörmunga sem nú eiga sér stað í Bosníu og víðar. Elie Wiesel, handhafi friðar- verðlauna nóbels fyrir árið 1986 og einn þeirra sem komust lifs af úr fangabúðum nasista, notaði tækifærið og minnti umheiminn á að vísbendingar um dauðabúðir nasista hefðu verið látnar sem vindumeyruþjóta. Reuter Bretar efast um að Vilhjálmur ríkisarfi sé holl fyrirmynd barna: Næst skýtur Byssu-Villi Bamba Vilhjálmur skotglaði. Bresk blöð halda því fram að fyrr eða síðar verði að grípa í taumana og beina uppeldi Vilhjálms ríkisarfa inn á hollari brautir en verið hefur síðustu misseri, ef þjóðin á ekki að sitja uppi með hálfruglaðan konung fram á miðja næstu öld. Ástæðan fyrir þessum ótta er byssugleði Vilhjáims, sem nú er kall- aður Byssu-Vilh eftir fræga veiðifór í Skotlandi þar sem sex kanínur mættu örlögum sínum augliti til aug- htis við prinsinn, tíu ára gamlan. Enn aðrir vflja gefa honum viður- nefnið „skotglaði" til samræmis viö forfóður hans og nafna sem kallaður var hinn sigursæli. Enn aörir vilja vita hvort prinsinn hafi fengið leyfi hjá ömmu sinni til að drepa rétt eins og James Bond. Blöðin segja að venjuleg böm alist upp við að elska og virða Kalla kan- ínu og hans líka. Aftur á móti sé Villi látinn elta dálæti bamanna uppi og skjóta það. Og nú vilja menn vita hvort Villi verður ekki, áður en langt um líður, sendur á dádýraveiðar. Þá sé komið að bamavininum Bamba að falla fyr- ir kúlum verðandi þjóðhöfðingja. Eina vonarglætan sem menn sjá er að skilnaður Karls og Díönu, for- eldra Vilhjálms skotglaða, leiði til þess að henni verið falið uppeldi prinsins. Því megi treysta að hún taki fyrir allar veðiferðir enda er Díana kunn fyrir áhuga á dýravemd. Karl prins hefur að vísu látið sig náttúruvemd miklu skipta en hann hefur líka mikið dálæti á veiðum eins og ættmenn hans flestir. Bambi i skotfæri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.