Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1993 Útlönd 107 miUjónir manna í Rússlandi á kjörskrá í þjóðaratkvæðinu á sunnudag: Jeltsín illa staddur í skítkasti aldarinnar - vamarmálaráðherrann sakaður um brask með gamalt hergóss Sovétríkjanna Rússar hafa aldrei kynnst kosn- ingabaráttu líkri þeirri sem nú fer ffarn í landinu. Hún er sannarlega orðin „skítkast aldarinnar" vegna þess að málefnin eru að víkja fyrir ásökunum um spillingu Borís Jelt- síns og fylgismanna hans. Viðurkennt er að Jeltsín standi tæpt þótt kosningaspár bendi til að hann fari með sigur af hólmi. Fái hann meirihluta atkvæða ætlar hann að knýja fram breytjngar á stjómar- skránni og auka vald forseta. Tapi foretinn verður hann trúlega að víkja úr embætti. Andstæðingar Jeltíns segja aö hann æth að taka sér alræðisvald og tryggja spilltum meðreiðarsveinum sínum sæti við kjötkatlana. Þar hefur styrinn staðið síðustu daga um Pavel Grasjev vamarmálaráðherra sem sakaður er um að hafa auðgast óheyrilega á braski með hergóss Sov- étríkjanna í Austur-Þýskalandi. Fjórar spumingar em lagðar fyrir kjósendur og af þeim skipta trausts- yfirlýsing við forsetann mestu máh og krafa hans um aö efnt verði th þingkosninga. Reuter Jeltsín spáð sigri í rússnesku kosningunum á sunnudaginn Rússneskar kosningaspár benda til að fylgi Rússlandsforseta muni aukast um 5-7% í flestum kjördæmum lands- ins og honum er spáð umtalsverðri fylgisaukningu í hinum fjölmennu kjördæmum á Volgubökkum og í Úralfjöllunum. 1. NV-Rússland 2. Mið-Rússland 8. Norður-Rússland 6. Volga-Vjatka Miðstöð St. Pétursborg Miðstöð: Moskva Miðstöð: Arkangelsk Miðstöð: Nisnij Novgorod Fylgr Jeltsín 1991: 55,6% Fylgi Jeltsín 1991:58,4% Fylgi Jeltsín 1991: 55,6% Fylgi Jeltsín 1991: 61,8% Kosningaspá nú: 68% Kosningaspá nú: 60% Kosningaspá nú: 64% Kosningaspá nú: 67% 4. N-Kákasus Miðstöð: Rostov Fylgi Jeltsín 1991:48,9% Kosningaspá nú: 51% Heimild: ISOS, Frankfurt 5. Volgusvæðið Miðstöð: Samara Fylgi Jeltsín 1991: 58,8% Kosningaspá nú: 69% 10. Austur-Síbería Miðstöð: Irkutsk Fylgi Jeltsín 1991: 52,1% Kosningaspá nú: 48% 10. Vestur-Síbería Miðstöð: Novosibirisk Fylgi Jeltsín 1991: 50% Kosningaspá nú: 56% 'ladivostok 11. Austurhéruð Miðstöð: Vladivastok Fylgi Jeltsín 1991: 61,4% Kosningaspá nú: 69,6% Þú getur unnið ferð í Danska Vorið DV efnir til skemmtilegs símaleiks sem hefst kl. 12 á hádegi 21. apríl og lýkur kl. 12 á hádegi 7. maí. Þar átt þú möguleika á að vinna fjögurra daga ferð fyrir tvo í danska vorið. 1. Hringdu í síma 99 1993. 2. Þar velurðu 1 til að heyra upplýsingar um DV, 2 til að heyra upplýsingar um Danska vorið og 3 til að taka þátt í leiknum. 3. Þú heyrir þrjár spurningar, sem tengjast Danmörku, og við hverri þeirra eru gefnir þrír svarmöguleikar. Spumingunum svarar þú með því að ýta á 1, 2 eða 3 á símanum. 4. Svarir þú þremur spurningunum rétt lest þú inn nafn, heimilisfang og símanúmer. Nöfn þeirra sem svara spurningunum rétt fara í sérstakan pott og í hverri viku er dregið út nafn eins gáfumanns sem hlýtur Danmerkurreisu fyrir tvo í verðlaun. Nafn vinningshafa hverrar viku er birt í Ferðablaði DV á mánudögum.. Verð aðeins 39,90 kr. mínútan. Góða skemmtun! Rannsaka hvortfjölda- morð haf i veríð framiníWaco Bandarísk yfirvöld rannsaka nú þann möguleika að fjöldamorö hafi veriö framin í höfuðstöðvum trúar- hóps Davids Koresh í Waco í Texas, fremur en að fólkið hafi framið fjöldasjálfsmorð. Tahð er að um 86 manns hafi látið lífið þar á mánudag þegar trúboðsstöðin brann til kaldra kola. Rannsóknarmaður frá Texasfylki, Nizam Peerwani, andmælti þeirri fuhyrðingu embættismanna dóms- málaráðuneytisins að skotsár hefðu fundist á þremur líkum. Peerwani sagði að engar ákveðnar vísbending- ar um skotsár hefðu fundist. Byrjað var aö fjarlægja lík úr brunarústunum í gær. Aht að fjörutíu lík eru þegar fundin, þar af tíu af konum og bömum. Þeir sem komust lífs af úr brunan- um mótmæla því að trúfélagar þeirra hafi bundist samtökum um að svipta sig lífi eða að þeir hafi kveikt eldana. Reuter Bretinn Derek Locelock er einn þeirra örfáu sem komust lífs af úr eldhafinu i trúboðsstöð Davids Kor- esh í Waco. Símamynd Reuter DV BaBiadyrætlar aðlækkaráð- herralaunin Édouard Bahadur, forsætisráö- herra Frakklands, hefur í hyggju að lækka laun ráðherra i stjórn sinni um tíu prósent og fresta launahækkunum th 2,6 mhljóna opinberra starfsmanna th þess að draga úr fjárlagahallanúm. Þetta kom fram í háðs- og rann- sóknai-blaðinu Hlekkjuðu önd- inni á miðvikudag. Þar kom fram að sparnaðurinn yrði rúmir eitt hundrað mhljarðar íslenskra króna. Balladur mun kymia stjórniimi málið þami 5. maí. Ráðherrar hafa um fimm hundruö þúsund krónur á mán- uði, eða sex sinnum meira en meðahaun. Þeir njóta einnig ýmissa fríðinda vegna húsnæðis, bifreiða og ferðalaga. outiuti wiuiiuns, 32 ara gamall atvinnulaus maöur, hefur verið urskurðaöur i vikulangt gæslu- varðhald eftiraðhann hraustinn í St. James’shöhí Lundúnum har sem Karl Bretaprins býr. Maðurinn stal vindh og viskí- Wihiams hef- m- einnig verið ákæröur fyrir að ráöast á lög- smum mn um nno nauannnar á mánudagskvöld. mestu bjór- vambirnariEvr- Það eru ekki orðin tóm að Dan- ir séu ölkæiir. Nýjar tölur frá samtökum brugghúsa sýna, svo ekki verður um villst, að Danir drekka næstmest af öli allra í Evrópubandalaginu. Danir skola kverkarnar með 126 litrum öls á mann á ári. Að- eins Þjóðverjar skáka þeim innan EB, með 143 lítra á mann á ári. Aðrir Norðurlandabúar eru að- eins hálfdrættingar á við Dani. Þannig drekka Norðmenn 53 lítra öls á ári, á mann, en Svíarnir láta sér nægja 50 lítra á mann á ári. ogKasparovsí ^^rtember ast um heimsmeistaratithinn. Frá þessu var skýrt í gær. Þeir félagar munu skipta með sér verðlaunafé upp á tæpar 170 mhljónir islenskra króna. Það er breska dagblaöið Times sem stendur lyrir og skipuleggiu einvígið. Tilkynningin í gær rek- ur endahnútinn á tilraunir þeirra Kasparovs og Shorts að bijótast úr viðjum alþjóða skáksam- bandsins FIDE og standa sjálflr fyrir einvíginu. Kasparov og Short höfnuðu áætlunum FiDE um einvigið í febrúar. Reuter og Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.