Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Page 26
42
FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1993
Fólk í fréttum dv
Ein. Einar JúHusson eðHsfræðingur hef- ur vakið athygH fjölmiðla á kenn- ingu sinni um tiltekið samband mUU fjölda stórþorska og klakstærðar og á þeirri skoðun að stöðva þurfi aUar þorskveiðar í nokkur ár. Starfsferill Einar fæddist í Reykjavik 1.4.1941 og ólst þar upp í vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1960, fyrrihlutaprófi í verkfræði við HÍ1963, mag.scient.-prófi í eðHs- fræði við Kaupmannahafnarhá- skóla í ársbyijun 1966 og doktors- prófi í stjameðHsfræði við Chicago- háskóla 1974. Einar starfaði við Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins 1966-68, starfaði áfram að doktors- námi loknu með Peter Meyer við rannsóknir á kjamasamsetningu geimgeisla 1974 og við áþekkar rannsóknir í Saclay kjamarann- sóknarstöðinni í Frakklandi 1975-76 en rannsóknir og niðurstöður Ein- ars á þessu sviði vöktu mikla at- hygUásínumtíma. Einar var sérfræðingur við HÍ ’W' i ar Ji 1976-79, starfaði við úrvinnslu á gögnum frá HE AO-gervitunglunum við Dansk ramforsikring institut í Kaupmannahöfn 1980-81 og í Frakk- landi 1981-83. Hann varjlósent í eðUsfræði við HÍ1983-86, stunda- kennari þar 1986-91, starfaði við rannsóknir á geimgeislum við Chicagoháskóla 1991-92 og hefur verið kennari í fiskihagfræði við Háskólann á Akureyri 1993. Á ráðstefnu um sljómun fiskveiða 1979 hélt Einar því fram að ástand þorkstofnsins væri mun verra en almennt var þá talið og á ráðstefnu tíu árum síðar setti hann fram til- gátuna um samband miHi styrkleika stórþorska og klakstærðar. Einar er varaformaður náttúruverndar- samtakanna Líf og land. Fjölskylda Kona Einars er Valfríður Gísla- dóttir, f. 23.6.1944, kennari. Hún er dóttir Gísla Gíslasonar, gjaldkera við Landssmiðjuna, sem er látinn, og Áslaugar Benjamínsdóttur, fyrr- verandi símavarðar hjá Reykjavík- urborg. ílíus Börn Einars og Valfríðar eru GísU, f. 20.4.1968, kaupmaður í Reykjavík og kvikmyndagagnrýnandi; Júlíus Karl, f. 17.11.1977, nemi; Áslaug, f. 2.1.1985, nemi. Systkini Einars eru Sigríður, f. 23.4.1944, skrifstofumaður við HÍ; Jón, f. 21.4.1947, tæknifræðingur, hreppstjóri og b. á Mýrum í Skrið- dal; Aslaug, f. 10.9.1950, kennari í Reykjavík; Bjöm, f. 16.12.1951, bú- fræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Foreldrar Einars: JúHus Jónsson, f. 6.9.1911, d. 1985, verkstjóri hjá ÁTVR í Reykjavík, og Ingibjörg Ein- arsdóttir, f. 10.9.1914, húsmóðir í Reykjavík. Ætt Meðal alsystkina JúHusar má nefna Guðröð, kaupfélagsstjóra á Norðfirði, og Sigfús, kaupfélags- stjóra á Þórshöfn, en hálfbróðir þeirra var Kristmann Guðmunds- son rithöfundur. Júlíus var sonur Jóns, b. í Miðbæ á Norðfirði, Björns- sonar, b. í Miðbæ, bróður Guðrúnar í Viðfirði, móður dr. Björns Bjarna- ;son sonar. Bjöm í Miðbæ var sonur Jóns, b. í Fannardal, Bjömssonar, og Ingibjargar IUugadóttur frá Miðbæ. Móðir Ingibjargar var Ing- veldur Hermannsdóttir, b. í Firði, Jónssonar, ættfóður Pamfílsættar- innar, Jónssonar. Móðir Jóns í Miðbæ var Helga HUdibrandsdóttir, b. í Skógargerði, HHdibrandssonar, bróður Amdísar, langömmu Sigfús- ar Halldórssonar tónskálds. Móðir JúHusar var Sigríður Bjömsdóttir, b. á ÞverfelU í Lundar- reykjadal, Sveinbjörnssonar, b. á Oddsstöðum, Ámasonar, b. í Geirs- hlíð, Jónssonar. Móðir Bjöms var Guðlaug, systir Salvarar, langömmu Bjöms Th. Björnssonar. Guðlaug var dóttir Kristjáns, b. í Skógarkoti í ÞingvaUasveit, Magn- ússonar, og konu hans, Guðrúnar Þorkelsdóttur. Móðir Sigríðar í Miðbæ var Ástríður Friðriksdóttir, b. á Vífilsstöðum í Garðahreppi, Sæmundssonar. Ingibjörg er dóttir Einars, póst- fulltrúa í Reykjavík, Hróbjartsson- ar, b. í Húsum í Holtahreppi, Ólafs- sonar. Móðir Ingibjargar var Ágústa Einar Júlíusson. Sveinbjamardóttir, sjómanns og smiðs í Hafnarfirði og Reykjavík, Stefánssonar, b. í Vogum á Vatns- leysuströnd, Guðmundssonar. Móð ir Ágústu var Ástríður Guðmunds- dóttir, b. í Nýjabæ í Garðahverfi, Þorvaldssonar, og Helgu Jónsdótt- ur, b. á Hofi á Kjalarnesi, Runólfs- sonar, b. á Ketilsstöðum, Magnús- sonar, b. á Bakka, Hallgrímssonar, b. í Amarholti, Þorleifssonar. Móði HaUgríms var Guðrún Eyjólfsdóttir b. á Ferstiklu, HaUgrímssonar, sálmaskálds Péturssonar.
Afmæli
Sigfríð Þórisdóttir
Sigfríð Þórisdóttir, eigandi Potta-
galdra, Reynimel 92, Reykjavík, er
fertugídag.
Starfsferill
Sigfríð' fæddist í Reykjavík, ólst
þar upp og hefur búið þar alla tíð.
Hún varð gagnfræðingur frá
Vogaskóla 1969, hóf nám í dýra-
hjúkrun í Bretlandi 1973 og lauk því
frá Royal College of Veterinary
Surgeonsárið 1976.
Sex árum síðar lauk hún stúdents-
prófi frá öldungadeild MH og í jan-
úar á þessu ári lauk hún námi í iðn-
rekstrarfræði frá Tækniskóla ís-
lands.
Að dýrahjúkrunamámi loknu tók
Sigfríð þátt í uppbygginu Dýraspít-
ala Watsons í Víðidal og starfaði þar
allt til ársins 1984. A þeim tíma starf-
aði hún einnig í nánum tengslum
við Samband dýravemdunarfélaga
íslands, Hundaræktunarfélag ís-
lands og önnur dýravemdunarfél.
Árið 1984 réðst hún sig sem sölu-
maður hjá Plastprenti en ári síðar
keypti hún veitingahúsið Krákuna
á Laugavegi 22 og rak það til ársins
1988.
Vorið 1989 gerðist Sigfríð einka-
kokkur bresku sendiherrahjónanna
Lady Mary og Sr. Richard Best sem
þá voru við störf hér á landi og starf-
aði við það þar til hún hóf nám í
iðnrekstrarfræðinni 1991.
Frá byijun þessa árs hefur Sigfríð
rekið fyrirtækið Pottagaldra í Sig-
túni 3 í Reykjavík þar sem framleitt
er krydd og jurtablöndur til hvers
kyns matargerðar.
Sigfríð hefur einnig haldið nám-
skeið í matargerðarhst og undanfar-
in fjögur ár tekið að sér umsjón með
veislum. Hún hefur ennfremur ort
nokkuð af ljóðum og hafa nokkur
þeirra verið birt í Lesbók Morgun-
blaðsins og í ljóðabók Bandalags ís-
lenskra sérskólanema sem út kom
ívor.
Fjölskylda
Barnsfaðir Sigfríðar er Berg-
sveinn, nemi í Tækniskóla íslands,
Ólafsson skipasmiðs Bergsveins-
sonar augnlæknis Ólafssonar. Kona
Ólafs er Sjöfn Axelsdóttir.
Sonur Sigfríðar og Bergsveins er
Kristján Hrafn, f. 30.3.1988.
Háífsystkini Sigfríðar, samfeðra,
em: Sigríður Jóna kennari, búsett í
Bandaríkjunum; Birgir, verslunar-
maður í Reykjavík; Guðmunda,
húsmóðir í Reykjavík; Heba sem
starfar við forðun í Bandaríkjunum.
Hálfsystur Sigfríðar, sammæðra,
eru: Álfheiður Kjartansdóttir, toll-
vörustarfsmaður í Reykjavík, og
Arndís Kjartansdóttir, nemi í HI,
búsett í Reykjavík.
Fósturbræður Sigfríðar eru:
Sveinn Kjartansson, pípulagninga-
meistari í Reykjavík; og Þórarinn,
húsasmíðameistari í Reykjavík.
Faðir Sigfríðar er Þórir Jónsson,
f. 22.8.1926, framkvæmdastjóri, bú-
settur í Mosfehssveit. Móðir hennar
er Hrefna Kristjánsdóttir, f. 10.12.
1928, eigandi Bón- og þvottastöðvar-
innar í Sigtúni, búsett í Reykjavík.
Sigfrió Þórisdóttir.
Núverandi maki Þóris er Jósefína
Lára Lárusdóttir, f. 5.3.1941, eigandi
verslunarinnar Bezt á Skólavörðu-
stíg. Núverandi maki Hrefnu er
Kjartan Sveinsson, f. 4.9.1926, bygg-
ingatæknifræðingur og eigandi Bón-
og þvottastöðvarinnar í Sigtúni.
Sigfríð verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Ríkarð Magnússon
Ríkarö Magnússon skipstjóri, Sand-
holti 38 Ólafsvík, er sextugur í dag.
Starfsferill
Ríkarð fæddist á Hlaðseyri viö
Patreksfjörð og ólst þar upp. Hann
hóf nám í Skipstjóra- og stýri-
mannaskóla Reykjavíkur árið 1958
og lauk þaðan prófi ári síðar.
Ríkarð hefur verið á sjó meira og
minna frá fermingu. Lengst af hefur
hann verið skipstjóri á bátum frá
Ólafsvík, að undanskildu einu ári
þegar hann starfaði sem hafnar-
vörðuráRifi.
Ríkarð var lengi skipstjóri á
Gunnari Bjamasyni SH25 en hefur
verið skipstjóri á Hrönn SH21 frá
Ólafsvík síðasthðin þijú ár.
Fjölskylda
Ríkarð er kvæntur Bjarnýju Sól-
veigu Sigtryggsdóttur, f. 15.11.1941,
húsmóður. Hún er dóttir Sigtryggs
Sigtryggssonar, verkamanns í 01-
afsvík, og Guöbjargar Jennýjar Vig-
fúsdóttur húsmóður. Þau eru nú
bæðilátin.
Dóttir Ríkarðs fyrir hjónaband er
Bjamey Birgitta, f. 1.2.1958, hús-
móðir í Neskaupstað, gift Axel Aðal-
steinssyni rafvirkja og eiga þau Rík-
arð Svavar, Unni Maríu og Arsæl.
Böm Ríkarðs og Bjarnýjar em:
Guðbjörg Jenný, f. 6.1.1962, hús-
móðir í Grundarfirði, gift Hafsteini
Garðarssyni, stýrimanni á Klakki,
og eiga þau Garðar og Tryggva;
Bylgja Sjöfn, f. 31.5.1963, skrifstofu-
maður, búsett í Reykjavík, í sambúð
með Arnóri V. Arnórssyni og eiga
þau Bjarnýju Björgu og Ölmu Ösp;
Magnús, f. 20.8.1964, skipstjóri á
Drangvík, býr í Vestmannaeyjum, í
sambúð með Önnu Huld Long hús-
móður og eiga þau Helenu Ósk, Sól-
veigu Rut og Ríkarð; Ríkarður, f.
23.5.1968, stýrimaður á Hamri, bú-
settur í Ólafsvík, og á hann Andra
Frey; og Díana Harpa, f. 24.9.1972,
nemi, búsett á Akureyri og í sambúð
með Vigfúsi Magnússyni mat-
reiðslumanni.
Hálfbróðir Ríkarös, sammæðra, er
Leifur Jónsson, hafnarvörður á Rifi.
Ríkarð átti fjóra albræður en tveir
þeirra em nú látnir. Bræðumir em:
Jón, útgerðarmaður á Patreksfirði;
Finnbogi, útgerðarnjaður á Patreks-
firði sem nú er látinn; Pálmi, bif-
Ríkarð Magnússon.
reiðastjóri sem nú er látinn; og Ólaf-
ur, útgeröarmaöur á Rifi.
Faðir Ríkarðs var Magnús Jóns-
son, f. 13.6.1889 nú látinn, b. Hlaðs-
eyri. Móðir Ríkarös er Kristín Finn-
bogadóttir, f. 14.10.1909, húsmóðir á
Patreksfirði.
Ríkarð verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Til hamingju með
J óna Jónasdóttir,
Kleppsvegi 64, Reykjavík.
Ingunn Sigriður Sigfinnsdóttir,
Hólalandi 22, Stöðvarfirði.
verktaki,
Fannborg 7, Kópavogi.
: Vaigeir verður sextugur þann 26.
apríl næstkomandi. Eiginkona
hans er Sigurlaug Þorleifsdóttir.
Þau taka á raóti gestum i Félags-
heimili Kópavogs á morgun, laug-
ardaginn 24. apríl, á miHi kl. 20 og
Sverrir Jónsson,
ÚthHö 9, Reykjavík.
Sigurbjörg Gísladóttir,
Lækjarhvammi 7, Hafnarfirði.
Guðmundur Indriöiison,
Snorrabraut 40, Reykjavík.
Jóhanna Erlingsdóttir,
Maríubakka 12, Reykjavík.
Reynir Guðmundsson,
Ljósheimum lOa, Reykjavík.
Þorbjörg Sigurðardóttir,
Löndum 3, Stöövarfiröi.
Áróra Hjábnarsdóttir,
Leifsgötu 27, Reykjavík.
60 ára
Valgeir Vilheimsson,
50 ára
Sigfús Pétursson,
Álftagerði, Seyluhreppi.
Hallgrímur Guðmundsson,
Hraunbrún 16, Hafnai-firöi.
Guðjón Traustason,
HHðarvegi 16, Kópavogi.
Kjartan Már ívarsson.
Skólavegi 37, Vestraannaeyjum.
Gunnar Sœmundur Olsen,
Grænási 3a, Njarðvík.
Guðný Sigríður Hallgrímsdóttir,
Jörfabakka 32, Reykjavík.
Gréta Sigurjónsdóttir,
Húnabraut 3, Blönduósi.
ívar Gissurarson,
Brávallagötu24, Reylgavík.