Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 Útlönd Bandarísk yfirvöld á móti hvalveiðum Bandaríkjastjóm tilkynnti í gær að hún myndi áfram styðja algjört bann við hvalveiðum í hagnaðarskyni en bannið gekk í gildi 1986. Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Ron Brown, sagði að hann væri ekki þeirrar skoðunar að rétt væri að af- létta banninu þar sem hann héldi að slíkt væri ekki gott fyrir hvalastofn- inn. „Bandaríkjamenn hafa í mörg ár lýst andstöðu sinni á hvalveiðum og ég er sammála þeirri afstöðu," sagði Brown í tilkynningu sem ráöuneytið gaf út. Tilkynningin kemur skömmu fyrir fund Alþjóöa hvalveiðiráðsins sem haldinn verður í Kyoto í Japan 10.-14. maí nk. Talsmaður viðskiptaráðuneytisins sagði að Bandaríkjamenn myndu ekki styðja veiðar í hagnaðarskyni ef hvalveiðiráðið færi að ræða slíkt á fundinum. Grænfriðungar kættust mjög við yfirlýsingu Browns en hvöttu jafn- framt bandarísk' stjómvöld tÚ að ganga lengra með því að styðja við- skiptabann gegn Norðmönnum og öðmm þjóðum sem virtu ekki hval- veiðibannið en Norðmenn hafa þegar hafið hvalveiðar að nýju í vísinda- skyni og Japanir hafa fuUan hug á því að hefja hvalveiðar að nýju. „Þessi opinbera afstaða, sú fyrsta í 12 ár, sendir þau ským skilaboð til Alþjóða hvalveiðiráðsins að Banda- ríkin munu vera óhagganleg í af- stöðu sinni tíi að vemda hvali,“ sagði grænfriðungurinn Gerald Leape. „En án loforðs um viðskiptaþvingan- ir vantar yfirlýsinguna alian kraft til að tryggja að Noregur og Japan fari að alþjóðalögum um þessi mál,“ sagði Leape. Reuter Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni styðja áframhaldandi bann við hvalveiðum. inn skapar vinnu í Noregi Atvinnuleysi hefur fariö minnkandi í Finnmörku, nyrsta fylki Noregs, að undanfómu vegna þess hVe mikill þorskur frá rússneskum togurum berst þar á land. Fyrir ári var atvinnuleysi hvergi meiri í landinu en í Finn- mörku en það er nú komið niður í 5,4 prósent. Fyrirtæki í grein- inni keyptu 90 þúsund tonn af þorski af Rússum í fyrra og trygg- ir hann þrjú þúsund störf. Austur-evrópsk kjarnorkuver vandiheimsins Hættan, sem stafar af sænska kjamorkuverinu í Barsebáck, er í lágmarki ef miðaö er við hina tjölmörgu kjamakljúfa af Tsjemobyl-gerðinni sem eru I Austur- og Mið-Evrópu. Þetta er skoð- un Svends Au- kens, umhverf- isráðherrá Danmerkur. Hann ræddi vanda austur- evrópsku kjamorkuver- anna á fundl með orkumálanefnd danska þingsins í gærmorgun. Hann sagði Dani ekki ráða eina við vandann. NTB og Ritzau Heymæði algengari í stórborgum en sveitum: Útblástur bifreiða talinn sökudólgurinn Talið er líklegt að útblástur bifreiða eigi mikla sök á því að tilfellum af heymæði og öðrum astmasjúkdóm- um hefur snarlega fiölgað í breskum borgum. Robert Davies, sérfræðingur í önd- unarsjúkdómum hjá St. Bart- holomews sjúkrahúsinu í London, sagði að læknar beindu nú meira augum sínum að útblæstri bifreiða sem hugsanlegri orsök fiölgunar astmatílfella. Þó að magn frjókorna í andrúms- loftinu sé hærra úti í sveitum en í stórborgum eru fleiri með heymæði í borgunum en í sveitum. Þetta hefur gert þaö að verkum að læknar telja nú líklegra að um megi kenna mik- illi umferð á vegum frekar en frjó- komunum. „Við höldum að nítrógen díóxíð valdi tilfellunum á vetuma en á sumrin sé það ósonið eða mengunar- ský sem séu skaðvaldarnir. En hvort tveggja er afurðir bensínvélarinnar," sagði Davies. Opinberar tölur í Bretlandi sýna að Bretum með heymæði hefur fiölg- að gífurlega á 25 ámm. Árið 1956 voru aðeins 5,1 af hverjum 1000 íbú- um með sjúkdóminn en árið 1981 vom það 19,7 af hverjum 1000. Von- ast er til að hraðaö verði rannsókn- umá„hreinni“bílvélum. Reuter Ta|ið er að útblástur bifreiða geti valdið heymæði. ummafíutengsl Giulio Andreotti, fyrrum forsæt- isráðherra ítal- íu, vísaði í gær á bug ásökun- umumaðhann heíði haldið hlifiskildi yfir mafíunni og sagði þær mjög óréttlátar. Hann sagöi að sak- sóknarar, sem vildu að hann kæmi fyrir rétt, hefðu engar sannanir til að styðja ásakanir sínar með. „Ég er að reyna að skilja hvern- ig þetta gerðist allt saman,“ sagði Andreotti á fundi með frétta- mönnum, hinum fyrsta frá því harrn ákvað að reyna ekki aö koma í veg fyrir aö þinghelgi hans yrði aflétt. Kjaftatífur mafíimnar, sem vinna raeð yfirvöldum, hafa sak- að Andreottí um að vera helsta vemdara sinn meðal sfiórnmála- mannaíRóm. Reuter Stuttar fréttir Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, segir það hafa verið mjög óviturlegt af þingi Bosmu-Serba aö hafna frið- aráætlun fyrir Bosníu. Vararviðbiódbaði Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði i morgun aö tíl alvarlegra blóðsúthellinga gæti komið vegna þess að þing Bosníu-Serba hafnaöi friðaráætl- unum SÞ. Bakslagíviðræður Bakslag kom í friðarviðræður um Mið-Austurlönd í Washing- ton þegar Palestínumenn lögðu niður vinnuhóp um mannrétt- indi. Þeir sögðu ísraelsmenn ekki taka vinnuna alvarlega. Fufidað um Kambódíu Fulltrúar þriggja af fiórum stríðandi fylkingum í Kambódíu komu saman til neyðarfundar i Peking í morgun. Rauðu khmer- amir mættu ekki til leiks. Major i skærum John Major, forsætísráðherra Bretlands, á i skærum i þinginu vegna Maastricht-samningsins um samruna EB-ríkja. Kúbverjar vilja aðstoð Stjómvöld á Kúbu hafa farið fram á læknisaöstoð vegna tauga- veikifaraldurs sem veldur blindu. Rúmlega 25 þúsund Kúbverjar hafa fengið sjúkdóminn. Viðurkennir njósnír Starfsmaöur bandaríska utan- ríkisráðuneytisins hefur viður- kennt að hafa látið Grikkjum í té rúmlega 240 leyniskjöl. löggurdrepnar Vopnaðir menn drápu fióra lög- regluþjóna í fyrirsát í blökku- mannabænum Soweto í Suður- Afríku. Flúði gjaldþrotið Asil Nadir, gjaldþrota við- skiptajöfur, stakk af frá Englandi í einkaþotu og er á norðurhluta Kýpur þar sem bresk réttvísi nær ekki til hans. Vextir lækkaðir Franski seðlabankinn lækkaði vextí í morgun, í fimmta sinn á eínummánuði. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.