Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 28
40 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 Merming RúRek-djass framundan: Sven Asmussen og Freddie Hubbard á slærstu tónlistarhátíð ársins Nú fer senn að líða að hinni árlegu RúRek djasshátíð sem hefur á und- anfömum árum verið að vinna sér fastan sess í tónlistarlífi hér á landi. Umfang hátíðarinnar hefur farið vaxandi með hverju ári, byijaði sem norræn djasshátíð en hefur verið að breiðast út og aldrei hefur breiddin verið jafn mikil og í ár. Sveiflumeist- arar koma frá mörgum löndum með fjölbreyttan djass. Þekktustu nöfnin eru tvímælalaust trompetleikarinn Freddie Hubbard sem hefur látið mikið að sér kveða í djassheiminum undanfarin þtjátíu ár og sænski fiðlusnillingurinn Svend Asmunds- en sem orðinn 77 ára gamall. Hefur hann verið að spila í 65 ár. Það er mikill fengur að komu þessara snill- inga og var marga aðdáendur farið að lengja eftir komu Asmussen til íslands. Báðir þessir heiðursmenn koma með sínar eigin hljómsveitír sem skipaðar eru valinkunnum djassleikurum. Ber sérstaklega að geta trommuleikara Hubbards, Louis Heyes, sem margir kannast örugg- lega við. Það verður meira um góða gesti á RuRek-djassi og er áhugaverð dag- skrá framundan en hátíðin hefst 23. maí með setningu í FÍH-salnum í Rauðagerði. Strax fyrsta kvöldið eru tónleikar á Sóloni íslandusi þar sem meðal annars bandaríski gítarleikar- inn Doug Raney leikur með Jazz- kvartetti Reykjavíkur. Munu þeir endurtaka tónleikana 24. maí. Þriðjudaginn 25. maí eru tónleikar Freddie Hubbards kvintettsins í Súlnasal Hótel Sögu. Daginn eftir halda japanski píanóleikarinn Hiros- hi Minami, bassaleikarinn Masa Kamaguchi og Matthías MD Sven Asmussen. Fiðlusnillingur sem leikið hefur djass í 65 ár og af mörg- um talinn aldrei hafa verið betri. Hemstock tónleika. Tónleikar Svend Asmussen og kvartetts hans verða síðan á fostu- deginum í Súlnasal. Laugardagurinn 29. maí er lokadagur hátíðarinnar. Verður stanslaus djass nær allan daginn og lokatónleikamir verða á Hótel Sögu. Þar verður margt á dag- skrá sem teljast verður til viðburða. Má nefna Kvartett Tómasar R. Ein- arssonar, en með Tómasi og félögum þetta kvöld leikur KK. Þá mun Egill Ólafsson syngja með Kuran Swing bandinu svo eitthvað sé nefnt. Ríkisútvarpið verður í mikilli djassfílingu þessa daga og er útverp- að beint frá mörgum hljómleikum, aðrir teknir upp og leiknir yfirleitt sama kvöld og þeir eru. Hér hefur aðeins verið stiklað á fáu einu sem boðið verður upp á þessa maídaga sem hátíðin stendur, margt fleira er áhugavert og verða því gerð nánari skil síðar. -HK Æf ingar haf nar á Þrettándu krossferðinni Hjá Þjóðleikhúsinu er nú hafinn samlestur á Þrettándu krossferðinni, nýju leikrití eftir Odd Bjömsson sem framsýnt verður í september. Leik- ritið áttí að sýna á stóra sviðinu í vetur en var frestað. Það er orðið nokkuð langt síðan nýtt leikrit eftir Odd hefur verið sett á svið. Hann var í fararbroddi framúrstefnuhöfunda á ámnum kringum 1960 og samdi þá eftirminnileg stutt leikverk, meðal annars Köngulóna, Jóðlíf og Tíu fil- brigði, en á meðal seinni leikrita hans em Dansleikur, Meistarinn og Eftir konsertinn, allt verk sem Þjóð- leikhúsið sýndi. Þrettánda krossferðin hefur verið í smíðum í rúman áratug og er afar metnaðarfullt í hugsun og byggingu og getur áreiðanlega taiist „grand opus“ höfundar til þessa. Þrír her- menn leggja upp í krossferð í leit að „stríðinu". Þeir ferðast gegnum tíma og rúm, eiga samskiptí við fom-gríska heimspekinga, Spánarkóng á endur- reisnartímanum, alþýðufólk í Frakk- landi á miööldum. Þeir takast á við íslensk tröll og eiga ástarfund með álfkonum svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er hin ytri atburðarás verksins en er talsverð einföldun því þama er fjailað um veraldarsöguna í hnotskum eða að minnsta kosti vegferð mannsins gegnum heiminn og tímann. Höfundur Þrettándu krossferðarinnar, Oddur Björnsson, fylgist með sam- lestrinum. Bak við hann má sjá leikarana Eggert Þorleifsson, Arnar Jóns- son og Gísla Rúnar Jónsson. Á innfeidu myndinni eru örn Árnason og Erlingur Gíslason. DV-myndir ÞÖK Hermennina þijá leika Baltasar Kormákur, Eggert Þorleifsson og Pálmi Gestsson. Aðrir leikarar í sýn- ingunni em: Öm Ámason, Hilmar Jónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Helga Bachmann, Gísli Rúnar Jóns- son, Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Erlingur Gíslason, Amar Jónsson, Bryndís Pétursdóttir og Þórey Sig- þórsdóttir, Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Frumsamin tónlist er eftir Hjálmar H. Ragnarsson. BÍL mótmælir ákvörðun útvarpsráðs: KffN^Cl Fyrirvaralaust var tekin út af auglýstri dagskrá Sjónvarpsins á þriðjudagskvöld þátturinn Hver á að sýna? þar sem sú hugmynd er reifuð aö komið verði á fót kvik- myndahúsi sem sýni hstrænar kvikmyndir. Stjórn Bandalags is- lenskra listamanna hefur mótraælt markmið að sýna islenskar kvik- myndir og listrænar erlendar myndir. Mikilvægt er að opinber umraiða eigi sér stað um þetta mál og þeim mun verra að fyrrnefndur sjónvarpsþáttur, sem stjóm Bandalagsins hefur séð, og fjallar um slíkan rekstur, fáist ekki sýnd- Sinfónían teflir fram ungum lista- mönnum sem slegið hafa í gegn opinberiega þessari ákvöröun og gefið út tiJkynningu þar að lútandi. Þar segir meðal annars: „Bandalagið styður eindregið þá hugmynd að komið veröi á fót kvik- myndahúsi sem liafi það aðal- ur í Ríkissjónvarpinu. ; Stjóra Bandalags íslenskra lista- manna skorar á útvarpsráð að end- urskoða afstöðu sina til sýningar þessa þáttar." -HK í kvöld verða síðustu tónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands í rauðri áskriftarröð á þessu starfsári. Á þessum tónleikum teflir hljómsveitin fram tveimur listamönnum sem hafa slegið í gegn á síðustu árum. Hljómsveitarstjórinn Pavo Járvi kemur frá Eistlandi, er fæddur 1962. Hann fluttist til Bandaríkjanna 1980 nam við Juliard og Curtis tónlistahá- skólana þar sem hann var samnem- andi Sigrúnar Eðvaldsdóttur. Pavo Járvi hefur stjórnað fjölda hljóm- sveita í Evrópu og Bandaríkjunum við góðan orðstír og nú hefur hann veriö ráðinn listrænn sljómandi við sinfóníuhljómsveitina í Malmö. Píanóleikarinn Leif Ove Andsnes er fæddur í Karmoy í Noregi 1970. Hann er tónleikagestum væntanlega ekki ókunnur þar sem hann hefur tvisvar áður haldið tónleika hér á landi. Það má segja að frægðarferill hans hafi byijað eftir að hann hlaut 1. verðlaun í keppni ungra norrænna einleikara sem haldin var hér á landi í október 1988. Síðan hefur sigur- brautin verið bein og breið og er hann þegar kominn í röð fremstu píanóleikara heims. Þijú verk em á tónleikunum, Jóns- messuvaka eftir Hugo Alfvén, Píanó- konsert eftir Edward Grieg og Sin- fónía nr. 5 eftir Pjotr Tsjajkofskíj. Upphaflega átti Leif Ove að leika píanókonsert nr. 3 eftir Rachmanin- off. Þar sem sá konsert krefst mikill- ar líkamlegrar áreynslu og Leif Ove hefur undanfarið mátt stríða við eymsl í handlegg, treystí hann sér ekki til að leika þann konsert. -HK í fyrra var Þráinn Bertelsson komin í startstöðu með að kvik- mynda handrit sitt Sigla bimin- fley fyrir Sjónvarpiö en á síðustu stundu var hætt við þar sem ekki samdist við leikara. Þráinn ritaði bók um sama efni og kom hún út fyrir síðustu jól. Nú hefur aftur rofað til og var undrritaður samningur milli Ríkisútvarpsins og Nýs lífs, fyrirtækis Þráins Bertelssonar, um gerð sjónvarps- myndarinnar sem mun verða í tíórum hlutum. Fjármagniö til kvikmyndagerðarinnar kemur úr Norræna sjónvarpssjóðnum, en jafnframt taka sjónvarps- stöðvar hinna Norðurlandaþjóð- anna þátt í fraraleiðslunni. ansíListhúsinu Kjartan Guðjónsson listmálari hefur haldið margar málverka- sýningar. Þessa dagana stendur yfir sý'ning á teikningum og er þetta í fyrsta skipti sem teikning- ar hans prýöa sýningarveggi. Kjartan segist hafa dundað sér við teikningar lengur en elstu menn muna en aldrei haldið sýn- ingu á þeim einum sér. Kjartan segist einnig lengi hafa átt sér þann draum að mega myndlýsa fallegar útgáfur af fornsögunum og gert tilraun til að auglýsa sig sem slikan teiknara en ekkert gengið. Kjartan hefur mynd- skreytt bækur og á sýningunni má sjá fmmmi'ndir úr einhverju skemmtilegasta verkefni sem honura hefur hlotnast, teikningar við Þorpið eftir Jón úr Vör. Krisfjáití Allir sem kaupa miða í Happ- drætti DAS í fyrsta fíokki fá geislaplötu meö Kristjáni Jó- hannssyni. Það gefur því auga leið að sjálfsagt verður um met- upplag að ræða á geislaplötu hér á landi. Ekki em á geisladiskin- um nýjar upptökur heldur er um að ræða úrval af plötum sem hann söng inn á fyrir nokkrum árum. Kristján hefur sjálfur valið lögin, má þar nefna ítölsk sönglög á borð við 0 sole mio og ariur úr óperum eftir Verdi, Puccini, Ðonizetti og fleiri. Krisfján gefur allar ftytjendagreiðslur sem þýö- ir að framlag hans til DAS og málefha aldraöra er umtalsvert. Tónarogljóðá Sóloniíslandusi Stutt er síöan Ijóðabókin Tima- spor var gefin út en þar er aö finna ijóð eftir Védísi Leifsdóttur sem lést úr eyðni í janúar síðast- liðnum. Védís iétmjögtilsíntaka máiefni ainæmissjúkra og var stofhaður sjóður í kringum út-. gáfu bókarinnar og rennur hagn- aöur af bókinni tíl styrktar Já- kvæða hópnum. í kvöld veröur efnt tii tónleikahalds og ljóðalest- urs á Sóloni íslandusi þar sem m.a. koma fram Bubbi Morthens, Nýdönskog Djasskvailett Kristj-. önu Stefánsdóttur sem flytja tón- list. ijóðaiesturinn felst i að iesin verða ijóð eftir Védis Leifsdóttur, Elísabetu Þorgeirsdóttur, Elisa- betu Jökulsdóttur og I>orstein frá Hamri og fleiri. Aðgartgur er ókeypis en Tímaspor verðm- til sölu á staðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.