Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 24. MAÍ 1993 Fréttir________________________________________________________________________dv Kópavogur: Vandræðagangur vegna ráðningar yfirverkstjóra Bragi Mikaelsson bæjarfulltrúi sækir hart aö fá starfið „Ég hef ekki hótaö því að fella meirihluta bæjarstjórnar en því er ekki að neita að ég er einn umsækj- enda um starfið og ég vona að félagar mínir í bæjarstjóm velji hæfasta umsækjandann. Ég tel að stjóm- málamenn eigi ekki að þurfa að gjalda þess að vera stjómmálamenn. Það er ekki þægilegt fyrir þá að þurfa að sækja um vinnu á atvinnumark- aöi,“ segir Bragi Mikaelsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Kópavogs. Bragi er einn rúmlega þrjátíu umsækjenda um stöðu yfir- verksfjóra áhaldahúss bæjarins sem auglýst var til umsóknar í vetur. „Ég hef rætt við mína menn og við höfum komist að niðurstöðu. Ég veit hvorki hvenær bæjarráö tekur af- stöðu til málsins né hver verður ráö- inn í starfið. Ég hef ekkert skipt mér af þessu máli,“ segir hann. Búist er við að Bragi taki viö stöðu forseta bæjarstjórnar í byijun næsta mánað- ar en skipt hefur verið um formenn bæjarstjórnar og bæjarráðs árlega undanfarin ár. Bæjarfulltrúar minnihlutans stað- festu í samtali við DV að heyrst hefði að Bragi hefði hótað að fella meiri- hluta bæjarstjómar ef hann fengi ekki stöðuna. „Hann hefin- ekki hót- að þessu í mín eyru en ég veit ekki hvað er að geijast í kollinum á hon- um,“ segir Amór L. Pálsson, núver- andi forseti bæjarstjómar. Bragi hef- ur leitað fyrir sér víöar en hjá bæn- um og einnig hefur verið leitað fyrir hann: „Ég er ekkert viss um nema þaö geti gengið," segir Amór. „Ráðningin var á dagskrá bæjar- ráðs fyrir tæpum hálfum mánuði og ég baö um frest í viku til að geta htið yfir gögnin. Ég átti von á því aö máhð yrði tekið fyrir á miðvikudag- inn og því kom mér á óvart að svo var ekki,“ segir Guömundur Odds- son, bæjarfuhtrúi Alþýðuflokks. Guðmundur segir að bæjarfulltrú- ar meirihlutans hafi virst mjög ákveðnir í aö ganga frá ráðningu umsækjanda með nafnleynd í starfið og hafi það verið í samræmi við umsagnir embættismanna bæjarins. „Það er greinilega mikih vand- ræðagangur í meirihlutanum út af þessu máh og ég býst við að þeir leysi þetta með einhverri bráðabirgða- lausn. Ef Bragi lýsir sig óbundinn af ákvörðunum meirihiutans þá tel ég að meirihlutinn sé fahinn. Öh mál falla á sléttu og þá verður að mynda nýjan meirihluta," segir Valþór Hlöðversson, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalags. -GHS Malaví- skipið flutt utan Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri: Shppstöðin Oddi á Akureyri er þessa dagana aö ljúka smíði á rann- sóknarskipi fyrir Malavímenn en skipið er annað tveggja sem smíðað hefur verið í stöðinni og fer th Malaví. Fyrra skipið og skipið, sem smíði er að ljúka á núna, hafa bæði verið flutt th Malaví í nokkrum hlutum og þar eru þau síðan sett saman. Nú í vikunni var einmitt verið að skipa stýrishúsi rannsóknarskipsins út á Akureyri og aðrir hlutar skipsins verða fluttir út á næstunni. DV-mynd gk Skrokkur skipsins sem nú bfður fiutnings til Maiaví. Biskupinn samþykkti, Signý Sen neitaði. Böðvar heimilaði RúRek djasshátiðin er hafin. Það runnu hins vegar tvær grímur á aðstandendur hátíðarinnar þegar lögreglustjóraembættið setti þeim stólinn fyrir dyrnar með loka- kvöldið sem verður laugardaginn fyrir hvítasunnu, 29. maí. Eins og margir hafa rekið sig á má ekki stofna th opinberra skemmtana laugardag fyrir páska og laugardag fyrir hvítasunnu og hefur þessi gamh lagakrókur fariö fyrir brjóst- iö á mörgum á undanförnum árura. „Við töldum okkur gulltryggö fyrir þessari reglu, segir Vemharð- ur Linnet einn af forsvarsmönnum hátíöarinnar. „Áður en við hófum að setja hátiðina á blað," höíðum við Ieitað eftir álíti Biskupsstofu. Þar sáu biskupsritari og Ólafur Skúiason biskup ekkert athugavert við að hafa lokatónleikana á Hótel Sögu þetta kvöld, enda væri þeim lokið fyrir miönætti. Við sóttum því um leyfi fyrir þessum tónleik- um i góðri trú hjá Lögreglustjóra- embættinu. Þar hittum við fyrir Signýju Sen sem hefur með þessi mál að gera og hún neitaði okkur um leyfið, Erfitt var að sætta sig við þetta og fórum við í dómsmála- ráðuneytiö með máhð. Þar var okk- ur sagt að ekki væri hægt að hnekkja úrskurði lögreglustjóra- embættisins. Að lokura gengum við á fund borgaryfirvalda en Reykja- vik er einn þeirra aðila sem stend- ur að hátíðinni. Borgin fór fram á þaö við lögreglustjórann i Reykja- vík að heimila lokatónleikana 29. maí og lyktir urðu þær að lögreglu- stjóri hefur gefið leyfi fyrir tónleik- unum.“ -HK í dag mælir Dagfari___________ Kollsteypuvörn Merkilegir kjarasamningar hafa verið gerðir. Þeir eru svo merkileg- ir að forsætisráðherra kahar þá tímamótasamninga. Aðrir tala um „langan skammtímasamning" og forseti Alþýðusambandsins segir að þetta sé kohsteypuvöm, hvað svo sem það þýðir. En hvað er það þá sem vömin felur í sér? Jú, vömin er fólgin í því að láta ríkisstjómina lofa því að borga nokkra milijaröa, án þess að eiga þessa miHjarða. Ríkisstjómin ætlar að lækka vextina en auka hallann á ríkissjóði í staðinn, sem auövitaö er kohsteypa sem enginn hefur tek- ið áður. Ríkisstjórnin lofar að halda geng- inu fóstu, sem þýöir aö tapið hjá sjávarútveginum heldur áfram og væntanlega verður verkalýðs- hreyfingunni og íslensku röds- stjóminni að mæta ef einhveijum öðmm þjóöum dettur í hug að breyta hjá sér genginu sem gerir gengisbreytingar óhjákvæmhegar hér heima. Þá bhar kjarasamning- urinn og ríkisstjómin verður að taka kohsteypu og súpa hveljur í leiðinni. En samningamir em merkhegir fyrir fleiri hluta sakir. Þannig lofar ríkisstjórnin að aflaheimhdir verði þær sömu á næsta ári og þær vom í ár. Sem þýðir að ríkisstjómin hefur ákveðið það í kjarasamning- um að afli muni ekki skerðast! Sama hvað þorskurinn í sjónum segir, sama hvað þeir hjá Hafró segja og sama hvað veiöist mikið upp úr sjónum. Aflinn skal vera sá sami, vegna þess að það er búiö að skrifa undir það í kjarasamning- um! Ekki nóg með það. Ríkisstjómin hefur lofað því að fiskur hækki um þrjú prósent og haldist að minnsta kosti í því verði út samningstíma- bihð. Þannig ætlar ríkisstjómin bæði að ákveða vextina með hand- afh, gengið með handafli og verð- lagið með handafli. Svo ekki sé tal- að um þaö vald sem ríkisstjórnin hefur á þorskgöngunum, að hún telur sér fært að ákveða meö samn- ingum við verkalýðinn að þorskur- inn veiðist hvaö sem hver segir. Og jafnvel þótt hann finnist ekki á miðunum. Notabene, sjómenn fá ekki að taka þátt í þessum samningum, enda kemur þeim ekki við hvað aflast eða hvað fæst fyrir fiskinn. Sjómenn verða aö semja sér, enda skipta þeir greinilega engu máh um næstu framtíð og afkomu og em th hhðar eins og opinberir starfs- menn. Þessar stéttir em núh og nix á vinnumarkaðnum og þegar menn ræða og ákveða fiskveiðar og fis- kverð. Þetta er tímamótasamningar og góðir að því leyti að þeir tryggja vinnufrið í eitt og hálft ár. Þó er þess aö geta aö segja má samning- unum upp ef gengið breytist eða ef vextirnir breytast ekki eða ef verðlag á fiski fer lækkandi. Það er með öðrum orðum verið að semja th langs tíma en stutts tíma ef forsendur samninganna stand- ast ekki. Forsendur samninganna eru á þeim forsendum að forsend- urnar standist og ef forsendumar standast ekki em forsendumar brostnar fyrir samningum og þá má segja samningunum upp. Þess vegna era þetta stuttir langtíma- samningar og vöm gegn kohsteypu fyrir launþega, sem fá nú þrjá miihj- arða úr tómum ríkissjóði sem ætlar að lækka vextina með þvi að auka eftirspurn sína eftir lánsfé. Auðvitað ber að fagna svona samningum. Samingar eru ailtaf samningar og jafnvel þótt forsend- ur bresti og samningamir séu ekki annað en samningar um að segja samningum upp, þá em þetta samningar sem marka tímamót, aö því leyti að ríkisstjórnin hefur lofað ýmsu sem hún getur alls ekki stað- ið við, en ætlar þó að standa við th að menn haldi ekki að hún sé aö skrifa undir samninga sem ekkert er að marka. Vinnuveitendur em afar ánægðir meö þennan samning og segja að hann sé módel fyrir aðra samninga og það komi ekki th greina að skrifa undir annað en nú hefur verið sam- ið um. Rétt er að taka fram í þessu sambandi aö vinnuveitendur eru í fyrsta skipti að skrifa undir samn- inga sem kveða á um að viðsemj- endur þeirra fái ekki neitt annað en að fá segja upp samingnum ef ekkert er að marka hann. Að því leyti em þetta líka tímamótasamn- ingar. Dagfari -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.