Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1993, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993
5
... 1 1 1111 Mll> .■ ! ■■■II—■■■— M! .. .. I ■■■■ 1111.-.. .......................
dv___________________________________________________________________________________________________Fréttir
Mistök við fæðingu drengs fyrir 7 árum á Sjúkrahúsi Suðurlands:
Sjúkrahús dæmt til að greiða
5,5 milljónir í skaðabætur
- drengurinn hlaut heilaskaða vegna súrefnisskorts og er 100 prósent öryrki
Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi sem nú hefur verið dæmt í héraðsdómi til að greiða 5,5 milljónir króna í skaða-
bætur til handa foreldrum drengs sem fæddist með varanlegan heilaskaða vegna súrefnisskorts á sjúkrahúsinu
fyrir 7 árum. Heilaskaðann má, að mati dómsins, rekja til mistaka starfsfólks við fæðinguna. DV-mynd E.J.
Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi
hefur verið dæmt til að greiða 5,5
miiljónir króna í skaðabætur, með
dráttarvöxtum, vegna mistaka sem
urðu við fæðingu drengs fyrir 7
árum. Drengurinn hlaut varanlegan
heilaskaða vegna súrefnisskorts við
fæðingu og var metinn 100% öryrki.
Jón Ragnar Þorsteinsson héraðs-
dómari kvað upp dóminn í Héraðs-
dómi Suðurlands ásamt Jóni Þor-
geiri HaUgrímssyni og Amari
Haukssyni, sérfræðingmn í kven-
sjúkdómum.
Málavextir eru þeir að laugardag-
inn 9. ágúst 1986 fæddist drengur á
sjúkrahúsinu á Selfossi. Drengurinn
reyndist lífLítiIl við fæðingu. Næsta
dag var hann sendur á bamaspítala
Hringsins í Reykjavík og við örorku-
mat var drengurinn metinn 100%
öryrki vegna heilaskaða sem, sam-
kvæmt læknisfræðilegu áhti, var tal-
inn afjeiðing súrefnisskorts við fæð-
ingu. Foreldrar drengsins töldu að
heilaskaðann mætti rekja til mistaka
starfsfólks sjúkrahússins við fæð-
ingu drengsins og höfðuðu mál gegn
sjúkrahúsinu á þeim forsendum.
í héraðsdómi segir að ekki sé deilt
um að drengurinn hafi haft heila-
skemmdir frá fæðingu eða að varan-
leg örorka hans hafi verið metin
100% frá fæðingu heldur deila máls-
aðilar um hvort rekja megi heila-
skemmdirnar til þess að starfsfólki
sjúkrahússins hafi orðið á mistök við
fæðingu drengsins.
Aukið eftirlit lækna brást
í niðurstöðu dómsins segir m.a.:
„Ástand bamsins skömmu eftir fæð-
ingu, sem lýst er í sérfræðiáhti
bamalækna, og þær rannsóknir, sem
gerðar hafa verið á því, benda ein-
dregið til þess að það hafi hlotið cd-
varlegan súrefnisskort fyrir, í eða
eftir fæðingu. Lok meðgöngu og fæð-
ing móður var áhættusöm vegna
hækkaðs blóðþrýstings, bjúgs og lík-
amsþyngdar sem var 113,5 kíló við
upphaf gangsetningar. Þetta krafðist
aukins eftirhts af hálfu lækna en það
brást. Af framlögðum gögnum máls-
ins verður ekki annað ráðið en að
móðirin hafi einungis verið skoðuð
einu sinni af lækni, fjórum dögum
áður en gangsetning var ákveðin.
Yfirlækni bar að gefa nákvæm fyrir-
mæh um hvemig staðið skyldi að
fæðingunni áður en hann yfirgaf
spítalann, þar á meðal á hvaða stigi
leitað skyldi til hans eða annarra sem
hæfir vora til að grípa inn í fæðing-
una. Slík fyrirmæU komu ekki fram.
Ofullnægjandi fyrirkomulag
Eftir að yfirlæknirinn var farinn
af spítalanum var móðirin í umsjá
vaktlæknis sem bar að fylgjast vel
með henni, enda gat komið til þess
aö gera þyrfti ráðstafanir til að flýta
fæðingunni, sem þó var ekki á hans
færi eða ljósmæðranna. Gott eftirUt
og markviss ákvarðanataka gat skipt
höfuðmáU um framgang fæðingar-
innar. Við áhættusama fæðingu, eins
og hér var um að ræða, var ófull-
nægjandi það fyrirkomulag að sækja
þyrfti aðstoð um langan veg væri
hennar þörf. Skriílegar starfsreglur
gátu hér komið að gagni en vora
ekki til. Konan var látin rembast of
lengi (96 mínútur). Flýta bar fæðing-
unni en það var ekki gert.
Óvissa var stefnda í óhag
Af því sem að framan er rakið verð-
ur að telja að ekki hafi verið rétt stað-
ið að fæðingu drengsins, einkum að
því er varðar öryggisráðstafanir, og
ákvarðanatöku. Af læknisfræðileg-
um gögnum málsins kemur ekki
fram, svo öraggt sé, hvenær skaði
sá sem oUi örorku drengsins hafi
orðið, fyrir, í eða eftir fæðingu. Sömu
gögn benda hins vegar til þess að
orsakasamband geti verið miUi þess
sem úrskeiðis fór og heUaskaöa
drengsins. Sönnunarreglur leiða til
þess að stefnda beri halla af óvissu í
þessum efnum.“
Héraðsdómur dæmir Sjúkrahús
Suðurlands til að greiða drengnum
og foreldram hans 5,5 milljón krónur
i skaðabætur ásamt hæstu almenn-
um innlánsvöxtum hvers tíma sam-
kvæmt auglýsingu Seðlabanka ís-
lands frá 25. maí 1990 til 26. júní 1991
en dráttarvöxtum frá þeim degi til
greiðsludags. Þá er sjúkrahúsið
dæmt til að greiða aUan málskostn-
að, rúmlega 800 þúsund krónur.
-þjb
RÐIR
Spánn - Costa Brava -
Playa Fanals - Lloret de Mar:
Laugardaginn 12. júní hefst beint flug með Flugleiðum til Barce-
lona og verður flogið vikulega. Við bjóðum glæsilegar gistingar
á Alva Park, sem eru nýbyggðar íbúðir, nýtískulegar og útbúnar
öllum þægindum sem hugsast getur. Hægt er að dveljast 1, 2,
3 eða 4 vikur. Tekið er á móti farþegum okkar í Barcelona og
þeir fluttir til Alva Park. Einnig er þeim ekið til baka við lok ferð-
arinnar. Playa Fanals er næsta vík að sunnan við Lloret de
Mar, sem er Islendingum kunn frá fyrri tíð. Ströndin er skemmti-
leg. Staðurinn er í einu fallegasta héraði Spánar, Katalóníu. Stutt
er að fara til Gerona, upp í Pyreneafjöll og örstutt til frönsku
landamæranna. Ibúðirnar eru með tveimur svefnherbergjum og
henta vel tvennum hjónum, fjölskyldum með allt að fjórum
börnum og fer verð ferðanna eftir því hvernig þær nýtast. Verð í
3 vikur er frá 50.550 - 71.550 miðað við fjóra í íbúð. Er þá inni-
falið: flug, flugvallarskattur, akstur til og frá flugvelli við komu
og brottför, gisting en ekki fæði. Veitingastaðir eru fjölmargir í
næsta nágrenni og er matur bæði ódýr og góður, enda gengi
spánska pesetans mjög hagstætt gagnvart íslenskri krónu. Það
skapar mjög hagstæða möguleika á að versla í Barcelona sem
er stærsta borg við Miðjarðarhaf og þekkt fyrir fjölbreyttar og
góðar verslanir.
Takmarkaður sætafjöldi er í hverja ferð og því nauðsynlegt að
panta strax. Við sendum verðlista og bæklinga og lánum video-
spólur.
Þá viljum við minna á:
1) Ferðir okkar í ensku, frönsku, þýsku, spönsku og ít-
ölsku skólana sem bjóða ungum sem öldnum styttra og lengra
nám við þeirra hæfi á gullfallegum stöðum þar sem hægt er að
tvinna saman orlof og hagnýta sér nám um leið.
Vikulegar ferðir til Búlgariu um Frankfurt, Kaupmannahöfn eða
London. Dvalist á góðum hótelum Grand hótel Varna, Dobrud-
sja, Bratislava eða sumarhúsum Villa Yug. Þar er hægt að fá
ódýrar tannviðgerðir, heilsurækt og versla ódýrt. Skoðunarferðir
m.a. til Istanbul og Kaíró. íslenskur fararstjóri. Unnur Mila Þor-
geirsdóttir, sem talar búlgörsku.
CONfUMTÖ UíSIDFMCIAI
Vinsælar ferðir til Ermarsundseyjanna Jersey og Guernsey, sem liggja
skammt undan Frakklandsströnd, Bretagneskaga. Veðursælar,
ágætar gistingar og matur. Enginn V.A.T., söluskattur, og því
hagstætt að versla þar.
Þá skipuleggjum við ferðir til Ungverjalands. Hægt að fara hvaða
dag sem er, annaðhvort með SAS eða Flugleiðum og Malev.
Við bjóðum úrval góðra hótela í Búdapest og hægt er að fara
í skipulagðar ferðir með umboðsmönnum okkar í Ungverja-
landi, Malevairtours, m.a. á Pústuna, þaðan sem gúllasið er
upprunnið. Siglingar um Dóná.
Kanaríeyjar:
Við bjóðum ferðir þangað, til Playa del Inglés, allan ársins hring
enda er þar eilíft sumar. Vetrarverðið er komið og getum við
tekið á móti pöntunum nú þegar. Flogið er samdægurs í gegn-
um Amsterdam með Flugleiðum og Transavia. Fjölbreyttar og
góðar gistingar.
Skíðaferðir til Austurrikis. Við bjóðum uþp á fjölda gistinga i St.
Johann, Kitzbuhel, Zell am See eða Innsbruck næsta vetur.
Nauðsynlegt er að panta snemma þar sem gistingar eru fáar.
Að lokum viljum við minna á að við erum umboðsmenn Flug-
leiða og fjölda ferðaskrifstofa um allan heim og getum því útveg-
að yfirleitt flest það er beðið er um. Reynið viðskiptin. Engar
aukasporslur í verði.
Skrifstofa okkar er opin alla virka daga
frá kl. 8.00-17.00
og laugardaga frá kl. 9.00-12.00.
mi 68 62 55. Fax 688 518.
Ferðaskrifstofa
Kjartans Helgasonar
Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík