Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ1993 Fréttir Þrjátíu slasaðir og þrír látnir eftir alvarleg umferðarslys í þessum mánuði: Hingað og ekki lengra ástandið er óviðunandi - segir Óli H. Þórðarson, áróður samt skilað árangri PV1 Þrátt fyrir öflugt umferðarátak lög- reglu víðs vegar um land hafa þrír látiö líflö í umferðinni það sem af er þessum mánuði og að minnsta kosti þxjátíu verið fluttir á slysadeild, sumir mjög alvarlega slasaðir. Það sem af er þessu ári hafa því samtals 7 látist í umferðinni og fyrstu fimm mánuði ársins slösuðust 366 aðilar í umferðarslysum. Skemmst er að minnast slyss á mótum Miklubrautar og Lönguhlíð- ar á mánudagsmorgun þar sem mað- ur á sjötugsaldri lét lífið eftir árekst- ur sendibíls og fólksbíls. Um seinustu helgi varð nítján ára piltur fyrir bíl í Munaðarnesi með þeim afleiðing- um að hann lét lífið. Níunda júní lést svo 48 ára þýskur ferðamaður í bíl- veltu á Þingvallavegi. Án áróðurs, verra ástand „Þetta ástand er náttúrlega engan veginn viðundandi og við erum í raun og veru harmi slegin yfir þessu. Þaö er nauðsynlegt að menn líti til allra hugsanlegru leiða sem til greina koma til aö bæta ástandiö," segir Óli H. Þórðarson, formaður Umferðar- ráðs. „Ég get ekki sagt aö allur áróð- ur fyrir bættri umferöarmenningu hafi misst marks. Heldur leyfi ég mér að varpa þeirri spumingu fram hvemig ástandið væri ef engum áróðri hefði verið haldið uppi. Við megum heldur ekki missa móðinn þó svona hrina hafi gengið yfir. Þetta hefur því miður gerst áöur og við skulum vona að þetta sé ekki fyrir- boði þess sem koma skal í sumar. Ég hef enga ástæðu til að ætla þaö en nú segi ég hingað og ekki lengra," segir Óli. Allir þolendur á einn eöa annan hátt Ómar Smári Ármannsson, aðstoö- aryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, ritaði kjallaragrein í DV síðastliðinn fostudag. Þar segir Ómar að „lögreglumenn rituöu 4.395 skýrslur um óhöpp í umferðinni á síðasta ári. í 904 óhöppum slösuöust 1.327 einstaklingar, þar af 228 alvar- lega. Heildarfjöldi slysanna hefur aldrei orðið meiri. 21 einstaklingur lést í 20 umferðarslysum það ár á landinu öllu. Talið er að kostnaður vegna þessa sé ekki undir sjö millj- örðum króna. Að baki þessum tölum er fólk, ungt, roskið og aldraö. Sumir voru valdir að óhöppunum en allir voru þeir þolendur á einn eða annan hátt. Afleiðingarnar verða fólki kannski augljósari ef fjöldi þeirra, sem slösuðust í umferöinni í fyrra, 1327 einstaklingar, væri saman kom- inn á einum stað, til dæmis á Laugar- dalsvellinum. Völlurinn yrði þakinn slösuðu og látnu fólki og kringum hann væri hægt að raða þeim um það bil 20.000 ökutækjum sem skemmd- ust meira og minna í umferðinni á þvi ári.“ Ómar segir að helstu orsakir um- ferðarslysanna megi rekja til öku- mannanna sjálfra. Þeir sýni ekki nægilega aðgæslu, skorti tillitssemi, vaði áfram, ofmeti eigin hæfileika, vanmeti ökutækið og akstursaðstæð- ur og geti ekki brugðist rétt við ef eitthvað óvænt kemur upp á. Of væg viðurlög Ólafur Ásgeirsson, yfirlögreglu- þjónn á Akureyri, segir að hér á landi séu viöurlög allt of væg fyrir umferð- arlagabrot og þaö skýri þennan fjölda að einhveiju leyti. „Þaö eru engin viðurlög hér á landi við því að aka of hratt. Sektimar eru allt of lág- ar. Ef sektimar yrðu tífaldaðar færu menn að hugsa sig um og ég skil eig- inlega ekki af hveiju svo má ekki vera.“ Ólafur segist einnig hafa þá tilfinningu aö því meir sem lögreglan sé á þjóðvegunum því betra sé ástandið þar. „Vegalögreglan hefur alltaf verið gerð út frá Reykjavík og þegar borgin þandist út og þeir fengu ekki aukið fé til reksturs lögreglunn- ar þá drógu þeir þessa bíla inn í borg- ina og það em alít of fáir bílar á veg- unum af þessum sökum. Kannski gætum við sem búum í hinum dreifðu byggðum reynt að sinna þessu betur fyrir vikið,“ segir Ólafur. Margslungið vandamál „Það er tvenns konar hópar sem leita til okkar. Það em í fyrsta lagi þeir sem vilja fá vandaö ökunám og setja kostnaðinn ekki fyrir sig og svo em það þeir sem vilja helst að maöur gefi bara út ökuskírteinið fyrir þá en sem betur fer eru þeir ökukennarar sem sinna síðamefnda hópnum í miklum minnihluta," segir Snorri Bjamason, varaformaður Ökukenn- arafélagsins. „Auðvitað em mislitir sauðir í okk- ar stétt eins og alls staðar annars staðar en á heildina litið em flestir meðvitaðir um þá ábyrgð sem þeir bera.“ Snorri segir að ástandið í umferð- inni sé margslungið vandamál. Með- al eldri ökumanna sé kæruleysi, til- litsleysi, athugunarleysi og ofmat allt of algengt en meðal yngri ökumanna er ökuhraðinn stærsta vandamálið auk fyrmefndra þátta. Snorri segir að nú hilh undir að menn líti augum æfingasvæði fyrir ökunema. Hingaö til hafi hugmyndin strandað á því að ekkert land finnist undir starfsemina á höfuðborgar- svæðinu en nú séu málin komin á skrið. Samhliða betri aðstöðu til verklegrar kennslu mun bætt bókleg kennsla, sem nýverið hefur verið tekin upp, skila betri ökumönnum út í umferðina en skynsemi öku- manna og löghlýðni mun fyrst og fremst ráða því hvernig umferðin gengur fjTÍr sig. -PP ídagmælirDagfari Herra alþýðuf lokksmaður Lítill hópur flokksbundinna al- þýðuflokksmanna hittist í við- skiptaráðuneytinu á dögunum. Það var létt í mönnum enda var Al- þýðuflokkurinn að hrinda í fram- kvæmd einu af sínum helstu stefnu- og hugsjónamálum. Enn einn draumurinn var að rætast. Máttarstólpar flokksins höfðu fengið umbun fyrir störf sín í þágu flokksins. Jón Sigurðsson var að hætta sem ráðherra til að taka við embætti seðlabankastjóra. Sig- hvatur Björgvinsson var að taka við embætti Jóns í iönaðar- og við- skiptaráðuneyti. Blaðamönnum og ljósmyndurum hafði aö sjálfsögðu verið boðið til að vera vitni að þessum merka áfanga. Það klingdi í lyklum og glösum og Jón Sigurðsson kvaddi sér hfjóös: „Kæru vinir,“ sagði Jón. „Eins og alþjóð er kunnugt hef ég ákveð- ið að láta af embætti ráðherra og sækja um embætti seðlabanka- stjóra. Ég hef auðvitað enga vissu fyrir því að fá stöðuna, en tel aö það sé heiðarlegt og eðlilegt aö ég láti af ráðherravaldi, til að annar maður geti tekið við sem ráðherra, vegna þess að það er siðlaust af mér að skipa sjálfan mig í embætt- ið. Það er ekki við hæfi að menn skipi sjálfan sig og það er heldur ekki viðunandi að ég hafi nein áhrif á þaö hvort ég fái stööuna í Seðla- bankanum. Það verður algjörlega á valdi ráðherrans og stjórnar bankans. Ég vil að öllum sé ljóst að hér er engin pólitík að baki og ráðherrann hefur fijálsar og óbundnar hendur um skipan seðla- bankastjóra. Mér er það hins vegar ljúf og skemmtileg skylda að afhenda Sig- hvati Björgvinssyni lyklavöldin að ráðuneytinu, vegna þess að Sig- hvatur er afskaplega hæfur maður og það er ekki sagt af pólitískum vinskap við hann sem ég segi þetta um Sighvat. Ég bind miklar vonir viö Sighvat sem ég tel besta fáan- legan ráðherrann að öllum öðrum ólöstuðum." Viðstaddir klöppuðu fyrir þess- um ummælum Jóns Sigurðssonar enda var þeim ljóst að Jón hafði lög að mæla. Sighvatur mundi standa sig í ráðuneytinu. Þegar Jón hafði lokið máli sínu kvaddi Sighvatur Björgvinsson sér hljóðs sem nýskipaður ráðherra viðskipta og bankamála. „Ég þakka fyrir fögin- orð í minn garð, sem eru óverðskulduð. Öllum er ljóst að Jón Sigurðsson er besti viðskiptaráðherra sem völ er á og þess vegna er það mér Ijúft og skylt að tilkynna að ég hef ákveðið aö skipa Jón Sigurðsson sem seðla- bankastjóra frá og með deginum í dag. Þetta hefur ekkert með pólitík að gera, enda er öllum landsmönn- nm ljóst að Jón er besti bankastjóri sem völ er á, af öllum öðrum um- sækjendum og bankastjórum ólöst- uðum.“ Sighvatur þandi út bijóstið og hækkaði röddina. „Jón hefur fómað miklu af tíma sínum á þágu stjómmálanna. Hann hefur ekki sóst eftir embætti seðla- bankstjóra og aldrei talað við mig um að fá tryggingu fyrir því emb- ætti. Þetta hefur ekkert með pólitík að gera og ekkert með Alþýðu- flokkinn aö gera. Ég hef einfaldlega valið Jón úr hópi þeirra fjölmörgu hæfu manna sem hafa sótt um stöð- una af því Jón er sá besti. Skipan hans er gerð á algjörlega faglegum grundvelli. Enda væri það ansi hart ef menn væm ekki kjörgengir í slíkar stöður fyrir það eitt að hafa haft afskipti af póhtík. Ég fagna því mjög að Jón skyldi hafa gefið kost á sér og er stoltur af því að hafa fengið hann til þess.“ Góður rómur var gerður að máli Sighvats og þá stóð upp Ágúst Ein- arsson, formaöur stjómar Seöla- bankans. Ágúst sagði: „Við í Seðlabankanum höfum einróma mælt meö Jóni. Þaö hefur ekkert með pólitík að gera. Enginn reyndi að hafa áhrif á okkur um skipan Jóns. Því ræður tilviljun ein að hann skuh sækja um og það er líka hrein tilvhjun að Jón komi úr Alþýðuflokknum og Sigvhatur sé í Alþýðuflokknum og að ég sé í Al- þýðuflokknum, því þetta hefúr ekkert með Alþýðuflokkinn að gera. Hins vegar getum við öh ver- ið sammála um að með þessari ráðningu hefur Alþýðuflokkurinn enn einu sinni náð fram þeirri stefnu sinni að alþýðuflokksmenn komist í áhrifastööur. En það er hrein tilvUjun eins og allir vita.“ Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.