Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 41 Furðuleg þrautaganga konu sem keyrt var aftan á: Fréttir Skattlögð fyrir tjón sem varnarliðið olli „Það hefur verið ein allsheijar þrautaganga að fá þetta bætt. Nú síð- ast fengum við reikning þar sem við erum skattlögð fyrir bílaleigubílinn sem við fengum á meðan verið var að gera við okkar bíl,“ segir Edda Garðarsdóttir sem lenti í því aö bíll frá vamarliðinu á Keflavíkurflug- velli keyrði aftan á hennar bíl fyrir ári. Edda segist hafa farið með málið strax í tryggingafélagið VÍS og þar var henni sagt að láta gera viö bílinn og þeir myndu skrifa skaðabóta- nefnd utanríkisráðuneytisins bréf og tilkynna tjónið. „Síöan kom í ljós að við byrjuðum á vitlausum enda. Við áttum strax að hafa samband við skaðabótanefnd því þeir eru með sérstaka samninga við viögerða- og bílaleigufyrirtæki. Bílaleigubíllinn var ekki borgaður að fullu vegna þess að við skiptum ekki við rétt fyrirtæki. Svo gerist það að nú um áramótin fáum við launam- iða frá ríkisbókhaldi upp á 103 þús- und krónur. Þama þótti okkur ful- langt gengið og við kvörtuðum yfir þessu og fengum leiðréttingu og upp- hæðin var lækkuð niður í 11.755 sem er sú upphæð sem skaðabótanefnd borgaði fyrir bílaleigubílinn. Þessa upphæð þurftum við svo að telja fram til tekna á skattskýrslunni. Mér finnst fullgróft að láta okkur borga skatt af tjóni sem aðrir valda,“ segir Edda. Að sögn Bjama Vestmanns hjá ut- anríkisráðuneytinu hefði trygginga- félagið átt að vísa Eddu beint til Skaðabótanefnd skv. 1. 110/1951 65 , GRElTT 1** 23 JUN m | FléíimQmái | CkatfMlanr. i rvSkkand. graiAalu (natn og kanrmala) Sigurður Gunnarsson Hléskógum 7 Reykjavík s 7 10 24 22 30 » o 47 71 Kvlltun viMal •1 uma 11» Rá 0 1481 10100 TapJid 5723 1» Sktun —11.755 MnrHalainfcmAaml 140229-3349 TMauiiag. MrnuiaM. M« Sfcýflng i graaðskj Bætur vegna tjóns á bifreiðinni R-58758 af völdum varnarliðs- bifrei£a*»^nnar VL-0195 þ. 7.5.92. Greiðslukvittunin frá fjármálaráðuneytinu fyrir greiðslu á 11.755 kr. Edda þurfti að telja þessa upphæö fram til tekna á skattaskýrslu. skaðabótanefndar. „Það er það mik- ill fjöldi mála af þessu tagi sem kem- ur upp árlega að þeim ætti að vera ljóst hvernig að málum sem þessum er staðið. Hvað varðar launamiðann get ég engu svarað en það er Ijóst að við getum ekki sniðgengið þá samn- inga og verð sem innkaupastofnun semur um.“ Bragi Gunnarsson hjá tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráöuneytisins segir að veivjan sé sú að fólki sé send- ur launamiði fyrir greiðslur sem þessar en þær séu ekki skattskyldar. „Ef Edda hefur greitt skatt af þessari upphæð þá ráðlegg ég henni að kæra þetta og þá fær hún endurgreitt það sem á hana var lagt.“ -pp/ból Eiturefhi viö framköllun á myndum: Hundruð þús- unda Iftra hafa farið í klóakið - tankbíllbjargarumhverfinuogsækireitrið Nýverið tók Hreinsistöðin í Kópa- vogi aö sér eyðingu eiturefna sem falla til við framköllun á ljósmynd- um og röntgenmyndum. Stöðin eyðir allt að 90 prósentum af þessum efn- um en sendir afganginn út. Nú hefur Hreinsistöðin tekið í notkun sérútbú- inn tankbíl til að sækja vökvann og stuðla þannig að umhverfisvemd. Hundruð þúsunda lítra af eiturefii- um falla árlega til hér á landi í tengsl- um við framköllun á ljósmyndum og röntgenmyndum. Efhln eru flutt til landsins í smáum einingum en við þynningu margfaldast þau í rúm- metrum talið. Ýmis fyrirtæki og sjúkrahús hafa átt í erfiðleikum með aö losna við þessi skaðlegu efni. Fyr- ir vikið hafa efnin streymt óhreinsuð á haf út í gegnum skolpræsin. í Evrópu gilda víða mjög strangar reglur um losun og eyðingu þessara efna. Á Norðurlöndum hefur í áratug verið stranglega bannað að láta þau fara í holræsakerfið. Brotlegir aðilar eiga jafhvel á hættu að verða sviptir starfsleyfum. -kaa Tankbíll Hreinsistöðvarinnar forðar umhverfinu frá mengun af völdum eitur- efna sem falla til við framköllun á Ijósmyndum og röntgenmyndum. DV-mynd BG Ný samtök fiskveiðimanna í norðurhöfum: Leggja áherslu á umhverf ismál - segir Kristján Þórarinsson líííræðingur Fyrsti formlegi fundur nýrra sam- taka fiskveiðimanna í norðurhöfum var haldinn í Færeyjum fyrir skömmu þar sem komu saman hags- munaaðilar í sjávarútvegi frá öllum Norðurlöndum, að Finnlandi undan- skildu. Samtökin eru stofnuð til þess að veija hagsmuni þeirra sem hafa lifibrauð sitt af sjávarfangi en skv. upplýsingum samtakanna munu þaö vera um 250 þúsund manns í löndun- um sex. LÍÚ er aðili að samtökunum og fulltrúi þeirra á fundinum var Kristján Þórarinsson líffræðingur. „Samtökin leggja áherslu á vemdun hafsins gegn mengun og skynsam- lega nýtingu sjávarauðlinda þegar til lengri tíma er litið. En þaö sem brennur hvað heitast á mönnum nú er að leiðrétta og leggja fram réttar upplýsingar til að vega á móti illa upplýstum málflutningi ýmissa um- hverfisvemdarsamtaka sem hafa undanfarið verið að koma fulltrúum sínum að hjá ýmsum alþjóðastofnun- um sem fjalla um sjávarútveg," sagði Krisfján. -bm < j- Gunnar Egilsson og Allison Milis við bar Hópsins, veitingastaðar á Tálknafirði. Húsnæðið var áður notað undir vélaverkstæði en með 8 vikna puði tókst að breyta því í veitingahús. Draumey Aradóttir sér þarna um afgreiðsluna. DV-mynd hlh Framtakssöm hjón á Tálknafirði: Breyttu verkstæði í veitingahús - vinkjallarinn 1 gryflunni „Við ákváðum að reyna eitthvað nýtt og þá varð veitingahús fyrir valinu. Hér var áður vélaverkstæði og það tók átta vikna stanslausa virnu að breyta því í veitingahús. Viðbrögðin voru mjög góö og síðan við opnuðum hefur verið nóg að gera, reyndar mest á smnrin,“ segja þau Gunnar Egilsson og Allison Mills, eigendur veitingahússins Hópsins á Tálknafirði. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hópið var áöur vélaverkstæði. Þau Gunnar og Allison henda gaman að því að þar sem áður var gryfja fyrir vélvirkja er nú eins konar vínkjall- ari. Þar em bjórkútamir geymdir. Hópið var formlega opnað 2. febrú- ar í fyrra en hafði þá starfað í tvo mánuöi. Staðurinn var opnaöur með pomp og pragt og var strax gerður góður rómur að staðnum. Reyndar tók þaö Tálknfirðinga smá tíma að venjast þeirri tilhugsun að þama væri veitingastaður með mat, vín- veitingum alla daga og alls kyns uppákomum um helgar og á tyllidög- um. „Fólk var lengi aö skilja að þetta er staður þar sem hægt er aö setjast niður og slappa af, hafa það huggu- legt án þess endilega að vera á fylli- ríi,“ segir Allison. Hópið fær marga viðskiptavini frá skakbátunum en aöalannatíminn er á sumrin. Skakaramir geta alltaf komið og fengið í svanginn þótt álið- ið sé og era ánægðir með þá þjón- ustu. Um helgar, þegar meira er aö gerast, koma ætíð margir frá Pat- reksfirði og Bíldudal og er oft glatt á hjalla. Þegar ekki era trúbadorar eða hljómsveitir reyna gestir fyrir sér í karaoke-söngkerfinu en keppt hefur veriö í slíkum söng. Kom til að vinna í fiski Allison er frá Nýja Sjálandi og kom upphaflega til íslands til að vinna í fiski. Það var 1981. Síðan kynntist hún Gunnari og ílengdist. Þau eiga einn fimm ára srák og líkar ágætlega að reka veitingastaðinn. Gunnar stundar reyndar vélvirkjastörf með- fram rekstri staðarins. Þau Gunnar og Allison hyggja reyndar á breytingar, hafa í hyggju að selja Hópiö og flyfjast búferlum til Nýja Sjálands. „Okkur langar að breyta til. Það er frekar erfitt að gera hvort veggja, reka veitingahús og ala upp bam á. þessum aldri.“ Allison líkar vel á íslandi. Ef henni gremst eitthvað þá er það að þurfa að greiða löggæslugjald til sýslu- mannsins sem getur orðið ein mflfjón á ári. „Þetta höfum við greitt meðan aðrir staðir, tfl dæmis í Reykjavík og viðar, hafa sloppiö. Þaö er ekki sanngjamt.“ -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.