Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 49 Veiðivon Aðalfundur Landssambands veiðifélaga: Þakkar bönk- umfyrirboðs- ferðir í lax Á aðalfundi samtaka veiðiréttar- eigenda, sem haldinn var á Blöndu- ósi, kom margt merkilegt fram eins og að almenn ánægja væri með frumvarp til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem landbúnaðarráðherra lagði fyrir Alþingi í vor. Fundurinn samþykkti sérstakar þakkir til Halldórs Blöndal land- búnaðarráðherra fyrir velvilja hans og stuðning við samtök veiði- réttareigenda og málefni þeirra. Þá tók aðlafundur Landssam- bands veiðifélaga undir að íslend- ingar yrðu að leita allra leiða til þess að efla hér atvinnu og auka hagvöxt. Fundurinn bendir á mik- ilvægi ferðaþjónustu í því sam- bandi og minnti á að engir skih jafnmiklum tekjum inn í landið og erlendir veiðimenn. Fundurinn þakkar ráðamönnum banka og annarra fyrirtækja fyrir að bjóða erlendum viðskiptavinum til lax- veiða á íslandi og vekur athygb á þeirri íslandskynningu sem þar fari fram. Mörg dæmi eru um að slíkar boðsferðir leiði tíl stórfelldra viðskipta og mikilla gjaldeyris- tekna. Aðalfundinn sóttu að þessu srnni 40 fubtrúar víðsvegar af landinu. Stjórn sambandsins skipa nú Böð- var Sigvaldason, Barði, formaður, Bragi Vagnsson, Burstarfelb, rit- ari, Svavar Jensson, Hrappsstöð- um, gjaldkeri, KetiU Ágústsson og Vigfús B. Jónsson, Laxamýri. -G.Bender Berglind Hilmarsdóttir meó 35. laxinn úr Laxá í Kjós í gær, 9 punda fisk. Hanntók á svarta franses i Kvíslarfossi. DV-mynd G.Bender Laxá 1 Kjós: Laxveiðin gengur ótrúlega rólega - 35 laxar komnir á land „Það eru komnir 35 laxar og þetta gengur mjög rólega, í morgun veidd- ust 3 laxar neðarlega í ánni,“ sagöi Ásgeir Heiðar er við komum við á bökkum Laxár í Kjós í gærdag. „Þeir stærstu eru 14 pund, tveir slíkir fiskar. Þetta eru engar göngur í ána þessa dagana, einn og einn fisk- ur,“ sagði Ásgeir Heiðar. Veiðin byrjar rólega í þremur veiðiám „Veiðin byrjaði rólega í Brynju- dalsá, Soginu og Gljúfurá, það var núll í þeim í laxveiöinni. Ein bleikja veiddist í Sogmu," sagði Jón G. Borg- þórsson, framkvæmastjóri Stanga- veiðifélagsins, í gær. „ElUðaámar eru komnar með 40 laxa og Norðuráin hefur gefið kring- um 200 laxa. í morgun veiddust 11 laxar." -G.Bender Hjalti Magnússon meö 7 punda bleikju úr Þingvallavatni sem tók maðkinn fyrir skömmu. DV-mynd H Davfð Oddsson veiddi tvo laxa í Þverá i Borgarf irði fyrir þremur dög- um og það eru fyrstu laxarnlr hans á sumrinu. DV-mynd G.Bender Þverá í Borgarflrði: Davíðveiddi tvolaxa Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur fengiö sína fyrstu laxa á sumr- inu, en hann var við veiðar í Þverá í Borgarfirði fyrir þremur dögum. Davíð veiddi tvo laxa sem er gott því að veiðin hefur gengið rólega síðustu daga í Þverá eins og fleiri veiðiám. Þverá, Kjarrá í Borgarfirði hafði gefið 144 laxa í gærkvöldi og er sá stærsti 18 punda en hann veiddist í Kjarrá. -G.Bender Merming Ólaf ur sigrar Tónleikar voru í Hafnarborg í gærkvöldi á vegum Listahátíðar í Hafnarfirði. Þar söng Ólafur Ami Bjamason tenór einsöng við undirleik Ólafs Vignis Álbertssonar. Á efnisskránni vom verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson, C.L. Sjöberg, E. Grieg, G. Bizet, G. Puccini, G. Verdi, N. Dostal, J. Strauss og F. Lehar. Ólafur Árni hefur upp á síðkastið aUoft borið á góma í fjölmiðlum fyrir gott gengi erlendis. Frægð í útlönd- um er í hávegum höfð af fjölmiðlum hérlendis en þjóð- in hefur lært það af reynslunni að sUku er ekki alltaf treystandi. Má minna á söguhetju Laxness Garðar Hólm í Brekkukotsannál í þessu sambandi en skáld- skapur Laxness er oft sannari en raunveruleikinn þegar íslendingseðUð er annars vegar. Frægð í útlönd- um dugar ekki lengur. Nú þurfa menn einnig að sanna sig í eigin persónu hér heima. Ólafur Árni gerði það með eftirminmlegum hætti í gærkvöldi. Hann er mjög kraftmikiU söngvari með góða rödd, sem hann beitir af augljósum túlkunarhæfi- leikum sem ná jafnt til hins leikræna sem hins tónlist- arlega. Ólafur hefur einnig mikla persónutöfra sem hann beitti óspart í gærkvöldi, einkum er leið á kvöld- ið. Má segja að hann hafi heiUað áheyrendur fulUcom- lega og voru undirtektir eftir því. Með þessu er þó í Haf narborg Tórúist Finnur Torfi Stefánsson ekki sagt að söngur hans hafi verið gallalaus. Honum hætti stundum tU að renna upp í háa tóna, sem annað- hvort lýsir kæk eöa óöryggi og er það fuUkominn óþarfi. Háu tónarir eru allir á sínum stað í barka Ól- afs. Þá vildi röddin stundum missa hljóm sinn á lágum styrk. Hvorugt getur svo góður söngvari sem Ólafur er sætt sig við og hlýtur að laga í framtíðinni. Uppbygging efnisskrárinnar var áhrifarík og skyn- samleg. Hófleg túlkun íslensku laganna í upphafi var vel viðeigandi og góöur undirbúningur þess sem síðar kom. Hápunktur tónleikanna var hins vegar í aríum Puccinis og Verdis eftir hlé. Einkum var „Questa o QueUa" úr Rigoletto frábærlega flutt. Píanóleikur Ólafs Vignis var oftast góöur en á stöku stað svolítið losaralegur, eins og undirbúningur hefði ekki verið nægur. Aðsókn að tónleikunum var mjög góð og fóru áheyrendur glaðir og reifir heim í lokin. Tilkyrmiiigar Vinafélagið ætlar í Jónsmessuferð í kvöld. Mæting á Hlemmi kl. 22. Ferðafélag íslands MiðvUtudagur 23. júní kl. 20 Jónsmessunæturganga Árnakrókur - Sandfell - Heiðmörk. Gengið af Bláijallaveginum og endað í gróðurreit Ferðafélagsins í Heiðmörk. Skemmtileg útsýnisganga. Þátttakendur fá afhentan nýjan leiðbeiningabækling um Heiðmörk. Verð kr. 800, frítt f. böm m. fullorðnum. Heimkoma um eða eftir miðnætti. Brottfór frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin (Stansað við Mörkina 6). Jónsmessuganga Hafnar- gönguhópsins I kvöld, 23. júni, Jónsmessu, verður farið frá Hafnarhúsmu kl. 21 og gengið með Hafnarbökkum og ströndinni inn i Laug- ames. Kallað veröur á feiju frá Viðey að gömlum sið. Frá Viðeyjarstofu verður gengin fom leið austur á eyna og rústir byggðar á Sundbakka (Stöðinni) skoðað- ar. Síðan verður ferjað frá Sundbakka yfir í Eiðsvík. Farið í fjörugöngu, kveikt Jónsmessunæturbál og slegið á létta strengi. Að því búnu verður siglt úr Eiðs- vík út fyrir Engey og inn Engeyjarsund og lagst að bryggju í Suðurbugt vestan við Nýja miðbakkann. Ferðinni lýkur svo við Hafnarhúsið kl. 2-3. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjad utan i bátsferðimar. Dagskrá fyrir norræna ferðamenn Norræna húsið hefúr um árabil boðið ferðamönnum frá Norðurlöndunum sem gista höfúðborgina til dagskrár með fyr- irlestrum um íslenska menningu og lifn- aðarhætti. Fyrirlesarar em úr röðum fremstu fræðimanna á sínu sviði og em erindin flutt á einhverju Norðurlanda- máli. Eftir fyrirlesturinn er sýnd kvik- mynd um ísland og em það aðallega myndir sem Ósvaldur Knudsen tók á sin- um tíma. Fyrsta íslenska kvöldið verður fimmtudaginn 24. júní kl. 20. Fyrirlesari kvöldsins verður Ari Trausti Guðmunds- son jarðfræðingur og talar hann á norsku. Fyrirlesturinn nefnist „Islands geologi, vulkaner og varme kilder". Kaffihlé verður eftir fyrirlesturinn og í kaffistofu er hægt að fá veitingar. Kvik- myndin sem sýnd verður er „Surtsey - en ö fóds“ (norskt tal). Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Tónleikar Jassað á Jónsmessu á Hvammstanga í kvöld, miðvikudagskvöld, verða jass- tónleikar á Hótel Vertshúsi, Hvamms- tanga, á vegum Tónlistarfélags V-Hún. Þessir tónleikar em ekki liður í fóstum mánaðariegum tónleikum félagsins þvi að eiginlegu starfsári þess lauk í mai sl. Það er Sigurður Flosason saxófónleikari sem hefur sett saman kvintett sem hann kallar Norræna jazzkvintettinn. Tónleik- amir hefjast kl. 21 stundvíslega. Stripshow á Tveimur vinum IRjómsveitin Stripshow heldur fyrstu strip-veislu ársins á Tveimur vinum í kvöld, 23. júní, ásamt sýrurokkhljóm- sveitinni Brain Child. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21.30 og verður leikið fram á Jóns- messunótt. Meðlimir Stripshow em Hall- grímur Oddsson söngvari, Bjarki Þór Magnússon trommuleikari, Sigurður Geirdal bassaleikari og dansari og Ingólf- ur Geirdal gitarleikari. Jass á Hvolsvelli í tilefni 60 ára afmælis Hvolsvallar mun Sigurður Flosason og Norræni jazzkvint- ettinn halda tónleika í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, fimmtudaginn 24. júní kl. 21. Auk Sigurðar, sem leikur á saxó- fón, skipa hljómsveitina trommuleikar- inn Pétur Östlund, píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson, sænski trompettleikarinn Ulf Adáker og danski kontrabassaleikar- inn Lennart Ginman. Áður en kvartett- inn hefur leik sinn mun kvartett Kristj- önu Stefánsdóttur frá Selfossi taka létta sveiflu. Danskur drengjakór í Laugarneskirkju í kvöld, 23. júni, verður Danski drengja- kórinn með tónleika í Laugarneskirkju kl. 20. Danski Drengjakórinn er 50 ára um þessar mundir og er íslandsferðin lið- ur í hátíðahöldum vegna afmælisins. Þessi kór hefur tvívegis áður komið til íslands. Stjómandi kórsins er Steen Lindholm. Efnisskrá tónleikanna verður fjölbreytt; drengimir syngja bæði andleg og verafdleg lög. Hérlendis syngja dreng- imir í Stykkishólmi, Vestmannaeyjum og Reykjavík en auk tónleikanna í Laug- arneskirkju syngja þeir í ráðhúsinu nk. fóstudag og viö guðsþjónustu í Hallgríms- kirkju á sunnudaginn kemur. Safnaðarstarf Áskirkja: Samvemstund fyrir foreldra ungra bama í dag kl. 10-12. Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12.10. Háteigskirkja: Kvöldbænir og fyrirbæn- ir í dag kl. 18. Neskirkja: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimil- inu. Námskeið Sumarnámskeið NHF Dagana 25. júní til 1. júli verður haldiö norrænt sumarnámskeið á íslandi á veg- um Nordens Husmoderforbund (Nor- ræna húsmæðrasambandsins). Kvenfé- lagasamband íslands er aðili að Nordens Husmoderforbund og em norrænu nám- skeiðin haldin ár hvert, til skiptis á öllum Norðurlöndunum. Skipuleggjendur námskeiðsins hér á landi em Kvenfélaga- samband íslands í samvinnu við Sam- band sunnlenskra kvenna. Að þessu sinni verður námskeiðið haldið á Laugar- vatni. Yfirskrift námskeiðsins er „Fram- tið fjölskyldunnar - hugmyndir tveggja kynslóöa“.'Allar nánari upplýsingar um námskeiðiö em veittar á skrifstofú K.í. Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 RÍTA GENGUR MENNTA- VEGINN eftlr Willy Russel. Mlð. 23/6 kl. 20.30 - Skjólbrekku. Flm. 24/6 kl. 20.30 - Húsavlk. Fös. 25/6 kl. 20.30-Esklfirðl. Lau. 26/6 kl. 20.30 - Fáskrúðsfirðl. Sun. 27/6 kl. 20.30 - Höfn I Hornafirði. HAFIÐ eftir Ólaf Hauk Slmonarson. Mlðvlkud. 23/6 kl. 20.30 - Akureyri. Flm. 24/6 kl. 20.30 - Varmahlið. Lau. 26/6 kl. 20.30 - Bolungarvik. Sun. 27/6 kl. 20.30 - Hnlfsdal. Mán. 28/6 kl. 20.30 - Patreksfirðl. Þri. 29/6 kl. 20.30 -Ólafsvík. KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju. Mið. 23/6 kl. 21.00 - Vestmannaeyjum. Flm. 24/6 kl. 21.00 - Þlngborg. Fös. 25/6 kl. 21.00 - Búðardal. Lau. 26/6 kl. 21.00 - Stykklshólmi. Sun. 27/6 kl. 21.00 - Borgarnesi. Mán. 28/6 kl. 21.00 - Akranesi. Mlðasala fer fram samdægurs á sýnlng- arstöðum. Einnlg er teklð á mótl sfma- pöntunum i miðasölu Þjóðlelkhússlns frá kl. 10-17 virka daga i sima 11200. ARALEKHÚSŒ) sýnlr STREYMI ’93 Lelkstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Spunaverkunnið af Leiksmiðju L.A.B. Sýnt I Straumi. ikvöldkl. 20.30. Flm. 24. júnlkl. 20.30. Þrl. 29. júnikl. 20.30. ðrfá sæti laus. LISTAHÁTÍÐ HAFNARFJARÐAR. LEIKHÓPUR4ftH-> FISKAR A ÞURRU LANDI iSöffl... 4.-30. f ÚN Nýr íslenskur ólíkindagamanleikur eftir Árna Ibsen. Lcikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Lelkendur: Guðrún Ásmundsd., Ólafur Guðmundss., Ari Matthíass. og Aldís Baldvlnsd. Sýningar em í Bæjarbíói, Hafnarfirði. 25/6,26/6 og 28/6 kl. 20:30. Aðeins þessar sýningar! % Miðasala: Myndlistarskólinn í Hafnarf., Hafnarborg og verslanir Eymundsson í Börgarkrlnglunni og Austurstrætl. Miöasala og pantanir S símum 654986 og 650190.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.