Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 9 / Valgerður Helga Schopka tískuhönnuður er boðin í brúðkaup í Vatíkaninu í haust þar sem hún mun hugsanlega hitta páfann. DV-mynd BG íslenskur tí skuhönnuður vinnur til verðlauna í Róm: Er boðin í brúð- kaup í Vatí kan- inu í haust „Ég komst í kynni við stúlku úti í Róm sem er læknismenntuð. Hún er að fara að giftast syni einkalæknis páfans og ég fékk boðskort í brúð- kaupið hennar, en það fer fram í Vatíkaninu. Ég mun að sjálfsögðu mæta í þaö brúðkaup, enda verður það eflaust upplifun," sagði Valgerð- ur Helga Schopka, sem er að ljúka háskólanámi í tísku- og búninga- hönnun í Róm í haust. Valgerður hefur unnið til verðlauna í námi sínu á Ítalíu og vakið athygli fyrir hönnun sína á fatnaði. „Það mætir stór hluti yfirstéttar- innar á Ítalíu í brúðkaup vinkonu minnar, furstar, prinsar og annað yfirstéttarfólk. Aðalhnn er fjölmenn- ur á Ítalíu. Það er ekki ljóst hver mun sjá um að gefa brúðhjónin saman en til greina kemur að það verði sjáifur páfinn. Brúðkaupið er ansi umsvifa- mikið, þegar ég síðast frétti voru komnir 450 gestir á boðshstann. Brúðurin er nú að láta sauma á sig kjól sem mun kosta um 600 þúsund krónur. Það er hátt verö á íslenskan mæhkvarða en þykir ekki tiltökumál þar. Allir þeir gestir, sem ekki eru bú- settir í Róm, verða hýstir á bestu hótelum Rómaborgar á kostnað gest- gjafa. Ahir karlmenn, sem mæta í brúðkaupið, eru skyldaðir til að mæta í viðhafnarklæðnaði sem geng- ur næst kjólfatnaði að virðuleik." Læknisnám eða tískuhönnun „Ég útskrifaðist úr náttúrufræði- dehd MR. Þegar ég var yngri var ég að velta því fyrir mér að læra annað- hvort læknisfræði eða tískuhönnun en þegar ég útskrifaðist úr mennta- skóla var ég loks búin að gera upp við mig að fara í tískuhönnunina. Ég vann í eitt ár héma heima aö loknu menntaskólanámi á meðan ég aflaði mér upplýsinga um nám á ítal- íu. Meö hjálp konsúlsins fékk ég fuht af heimilisföngum og valdi skóla í Róm sem mér leist vel á, þar sem boðið var upp á fjögurra ára nám á háskólastigi. Ég valdi nám í tísku- og búningahönnun." Eini útlendingurinn „Mér hefur bara gengið nokkuð vel í náminu. Á þriðja ári í skólanum var haldin samkeppni meðal nem- endanna og þar var ég valin besti nemandinn af þeim sem voru á þriöja ári. í lok fjórða ársins var haldin tískusýning á vegum skólans sem jafnframt var keppni meðal nemend- anna. Ég var eini útlendingurinn sem tók þátt í þeirri sýningu, sneið og saum- aði öh fötin sjálf. Mér tókst einnig að vinna í þeirri keppni og er eini útlendingurinn sem unnið hefur frá upphafi. í framhaldinu fékk ég tvö atvinnutílboð en var svo óheppin að veikjast og af þeim sökum hef ég verið nokkurn tíma frá námi:- Ég er nú að vinna að lokaritgerð- inni og mun ljúka henni nú í októb- er. Lokaritgerð mín fjallar um kven- hárgreiðslur á rókókótímabihnu á dögum Loðvíks 16. Það er ómögulegt að segja hvað tekur við hjá mér að loknu námi, það getur vel verið að ég starfi erlendis að faginu ef gott thboð fæst og ég fæ ekkert að gera heima," sagði Valgerður Helga. Ifolvo - mest seldi vörubíll á íslandi. Loksins alvöru 4x4 vörubíll á íslandi! Kynnum Volvo FL-10 4X4 vörubílinn sem beðið hefur verið eftir og HIAB 125-4 vörubílskfana með aukahlutum. Þú getur reynsluekið Volvo FL-10 4x4 á eftirtöldum stöðum: BRIMBORG FAXAFENI8 • SIMI 91 - 68 58 70 23.8. Vík í Mýrdal Kirkjubæjarklaustur Höfn í Hornafirði Djúpivogur 24.8. Breiðdalsvík Stöðvarfjörður Fáskrúðsfjörður Reyðarfjörður Eskifjörður Neskaupstaður 25.8. Seyðisfjörður Egilsstaður Vopnafjörður Bakkafjörður 26.8. Þórshöfn Raufarhöfn Kópasker 27.8. Húsavík Mývatnssveit 30.8. Akureyri 31.8. Dalvík Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós 1.9. Sauðárkróku Skagaströnd Blönduós Hvammstani 2.9. Borgarnes Akranes 3.9. Grindavík Keflavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.