Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. ^ FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1368 kr. Verð i lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr. Bezt að hafa allt í bænum Þegar rætt var um aö leggja niöur Reykjavíkurflug- völl og flytja innanlandsflugið til Keflavíkur, sáu margir landsbyggöarmenn, að slíkt mundi valda þeim kostnaði og óþægindum. Þeir vildu áfram geta rekið öll sín erindi í kallfæri frá vellinum í borgarmiðju Vatnsmýrar. Helzt vildu þeir, að allar opinberar stofnanir og pen- ingastofnanir, sem þeir skipta við, væru í Kvosinni eða í hlíðum hennar. Þeim finnst ódýrast og þægilegast að geta skotizt milli húsa í sjálfum miðbænum og þurfa ekki að fara langt austur fyrir læk eða upp á heiðar. Nú þegar fmnst landsbyggðarmönnum langt að heim- sækja Vegagerð ríkisins inn fyrir Rauðará og Rannsókna- stofnun landbúnaðarins upp á Keldnaholt. Þeir mundu láta í sér heyra, ef þeir þyrftu að fara alla leið í Borgar- nes og á Hvanneyri til að heimsækja þessar stofnanir. Reykvíkingar og nærsveitungar þeirra eru ekki mikið inni á teppi opinberra stofnana á borð við Vegagerð ríkis- ins, Skipulag ríkisins, Byggðastofnun, Fasteignamat og Rafmagnsveitur ríkisins. Reykvíkinga vegna mættu þess- ar stofnanir vera á Sprengisandi eða í Grímsey. Gestir þessara stofnana eru fyrst og fremst lands- byggðarfólk. Fremstir eru þar 1 flokki sveitarstjórnar- menn, sem fara hópferðir til Reykjavíkur og reka í einni ferð mörg erindi á ýmsum stöðum í bænum. Þessi skipan er tiltölulega ódýr og þægileg, hefur gefizt vel. Gamanið færi að káma, ef þeir þyrftu að fara til Borg- amess að heimsækja Vegagerðina, til ísafiarðar að heim- sækja Fasteignamatið, til Sauðárkróks að heimsækja Skipulagið, til Akureyrar að heimsækja Byggðastofnun og til Egilsstaða að heimsækja Rafmagnsveitumar. Borgfirðingar geta ekki einbeitt sér að heimsóknum til Vegagerðarinnar, Hnífsdælingar til Fasteignamatsins, Skagfirðingar til Skipulagsins, Eyfirðingar til Byggða- stofnunar og Héraðsbúar til Rafmagnsveitnanna. Þeir þurfa líka að fara til allra hinna stofnananna. Ef tillögur opinberrar nefndar um flutning ríkisstofn- ana ná fram að ganga, mun ferðakostnaður og tíma- eyðsla landsbyggðarfólks aukast, einkum sveitarstjórn- arfólks, og í sumum tilvikum margfaldast. Við sjáum fordæmið í Noregi af ofurkostnaði af þessum völdum. Þótt þægilegt væri fyrir Akureyringa að hafa Byggða- stofnun heima á hlaði og að fá útsvör starfsmanna henn- ar, mundu á móti vega óþægindin af því að þurfa að skipta við Vegagerðina í Borgamesi, Fasteignamatið á ísafirði og Rafmagnsveitumar á Egilsstöðum. Góðviljaðar tillögur nefndarinnar em dæmi um skort á yfirsýn og framsýni. Nefndarmenn sjá nákvæmlega það, sem þeir em að íjalla um hverju sinni, og ekkert um fram það. Þeir gera sér enga grein fyrir óbeinum afleiðingum, sem skaða hagsmuni landsbyggðarinnar. Enda hló samgönguráðherra og hafði máhð í flimting- um, þegar hann heyrði tillöguna um flutning Vegagerðar- innar til Borgamess. Er hann þó með harðari byggða- stefnumönnum í stjómmálunum. Viðbrögð hans benda til, að hinar skammsýnu tillögur fái að rykfalla. Flutningsnefndin áttaði sig ekki á, að Reykjavík er hentug þjónustumiðstöð fyrir alla landsmenn. Þangað vilja menn fara og ekki annað til að reka margvísleg erindi. Helzt kvarta menn um að þurfa að fara í út- hverfi bæjarins til að komast í sumar stofnanir. Mikilvægasta byggðastefnumálið er, að landsbyggðin geti á einum stað gengið að allri þjónustu hins opinbera. Starfsfólk Byggðastofnunar getur staðfest, að svo sé. Jónas Kristjánsson Armenskur dvergur þjarm- ar að azerska risanum Straumhvörf hafa orðiö í lang- vinnasta ófriðnum sem háður hef- ur verið innan endimarka Sovét- ríkjanna fyrrverandi. Og þar er Davíð svo sannarlega að bera sig- urorð af Golíat. Liðsafli tvö hundr- uð þúsund manna þjóðarbrots Armena í fjallahéraöinu Nagorno- Karabakh hefur staðist umsátur hers sjö milljóna þjóðar Azera og hrekur hann nú á undan sér á flótta. Sovétstjórnin lagði Azerbajdzhan til Nagorno-Karabakh að launum fyrir liðveislu Azera við að brjóta sjálfstæði Armeníu á bak aftur snemma á þriðja áratug aldarinn- ar. Héraðið hefur verið talið sjálf- stjómarsvæði, en azersk stjórnvöld brugðu einatt fæti fyrir að Armen- ar fengju notið réttinda til að rækta þjóðmenningu sína. Armenar era fyrsta þjóðin í heiminum sem tók kristni, en Azerar aðhyllast ísl- amska trú. Árið 1988 var frelsishræringar tekið aö gæta í Sovétríkjunum í kjölfar endumýjunarstefnu Gorb- atsjovs, og þá lýsti héraðsþing Nag- orno-Karabakh yfir vilja íbúanna til að sameinast Armeníu. Svar Azera var fjöldamorð á Armenum búsettum í borgunum Sumgait og Bakú við Kaspíahaf. Síöan hefur vigaferlum ekki linnt. Stjóm Azerbajdzhan í Bakú sendi herliö gegn Armenum í Nagorno- Karabakh, og fyrst í stað fóra sveit- ir þeirra halloka. En smátt og smátt batnaði vopnabúnaður þeirra, bæði með herteknum vopnum og vopnasendingum frá Armeníu, sem þó vom torveldar vegna þess að landræma byggð Azerum sldlur Nagorno-Karabakh frá Armeníu í vestri. Armeníustjórn hefur hins vegar aldrei tekið undir ósk íbúa Nag- omo-Karabakh um að sameinast Armeníu og vill ekki baka sér með slíku fjandskap Tyrklands, en Azer ar mæla á tyrkneska tungu. Þar að auki er Armenía landlukt og helstu samgönguleiðir til landsins hafa legiö um Azerbjadzhan. Þessum leiðum, bæði jámbraut og leiðslum fyrir olíu og gas, lokaði stjórn Azerbajdzhan fljótt eftir að upp úr sauð í Nagomo-Karabakh, og hefur það 'valdið Armenum þungum búsifjum. Héraðsþing Nagomo-Karabakh hvarf fyrir sitt leyti frá óskinni um sameiningu við Armeníu og lýsti yfir sjálfstæði héraösins 1992. Það vor snerist stríðsgæfan íbú- um Nagomo-Karabakh í vil, þegar hersveitir þeirra náðu fjailavirkinu Shusha af Azerum, sem höfðu hald- ið þaðan uppi stórskotahríð og eld- flaugaregni á Stepanakert, höfuð- Erlenci tídindi Magnús Torfi Olafsson borg héraðsins. Um sömu mundir var skarð rofið í azerska haftið í vestri og viðhlítandi samgöngum komið á við Armeníu. Armenar í Nagomo-Karabakh telja sig berjast fyrir tilveru sinni og frammistaðan á vígvellinum hef- ur verið eftir því. Þar að auki hafa flykkst í lið með þeim sjálfboðahðar frá armensku þjóðarbrotunum víða um heim, allt frá Líbanon til Banda- ríkjanna, þar sem endurminningin um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í heimsstyrjöldinni fyrri er síb- læðandi und. Her Azerbajdzhans reyndist hins vegar ekki þola nein áfoll sem um munaði. Hann hefur smátt og smátt verið að leysast upp vegna lið- hlaupa, og um mitt sumar gerði Surat Husseinof, foringi sjálfboða- sveitar, uppreisn gegn stjórn Ab- ulfas Elsibei, forseta í Bakú. Hann varð að víkja og í staðinn kom Gaidar Aliéf, valdsmaður í stjórn- artíð kommúnistaflokksins. Síðan hafa ósigrar Azera farið stækkandi. Fyrst settust Armenar frá Nagomo-Karabakh um borgina Agdam, síðasta vígið sem Azerar gátu notað til árása á Stepanakert, og tóku hana. í þessari viku sóttu Armenar svo lengra í austur og suður, tóku borgina Jebrail og sækja að Susuli. Þaðan eiga þeir aðeins tíu kílómetra ófama að landamærunum við íran, og hafa þá króað af fjögur héruð í suðvest- urhluta Azerbajdzhans, suöur af Nagorno-Karabakh. Markmið yfirstjórnar hers Nag- omo-Karabalkh er ekki að leggja undir sig land, heldur að knýja stjórn Azerbajdzhans til beinna samninga um raunverulega sjálf- stjóm Armena, ef ekki sameiningu við Armeníu. Hingað til hefur stjórnin í Bakú skellt skollaeyrum viö slíkum kröfum. Á því hefur öll milliganga um friðargerð strandað, bæði af hálfu Rússlandsstjórnar og Ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu. Magnús T. Ólafsson Ófriður er víðar í Kákasuslöndum en í Azerbajdzhan. Barist hefur verið í sjálfstjórnarsvæðinu Abkhasíu í vestanverðri Georgíu og í Ossetíunum báðum. Skoðanir annarra Spuming um vilja í Bosníu Ástandið í Bosníu er orðið svo alvarlegt að allt sem ekki stefnir til verri vegar vekur upp vonir um að átökum linni. Viðbrögð við þjáningum Irmu litlu og brotthvarf herja Serba úr fjöllunum við Sar^jevo eru vonarglæta þótt enn þurfi lengi að bíða friðar. Úr forystugrein Observer 15. ágúst. Slegið á græna fingur Höggvið upp skóga, rífið niður gömul hús, reisið skýjakljúfa eða hellið steinsteypu yfir landið og þið fáið heiðursmerki og nokkrar milljónir í banka. En ef þið gróðursetjið nokkur eikartré eða hneturunna í garðinum hjá ykkur þá koma menn í jakkafótum og rífa allt upp með rótum. Claire Millington fékk að reyna að þaö þarf leyfi fyrir trjám. Hún haföi varið hálfri ævinni í að ala um 15 eikur sem hún gaf kirkjusókn sinni. Ekkert leyfi var fyrir trjánum og því varö að rífa þau upp. Úr forystugrein Daily Express 16. ágúst. Friður í sjónmáli Eina bannorðið, sem eftir er í friöarviræðum ísraelsmanna og Palestínumanna, er sjálfsstjóm fyr- ir hernumdu svæðin. Ríkisstjóm ísraels hefur viður- kennt að það komi henni ekki við hvaöa samtökum einstakir samningamenn Palestínumanna tilheyra. Þar með hafa ísraelsmenn fallið frá enn einu af skil- yrðunum sem þeir settu fyrir viðræðum. Friöarviðræðumar í Miö-Austurlöndum eru eitt af því fáa sem ávannst í Persaflóastríðinu. Stríðs- þreytan er farin að segja til sín. Úr forystugrein Politiken 18. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.