Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
Birna Willardsdóttir ásamt stúlkunni sem farðaði hana daglega fyrir mynda-
tökur.
Sigurvegari keppninnar, Veronica
Blume frá Spáni, þykir sláandi lík
Birnu Willardsdóttur.
Birna ásamt Lovisu og Bob Ruesch sem hún bjó hjá fyrir og eftir keppn-
ina. „Þau tóku frábærlega vel á móti mér.“
Supermodel of the World:
Lærdómsrík og
skemmtileg keppni
- segir Bima Willardsdóttir sem er nýkomin heim frá Flórída
Birna í hópi nokkurra stúlkna sem þátt tóku í keppninni.
„Þetta var alveg frábær ferð og
skemmtileg reynsla. Mér fannst samt
að ég væri ekki nógu vel undirbúin,
sá eftir að hafa ekki farið í einhverja
líkamsrækt," segir Birna Willards-
dóttir, Fordstúlkan sem er nýkomin
heim frá Orlando í Flórída þar sem
hún tók þátt í keppninni Supermodel
of the World. „Þetta var allt mjög
framandi. Ég bjó hjá hjónunum Lo-
vísu og Bob Ruesch, en þau reka
ferðaþjónustu fyrir íslendinga, í tvo
daga áður en ég hitti keppendur. Það
var mjög gótt því þá gat ég vanist
hitanum. Þau tóku mjög vel á móti
mér.
Strax og ég mætti til keppni hófst
mikill undirbúningur. Við þurftum
að máta föt og ljósmyndatökurnar
byrjuðu. Þetta var allt vel skipulagt.
Að sumu leyti fannst mér þetta þó
erfitt þar sem ég var svo mikill ný-
hði í þessu,“ segir Birna.
• Hún segir þó að undirbúningurinn
hafi verið léttari en hún hafði búist
við. „Við þurftum ekki að vakna fyrr
en sjö til átta á morgnana. Þá fórum
við í förðun og undirbúningur fyrir
daginn byrjaði. Við fengum þó ekki
að borða hvaö sem við vildum því á
öllum veitingahúsum sem við kom-
um á var sérstakur heilsumatseðill
fyrir okkur. Maður varð því að sætta
sig við salat og kjúklinga," segir
Bima.
Sú spænska sigraði
Alls vom 38 keppendur frá jafn
mörgum löndum sem tóku þátt í
keppninni sem fram fór í Disney-
MGM stúdíóinu í Orlando. Stúlkurn-
ar mættu í keppnina 28. júh en hún
fór fram að kvöldi 5. ágúst. Sigurveg-
ari reyndist vera spænsk stúlka, Ver-
onica Blume, 16 ára. Hún fékk í verð-
laun tæplega átján mihjóna króna
(250 þúsund dala) samning við Ford
Models skrifstofuna í New York og
ítalska skartgripi að verðmæti átján
hundmð þúsund krónur (25 þúsund
dala).
Stúlkan sem varð í öðru sæti,
Magdalena Wrobel frá Póllandi, fær
samning upp á tíu mihjónir króna
og enska stúlkan, Michelle Be-
hennah, fær samning upp á rúmar
fimm mhljónir.
Keppninni um súpermódelið var
sjónvarpað um Bandaríkin en þátt-
urinn er einnig sýndur í Frakklandi.
Kynnar kvöldsins vom Fordfyrir-
sætan fræga Rachel Hunter, sem er
ekki síst fræg fyrir að vera eiginkona
Rods Stewart, og Walt WiUey leikari
í þáttunum AU My ChUdren. Fransk-
ur kynnir var Veronica Webb.
„Það vom talsverðar æfingar hjá
okkur fyrstu dagana. Við þurftum
að velja réttu kjólana og athuga
hvort þeir pössuðu. Síðan vorum við
settar í alls kyns Hollywoodbúninga
með miklu skrauti, farðaðar mikið
og sett á okkur gerviaugnhár í kynn-
ingaratriði fyrir sjónvarpsþáttinn.
Það var æðislega skemmtílegt.
Reyndar var mjög heitt og svitinn lak
af manni í öllu fjaðraskrautinu þarna
í Disneygarðinum þar sem þetta var
tekið upp.“
AUar stúlkumar vora einnig ljós-
myndaðar sem fyrirsætur. Bima var
bæði mynduð htið förðuö og eðlileg
og svo aftur mikið förðuð og skreytt.
Mér fannst auðveldara að vera sú
mikið málaöa heldur en ég sjálf,“
segir hún.
Góðarvinkonur
Birna segir að keppendur hafi
kynnst ágætlega meðan á öUu þessu
stóð. Sumar töluðu ekki ensku og
áttu því erfitt með að gera sig skUjan-
legar. Birna kynntist best stúlkunum
frá Belgíu, Singapore og Króatíu.
Þetta vom „mínar týpur" en aðrar
voru eins og þær væru búnar að
vinna við fyrirsætustörf í mörg ár
og áttu auðvelt með að trana sér
fram. Ég held að ég hafi verið frekar
bakatil," segir Birna.
„Við bjuggum á mjög flottu hóteh
sem var við Disneygarðinn. Flesta
daga vorum við í garðinum sjálfum
enda fóru allar tökurnar fram í hon-
um. Það fór líka talsverður tími í að
æfa innkomuna á sviðið fyrir úrslita-
kvöldið. Okkur var skipt í hópa og í
raun var hver látin sigra einu sinni
þannig að allar væru vissar um hvað
gera skyldi á sigurstundu," heldur
Birna áfram.
Á úrshtakvöldinu var troðfuUur
salur af fólki að horfa á keppnina og
meðal áhorfenda vom móðir Birnu,
amma, bróðir hennar, móðursystir
og fólkið sem þau bjuggu hjá, Lovísa
og Bob. „Það var mjög gott að vita
af þeim í salnum," segir Birna. „Við
höfðum ákveðið að eiga nokkra daga
eftir keppnina til að skoða okkur um
og það voru líka skemmtilegir dagar.
Við skoðuðum alla skemmtigarðana
og höfðum nóg að gera í þá tíu daga
sem við vorum úti. Mér finnst ég
hafa séð-svo margt að ég gæti hafa
verið úti í marga mánuði," segir hún.
Starf í Hamborg
Soni Ekvall, sem rekur umboðs-
skrifstöfu í Hamborg í samvinnu við
Ford Models, hefur boðið Birnu aö
senda til sín myndir og gæti komiö
th greina að hún fengi starf hjá
henni. Soni hefur verið dómari í Su-
permodel of the World frá upphafi
og hafa nokkrar íslenskar stúlkur
starfað hjá henni. Má þar nefna
Fordstúlkurnar Helgu Melsted og
Ágústu Hilmarsdóttur. Þá hafði Eile-
en Ford á orði aö Birna væri velkom-
in til New York en fyrst þyrfti hún
að léttast. Eileen er mjög ströng á að
fyrirsætur hennar séu í „réttri“
þyngd.
„Mér fannst mjög gaman að kynn-
ast þessu öllu. Ég get vel ímyndað
mér að starf fyrirsætna sé spennandi
en erfitt. Ég kunni vel við það fólk
sem ég kynntist, t.d. ljósmyndara.
Vissulega er þetta þó allt mjög ólíkt
því sem ég þekki. En ég gæti vel
hugsað mér að leggja starfið fyrir
mig,“segirBirna. -ELA