Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 DV heimsækir sr. Halldór Reynisson í Hruna, fyrrverandi forsetaritara: Þá gætum við alveg eins haft trúða - Halldór í viðtali um íslenska fjölmiðla, preststarfið og lífið í sveitinni Hrunadansinn ið“ í Hruna. Á fáum dögum tókst Halldóri að kynna sig fyrir Hruna- mönnum og svo fór að hann náði kosningu, var með nokkrum atkvæð- um meira en næsti maður. Aðspurður sagði Halldór að for- setaritarastarfið hefði verið mjög ánægjulegt og einkar gott að vinna með Vigdísi. I starfinu kynntist Hall- dór fjölda fólks, m.a. í forsetaheim- sóknum innanlands og erlendis. Sá atburöur sem stendur upp úr í huga Halldórs er leiðtogafundurinn í Höfða í október 1986. Halldór sagði að sér hefði komið mest á óvart hvað Reagan Bandaríkjaforseti hefði verið lítilfjörlegur persónuleiki og Gorb- atsjov hreinlega borið af í saman- burði. „Reagan var algjörlega stjóm- aö af hans aðstoöarmönnum. Á um- ræðufundum var hann meö miða frá aðstoðarmönnunum með því sem hann átti að segja. í kurteisisheim- sókn á Bessastöðum tók hann t.d. upp miða sem á stóð að Flugleiðir hefðu nýlega hafið áætlunarflug til Baltimore í Bandaríkjunum. Hann fór að tala um hvaö þetta væri nú gott mál og þar fram eftir götunum. Þessu var allt öðruvísi farið með Gorbatsjov. Hann talaði frá hjartanu og þurfti enga aðstoðarmenn til að segja sér hvað hann ætti að segja,“ sagði Hallór. í fullum gangi Kirkjusetrið ber með sér að þar býr athafnafólk. Búið er að færa tfi veg, sem nánast lá í gegnum íbúðarhúsið, og girða aö nýju. Hrunakirkja og umhverfi hennar hefur verið tekið í gegn. Nýtt safnaðarheimili er í bygg- ingu og þannig mætti lengi telja. HaUdór og íjölskylda hafa í umsjá stóra jörð, alls 500 hektara, og þau búa með 40 kindur, nokkur hross og hænsn. Launakjör presta hafa oft verið til umræðu en Halldór vildi ekki vera að úttala sig um þau. Hann sagði að mönnum, sem færu í guðfræði og ætluðu sér að verða prestar,' ætti að vera það Ijóst að þeir væru að fara út í störf sem væru ekki sérstaklega vel launuð. Þess vegna þyrfti líka töluverða hugsjón til. Með prestsstarfinu hefur Halldór að sjálfsögðu sinnt búskapnum og stundað kennslu. Þá hefur hann haldið við þekkingu sinni og reynslu á sviði fjölmiðla með þáttagerð fyrir útvarp og greinaskrifum í blöð. Staðfestulaust þjóðfélag Þar eð Halldór býr fjarri hringiðu stjómmálanna í Reykjavík var hann KORTHAFAR fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða smáauglýsingar út í hönd með beinhörðum peningum. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja og smáauglýsingin verður færð á kortið þitt. Það er gamla sagan: Þú hringir, við birtum og það ber árangur! Smáauglýsingadeild DV er opin: Virka daga kl. 9.00-22.00 Laugardaga kl. 9.00-16.00 Sunnudaga kl. 18.00-22.00 Athugið: Auglýsing í helgarblað DV þarf að berast fyrir kl. 17.00 á föstudag. SMAAUGLYSINGAR SÍMI 63 27 00 Þingeyingar Suður- lands Til að byrja með var ekki úr vegi að spyria Hrunaklerkinn hvernig fiölskyldunni liði í sveitinni. „Flutn- ingurinn í sveitina sýndi að okkur vantaði ákveðinn lit í litrófið. Þetta er algjörlega nýr heimur og ný reynsla fyrir mig, borgarbúann. Lífið og hugsunarháttur fólks er á margan hátt ólíkt hér og í borginni. Maður kemur inn í aðrar aðstæður og mér finnst gaman að glíma við þær.“ Halldór segir að það sé gott að starfa með Hrunamönnum. „I þeim býr stolt og metnaður. Enda hefur verið sagt um Hrunamenn að þeir séu Þingeyingar Suðurlands því það er nú stundum sagt að Þingeyingar séu ánægðir með sig og stoltir. Það er svolítið til í þessu því hér býr mikið dugnaðarfólk og góðir bænd- ur.“ Fjölskyldan í Hruna bregður á leik þar sem Hrunadansinn á að hafa verið stiginn á sínum tíma. Fremst fer tíkin Fóa og á eftir henni, frá vinstri, koma Guðrún Þ. Björnsdóttir, eiginkona Halldórs, Björn Reynir, 4 ára, barnfóstran Lilja Kaye, Nanna Hlín, 8 ára, sr. Halldór og Bjarki Gunnar, 12 ára. , DV-myndir GVA Halldór þjónar á sjöunda hundrað sóknarbörnum í tveimur sóknum auk þess sem hann messar nokkrum sinnum á ári í Tungufellskirkju. Sú kirkja er sérstök að því leyti að Tungufell er sá bær á landinu sem stendur fiarst sjó. Heimildir eru fyrir því að kirkja hafi fyrst risið í Hruna í kringum 1200. Kirkjan sem þar stendur núna var reist 1865 og verður því 130 ára eftir tvö ár. Pjölmargir þekktir kapp- ar hafa búið í Hruna. Meðal þeirra skal nefna Þorvald Gissurarson og son hans Gissur jarl sem þar bjuggu á síðari hluta 12. aldar og fyrri hluta 13. aldar. Þekkt þjóðsaga segir frá dansinum í Hruna er kölski á að hafa dregið gömlu kirkjuna niður með öllum sem þar voru. Þegar kom- ið er upp á klettahæðina, sem staður- inn dregur nafn sitt af og þar sem kiijan á að hafa staðið, sést óneitan- lega móta fyrir dæld í hæðina. En hvort það sannar nú þjóðsöguna skal ósagt látið, a.m.k. vildi HaUdór fara varlega í að samþykkja það! Framkvæmdir Skammt frá Flúðum er hinn forni og merki kirkjustaður, Hruni í Hrunamannahreppi. Þar hýr sr. Halldór Reynisson, fyrrum forseta- ritari, og fiölskylda hans. Halldór hefur verið prestur í Hruna í 6 ár, síðan hann hætti sem forsetaritari um áramótin 1986-87. Þegar DV- menn voru á ferð á Flúðum á dögun- um þótti tilvalið að taka hús á Hall- dóri og fiölskyldu. Hann er hér í spjalli við helgarblað DV um prests- starfið, forsetaritaratíðina, fiölmiðla, lífið í sveitinni og margt fleira. Áður en Halldór tók prestvígslu í desember 1986 hafði hann verið rit- ari Vigdísar Finnbogadóttur forseta í ein 5 ár og blaðamaður þar áður á Tímanum og Vísi. Auk þess að vera guðfræðingur er Halldór með mast- ersgráðu í fiölmiðlafræði frá Indi- ana-háskóla í Bandaríkjunum. Hall- dór er kvæntur Guðrúnu Þ. Bjöms- dóttur og eiga þau þrjú börn. Leiðtogafundurinn ' Stökkið var óneitanlega mikið fyrir Halldór fyrir 6 árum. Hann fór nán- ast beint frá leiðtogafundi Reagans Bandaríkjaforseta og Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna sálugu, í stutta kosningabaráttu um „brauö-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.