Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Page 50
58 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 fFrá Borgarskipulagi Reykjavíkur Athafnasvæði Laugarnesi Tillaga að deiliskipulagi á athafnasvæði sem afmark- ast að vestan að vesturmörkum lóðar Tollvöru- geymslunnar í Reykjavík, að norðan að nýrri götu sem mun tengja saman Héðinsgötu og Sundagarða, að austan að austurmörkum lóðarinnar Sundagarðar 2 og sunnan að Sæbraut. Tillagan er auglýst sam- kvæmt grein 4.4 í skipulagsreglugerð. Uppdrættir og greinargerð verða til sýnis hjá Borgar- skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð, kl. 9.00 til 16.00 alla virka daga frá 23. ágúst til 17. septemb- er. Athugasemdum, eða ábendingum, skal skila skriflega til Borgarskipulags fyrir 17. september. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Sjúklingar með mikinn læknis- og lyfjakostnað, athugið! Umsóknarfrestur vegna endur- greiðslu er til 1. sept. nk. Sjúklingum, sem orðið hafa fyrir miklum útgjöldum vegna læknisþjónustu og lyfja fyrstu sex mánuði ársins 1993 er bent á að snúa sér til Tryggingastofn- unar ríkisins eða umboða hennar og sækja um endur- greiðslu á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 1. sept. nk. Umsókn þurfa að fylgja kvittanir vegna útgjalda fyrir læknishjálp og lyf. Kvittanir þurfa að bera með sér nafn útgefanda, tegund þjónustu, fjárhæð greiðslu sjúklings, greiðsludag, nafn og kennitölu sjúklings. Ef til endurgreiðslu kemur verður endur- greitt, að hluta eða fullu, fyrir hálft ár í hvert sinn. Öllum umsóknum verður svarað. Við mat á því hvort umsækjandi eigi rétt á endur- greiðslu er tekið tillit til heildarútgjalda vegna læknis- hjálpar og lyfja hérlendis, auk tekna hlutaðeigandi. Tryggingastofnun ríkisins Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Siglufirði skorar hér með á gjaldend- ur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum, sem voru álögð 1990, 1991, 1992 og 1993 og féllu í gjalddaga til og með 15. ágúst 1993 og eru til innheimtu hjá ofangreind- um innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi: tekjusk'attur, útsvar, eignaskattur, sérstakur eignaskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnað- armálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. 1. nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 36. gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingagjald, kirkju- garðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnaéði, launaskattur, bif- reiðaskattur, slysatryggingagjald ökumanna, þunga- skattur skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskattur og miðagjald, virðisaukaskattur af skemmtunum, trygg- ingagjald af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjald, vörugjald af innlendri framleiðslu, aðflutningsgjöld og útflutningsgjöld, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar, virðisaukaskattur, staðgreiðsla og tryggingagjald. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dögum frá dagsetningu áskorunar þessarar. Athygli er vakin á því að auk óþæginda hefur íjárná- msgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald- anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að kr. 10.000 fyrir hverja gerð. Þinglýsingargjald er kr. 1000 og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostn- að. Jafnframt mega þeir, sem skulda virðisaukaskatt, staðgreiðslu og tryggingagjald, búast við að starfsstöð verði innsigluð nú þegar. Siglufirði, 20. ágúst 1993 Sýslumaðurinn á Siglufirði Fréttir Eyjólfur Konráö Jónsson alþingismaður: Seinagangur og aðgerðaleysi í Rockall-málinu - segir brýnt aö na skjotri lausn „Maöur skammast sín nú eiginlega fyrir seinaganginn og hvað lítið hef- m- verið gert í málefnum Rockall- svæðisins frá hendi okkar íslend- inga,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður þegar DV innti hann eftir viðbrögðum við fréttum DV um að Færeyjar og RockaU-kletturinn myndijarðfræðilegaheild. „Núverð- ur að láta hendur standa fram úr ermum. Eyjólfur sagði langt síðan samn- ingaviðræður hófust. íslendingar hefðu í upphafi haft frumkvæði í máhnu, löngu áður en náttúruauð- lindir fundust á svæðinu. Við hefðum þá boðið Færeyingum að samninga- borðinu eftir þeim leiðum sem þeir mættu sjálfir ráða. Áhugi á svæðinu væri nú stóraukinn og brýnt væri að ná landi sem fyrst í þessu núkil- væga máh. Þjóðimar yrðu þó að hafa samstarf um lausn og sagði Eykon málamiðlanir vel koma til greina. „í upphaflega tUboðinu fólst meðal annars að Færeyingar gætu valið geröardóm." -DBE Milljónatjón á skólabyggingu á Selfossi: Gallar í hlerum stærsta glugga landsins Kristján Emaisson, DV, Selfossi: Bygging Fjölbrautaskóla Suður- lands státar af stærsta glugga á ís- landi og er hann rúmlega 1000 m2. Þetta ferlíki samanstendur af glugga- skífum sem hver er 3,10x1,17 metrar og vegur báknið 70 tonn. 28 límtrés- sperrur halda svo þessu öllu uppi og vegur hver sperra 3,5 tonn. Aðeins helmingur hússins hefur verið tekinn í notkun. Fyrir innan glerið era gluggahlerar sem leika á ás þannig að snúa má þeim eftir því hvemig sóUn skín. Hleramir eru 320 og er þessi „gardína" nokkuö fyrir- ferðarmikU. Nýlega var komið að einum hleran- um sem hafði falUð úr festingum á gólfinu. Þegar orsakir voru kannað- ar kom í ljós að Umið, sem heldur hleranum saman, hafði þomað það mikið að límingin varð gagnslaus. Hleramir eru byggðir upp eins og innihurð en eru nokkuð stærri. Það er sýnt að alUr hlerarnir em ónýtir og er búið að taka þá niður. Smíöa veröur nýja hlera. Verktakinn sem smíðaði göUuðu hlerana er hættur starfsemi og ekki mögulegt að krefja hann um nýja hlera. Aætlaður kostnaður á nýjum hlerum er um 2 millj. króna. Límið, sem heldur hleranum saman, hafði þornað það mikið að límingin varð gagnslaus. DV-mynd Kristján Niöurskuröartillögur ráöuneytanna: Enginn af hausaður en engum heldur hlíft - segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráöherra HeUdamiðurskurður mennta- málaráðuneytisins er fyrirhugaður 600 núlljónir talið frá fjárlögum þessa árs, miðaö við innbyggðar hækkanir. Að sögn Ólafs Garðars Einarssonar menntamálaráðherra samsvarar þetta um 4% niðurskurði hjá ráðu- neytinu. „Það verða engir afhausaðir en engum heldur hlíft," segir Ólafiu- og fuUyrðir að ekkert í tiUögum sínum eigi að valda neinum stórfeUdum vandamálum. „Um er að ræða al- mennar aðhalds- og hagræðingarað- gerðir. Auðvitað verður að leggja niður einhveija starfsemi." • í gmnnskólanum verður unnið eft- ir sömu heimUdum og áður. Enn verður frestað aukningu vikulegs kennslutíma og sömu reglur gUda um ^ölda í bekkjum. Fé tU sér- kennslu heldur sér þótt sparnaður þar sé langtímamarkmið. Einhverjar sameiningar minni skóla verða á landsbyggöinni. í því felst þó ekki umtalsverður spamaður fyrir ráðu- neytið. Framlög til HÍ verða ekki lækkuð. Hins vegar má gera ráð fyrir lægri útgjöldum tU LIN vegna færri um- sókna um lán en áður. Ekki er gert ráð fyrir frekari skólagjöldum við skólann. Ráðherra boðar þó hagræðingu á öllum skólastigum. í framhaldsskól- um verður námsframboði stýrt þannig að dýrar námsbrautir verða ekki til boða í hverjum skóla. Engar róttækar breytingar era í farvatninu varðandi menningar- stofnanir. Einkavæðingar eða sölu- hugmyndir eru ekki á borðum ráð- herra. -DBE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.