Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Side 10
10 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993 - segir Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerdarmaður sem hefur þjáðst af síþreytu undanfarin þrjú ár Sigurjón Sighvatsson hefur glimt við sjúkdóm sem nefnist síþreyta i þrjú ár en telur sig hafa fengið ágætan bata með breyttum lífsháttum. Sigurjón og félagi hans hafa selt fyrirtæki sitt, Propaganda, en starfa þar nú sem stjórn- arformenn og hafa breytt um áherslur i fyrirtækinu. „Ég hef náð mér nokkuð vel af sjúkdómi sem hefur heijað á mig undanfarin þrjú ár og vil þakka ný- aldarlækningum þann bata,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmynda- gerðarmaður í Los Angeles, í samtali við helgarblað DV en hann þjáist af svokaliaðri síþreytu. Athyglisverður þáttur um þann sjúkóm var einmitt sýndur í Sjónvarpinu 25. ágúst sl. en sjúkdómurinn er talinn ólæknandi. „Þetta er sjúkdómur sem enginn skýring er á þannig að það er ekki hægt að gefa neitt við honum. Það er misjafnt hvernig sjúkdómurinn leggst á fólk, hvort það er andlega eða líkamlega nema það sé hvoru- tveggja. í mínu tilfelli var það aðal- lega líkamlega. Ég veiktist eftir langa flugferð og hélt í fyrstu að ég væri með flensu. Ég er líklegast einn af þessum mönnum sem hafa verið heppnir því ég komst í kynni viö nýaldarlækningar, sem mikið er um hér, en þær hafa hjálpað mér mikið. Ég er því að mestu leyti orðinn góður þó ég sé ekki svo heilbrigður að ég geti hlaupið og reynt á mig eins og ég gerði áður og myndi vilja gera. Ég vinn þó mínar sextíu til sjötíu stundir á viku eins og menn verða að gera í minni atvinnugrein." Seldi fyrirtæki sitt, Propaganda Sigurjón og félagi hans, Steve Gol- in, seldu hlut sinn í Propaganda fyrir tveimur árum til Polygram sem átti áður 49% í fyrirtækinu. „Það voru miklar skipulagsbreytingar í gangi hjá Polygram sem gerðu að verkum að það gerði okkur tilboð sem ekki var hægt að hafna. Ég starfa engu að síður áfram hjá fyrirtækinu, er núna stjómarformaður, og á eftir að vinna í tjögur ár í viðbót samkvæmt ráðningarsamningi. Þessi samning- ur gerði okkur Steve kleift aö fram- leiða miklu fleiri kvikmyndir en áð- ur. Við framleiddum aðeins eina bíó- mynd á ári en getum nú framleitt allt upp í sex á ári. Við þessar breyt- ingar fengum við miklu meira fjár- magn inn í fyrirtækið auk þess sem við fengum vel borgað fyrir okkar hluta,“ segir Sigurjón. „Það eru nokkuð aðrar áherslur í fyrirtækinu núna. Við Steve höfum veriö að einblína á að ná kvikmynda- framleiöslunni á hærra stig, t.d. með fleiri, dýrari og væntanlega betri myndum. Áður en breytingarnar komu til í fyrirtækinu gat ég aðeins eytt um 20% af tíma mínum í kvik- myndir, þar sem ég sá um fram- kvæmdastjóm fyrirtækisins, en nú fara um 80% af vinnutíma mínum í þær. Þegar viö seldum fyrirtækiö komu nokkur hundmð milljónir dala inn í fyrirtækið frá Polygram til að byggja upp framleiðslustigið á kvik- myndunum. Einnig höfum við haft fjármagn til að stækka við okkur á öðmm sviðum. Við vomm með litla deild í Englandi sem við höfum stækkaö til muna. Auk þess emm við með stærri plön almennt í Evr- ópu. Ef eitthvað er þá stækkar fyrir- tækið mjög um þessar mundir," segir Siguijón ennfremur en bætir við að kvikmyndaheimurinn sé í raun erf- iður. „Það hefur gengið hægt að koma nýjum kvikmyndum af staö á þessu ári þar sem við höfum ekki haft tilbúin handrit en nú emm viö aö fara í gang með fjórar kvikmynd- ir. Upptökur á þeim munu hefjast strax í næsta mánuði," heldur hann áfram. Ætla að gera sölulegri myndir „í næstu viku verður framsýnd hér kvikmyndin Kalifomia en í henni leika tveir efnilegustu ungir leikarar í Bandaríkjunum í dag, þau Juliette Lewis, sem var tilnefnd til óskars- verðlauna fyrir leik í Cape Fear, og Brad Pitt. Kalifornia hefur vakið mikla athygli og fengið mjög góða dóma. Hún er með þeim fyrstu af nýju myndunum sem viö erum að gera og fer á milli kvikmyndahátíða um þessar mundir. Það er verið aö sýna Red Rock West á íslandi, í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi og hún hefur einnig fengið mjög góða dóma. Sú mynd hefur ekki enn veriö sýnd hér í Bandaríkjunum. Við bind- um miklar vonir við þá mynd en hún veröur einnig nokkuð á kvikmynda- hátíðum. Einnig erum viö að byija á nýrri mynd með John Candy í aöal- hlutverki og Jeff Goldblum sem leik- ur eitt aðalhlutverkið í Jurrasic Park>-Viö gerum okkur meiri vonir um þær bíómyndir sem við emm að framleiða nú en áður þar sem við vorum meira í listrænum myndum eins og Wild at Heart. Það er mark- mið okkar að gera myndir sem höfða til stærri áhorfendahóps í framtíð- inni.“ Ekki á leið heim Siguijón ségist vera aö vinna í mjög mörgum spennandi verkefnum fyrir Propaganda og því sé hann ekki á heimleið eins og sögusagnir hafa gef- iö til kynna. Þvert á móti segir hann að fyrirtækið gangi betur en nokkru sinni. „Ástæða þess að sögur hafa gengið um aö ég sé aö flytja heim em kannski vegna þess að ég hef fjárfest talsvert á Islandi," segir hann. „En það virkar kannski fráleitt að fjár- festa á íslandi miðað viö efnahags- ástandið. Ég hef líka komið meira heim en ég geröi áður,“ segir Sigur- jón. Hann segir aö ferðirnar til íslands hafi verið örar vegna veikinda sinna, þar sem hann þurfti á góðum fríum aö halda, en einnig vegna þess að fjöl- skylda hans er hér. Sonur Sigurjóns lauk námi úr Verslunarskóla íslands sl. vor og er að hefja nám við Há- skóla íslands. Einnig hefur kona Sig- uijóns, Sigríður Þórisdóttir, verið talsvert hér á landi. Ætlar að koma Dominos upp á öllum Norðurlöndum Eins og kunnugt er keypti Sigurjón stóran hlut í Stöð 2 en einnig er hann hluthafi í Dominos Pizza en sá staður var nýlega opnaður her a landi. „Ég hef ekki mikinn tíma til að fylgjast með þessum fyrirtækjum heima enda læt ég góðum sameigend- um það eftir. Hins vegar kem ég með innlegg í þessi fyrirtæki. Dominos var t.d. ekki bara keypt fyrir ísland heldur alla Skandinavíu og mark- miöið er ekki síður að byggja upp staði á hinum Norðurlöndunum." Sigurjón segir að ísland heilli hann og hér telji hann heimili sitt vera. Hins vegar geti hann ekki valið sér betri stað en Hollywood til aö fram- leiða kvikmyndir. „Það er hvergi betra að starfa og hvergi er jafn vel borgað í þessari atvinnugrein í heim- inum. Ámerískt þjóðfélag er hins vegar ekkert sérstaklega spennandi og síst af öllu Los Angeles. Lífsgæði er afstætt hugtak hér þar sem varla er hægt að komast út úr húsi án þess að óttast um líf sitt. Glæpir og bíla- þjófnaðir hafa aukist mjög mikiö hér og ég verð að hafa öryggisverði allan sólarhringinn á skrifstofunni. Horfttil Hollywood íslendingar hafa sóst mjög eftir að komast í nám til Los Angeles og ekki síst í kvikmyndagerð. Siguijón segir að þeim hafi farið fækkandi sem leggi kvíkmyndagerðina fyrir sig enda sé markaðurinn ekki eftirsóknarverð- ur á íslandi. Núna starfa fimm ís- lendingar hjá Propaganda, allt ungt námsfólk. Án efa hefur það haft áhrif á þá sem vilja leggja kvikmyndagerð fyrir sig hversu vel Sigurjóni hefur vegnað í kvikmyndaborginni. „Ég býst við að þróunin sé í þá átt að horfa til Hollywood í sambandi við kvikmyndagerð. Á sjötta áratugnum var horft til Frakklands og Ítalíu á nýbylgjuna.sem þar átti sér stað, á þeim sjöunda var horft mikiö til Austur-Evrópu en á þeim áttunda var litiö til Þýskalands. Þaö voru miklar hræringar í kvikmyndagerð víðs vegar um heiminn þegar ég byij- aöi að læra og í fyrstunni ætlaði ég til Austur-Evrópu þaðan sem Pol- anski og Milos Forman komu. Mjög mikíar tækniframfarir hafa átt sér stað í þessari iðngrein og þær eiga allar uppruna sinn í Ameríku. Hér er fjármagnið, dreifmgaaðilar og hæfileikafólkið þannig að það er ekk- ert óeðlilegt að menn vilji koma hing- að sem hyggja á kvikmyndagerö og það eru ekki bara íslendingar sem streyma hingað.“ Of margir kvik- myndagerðarmenn Siguijón hóf sitt nám fyrir fimmtán árum en þá vom þeir tveir, hann og Valdimar Leifsson, 1 kvikmynda- námi. Á tímabili urðu nemamir tutt- ugu og fimm en eru nú um tíu. „Ég held að við séum búin aö mennta of marga kvikmyndagerðarmenn eins og arkitekta, lækna og fleiri hópa. Atvinnumöguleikar þessa fólks eru ekki glæsilegir á íslandi," segir hann. Siguijón lagði fé í kvikmyndina Ryö sem gerð var hér fyrir tveimur árum. Hann telur ólíklegt að hann hafi afskipti af íslenskri kvikmynda- gerð í bráð þar sem svo mikið sé að gera þjá Propaganda. „Ég býst þó við aö ég veröi alltaf eitthvað tengdur íslenskri kvikmyndagerö." Jóga, hugleiðsla og grænmeti Eftir að Siguijón veiktist af sí- þreytu hefur hann gjörbreytt lífsstíl sínum samkvæmt aðferðum nýald- arlækninga. „Ég var að koma úr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.