Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Side 12
12 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Joanna Trollope: The Men and the Girls. 2. Michael Crichton: . Jurassic Park. 3. Panielle Steel: Jewels. 4. Donna Tartt: The Secret History. 6. John Grisham: The Firm. 6. Maeve Binchy: The Copper Beech. 7. Colin Dexter: The Way through the Woods. 8. John Grlsham: The Pelican Brief. 9. Patricia D. Cornwell: All That Remains. 10. Robert Harris: Fatherland. Rit almenns eölis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Nick Hornby: Fever Pitch. 3. Ðrtan Keenan: An Evil Cradlíng. 4. Michael Caine: What's it All about? B. Jean P. Sasson: Príncess. 6. Christabel Bielenberg: The Road ahead. 7. Lafói Fortescue: Perfume from Provence. 8. J. Peters 8t J. Nichol: Tornado Down. 9. Bill Bryson: The Lost Continent. 10. D. Shay & J. Duncan: The Making of Jurassic Park. (Bvgat 6 The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Fay Weldon: Livskraft. 2. Robert Harris: Fædrelandet. 3. Tor Nerrestranders: Mærk verden. 4. Ib Michael: Vanillepigen. 5. Oriana Faltaci: Inshallah. 6. Herbjorg Wassmo: Dinas bog. 7. Stephen Klng: Morkets halvdel. (Byggt á Politiken Sondag) Grín og gagnrýni P.J. O’Rourke er bandarískur blaða- maður sem hefur um árabil skoðað stjórnmálaviðburði dagsins í gagn- rýnum spéspegli. Lengst af hefur hann skrifað greinar fyrir tímritið Rolling Stone en verk hans hafa einnig birst í mörgum öðrum banda- rískum tímaritum og þær síðan verið gefnar út á bók. Mun þetta reyndar vera fjórða ritgerðasafn blaða- mannsins. O’Rourke á frekar sveiflukenndan feril að baki. Hann var ungur á hippatímanum svokallaða þegar bar- áttan gegn stríðinu í Víetnam var í algleymingi í Bandaríkjunum og reyndar víðar og þá afar róttækur á vinstri kanti stjórnmálanna. Seinna söðlaði hann um og sveiflaðist engu skemur yfir á hægri kantinn. Mestu máli skiptir þó aö hann hef- ur þrátt fyrir breytt viðhorf haldið hæfileikanum til að sjá h.ið fyndna og fáránlega í flestum hlutum og setja það fram á skemmtilegan máta. ‘Anac*<t<aœt#o!eatualtMmt*sm~. omatAmtka smast mftaus andprovocMM m*ers ’ me Umsjón: Uppgjör við fortíðina Elías Snæland Jónsson Greinarnar í þessu ritgerðasafni eru flokkaöar í fjóra meginkafla. Einn þeirra, Second Thoughts, fjallar einmitt á bráðfyndinn hátt um kostu- lega reynslu hans á hippatímanum. Jafnframt lítur hann á hegðun sína þá í ljósi síðari tíma skoðana. Annars er í þessum kafla tekið á jafn ólíkum málefnum og þaráttunni gegn eiturlyfjaneyslu, deilumálum Israela og araba í ljósi reynslu Róm- verja fyrir tvö þúsund árum, til- gangsleysi ef ekki skaðsemi Afríku- aðstoðar á borö við þá sem fólst í Live Aid og yfirhurðum bíla fram yfir gangandi vegfarendur! Annar kafli, A Call for a New McCarthyism, fjallar að mestu um bandarísk málefni, svo sem „þörf- ina“ á nýjum svörtum lista eins og tíökaöist á McCarthytímanum, vin- sæla kynfræöslu dr. Ruth Westheim- er, endurminningar Carterhjón- anna, sem eitt sinn sátu í Hvíta hús- inu í Washington, og bílakóngsins Iacocca og gagnrýna bók um Kennedy-fjölskylduna. Þetta eru reyndar elstu greinarnar í safninu; birtust fyrst fyrir tæpum áratug. Persaflóastríð og hrun kommúnismans Lengstu kailar bókarinnar, sá fyrsti og síðasti, taka hins vegar á stóratburðum síðustu ára í alþjóða- málum. Annars vegar hruni komm- únismans í Sovétríkjunum og Aust- ur-Evrópu og hins vegar Persaflóa- stríðinu. O’Rourke heimsótti sum þeirra landa þar sem þessir sögulegu at- buröir gerðust og kom fljótt auga á fyndnu hliðar málanna. Einkum eru frásagnir hans frá Sádí-Arabíu og Kúveit á dögum Persaflóastríðsins athyglisverðar enda auðvelt að sjá stríðsrekstur sem hið fullkomna leikhús fáránleikans. Greinarnar í þessari bók eru að sjálfsögðu misjafnar, eins og vænta má, en flestar eru þær hin besta skemmtun. Og þótt O’Rourke gangi stundum fulllangt í fúkyrðaflaumi fer ekki á milli mála að þegar honum tekst best upp fela skrif hans í sér sannleiksbrodd sem hittir vel í mark. GIVE WAR A CHANCE. Höfundur: P.J. O’Rourke. Picador, 1993. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Michael Crichton: Rising Sun. 2. John Grisham: The Pelican Brief. 3. John Grisham; The Firm. 4. Sícfney Sheldon: The Stars Shine down. 5. John Grisham: A Time to Kill. 6. Michael Crichton: Congo. 7. Michael Crichton: Jurassic Park. 8. Michael Crichton: Sphere. 9. Anne Rivers Siddons: Colony. 10. Patricia D. Cornwell: All That Remains. 11. Jimmy Buffett: Where Is Joe Merchant? 12. Stephen King: Gerald's Game. 13. Carol Higgins Clark: Decked. 14. Rebecca Neason: Guises of the Mind. 15. Cormac McCarthy: All the Pretty Horses. Rit almenns eðlis: 1. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 2. Anne Rule: A Roso for Her Grave. 3. James Herriot: Every Livíng Thing. 4. Robert Fulghum: Uh-oh. 5. Maya Angelou: I Knowwhythe Caged Bird Sings. 6. Gail Sheehy: The Sitent Passage. 7. Peter Mayle: A Year ín Provence. 8. K. Le Gifford & J. Jerome: I Can't Believe I Said That! 9. David McCullough: Truman. 10. Peter Mayle: Toujours Provence. 11. Tina Turner & Karl Loder: I, Tina. 12. Wiillam Manchester: A World Lit only by Fire. 13. Truddi Chase: When Rabbit Howls. 14. Deborah Tannen: Youjust Don’t Understand. 15. Martin L. Cross: The Government Racket. (Byggt á New York Times Book Revíew) Vísindi Meðfæddi átta- vitinn týndur Hvernig stendur á því að jafn- vel fávís skordýr geta haldiö átt- um blindandi en maðurinn veður um í villu og svíma sjái hann ekki kennileiti? Bandarískur visindamaður segir að orsökin sé að í tímans rás hafi hiutfall seguljárns í blóði manna lækkað og nú gæti þess mikiu síður en í dýrum. Seguljárnið veldur því að ílest dýr hafa innbyggðan áttavita og finna réttar áttir á sér. Mennimir verða hins vegar að nota tilbúinn áttavita til aö rata. Söngurbætir heilsuna Söngur bætir líkamlega heilsu manna og það getur leitt til geð- veiki ef börnum er bannað aö syngja. Þetta er að minnsta kosti skoöun norska vísindamannsins Jons-Roars Bjorkvold. Hann segir að söngur stuöli aö jafnvægi í likamsstarfseminni. Þá segir hann aö böm verði að fá útrás fyrir meðfædda söngþrá til að þroskast andlega. Sussi menn um of á söngglöð böm geti það leitt til geðveiki síðar á ævinni. Stórgáfaöur Ný rannsókn 1 Bandaríkjunum heftxr leitt í ljós aö stærð heilans ræður miklu um gáfuraar. Mannviliðþarfpláss eins pg ann- að. Þar með er afsannað að heimskur sé jafnan höfuðstór. Rafmagns- stóllinn var herbragð Edisons „Ég hefði gert þetta betur með öxi,“ sagði rafmagnsfræöingur- inn George Westinghouse þegar hann frétti af þvi hve hörmulega hefði gengiö að taka William nokkurn Kemmler af lifi í raf- magnsstól, þeim fyrsta sinnar tegundar. Westinghouse haföi líka nokkra ástæðu til að kveljast með Kemmler þvi rafmagnsstóllinn var notaður til.að ófrægja upp- götvun hans, riðstrauminn, Og sá sem stóð fyrir ófrægingarher- ferðinni var Thomas Alfa Edíson. Hann hafði einkaleyfi á rak- straum og vildi fá Bandaríkja- menn til að nota hann einan en ekki bölvaðan riðstraumínn. Edison hélt því fram að rið- straumur væri stórhættulegur mönnum meðan rakstraumur væri skaðlaus. Westinghouse hélt fram þveröfugri skoðun. Edison huglívæmdist þá nýtt herbragð. Hann fékk yfirvöld tii að taka sakamann af lífi i raf- magnsstól. Þar var riöstraumur- inn hans Westinghouse að sjálf- sögöu notaður. En langan tima tókað murka lífið úr fyrsta fórn- arlambinu í rafmagnsstólnum og Westínghouse taldi sannaö að straumurinn hans væri í það minnsta hættulitill. Umsjón ... Gíslí Kristjánsson Hún er alls engin meináta nýja vélin sem uppfinningamennimir hjá japanska fyrirtækinu Ricoh hafa búið til. Þetta er vél sem á að bjarga því sem bjargað verður af skógum heimsins og það gerir hún með því að éta orð. Þetta er eiginlega neikvæð ljósrit- unarvél því þegar þéttskrifuð blöð eru sett í hana koma þau út óskrifuð og tilbúin til notkunar á ný. Sagt er að nota megi sama blaðið 10 til 20 sinnum með aðstoö orðaætunnar og jafnvel endalaust þegar ætan hefur verið þróuð til fullnustu. í orðaætuna er notað sérstakt efni til að leysa upp prentduftið úr prent- urum og ljósritunarvélum. Stafirnir leysast í sundur og prentduftið hryn- ur af blaðinnu. Nýja tæknin er því bylting sem étur bömin sín. Ekki er orðaætan ennþá svo full- komin að hún dugi til að afmá allt sem skrifað er. Aðeins er hægt að ná texta úr nýtísku leiserprenturum, fóxum og ljósritunarvélum af papp- írnum. Gamaldags blek stenst hinni nýju tækni snúning. Þannig komust menn fljótt aö því að undirskrift á skjölum stendur ein eftir þegar sjálfur textinn er horfinn. Því má með lagni skipta um texta á blaði en halda undirskriftinni eftir. Þetta opnar nýja og spennandi mögu- leika fyrir skjalafalsara. Sá galli er og á gjöf Njarðar að orða- ætan er þrjár mínútur að hreinsa eitt blað af A4 stærð. Það era lítil afköst á þessum síðustu og verstu pappírssóunartímum. Þeir sem vilja fara leynt með skrif sín geta notaö sér orðaætuna til að afmá verkin. Stafimir hverfa ekki alveg af pappímum þótt þeir séu ekki sýnilegir með bemm augum. Nýja orðaætan gerir mönnum kleift að nota sama pappirinn aftur og aftur án þess að senda hann f endurvinnslu. Með því að beita enn nýrri tækni má framkalla orðin að nýju. Þetta er góður kostur fyrir menn í leyni- lögguleik. Hins vegar er þessi huliðs- skrift ekki hulin þeim sem kunna að framkafia hana. Hjá Ricoh ætla menn að halda áfram að þróa orðaætuna. Ekki veitir af því ört gengur á skóglendi jarðar eftir þvi sem efdrspum eftir pappír eykst. Draumurinn er að endumýta allan pappír sem ekki á aö geyma án þess að senda hann í endurvinnslu. Því ætti orðaætan að valda hungursneyð hjá pappírstæturam og ruslakörfum í fyllingu tímans. Umhverfisvæn orðaæta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.