Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Síða 18
18
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993
Dagur í lífi Sigurðar Péturs Harðarsonar:
Mikið að gera fyrir
Sophiu Hansen
Sigurðar Pétur Harðarson.
Klukkan hringir sínum fagra
bjölluhijóm. Það er kominn tími til
að drífa sig í vinnu á þessum ágætis
mánudagsmorgni þegar klukkuna
vantar tuttugu mínútur í sjö. Ég
skelli mér í sturtu en finnst vatnið
ansi heitt. Ég reyni að bæta við kalda
vatnið en það gerist ekkert. Vatnið
hitnar meira og meira og ég sé mér
þann kost vænstan, með alla sápuna
í andlitinu og í augunum, að stökkva
út úr baökarinu. Ég þríf handklæði
og reyni eftir fremsta megni að
þurrka framan úr mér sápuna. Þegar
ég kanna hvaö veldur þessum hita á
vatninu kemst ég aö því að kalda
vatnið hefur verið tekið af. Það sem
þeim dettur í hug að gera svona
snemma morguns. Ég set handklæð-
ið í vaskinn og rennbleyti þaö, læt
það síðan kólna smástund og þá get
ég farið að baksa við aö ná sápunni
úr hárinu. Þetta tekur dágóða stund
en tekst þó sæmilega að lokum. Þá
er komið að morgunmatnum sem er
ísköld jógúrt. Ekki veitir af að kæla
sig svolítið niður eftir allan hitann.
Síðan dríf ég mig upp í Borgar-
kringlu á skrifstofu stuðningshóps
Sophiu Hansen. Ég fer í gegnum það
sem liggur fyrir þennan daginn og
bæti dáhtlu við hstann. Ég hringi tíl
Istanbul og tala við Sophiu sem er
búin aö vera þar síðan í júnímánuði
en hefur ekki haft erindi sem erfiði.
Hitinn er að drepa þau þama úti og
ekki nema von því hann er 30-40
gráður og rakinn mjög mikill.
Síminn not-
aðuróspart
Ég hringi nokkur símtöl og ákvað
m.a. fund í utanríkisráðuneytinu
með Þresti Ólafssyni klukkan 14.00
vegna málareksturs Sophiu í Tyrk-
landi. Einnig hringdi ég í opinbera
stofnun hér í borg en fékk ekki við-
hlítandi svör sem ég óskaði eftir. Enn
þurfti ég að nota símann og komið
fram undir hádegi. Ég var að reyna
að ná í mann hjá EJS, en hann var
í símanum. Ég vildi ekki eyða tíman-
um í að bíða svo að ég sagðist hringja
aftur. Þá var hann ekki við, hann var
í skrepp. Það er alveg merkilegt með
suma menn, ef þeir eru ekki í síman-
um þá eru þeir í frh og ef þeir eru
ekki í fríi þá em þeir í skrepp.
Ég fundaði með Gunnari Guð-
mundssyni, lögmanni Sophiu, í há-
deginu. Við fórum í gegnum störf
rannsóknardómarans sem er að
rannsaka alla málsmeðferð í Tyrk-
landi. Einnig ræddum við vasklega
framgöngu utanríkisráðherra og
starfsmanna hans í málinu. Klukkan
tvö mætti ég síðan í utanríkisráðu-
neytið og fór með Þresti Ólafssyni í
gegnum stöðu mála. Fundurinn
dróst á langinn þannig að klukkan
var farin að nálgast fjögur þegar
honum lauk. Ég dreif mig upp á skrif-
stofu þar sem biðu mín fjölmörg
skhaboð. Fjölmiðlar hringja og
spyrja frétta. Ég reyndi eför bestu
getu að svara spurningum sem þeir
höfðu fram að færa. Að því loknu fór
ég að undirbúa komu stuðningshóps-
ins á skrifstofuna. Sala á geislaplöt-
unni og snældunni Bömin heim er í
gegnum síma. Þaö veitir ekki af aö
reyna að selja því fjárhagurinn er
vægast. sagt dapur þessa dagana.
Málareksturinn er búinn að kosta
næstum þrjátíu mhljónir króna og
skuldir eru upp á margar mihjónir
og enn sér ekki fyrir endann á þessu
máh.
Fölsku tennumar
unnu ekki á steikinni
Aht í einu átta ég mig á því að
maginn er farinn að kaha á fóður.
Enginn tími hefur verið fyrir slíkan
munáð þannig aö ég dríf í að fá mér
í gogginn. Ég bregð mér á skyndibita-
stað og panta hamborgara og fransk-
ar kartöflur, enga koktehsósu. Ham-
borgarinn kemur von bráöar og ég
tek th ósphltra málanna við að inn-
byrða hann. Mér verður aht í einu
htið upp og sé dálítiö sérkennhegan
mann sem er aö reyna að tyggja steik
sem hann hefur pantað. Eitthvað
virðist honum sækjast seint að
tyggja. Aht í einu stendur hann upp
og ríkur að afgreiðsluborðinu og seg-
ir hátt „Hvar er kokkurinn, þetta er
óætt.“ Afgreiðslustúlkunni bregöur
við og sækir kokkinn. „Þetta er aumi
fjandinn og kostar þó heilar 1290
krónur. Þetta er svo seigt að það er
gjörsamlega vonlaust að tyggja
þetta,“ æpir maðurinn. Kokkurinn
skoðar steikina og sker hana síðan í
sundur án erfiðleika. Bendir hann
manninum á að þetta sé ekki neitt
seigt. Maðurinn skammast óskap-
lega og gargar að kokknum sem ekki
þokast á nokkum hátt. Fyrir rest
brjálaðist viðskiptavinurinn gjör-
samlega, reif út úr sér fölsku tenn-
urnar setti kjötsneiðina á milli þeirra
og sagði „sjáðu þama, hundurinn
þinn, þær vinna ekki neitt á þessum
skósóla sem þú varst að reyna að
selja mér“. Þegar ég sá tennur
mannsins missti ég gjörsamlega mat-
arlystina, stóð upp og forðaði mér.
Það er næsta víst að á þessar tennur
dugar enginn venjulegur tannhursti,
slík vom óhreinindin á þeim. Það
væri nær að benda á vírbursta th
verkunar á þeim. Ég vona að kokkur-
inn hafi endurgreitt manninum
steikina því ég er ekki svo illgjam
að vhja nokkrum hlt - allra síst kjöt-
sneiðinni að lenda uppi í þessum
manni sem gengur með matseðh síð-
asthðinna þriggja mánaða í tönnun-
um.
Strax og ég kom á skrifstofuna biðu
mín skhaboð frá Tyrklandi. Ég
hringdi strax þangað og fékk að vita
aö rannsóknardómarinn óskaði eftir
nánari gögnum frá okkur um með-
ferð málsins. Hófst ég strax handa
við aö útbúa þau og lauk ég því upp
úr klukkan eitt um nóttina. Sendi
þau síðan á myndsendi th Istanbul.
Þannig lauk þessum degi sem ein-
kenndist af mikihi vinnu, hraða og
óþijótandi verkefnum sem tengjast
málarekstri Sophiu Hansen í Tyrk-
landi.
Finnur þú fiinm breytingai? 221
Ekki á fastandi maga, Hildigunnur!
Nafn:
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum hðnum
birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun: Aiwa vasadiskó
að verðmæti 4.480 krónur frá
Radíóbæ, Ármúla 38.
2. verðlaun: Fimm úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.950. Bækurnar, sem eru í verð-
laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott-
ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og
Víghöfði. Bækumar eru gefnar út
af Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 221
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir tvö hundr-
uðustu og nítjándu getraun
reyndust vera:
1. Ómar B. Stefánsson,
Höfðavegi 30,900 Vestmanna-
eyjum.
2. Sædís Kristjánsdóttir,
Sólvahagötu 24, 230 Keflavík.
Vinningarnir verða sendir
heim.