Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993
Sérstæð sakamál
Það kom bíll
út úr myrkrinu
René D’Lacre og kona hans, Charl-
otte, bjuggu í góðri íbúð á vinstri
bakka Signu í París. Hann var í
góðu starfi og hafði ágætar tekjur.
Á yfirborðinu leit því út fyrir að
þau hjón hefðu það gott en svo var
þó ekki. Hjónaband þeirra hafði
staðið í þrjátíu ár þegar hér var
komið sögu og René orðinn fimm-
tíu og fimm ára. Charlotte var
tveimur árum yngri.
René fannst kona sín vera orðin
gömul. „Hún minnir á gamla kú
og er fyrir löngu komin yfir það
að vera til nokkurs nýt í rúminu,”
sagði hann við einn vina sinna.
Þótt hann væri kominn á þennan
aldur þótti hann unglegur og aðlað-
andi. Hár hans var farið að grána
dálítið en það virtist aðeins hafa
þau áhrif að gera hann enn meira
eftirsóknarverðan í augum ungra
stúlkna, sem hann sýndi mikinn
áhuga.
Fasturvani
Þegar René hafði snætt kvöld verð
heima hjá konu sinni skipti hann
venjulega um fót og fór út. Hann
hélt þá á krá eina í nágrenninu og
venjulega leið ekki á löngu þar til
hann var kominn í félagsskap einn-
ar eða fleiri ungra stúlkna, og fjór-
um eða fimm sinnum 1 viku sýndu
þær áhuga á því að fá að reyna
hvort það væri rétt sem sagt var
um hann að hann væri „ljúfur
maöur með mikla reynslu í að elska
á hundrað mismunandi vegu“.
Að ástarleikjunum loknum hélt
René heim og lagðist til svefns meö
bros á vör. Við hlið hans lá þá
Charlotte, svefnlaus og bitur.
Suzanne, dóttir þeirra hjóna,
hafði fyrir löngu gert sér ljóst
hvemig faðir hennar kom fram við
móður hennar og hafði spurt hana
að því oftar en einu sinni hvers
vegna hún færi ekki frá honum.
Svarið var ætíð það sama: „Þetta
er sá kross sem ég ber. En René
kann að breytast."
Bíll í myrkri
En René breyttist ekkert. Júní-
kvöld eitt, eftir aö hann hafði stað-
ið upp frá kvöldverðarborðinu,
skipti hann enn um föt og fór brátt
að heiman, léttur í spori. Hann
hélt á krána og innan tíðar var
hann farinn að ræða viö nítján ára
gamla stúlku, Linette Floriet.
Um miðnætti yfirgáfu þau krána
saman og gengu eftir dimmum göt-
um í átt til lítils gistihúss, þar sem
ekki var gengið hart eftir því að
gestimir legðu fram persónuskil-
ríki. Þá var heldur ekkert sagt þótt
þeir kæmu án farangurs og færa
eftir tvo tíma eða svo... svo fram-
arlega sem þeir greiddu fyrir alla
nóttina.
Hvorki René né Linette tóku eftir
því að bíll ók hægt á eftir þeim í
myrkrinu. Þegar þau gengu yfir eina
götuna jók bíllinn hins vegar skyndi-
lega ferðina. Augnabliki síðar ók
hann á parið á mikilli ferð en hvarf
síöan fyrir næsta hom með ískri.
Afbrýðisemi?
René D’Lacre dó samsttmdis en
Linette Floriet slapp með minni
háttar áverka. René var ekki með
nein skilríki á sér og fyrstu tímana
var Linette í svo miklu losti að
ekki var hægt aö yfirheyra hana.
Að þeim tíma hðnum gat hún þó
sagt frá því hver hann hefði verið,
maðurinn sem hún var með.
Skömmu síðar komu rannsókn-
arlögreglumenn heim til Charlotte.
Hún kom til dyra svefndrukkin í
náttkjól. Hún settist og grét hljóð-
lega þegar henni var sagt að maður
hennar væri dáinn eftir að óþekkt-
ur aðih hefði ekið á hann og horfið
á braut.
Það leið hins vegar ekki á löngu
þar til rannsóknarlögreglan hafði
fengið að vita um hina leyndu hhð
lífs Renés, ungu stúlkumar sem
hann var með flest kvöld vikunnar.
Ljóst var því að afbrýðisamur unn-
usti eða jafnvel reiður faðir höfðu
getað verið að verki. Telja varð þvi
afar líklegt að René D’Lacre hefði
verið myrtur.
Bíllinn finnst
Þrátt fyrir það sem gerst hafði
sýndi Linette það mikla árvekni að
hta á bílinn sem hvarf út í myrkrið
eftir að hafa ekið á þau René. Hún
sá að um svartan Citroén-bíl var
að ræða og hún gat greint þrjá stafi
á númeraplötunni, 4, 7 og 2. Haft
var nú samband við fjölda viðgerð-
arverkstæða í París ef vera kynni
að komið yrði þangað með svartan
Citroén-hO, en annað var tahð
óhugsandi en að bíllinn hefði
skemmst þegar honum var ekið á
skötuhjúin.
Eftir þriggja daga leit kom ná-
granni D’Lacre-hjóna með ábend-
ingu. Hann sagði að í bhskúr þeirra
stæði svartur Citroén-bOl og um-
ræddar þijár tölur væri að finna 1
skrásetningamúmerinu.
Charlotte sýndi mikinn sam-
starfsvOja þegar rannsóknarlög-
reglumenn báðu um að fá að skoða
bOinn. Hann reyndist þá hafa verið
þveginn nýlega, en athygh vakti að
vinstra framijósið var skemmt.
Þegar Charlotte var beöin rnn skýr-
ingu á því svaraði hún hægt og
rólega: „Þetta hlýtur að hafa komið
fyrir hjá manninum mínum án
þess að hann hafi sagt mér frá því.
En ég þvoði bOinn. Ég fór til dóttur
minnar og tengdasonar í Cher-
bourg til aö segja þeim frá slysinu
og fannst hann óhreinn eftir ferð-
ina.“
Hatur
Þegar Charlotte var að því spurð
hvar hún hefði veriö þegar ekið var
á mann hennar svaraöi hún rólega:
„Ég fór að sofa um klukkan hálfeh-
efu. Þá vissi ég ekki annað en að
bílhnn væri í bOskúmum en það
má vera að maðurinn minn hafi
tekið hann. En hafi hann gert það
vissi ég ekkert um það.“
Þegar hún var að því spurð hvort
hún vissi um öh þau ástarævintýri
sem maður hennar hefði átt með
ungum stúlkum svaraði hún því tíl
að það gerði hún auövitað. Hún
hefði hins vegar sætt sig við það í
þeirri von að sá dagur kæmi að
hann yrði þreyttur á að eltast við
ungar stúlkur.
„Hataðirðu manninn þinn?“ var
næsta spuming. Nú varð nokkur
þögn. Eftir hikið sagöi Charlotte:
„Svarið er bæði já og nei. Þrátt fyr-
ir framhjáhaldið elskaði ég hainn
en svo komu dagar þegar mér
fannst ég geta drepið hann. En ég
gerði það ekki, ef það er það sem
þið haldið."
Suzanne D’Lacre.
René D'Lacre.
Linette Floriet.
Charlotte D’Lacre.
Ákærð fyrir morð
Charlotte D’Lacre var ákærð fyr-
ir að hafa myrt mann sinn, enda
benti margt tíl þess að hún hefði
gert það. Linette var viss um að
kona hefði setið undir stýri á svarta
Citroén-bílnum. Þótt sérfræðingar
lögreglunnar gætu ekkert fundið á
honum sem benti til þess að hann
hefði verið notaður tíl að svipta
René lífi þóttu skemmdimar á
vinstra framljósinu benda til þess
áö svo hefði verið, og að auki komu
tölurnar þijár heim og saman við
skráningamúmerið.
Einnig þóttu athyghsverð þau
ummæh Charlotte að stundum
hefðu komið dagar þegar hún hefði
getað drepið mann sinn.
Saksóknarinn reyndi aö lýsa
René á þann hátt að hann hefði
verið veiklundaður maður sem
hefði þarfnast mikihar hlýju og
umhyggju, en kona hans hefði
hvomgt getað veitt honum.
Skoðanaskipti
Þessari fuhyrðingu síiksóknara
vísaði Charlotte algerlega á bug.
Hún sagðist hafa gert aht sem hún
hefði getað fyrir mann sinn en
bætti við: „Hann var einn af þess-
um mönnum sem veröa stöðugt að
sýna fram á að þeir séu enn ungir.
Hann var orðinn fimmtíu og fimm
ára en leit út fyrir að vera yngri
og honum fannst hann vera ungur
þegar honum tókst að vekja áhuga
uijgra stúlkna."
,70g þess vegna hefurðu hatað
hann svo mikið að þig langaði til
að svipta hann lífi,“ sagði þá sak-
sóknarinn.
„Já, það er rétt,“ svaraði Charl-
otte, „en ég myrti hann ekki!“
Saksóknarinn talaði með þunga
þegar hann ávarpaði kviðdómend-
ur í lokaræðu sinni. Og síðustu orð
hans til þeirra voru þessi. „Hún
gerði um það áætlun að myrða
mann sinn og ætlaði að fá lögregl-
una tíl að halda að um ókunnan
ökumann, sem flúði af vettvangi,
hefði verið að ræða.“
Dómurinn
Þegar kviðdómendur gengu fram
í réttarsalinn eftir að hafa setið á
rökstólum sagði formaðurinn:
„Margir hefðu getað óskaö þess að
René D’Lacre dæi og sá möguleiki
er fyrir hendi, þótt hann sé reyndar
hthl, að einhver annar hafi tekiö
bílinn tíl þess að geta komið sök á
Charlotte D’Lacre. Hins vegar
bendir ýmislegt tíl að hún sé sek
en sannanir vantar. Þess vegna
verðum við að sýkna hana.“
Charlotte fluttist frá París og sett-
ist að hjá dóttur sinni og tengda-
syni í Cherbourg. Hún bjó hjá þeim
í átján ár en þá lést hún.
Hún skýrði aldrei fiá því hvort
það var hún sem réð manni sínum
bana þetta júníkvöld um miðnæt-
urleytið á myrkri götu í París.
Málsskjöl hafa endanlega verið
lögð á hOluna, en talsmenn rann-
sóknarlögreglunnar hafa sagt: „Við
vitum að hún gerði það, en það er
eitt að vita eitthvaö og annað að
færa á það sönnur sem nægja í rétt-
arsal.“
Þetta var áht rannsóknarlög-
reglumannanna, en hver veit fyrir
víst hvort skoðun þeirra var rétt?