Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Side 23
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993
23
Dauði dóttur forsætísráðherra Dana:
Lífið
varð
henni
ofraun
„Hún er stúlkan í lífi mínu, sú sem
stendur hjarta mínu næst,“ var Poul
Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra
Dana, vanur að segja þegar hann var
spurður um sambandið við Signe
dóttur sína. Nú er Signe látin, féll
fyrir eigin hendi mn helgina meðan
faðir hennar var í opinberri heim-
sókn á Grænlandi.
Dönum komu þessi tíðindi að vísu
ekki á óvart því að allir vissu að
Signe átti við þunglyndi að stríða og
var oft rúmfost þess vegna. Samt eru
Danir slegnir. Fólk setur hljóðan við
þessi tíðindi og menn bíða eftir því
að sjá hvernig forsætisráðherra
þeirra reiðir af í sorginni.
Poul Nyrup hafði alla tíð tekið
sjúkleika dóttur sinnar nærri sér.
Hann var reiðubúinn að fóma starfs-
frama sínum fyrir hana og fyrir
nokkrum árum hafnaði hann boði
um ömggt þingsæti vegna þess hve
dóttir hans var iila haldin.
Poul Nymp var þá stjarna á upp-
leið í flokki danskra jafnaðarmanna
en vildi ekki dreifa kröftunum þegar
kom að því að velja milh stjómmála-
frama og fjölskyldunnar. Oðm sinni
tók hann sér frí frá opinberum störf-
um í hálft ár til að aðstoða dóttur
sína við lestur undir stúdentspróf.
Skilnaðarbam
Á síðasta ári flutti Signe að heiman
og ætlaði að reyna að standa á eigin
fótum eftir að hafa verið upp á fóður
sinn og Önnu, síðari konu hans,
komin um árabil. Hún hafði búiö hjá
Helle Moliemp, móður sinni, fram
til 1985 en ákvað að teysta eftir það
á foður sinn.
Signe hóf nám í líffræði við Kaup-
mannahafnarháskóla í fyrra en í
haust var lífsbarátta hennar á enda.
Lífið varð henni ofraun. Hún varö
24 ára gömul.
Menn velta því fyrir sér hvort
hjónabandsmál Pouls Nymp valdi
einhverju um aö dóttirin lenti í mikl-
um erfiðleikum í lífinu. Hann er tví-
skihnn og býr nú með Lone Dybkj-
ær, flokkssystur sinni.
Þessi þáttur harmsögunnar verður
þó aldrei skýrður að fuhu; það eina
sem menn vita er að Signe álasaöi
fóður sínum aidrei svo að vitað sé
fyrir að hafa sagt skihð við móður
hennar. Signe notaði eftirnöfn beggja
foreldra sinna og skrifaði sig Nymp
Mohemp.
Örlög Signe kunna að hafa óvænt
áhrif á dönsku ríkisstjómina. Bæði
óttast menn að Poul Nymp hætti
þátttöku í stjómmálum og eins voru
tveir ráðherrar í stjóminni nánir
vinir hennar. Það em þau Mogens
Lykketoft fjármálaráðherra og Jytte
Ifilden menntamálaráðherra. Þau
hafa að sögn tekið dauða Signe mjög
nærri sér. Mogens hefur síðustu daga
tekið að sér að svara opinberlega
spumingum um framtíðaráform for-
sætisráðherrans. Hann fullyrðir að
aht verði óbreytt.
Ósnertanlegur
Stjórnarandstæðingar hafa til-
kynnt að nú verði vopnahlé í dönsk-
um stjórnmálum. Hans Engeh, leið-
togi íhaldsmanna, lýsti dauða Signe
sem hræðilegum hamileik og í opin-
berri yfirlýsingu frá Vinstri flokkn-
um sagði að póhtískar deilur væm
ómanneskjulegar eins og á stæði.
Menn hugsa einnig til þess að að-
eins eru hðnir þrír mánuðir frá því
að Olof, faðir Pouls Nymp, lést. Hann
var 83 ára gamall og þá sáu menn
ekki ástæðu til að gefa forsætisráð-
herranum grið. Hann átti í aht sumar
í höggi við sína eigin flokksmenn
vegna væntanlegs fj árlagafmmvarps
og andstæðingarnir vönduðu honum
ekki kveðjumar að venju.
Nú velta Danir því fyrir sér hvort
stjórnmáhn séu ekki orðin ómann-
eskjuleg þegar dauðsfoh í fjölskyld-
um stjómmálamanna breyta engu
Feðginin í (immtugsafmæli Pouls
Nyrup í sumar.
um hörkuna sem þeir era beittir. í
sumar virtist enginn hugsa út í þaö
en nú era allir á einu máh um að
tími sé kominn th aö gera vopnahlé.
Nú um helgina verða danskir jafn-
aðarmenn á ráðstefnu um fjárlögin.
Poul Nyrup er nú kominn í sömu
aðstöðu og Gro Harlem Brundtland
var í innan norska Verkamanna-
flokksins.
Þeir fáu flokksmenn Pouls Nymp
sem hafa tjáð sig beint um stöðuna
segja að hann muni standa þetta áfah
af sér og halda áfram að leiða flokk-
inn. Jafnframt neitar enginn að sam-
skipti forsætisráðherrans og flokks-
manna hans verða ekki söm og áður
því stjómmálamaður, sem orðið hef-
ur fyrir miklu áfalh, verður um leið
ósnertanlegur. -GK
Signe Nyrup Mollerup var 24 ára þegar hún lést. Hún hafðl um árabll átt
við þunglyndi að stríða og um siðustu helgi ákvað hún að stytta sér aldur.
Gro Harlem Brundtland, forsæt-
Isráðherra Noregs.
PouINyrup
sporumog
Gro Harlem
Böm tveggja forsætisráöherra
á Noröurlöndum hafa framið
sjálfsmorð á skömmura tíma. At-
vik voru með sama hætti í báðum
thvikum og afleiðingamar gætu
einnig orðið þær sömu.
Gro Harlem Bmndtland, for-
sætisráðherra Noregs, bar harm
sinn vel eftir að sonur hennar
styiti sér aldur síðasta sumar.
Hún ákvað að iáta sem allt væri
óbreytt. Þar kom þó aö þvi að
stíflan brast á flokksþingi norska
Verkamannaflokksins í vor.
Þá gerði hún flokkssystkinum
sínum grein fyrir hvemig henni
væri innanbtjósts og sagði af sér
formennsku í flokknum. Flokks-
menn voru steini lostnir og um-
ræður fóm ahar út og suöur. Eft-
ir á var hún sökuð uro að hafa
nýtt sér samúðina tíl að þagga
niður í andstæðingum sínurn inn-
an flokksins. Flestum þótti þó hla
gert að geta sér þess th.
Nú er Poul Nyrup Rasmussen,
forsætisráöherra Dana, í sömu
aöstöðu. Hann hefur misst dóttur
sviplega. Það var eina barnið
hans en Gro á þó þijú á lífi.
í báðum tilvikum hefur sjúk-
leika verið kennt um dauða barn-
anna en nú velta menn bæði í
Danmörku og Noregi þvi fyrir sér
hvort börn æöstu manna alist
ekki upp við ómanneskjulegar
aðstæður.
” „HEYRÐU“ ~
Innritun er hafrn í símum 642535 og 641333
BARNADANSAR og leikir, bamajaZZ og leikir
(3 ára yngst).
SAMKVÆMIS- og GÖMLU DANSARNIR barna,
einstaklings- og hjónahópar, byrjendur og framhald.
SALSA OG SUÐRÆNIR heitir tímar fyrir alla.
SVING, TJÚTT, ROKK mikið fjör.
JAZZ/FUNK f/unglingana.
NÝTT NÝTT tímar fyrir alla fjölskylduna sam-
an um helgar, samkvæmis-, gömlu dansarnir og það nýja!
DISKÓ fyrir fyrrum unglinga!
SEPTEMBERTILBOÐ leikfimi/eróbikk, 10 tímar ljós 7.500 kr.
Fjöl-
skyldu-
afsl.
Gesta-
kennari
VERNON
KEMP.
KENNSLUSTAÐIR:
KÓPAVOGUR, Smiðjuvegur 1, 2 salir.
HAFNARFJÖRÐUR, íþróttahús v/Strandg.
SELTJARNARNES, Austurströnd 3
ÁLFTANES, íþróttahús
„DANSARINN“ Supadance skór, fatnað-
ur, tónhst, sala/leiga.
Dansskólinn
Dagný Björk
& Óli Geir
DSÍ - DÍ - ICBD