Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Side 29
28 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993 íslensku bræðurnir Arnar, 11 ára, og Rúnar, 12 ára, slá í gegn í Noregi: , ,The Boys" - æðið í algleymingi Það var þröng á þingi þegar strákarnir árituðu geisladisk sinn að kvöldi útgáfudagsins, sl. þriðjudag. Það fór vel á meö Donnu Summer og strákunum sem sungu með henni tvö aukalög við mikinn fögnuð áheyrenda á Momarken. Þarna eru þau ásamt tveim dætrum Donnu, stjórnanda sjónvarpsþáttarins, Rune Larsen og Tor Endresen. DV-myndir Tom Erik Holland o.fl. Tveir ungir, íslenskir piltar eru að gera allt vitlaust 1 Noregi. Dagblöðin birta viðtöl við þá dag eftir dag, út- varpsstöðvamar eru undirlagðar af viðtölum og söng þeirra og fyrsta platan þeirra, sem kom út síðastlið- inn þriðjudag, hafði verið pöntuð fyr- irfram í 73.000 eintökum. Slíkt er al- gjört einsdæmi í Noregi. Norskir fjölmiðlar tala um „The Boys-feber“, eða „Boys-æðið“ og útvarpsstöðvar efna til sérstakrar „Boys-viku“. Póst- urinn neitar að bera bréfaflóðið frá aðdáendum strákanna heim til þeirra, það sé svo mikiö að foreldr- arnir verði að sjá um flutninginn. Símanúmerið þeirra gengur kaupum og sölum, einkum milii ungra stúlkna, og gangverðið er 10 krónur norskar. Og síminn á heimilinu stoppar ekki allan liðlangan daginn. Þessir tveir piltar, sem hafa sett Noreg á annan endann, heita Rúnar, 12 ára, og og Amar, 11 ára. Þeir em synir hjónanna Halldórs Kristins- sonar og Eyrúnar Antonsdóttur sem búsett em í Þelamörk í Noregi. HaU- dór þekkja flestir sem Dóra í Tempó og síðan í Þrem á palli. Eyrún hefur einnig staðið á sviði því hún lék á sínum tíma í ævintýraleiknum Litlu Ljót eftir Hauk Ágústsson og fór þar með aðalhlutverkið. Þetta leikrit var feiknavinsælt á sínum tíma og muna vafalaust margir eftir því. Sækja söngnáttúruna til foreldranna Það var 4. janúar 1987 sem fjöl- skyldan flutti út til Noregs. Eyrún hafði áður dvalið þar um hríð og langaði alltaf til að setjast þar að um stundarsakir að minnsta kosti. Það tók hana fimm ár að telja Halldór á að slá til. Svo fór að fjölskyldan tók sig upp flutti út og býr nú í Skjelsvik. Halldór er framkvæmdastjóri fyr- irtækis sem selur símabúnað, tölvu- og skrifstofubúnaö og fleira af því tagi til Afríku. Eyrún er lyíjatæknir og vinnur í sjúkrahúsapóteki í Skien. „Ég hugsa að strákamir sæki þessa söng- og sviðsnáttúm til beggja for- eldranna," sagði Eyrún við DV. „Þeg- ar ég var lítil var ég alltaf að búa til leikrit, troða upp og selja inngang í bUskúmum heima.“ Hún er uppaUn í Efstasundinu, dóttir Jarþrúðar Pétursdóttur og Antons L. Friðrikssonar. HaUdór eig- inmaður hennar, sonur Kristins Sig- urjónssonar og Rögnu Halldórsdótt- ur, ólst fyrst upp á Snorrabrautinni og síðan í Alfheimunum. Hann stundaði einnig aö búa tíl heUu leik- ritin og söngleikina og selja svo krökkum í nágrenninu aðgang. Svo óx hann upp úr leikritunum og stofn- aði hljómsveitina Tempó. Honum dugði ekki að æfa í bUskúrnum hjá sínum foreldmm, heldur lagði einnig undir sig bUskúr foreldra Eyrúnar sem hann þekkti vel þá. Hann var því heimagangur á heimih foreldra stelpunnar sem hann átti eftir að gift- ast nokkmm ámm síöar. Þá grnnaði engan að örlögin myndu haga því þannig aö afkvæmi þessara tveggja fyrrverandi bUskúrsUstamanna myndu snúa öUu við í Noregi. En sú er raunin oröin. Mikið fyrir klassík Það var raunar snemma ljóst hvert stefna myndi með þá Amar og Rún- ar. Þeir em aldir upp við að hlusta á aUar tegundir tónlistar og eru mjög mikið fyrir klassík. Grieg er í miklu uppáhaldi hjá þeim og Pavarotti setja þeir gjaman á fóninn. Af hinum vængnum koma svo Bítlamir sem þeir fengu beint í æð sem ungböm þar sem faðir þeirra var mikiU Bítla- aðdáandi. Þegar Rúnar var þriggja eða fjög- urra ára fór hann að fljúgast á við stóran gítar sem pabbi hans á í þeim tilgangi að fá einhverja tóna út úr gripnum. Strengimir vom aðeins þrír sem var feikinóg fyrir svo stutta putta. Fyrir þrem árum fór HaUdór svo að kenna honum fyrir alvöra. Yngri sonurinn, Arnar, fylgdi í kjöl- farið. • Þegar bræðumir vom 10 og 11 ára tóku þeir þátt í árlegri sönghæfi- leikakeppni Varden/Busk í Þelamörk í Noregi. Þessi keppni er afar vinsæl og hefur verið mikil þátttaka í henni í gegnum árin. Að þessu sinni tóku um 400 krakkar þátt og samkeppnin var hörö. Takmarkið var að komast í hæfileUcasönghóp Varden/Busk, sem ferðast vítt og breitt um Þela- mörk og heldur tónleika. Bræðumir vom meðal átta krakka sem valdir vom í þann hóp, eins og helgarblað DV greindi frá á sínum tíma, og þar með rúUaði boltinn af stað. Tarje WaUe Busk útgefanda, sem keppnin er kennd við, leist svo vel á þá að hann gerði við þá samning tU þriggja ára. Kveður sá samningur á um að minnsta kosti þrjár plötur. Sú fyrsta kom út síðastUöinn þriðjudag, raun- ar geisladiskur og kassetta, á 6000 stöðum í Noregi samtímis. Sú útgáfa hefur þegar fengið gífurlega góðar viðtökur. Þess skal getið að geisla- diskurinn og kassettan verða tíl sölu hér en það er Skífan sem mun sjá um dreifinguna. „HaUdór aðstoðaði strákana við gerð plötunnar," sagði Eyrún. „Hann hefur lagt upp tóntegundir fyrir þá og sungið raddimar fyrir þá inn á spólu því þeir lesa ekki nótur. Þann- ig læra þeir raddimar sínar og syngja svo saman á eftir. Þeir æfðu þrjá tíma á dag í nokkrun tíma fyrir upptökuna og hespuðu henni svo bara af á einni og hálfri viku.“ Lögin sem Rúnar og Arnar syngja eru gamalkunn, Bye Bye Love, Wake Up Little Susie og She Loves You, svo dæmi séu nefnd. Þessir söngvar, sem Everly Brothers, Bítlamir og fleiri sungu svo eftirminnUega, slá nú aft- ur í gegn í Noregi, að þessu sinni í flutningi íslensku strákanna með skæm raddimar og gítarana. Þeir segjast spenntir að vita hversu Arnar og Rúnar bregða á leik í her- berginu heima. mörg eintök af plötunni seljist fyrstu vikuna eftir að hún er komin út. „Ég vona að hún seljist vel,“ segir Rúnar, „því þá veit ég að fólkinu finnst gam- an að henni.“ Minnisstætt kvöld Laugardagskvöldið 21. ágúst 1993 á vafalaust eftir að verða þeim Arnari og Rúnari minnisstætt um aldur og ævi. Þá komu þeir fram í vinsælasta sjónvarpsþætti Norðmanna á Mo- marken. Rauöi krossinn í Noregi afl- ar fiár í tengslum við þennan þátt þar sem fram koma mjög vinsæUr skemmtikraftar, erlendir sem inn- lendir. Að þessu sinni var safnað tíl hjálpar bömum sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Sviðið á Momarken er hið stærsta í Skandin- avíu og þar hafa skemmt heimsfræg- ir skemmtíkraftar, svo sem Bing Crosby, Tina Turner, CUff Richard og fleiri. Að þessu sinni vom um 25.000 manns á staðnum en um tvær miUjónir fylgdust með útsending- unni í sjónvarpinu. Þaö var ekki laust við aö strákamir fengju skjálfta í hnén þegar þeir komu fram á sviðið og sáu iðandi mannhafiö fyrir fram- an það. „Það var búiö að segja okkur að það yrði margt fólk þarna," segir Rúnar, „en við vissum ekki að það yrði svona margt. Mér brá þegar ég kom fram á sviðið en viö byrjuðum strax að syngja svo að ég náði ekki að verða mjög taugaóstyrkur.“ „Þeir stóðu sig alveg glimrandi, strákamir," sagði Eyrún. „Þeir voru á nýjum skóm sem vom dálítið hál- ir. Þegar þeir tóku upp á því að ganga um sviðið var ég alveg viss um að þeir myndu renna til og detta kyUi- Qatir í beinni útsendingu. En sem betur fer gerðist það nú ekki. Þeim var fagnað alveg rosalega þegar þeir voru búnir að syngja og sumir fjöl- miðlar sögðu að þeir heföu stolið sen- unni þetta kvöld." Aðrir sem skemmtu á Momarken að þessu sinni vora m.a. Donna Summer, gamla barnastjaman Ro- bertino og söngkonan Niamh Kava- nagh sem vann Evróvision-keppnina 1992. Þau höfðu greinilega gaman af að hitta þessa tvo hressUegu pilta með skæm raddimar. Robertíno spjallaði við þá og sýndi þeim mynd- ir af börnunum sínum. „Við vorum mest með honum,“ segir Rúnar. „Við fómm út með honum til að hægt væri að taka af okkur myndir fyrir útsendinguna. Þá kom fullt af stelp- um og þyrptíst að okkur. Svo kom bara allt í einu einhver kona og sagði við Robertino: „O, ert þetta þú, ég elska þig.“ Svo hætti hún ekki fyrr en hún fékk mynd af sér með honum. Donna Summer tók tvö aukalög og fékk þá Arnar og Rúnar til þess að syngja með sér. Þá ætlaði bókstaflega allt um koU að keyra. Áhorfendur blístmðu, hrópuðu, stöppuðu og klöppuðu hver sem betur gat. Á eftir bauð Donna strákunum upp á her- bergið sitt á Hotel Plaza, en á því hóteh bjuggu þeir einnig meðan þeir dvöldu í Osló. Þeir spjölluðu drykk- langa stund Donnu og tvær dætur hennar sem voru með henni. Norsku blöðin gerðu mikið úr þessu og birtu myndir af Arnari og Rúnari ásamt þessum frægu gestum. Skriðan var komin af stað og nú ganga allir ungl- ingar sem eitthvert vit er í með Boys-derhúfur og í bolum merktum The Boys. Útvarpsstöðvarnar hafa hringt linnulaust dag eftir dag og tekið við þá viðtöl í síma sem send hafa verið beint út. „Mér finnst allt í lagi þegar hringt er í okkur frá útvarpsstöðvunum. Stundum spyrja útvarpsmennimir okkur fáránlegra spuminga og stundum skil ég ekki allt sem þeir segja," segir Arnar. „En þá útskýra þeir það bara fyrir mér og þá er þetta allt í lagi.“ „Okkur finnt þetta rosa skemmtí- legt,“ segir Rúnar. „Við emm stund- um dálítið taugaóstyrkir og hræddir um að gera eitthvað vitlaust. Stund- um vöndum við okkur svo við söng- inn að við gleymum gripunum. En við jöfnum okkur alltaf í fyrsta lag- inu.“ „Það er dálítið erfitt að læra radd- irnar,“ bætir Amar við, „en það er ógeðslega skemmtilegt að syngja. Ég er alveg hættur að vera taugaóstyrk- ur því ég er orðinn svo vanur að syngja opinberlega." Skólinn gengur fyrir En lífið er ekki bara söngur og nú eru bræðumir komnir á fullt í skól- anum sem byrjaði 18. ágúst. Þeir segja að lærdómurinn gangi fyrir öllu öðm þótt það sé stundum svolít- LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993 37 Það er mikið sungið á heimilinu, einkum á sunnudagsmorgnum. Þá sest fjölskyldan saman og íslensku lögin eru tekin með trukki. F.v. Rúnar, Halldór, Eyrún og Arnar. ið erfitt að einbeita sér þegar mikið standi til. Frægðin eltír þá alla leið inn í skólastofu því fyrir skömmu gerði skólastjóri Amars sér htið fyr- ir og færði honum blóm í tilefni af velgengni hans á Momarken. Fram tíl þessa hefur Rúnar starfað meö skátunum og Arnar æft fótbolta. Auk þess hafa þeir báðir verið í skák- klúbbi. Þeir gera ráð fyrir að þurfa að hætta því núna. „Við höfum ekki tíma til þess að mæta á æfingar og skátafundi," segja þeir. En þeir bæta hvor öðrum þetta upp því þeir eru mjög samrýndir. „Við getum samt ekki leikið okkur eins mikið núna og áöur,“ segir Arn- ar. „Rúnar var að byrja í unglinga- skólanum og nú þarf hann að læra svo mikið heima að hann hefur minni tíma til að vera með mér. Okk- ur kemur ágætlega saman en stund- um rífumst viö þó ef Rúnar má gera eitthvað sem ég má ekki gera.“ Eyrún segir að það sé passað vel upp á piltana. Eigi það ekki einungis við um foreldrana heldur einnig um Busk útgefanda og konu hans. Raun- ar eru piltamir komnir með umboðs- mann þar sem útgefandinn treysti sér ekki til að sjá einn um málin fyr- ir þá þar sem þetta er orðið svo um- fangsmikið. Umboðsmaðurinn heitir Viggo Lund og hefur á sínum snær- um alla helstu skemmtikraftana í Noregi. „Þessi umboðsmaður er mjög áreið- anlegur og við treystum honum í hvívetna,“ sagði Eyrún. „Það hefur allt að segja að hafa gott fólk í kring- um okkur. Við erum alls ekkert hrædd um að þetta sé of mikið fyrir strákana. Eins og þetta er lagt upp þá ganga skólinn og námið fyrir og síöan kemur söngurinn. Viö emm alltaf með þeim þegar þeir em að syngja og pössum að ekkert komi fyrir.“ Það er eins gott því komið hefur fyr- ir að strákamir hafi átt fótum fjör að launa. Það gerðist t.d. þegar þeir komu fram í sjónvarpsþætti Tande-P. vinsælasta sjónvarpsmanns í Noregi sunnudaginn 29. ágúst sl. Sjónvarpað var frá útitónleikum og þegar strák- amir vom búnir að syngja gerðu áhorfendur nánast atlögu að þeim. Á endanum urðu foreldrarnir að fá verði til þess að veija þá í troðningn- um og ryðja þeim leið. „Þetta vom alveg rosaleg læti,“ segir Eyrún. Eins og fyrr sagði gera aðdáendur Rúnars og Arnars vart viö sig heima hjá þeim. Síminn hefur ekki stoppað undanfarna daga og símanúmerið hefur hækkað um 100 prósent á fá- einum dögum. Áður var það selt á 5 krónur norskar en nú kaupa stelp- urnar það hver af annarri á 10 krón- ur. Þá hafa blómvendir streymt frá aödáendum. „Stelpurnar hringja mjög rnikið," segir Rúnar. „Svo virðast afiir þekkja okkur á götu. Sumir stoppa okkur og biðja okkur um eiginhandarárit- un.“ „Stelpurnar em meira á eftir Rúnari en mér,“ segir Arnar. „En það var samt ein fimmtán ára sem spurði hvort hún gæti orðið kærastan mín. Ég var fljótur að segja nei því hún var svo gömul.“ Þrátt fyrir vinsældir strákanna úti segjast þeir sakna íslands svolítið. „Við söknum ömmu og afa og frænd- systkina okkar,“ segja þeir. „Svo sakna ég nammisins," bætir Rúnar viö. „Mig langar oft í Lindu-buff eða staur eða eitthvað svoleiðis. Hér er flest nammið svo súrt.“ Ýmislegt framundan Það er ýmislegt framundan hjá þeim Arnari og Rúnari. í kvöld eru þeir í beinni útsendingu á hinni norsku Stöð 2 þar sem ungfrú Noreg- ur verður krýnd. Skömmu síðar verða þeir á TV Norge, í þættí sem nefnist Casino. Þá fara þeir milh markaða og plötuverslana og árita plötuna sína auk þess sem til stendur að stofna aðdáendaklúbb um þá með öhu því tilstandi sem því fylgir. Þann 22. október halda þeir svo upp í fimm vikna hljómleikaferð um Noreg þveran og endhangan. Þá bendur ýmislegt th þess að þeir komi innan skamms fram hér heima, bæði í Sjón- varpinu og á Stöð 2. Það verður sumsé í nógu að snúast hjá þeim bræðrum og eitt er vist: - þeir hafa ekkisungiðsinnsíðastasöng. -JSS Kfempedebut for Tlie Botys I »v& l.nkktM »»g Í1-«H*I smnliiirti i»|»> -*■ »■». 1« *.-»» 1 hos plateselgere |*|| JENS M SgRENSSN En utrolig pangstart med tilnermet Norges-rekord. Det opplever "The Boys”, Arnar og Runar Halldor- son, fra Porsgrunn. Etter den TV-scndtc opptrcdc- fra UnnnA.Xt .i.« holdning somlag. “The Boy*“ »k»l dra et p»r liter fr» tin fiarMe e gang Ar- utcn V»r- tK-TV og . Guttenc lorsk TV 2 og de tk»l ogti tilbake til TV- Norge. I koen ttir ogti ukebUdcr ogavitcr. . lin »Éi»nHukttJúi<ililÍHft.nrn pUte, og det bltr fortt nar og Runar opptrer dcn/Butk-gjengen. Nl TV-Norge er betokt tlutl i mincdiikiflet i i h*rt, 'íhé Bíícttes. fí rh« HoKis. Mutwx »« fð» »>ad»öbö)ft*t 81 ís sem bor S»viá a« vk*f wiift >it tfe?}$e dentsc mcfcikkso. \rnai oy twMiylí iíK»>S pé4wkl ri<í ifek-wn ijppst* Nls iofaíft Í* o Fofsgroftft ' 8ye, rní*Mt , Do to u^^útíóOft (fti tk ttroki W<f*s me« 5íít«».;0!í*p}8»>9 Jo, kfjlole' fCÖt haf iT *r. * »í r< ,í:< TV- ílk iU «<» "JN B>;> íirýúnh?** ttto <■■■< oppooUn : TV Ni>rftí, ftv 4>*e*<»>d. tii MasjKSte** <«■ K<•<#.■*«« >!*. «»» t.:íK> :>*K*t í> WM tcem »>K1 ektKttgK-V-t Vs« • '>. >:<£rt. >*»<»r,«»t><rsír n*r »t»i. tVxt> ~uiUwt>»*r*<* v»:« látmsæ **< N *»>• N»í*» ?*o#irr.- Dtrsitf tób TV i U-r sx:, ism íf* IV ot ”1 ' pi Uii-si fe»»u : ■:*• «:• >>'».'<( <*„■■ W«» ivniiiti »•>:» »<>:,' ixktx liHMSte* : skr r r.hS>*lU<&A*t, «■ ht-ftf 11 ■ Kl'l.t LlTEK - iNcrfH' «v ««B» 8«P »»'*f fevfc. !tt* - I x Í >'«*< tis. tr «■> *** </>!»**< >*><£*> Trj* »«**»*«« <«: «*w »fe<f< « 5 i#** Vtjusr- Scsi >»>;•:'fUíí. Nl «fe» »*■•: *» * » * *■:*•* »:» «>*bk kof*»:»«: vflíC ft» h*«Sí K»»g« tMDOWSgtMðre: ■MttMœti st tk « heti8» <«*<; m .*» ’*m m **»•<:. *KS «»;»«:>* »*< ío«»wi<ses» :>í O.SMítlns-1 itr.r.i u« :>:<**<* írsm- >«: ••<< 8í«fe«. •Vcw: N 8*?»»:. ««Wt *Aí fe>:< ÍWf UffA «> pKXfeðtt osrrftxfer. Wfi) *•<» «* iii fos Ttírtito mff -fifem*n- . iva»,- * *»- »»<•* :< r» a$*< Unm* : »i<su-< ,*t **« v«w« <»»» ÍV. trx «<t •>::« l»i: :<-«1 V«rs<r.'»;t.\». Mrs 4* v *>■■> WS )í> i t<*»k« x»'«>4:«(S «:»<» '■%*' p:ií> í<+ *■<•>■ <te ll'.:>« V«íO;i»"ft»k V.x»o:«f »:•> S «« (>:*.»■>.<* i»*k'i>.» :t. S>í».v lv- ; N«»» : :< <.,<¥< *< ftííiiKW. ftfcfi. íl.lft »».:< £tW*tíí'SM: íf < »Vl>Jfe fJ !♦>«» IfeMtetli ft» kfew««tififte», í(Mt vxí-ísíí <fc m > ■: •KfcS <S tiMftiíg pv>* *: >:<f l«)í 3»;*,. iMftát- Í>« o N-.'.zt. ýOii tfe«í t.. .. ” ÍH :K :■ );> 8 SANGPAMILÍfe Mtt Ki< «<: <So íkfe: »x< <onrtoi» fexjjí .fe fn ÍS AiUrf* ' - <a N • «)ís«: «vr. sft.'s ... . <»t<fifte>«, »<* >'w •>* «»st iv 4 isvtf tsgopams <««tó' <*'<*&.N iv • ■ 1 r»x>: !»<.:<!>« <>:<#> osffUt'tn »>«#>i L»» ><*'>> «v «k »v ,<•»::<■>:» <1,S fcftgvfifi* »»ti k)rs»ys;:<s»:fc<:i ;> , <*>: »t <rv;W>íxr. svs: $t issfcátíni Si' íx : CÍSMksrfftOl. ),:, -te fi» V»< » te. fííW- Sífts; vi X. # KASsam - V«<te' ÍIV »ps* >t',"<xs<-fc< ijswies, <s u*r <ir )<> *:>*\> Wfe »•<$». > <* xxsw: «< *<<:<»■> <«>: t •»'«« rvN'Asw >»«■ ftsfcf V •1. y»;> < ■■i ' ■ ! . ,< . , ><$*<>:>>■:»;■ 4rs.*xv» ♦<. itsfiiu, Tífti'W «».A Norsk blöð hafa keppst um að hafa viðtöl við Arnar og Rúnar eftir að þeir komu fram á Momarken, eins og sjá má af þessum sýnishornum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.