Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Síða 50
58
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993
Afmæli
Jón Blöndal
Jón Blöndal bóndi, Langholti í And-
akílshreppi, er sextugur í dag.
Starfsferill
Jón er fæddur í Laugarholti og ólst
þar upp. Hann lauk stúdentsprófi
frá MR1956, var bóndi að Laugar-
holti árin 1958-63 en síðan í Lang-
holtiísömusveit.
Jón var í hreppsnefnd Andakíls-
hrepps 1970-86 og oddviti þar
1978-86, sat í stjórn Fiskiræktarfé-
lags Hvítár 1963-75 og Veiðifélags
Borgaríjarðar 1975-79. Hann var í
skólanefnd Reykholtsskóla 1973-79,
i Náttúruvemdarnefnd Borgar-
fjarðarsýslu 1975-79, í stjóm Sam-
taka sveitarfélaga í Vesturlands-
kjördæmi 1980-83, í stjórn Björgun-
arsveitarinnar Oks frá stofnun
1967-79, situr í jarðanefnd Borgar-
íjarðarsýslu frá 1993 og er formaður
atvinnumálanefndar Búnaðarsam-
bands Borgarfjarðar frá 1991.
Fjölskylda
Jón kvæntist 13.4.1963 Steinunni
Jóneyju Eiríksdóttur, f. 26.10.1934,
húsmóður. Foreldrar hennar: Eirík-
ur Þorsteinsson, bóndi og Katrín
Jónsdóttir, húsmóðir frá Glitstöðum
íNorðurárdal.
Börn Jóns og Steinunnar em:
Bjöm Blöndal, f. 4.11.1959, læknir á
Sauðárkróki; Katrín Blöndal, f. 15.3.
1961, hjúkmnarfræðingur, Bessa-
staðahreppi; ElínBlöndal, f. 27.3.
1966, lögfræðingur, Langholti; Ei-
ríkur Blöndal, f. 23.10.1970, háskóla-
nemiíNoregi.
Bróðir Bjöms er Sveinbjörn
Blöndal, f. 3.5.1932, bóndi í Laugar-
holti, kvæntur Ólöfu Ólafsdóttur, f.
13.5.1947.
Foreldrar Jóns: Björn Blöndal, f.
9.9.1902, d. 14.1.1987, rithöfundur
og bóndi að Laugarholti, AndakUs-
hreppi, og Jórunn Blöndal, f. 26.2.
1902, húsmóðir.
Ætt
Björn var sonur Jóns Blöndal,
héraðslæknis í Stafholtsey, Pálsson-
ar Blöndal, héraðslæknis í Staf-
holtsey, Björnssonar, sýslumanns í
Hvammi og ættfóður Blöndalsætt-
arinnar, Auðunssonar. Móðir Jóns
læknis var Elín Guðrún, hálfsystir,
sammæðra, Thoroddsenbræðr-
anna, Skúla alþingismanns og rit-
stjóra, Þorvalds náttúrufræðings,
Þórðar læknis og Sigurðar verk-
fræðings, föður Gunnars forsætis-
ráðherra. Elín Guðrún var dóttir
Jóns Thoroddsen, skálds og sýslu-
manns, Þórðarsonar, beykis og ætt-
föður Thoroddsenættarinnar, Þór-
oddssonar. Móðir Elínar Guðrúnar
var Ólöf Hallgrímsdóttir, prófasts á
Hrafnagili, Thorlacius. Móðir
Björns rithöfundar var Sigríður
Blöndal, systir Sigfúsar orðabóka-
höfundar og háskólabókavarðar í
Kaupmannahöfn. Sigríður var dótt-
ir Bjöms Blöndal simdkennara Lúð-
víkssonar Blöndal Björnssonar,
ættföður Blöndalsættarinnar. Móð-
ir Sigríðar var Guðrún Sigfúsdóttir,
prests á Tjörn á Vatnsnesi, Jónsson-
ar. Móðir Guðrúnar var Sigríður
Bjömsdóttir Blöndal, ættföður
Blöndalsættarinnar.
Jórunn var dóttir Sveinbjörns, b.
í Efstabæ í Skorradal, Bjarnasonar,
Jón Blöndal.
b. á Stóra-Botni, Helgasonar. Móðir
Sveinbjörns var Jórunn Magnús-
dóttir, b. á Þyrli, Þorvaldssonar
Móðir Jórannar var Halldóra Pét-
ursdóttir, hreppstjóra á Grund í
Skorradal, Þorsteinssonar og Krist-
ínar Vigfúsdóttur af Víkingslækjar-
ætt.
Jón verður að heiman á afmælis-
daginn.
Menningarsjóður íslands
og Finnlands
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finn-
lands og íslands. I því skyni mun sjóðurinn árlega
veita ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir Vferða
öðru fremur veittir einstaklingum, stuðningur við
samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstak-
lega stendur á. Að þessu sinni verður lögð áhersla
á að styrkja verkefni er stuðla að aukinni kynningu
á finnskum og íslenskum bókmenntum.
Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir fyrri hluta ársins
1994 skal senda stjórn Menningarsjóðs Islands og
Finnlands fyrir 30. september nk. en umsóknir er
miðast við síðari hluta árs 1994 og fyrri hluta árs
1995 skulu berast sjóðstjórninni fyrir 31. mars 1994.
Áritun á Islandi; Menntamálaráðuneytið, Sölvhóls-
götu 4, 150 Reykjavík. Æskilegt er að umsóknir séu
ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Sér-
stök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Stjórn Menningarsjóðs Islands og Finnlands.
3. september 1993.
Styrkir til háskólanáms
í Sviss og Þýskalandi
1. Svissnesk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði
fram í löndum, sem aðild eiga að Evrópuráðinu,
28 styrki til háskólanáms í Sviss skólaárið
1994-95. Styrkirnir eru eingöngu ætlaðir til fram-
haldsnáms við háskóla og skulu umsækjendur
eigi vera eldri en 35 ára. Nauðsynlegt er að um-
sækjendur hafi nægilega þekkingu á frönsku eða
þýsku og þurfa þeir að vera undir það búnir að á
það verði reynt með prófi.
2. Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslensk-
um stjórnvöldum að boðnir séu fram eftirtaldir
styrkir handa Islendingum til náms og rannsókna-
starfa í Þýskalandi á námsárinu 1994-95:
a) Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur
skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi.
b) Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið sum-
arið 1994. Umsækjendur skulu vera komnir nokk-
uð áleiðis í háskólanámi og leggja stund á nám í
öðrum greinum en þýsku. Einnig þurfa þeir að
hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu.
c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar
og rannsóknastarfa um allt að sex mánaða skeið.
Nánari upplýsingar um styrkina fást í menntamála-
ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum afritum
prófskírteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði,
skulu sendar til ráðuneytisins fyrir 25. október nk. á
sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást.
Menntamálaráðuneytið,
3. september 1993
Ragnar Þorsteinsson
Ragnar Þorsteinsson, fyrrverandi
skipstjóri og rithöfundur, Garðavegi
1, Hnífsdal, verður 85 ára á morgun.
Starfsferill
Ragnar fæddist í Eyrardal í Álfta-
firði og ólst upp í Meiri-Hattardal á
Hnífsdal. Hann nam jarðfræði einn
vetur en tók síðan hið meira fiski-
mannapróf við Stýrimannaskólann
í Reykjavík árið 1930. Ragnar var
skipstjóri og stýrimaður á ýmsum
skipum í 13 ár og í siglingum frá
1939-43. Hann var um skeið á hol-
lenskum tankskipum en hætti sjó-
mennsku á miðju ári 1943.
Ragnar keypti jörðina Höföa-
brekku í V-Skaftafellssýslu og hóf
búskap og bjó þar í 26 ár. Hann tók
mikinn þátt í félagsmálum og kaup-
félagsmálum. Ragnar var í yfir-
skattanefnd í 10 ár, formaður björg-
unarsveitar í Vík í Mýrdal í 20 ár
og á sama tíma formaður slysa-
vamadeildar í 10 ár. Hann var for-
maður Veiðifélags Vatnsár og Kerl-
ingardalsár til margra ára og var
ásamt björgunarsveit sæmdur af-
reksverðlaunum árið 1962. Hann
hefur skrifað yfir 50 smásögur og
sex skáldsögur. Hann hefur einnig
skrifað eitt leikrit, íjórar ungl-
ingabækur og ævisögu um Elías
Pálsson yfirfiskimatsmann.
Ragnar fór að vinna í Seðlabanka
íslands 1970, vann þar í ellefu ár og
fór þá að fást við útgerð og sjó-
mennsku en hætti því 1989.
Fjölskylda
Ragnar kvæntist 11.11.1933 Guð-
rúnu Gísladóttur en þau slitu sam-
vistum árið 1971. Ragnar kvæntist
Matthildi Edwald 6.7.1972 en hún
lést árið 1975. Ragnar kvæntist aftur
Önnu Hákonardóttur árið 1982 en
þau slitu samvistum 1989. Sambýlis-
kona Ragnars frá því 1.1.1991 er
HelgaPálsdóttir.
Börn Ragnars og Guðrúnar: Reyn-
ir, f. 16.11.1934, lögreglumaður og
flugmaður í Vík í Mýrdal; Þorsteinn,
f. 1.10.1936, verkstjóri á Grundar-
tanga og búsettur á Akranesi; Val-
dís, f. 26.10.1939, málverkaviðgerða-
tæknir í Rvík; Björk, f. 17.5.1944,
d. 1963; Guðrún Salóme, f. 23.6.1945,
húsfreyja, Efri-Vík í Landbroti; Sól-
ey, f. 24.5.1947, myndlistarkona í
Rvík.
Systkini Ragnars: Salóme, f. 1.11.
1909, vistmaður á DAS, var gift Hálf-
dáni Ágústssyni sem nú er látinn
og eru börn þeirra 2; Kristjana, f.
8.4.1912, var gift Ólafi Sigurðssyni,
verkstjóra, sem nú er látinn, börn
þeirra em 4; Guðrún, ekkja, maki
Henry Hálfdánsson, skrifstofusljóri
SVFÍ, börn þeirra eru 6; Láms, f.
14.4.1916, fyrrverandi skipherra, nú
látinn, var kvæntur Guðlaugu Guð-
jónsdóttur og börn þeirra eru 6;
Bjami, f. 26.4.1918, matsveinn í
Rvík, kvæntur Ebbu Bergsveins-
dóttur og eiga þau 4 börn; Guðjón,
f. 3.11.1921, kaupmaður í Rvík,
kæntur Björk Ámgrímsdóttur og
Ragnar Þorsteinsson.
eiga þau 4 börn; Þórir, f. 9.5.1923,
skipstjóri í Kópavogi, kvæntur
Amdísi Guðmundsdóttur og eiga
þau 5 böm; Höskuldur, f. 8.9.1925,
fyrrverandi múrarameistari og
flugmaður, nú látinn, var kvæntur
Kristfríði Kristmundsdóttur og
böm þeirra eru 6; Sigurður, f. 23.3.
1929, skipstjóri í Rvík, var kvæntur
Eddu Konráðsdóttur en þau slitu
samvistum, böm þeirra eru 6.
Foreldrar Ragnars voru Þorsteinn
Ásgeirsson, f. 6.2.1877, d. 1950, báta-
formaöur við Djúp, og Rebekka
Bjamadóttir, f. 15.11.1885, d. 1982,
saumakona og húsmóðir. Þau
bjuggu lengst af í Álftafirði, í Hnífs-
dal ogáísafirði.
Ragnar tekur á móti gestum á
heimili dóttur sinnar, Efri-Vík hjá
Kirkjubæjarklaustri, á afmælisdag-
inn.
Ingibjörg H. Ámadóttir
Ingibjörg H. Amadóttir húsmóðir,
Silfurgötu 11, Stykkishólmi, verður
sjötugámorgun.
Starfsferill
Ingibjörg er fædd að Hellnafelli viö
Grundarfjörð og ólst þar upp. Hún
nam við Húsmæðraskóla á Staðar-
felh 1943-44. Auk húsmóðurstarfa
hefur hún lengst af starfað við fisk-
vinnslu og síðustu árin hjá Þórsnesi
hf. Ingibjörg vann einnig við hús-
gagnabólstrun í nokkur ár hjá Aton.
Hún hefur búið í Stykkishólmi alla
tíð frá því hún yfirgaf bernskuslóð-
imar.
Ingibjörg var í trúnaðarmanna-
ráði verkalýðsfélagsins í Stykkis-
hólmi í nokkur ár og trúnaðarmað-
ur starfsfólks Þórsness hf. til fjölda
ára. Hún hefur einnig verið virkur
félagi í Kvenfélaginu Hringnum og
í stjórn þess í nokkur ár.
Fjölskylda
Ingibjörg giftist 30.12.1944 Sigurði
Sörenssyni, f. 27.9.1920, leiðsögu-
manni skipa á Breiðafirði. Foreldrar
hans: Sören Valentínusson, segla-
saumari í Keflavík, og Sesselja Þor-
grímsdóttir húsmóðir. Fósturfor-
eldrar hans: Oddur Valentínusson,
lóðs á Breiðafirði, og Guðrún Hall-
grímsdóttir húsmóðir.
Börn Ingibjargar og Sigurðar: Haf-
steinn, f. 14.11.1945, tónlistarkenn-
ari í Stykkishólmi, kvæntur Sig-
rúnu Arsælsdóttur og eiga þau eina
dóttur og Hafsteinn á son að auki;
Árdís, f. 10.3.1947, saumakona í
Moss í Noregi, gift Arne H. Dilling
og eiga þau 3 börn; Sesselja Guörún,
f. 16.8.1950, kennari í Hafnarf., gift
Guðjóni Þorkelssyni og eiga þau 3
böm; Sigurborg Inga, f. 14.3.1954,
kennari í Rvík, gift Pétri Jóhanns-
syni og eiga þau 3 börn; Unnur, f.
9.10.1955, skrifstm. á Akranesi, gift
Páli Sigvaldasyni og eiga þau 2 börn;
Aðalsteinn, f. 5.5.1957, kvæntur
Jónínu Skipp og eiga þau 2 böm og
á hann dóttur að auki.
Systkini Ingibjargar: Guðbjörg, f.
13.3.1925, gift Ingvari Ragnarssyni,
búsett í Hafnarf., og eiga þau 6 börn;
Sveinbjörn, f. 20.8.1926, búsettur í
Reykjavík og á hann 6 böm; Guðný
Margrét, f. 26.4.1928, gift Þorgrími
Jónssyni, búsett í Rvík og eiga þau
4 böm; Gísli, f. 3.3.1930, d. 23.2.1992,
var kvæntur Svandísi Jeremías-
dóttur og vom þau búsett á Grund-
arfirði, böm þeirra em 4; Kristín,
f. 28.6.1931, ekkja, búsett í Garðabæ
Ingibjörg H. Árnadóttir.
og á hún 4 böm; Ester, f. 2.7.1933,
gift Guðmundi Júlíussyni, búsett í
Kópavogi og eiga þau 4 börn; Arn-
dís, f. 24.2.1935, gift Arnþóri Sig-
urðssyni, búsett í Rvík, og eiga þau
4 börn; Benedikt Gunnar, f. 17.8.
1937, d. 21.1.1944; Sigurberg, f. 24.9.
1940, kvæntur Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, búsett í Mosfellsbæ og eiga
þau 3 börn; ívar, f. 24.9.1940, kvænt-
ur Jóhönnu Gústafsdóttur, búsett á
Grundarfiröi og eiga þau 4 böm.
Foreldrar Ingibjargar: Ami Svein-
bjömsson, f. 3.12.1918, sjómaður og
b., og Herdís S. Gísladóttir húsmóð-
ir, áður Hellnafelli en nú búsett á
Fellaskjóli í Grundarfirði.
Ingibjörg verður að heiman á af-
mælisdaginn.