Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1993, Page 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993
Utlönd
Leitaðrúss-
neskumsjó-
mönnum hætt
Skipulagöri leit alþjóðlegra
björgunarsveita að 28 rússnesk-
um sjómönnum sem saknað er í
Suður-Atlantshafmu hefur nú
verið hætt en skip frá Georgíu
var enn á: leitarsvæðinu í gær.
Menniriiir yfirgáfu skip sitt á
fóstudag á leið frá Argentínu til
Suður-Afríku. Skipiö var þá statt
um 2200 sjómílur suövestur af
Höfðaborg, á svæði sem þekkt er
fyrir mikinn veðraham.
Skip náði tveiraur mönnum úr
sjónura á sunnudag en annar
þeirra lést skömmu síðar. Bresk
flugvél sá til fimm manna í sjón-
um á laugardag en síðan hefur
ekkert til þeirra spurst.
NormaMajor
beygirsigog
bukkarítehúsi
Norma Maj-
or, eiginkona
breska forsæt-
isráðherrans,
bukkaði sig og
beygði \ið
heiðbundna te-
drykkju í
frægu tehúsi í
Tokýo í gær. Þar var henni boðið
upp á grænt te og temeistarinn
var af fjórtánda ætthð.
Teathöfnin á rætur sínar að
rekja til ársins 1191 þegar búdda-
munkur einn sneri heim írá Kína.
Reuter
Maiita Petersen, lögmaður Færeyja, skammar forsætisráðherra Dana 1 bréfi:
Við viljum að Danir
haldi sig á mottunni
- segir í einu harðorðasta skeyti sem farið hefur á milii Færeyinga og Dana
„Sendinefndin er velkomin til
Færeyja. Við tökum vel á móti þing-
mönnunum en það eru takmörk fyrir
hvað fulltrúar þings Dana geta geng-
ið langt í afskiptum af efnahags- og
stjómmálum í Færeyjum," segir í
bréfi sem Marita Petersen, lögmaður
Færeyja, hefur skrifað Poul Nyrup
Rasmússen, flokksbróður sínum og
forsætisráðheiTa Dana.
Efni bréfsins er einhver harðorð-
asta sending sem gengið hefur milli
Færeyinga og Dana og á að undir-
strika sjálfstæðisvilja Færeyinga.
Tilefnið er aö efnahagsnefnd danska
Marita Petersen lögmaður.
þingsins hefur óskað eftir að fá að
taka þátt í umræðum færeyskra
þingmanna um efnahagsmál. Nefnd-
in er væntanleg í kynnisferð til Fær-
eyja.
Færeyska útvarpið skýrði í gær-
kvöldi frá efni bréfsins. Athygli vek-
ur hvað það er harðort; lögmaður
Færeyja hefur ekki áður sagt dönsk-
um stjórnmálamönnum berum orð-
um að halda sig á mottunni.
Óvíst er með viðbrögð í Danmörku
við bréfinu. Færeyingar eru mjög
upp á Dani komnir og væru nú gjald-
þrota ef fjárframlag frá dönsku
stjórninni hefði ekki komið til á síð-
asta ári og þessu.
Danir hafa því í reynd öll völd á
eyjunum en Marita vill undirstrika
aö þaö er landsstjórnin og Lögþingið
sem fara með valdið; danskir þing-
menn geta ekki skipt sér af ráðagerð-
um Færeyinga.
Verði ekki upphlaup út af bréfi lög-
mannsins í dag kemur danska þing-
nefndin til Færeyja á morgun. Þá
reynir á hvort Danir hafa það tak á
Færeyingum að þeir geti skipt sér
af stjórnmálum þar með beinum
hætti. Ritzau
Raquel Welch gef ur baðföt
Leikkonan Raquel Welch ætlar að
styrkja upprennandi leikara meö því
aö selja baðfót sem hún notaöi í
myndinni Myra Breckinridge. Baö-
fótin þóttu á sínum tíma klæðislítil
fyrir mikinn barm og vakti myndi
aö vonum athygli. Reuter
Æ
Netkerfi fyrir heilsugæslustöðvar
í Reykjavík
Tilboð óskast í netkerfi fyrir heilsugæslustöðvar í Reykjavík. Út-
boðsgögn eru seld á 1.000 krónur á skrifstofu vorri að Borgar-
túni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h.
5. október 1993 í viðurvist viðstaddra bjóðenda.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTUNI 7. 10S REYKJAVIK
V
Aukablað
um
tísku
/ \
Miðvikudaginn 29. september
mun aukablað um nýjungar í
tískuheiminum fylgja DV.
Fjallaö verður um tisku í víðum skilningi.
Föt, snyrtivörurog lylgihlutireru i brenni-
depli. Stiklað veröur á stóru í fréttum úr
tiskuheiminum. Auk þess veröa birtar stutt-
ar greinar um tiskutengtefni ogýmsar hag-
nýtar leiöbeiningar.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á aö
auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi
sambandi við Svanhviti Valgeirsdóttur, aug-
lýsingadeild DV, hið lýrsta, í síma 63 27 23.
Vinsamlegastathugið aö síðasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 23. sept.
ATH.I Bréfasimi okkar 63 27 27.
Raquel Welch býr sig undir að koma fram við uppboð hjá Christies í New
York þar sem föt úr eigu hennar eru til sölu. Andvirði gjafa hennar rennur
til leikskólans Actors Studio. Simamynd Reuter
Evrópubandalagið:
Málamiðlun um landbúnað
Jean Puech, landbúnaðarráðherra
FrakMands, sagði í morgun að í
málamiðlun sem ráðherrar Evrópu-
bandalagsins komust að í nótt í
Brussel væri komið til móts við kröf-
ur Frakka um að gera breytingar á
landbúnaöarsamningi EB og Banda-
ríkjanna.
Samkomulagið gerir ráð fyrir því
að háttsettur embættismaður EB fari
vestur um haf til viðræöna við
bandarísk stjórnvöld.
Samkomulagið frá í nótt ætti að
ryðja úr vegi einni hindruninni að
nýju GATT-samkomulagi um heims-
verslun sem margir telja einu leiðina
Óttinngrípurum
sigíSukhumi
Eldtungur og glóðarkúlur lýstu
upp næturhimininn í Svartahafs-
borginni Sukhumi, höfuðborg Abk-
hazíuhéraðs í Georgíu, þegar sveitir
aðskilnaðarsinna og Georgíuhers
börðust þar af mikilli heift. Pjöldi
bygginga var lagður í rúst og íbúarn-
ir flúðu í skelfmgu sinni í kjaOara
húsa sinna.
„Gætir þú búið hér?“ spuröi ör-
vingluð kona sem hafði leitaö skjóls
í neðanjarðarbyrgi. „Látið Abkhaz-
ana koma og ég skal sko segja þeim
til syndanna. Af hverju varpa þeir
ekki bara kjamorkusprengju og
ganga frá þessu fyrir fullt og allt?“
AðskOnaðarsinnar hvöttu stjórn-
arhermenn í gær til aö yfirgefa Suk-
humi þar sem frekari andspyrna af
þeiira hálfu væri gagnslaus.
Uppreisnarmenn hafa þegar lagt
undir sig úthverfi í norður- og vest-
urhluta héraöshöfuðborgarinnar og
sveitir þeirra eru umhverfis hana
alla. Uppgjafartónn er kominn í
varnarmenn borgarinnar. Reuter
Jean Puech.
fyrir ríki heims til aö rífa sig upp úr
efnahagslægðinni. Reuter
Timman 4
FIDE
CENS UNA SMUS
Karpov 5
Jaf ntefli eftir
mikla baráttu
Stórmeistararnir Anatóli
Karpov og Jan Timman sættust
á jafiitefU í rúundu skákinni í
hinu opinbera heimsmeistaraein-
vigi i Hollandi i gær. Skákin þótti
þó fjörug og stóö í hálfan sjöunda
klukkutima. Timman kom
Karpov í opna skjöldu með
Torre-afbrigöinu. Átti Karpov
lengi í miklum erfiðleikum.
Reuter