Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1993, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1993, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 13 Neytendur Hvemig á að taka slátui? - uppskriftir að blóðmör og lifrarpylsu Nú fer sláturtíðin í hönd og því ekki úr vegi að fjalla örlítið um slátur- gerð. Við fengum einfaldar og góðar uppskriftir að lifrarpylsu og blóðmör hjá Áslaugu Kristjánsdóttur mat- reiðslukonu til að birta hér á síðunni. Einu slátri fylgir 1 vömb, 1 keppur, I lifur, 1 hjarta, 2 nýru, mör, einn haus og blóð. Algengt er að hægt sé að ná fimm sláturkeppum út úr einni vömb, eða alls sex keppum úr slátr- inu, svo þar má reikna með þremur máltíðum. Svo er auðvitað hægt að nota hin innyflin (hjartað og nýrun) og hausinn í aðrar máltíðir. í fyrra kostaði hvert slátur 566 kr. í Hagkaupi og er reiknað með að það verði á svipuðu verði í ár. Þetta er því bæði ódýr matur og góður sem hægt er að fá í mörgum verslunum frá og með deginum í dag. Blóðmör II blóð Zi 1 vatn 30 g salt 1 kg rúgmjöl 1 kg mör 1 hnefi hveiti 1 hnefi haframjöl Mælið blóðið og sigtið það. Hellið síð- an vatninu í gegnum sigtið líka og saltið blóðið síðan. Bætið helmingn- um af mörnum út í og hrærið mjölinu saman við. Hrærið þar til það er jafnt, best er að hræra með hend- inni. Setjið síðan afanginn af möm- um saman við. Vambakeppirnir eru rúmlega hálf- fyltir, saumað fyrir og jafnað vei út í þeim. Keppirnir eru settir í sjóðandi Skemmtilegast er að taka slátur með öðrum og búa þannig til sérstaka stemningu í kringum sláturgerðina. vatn og soðnir í 3 klst. eri munið að pikka vel í þá áður með sláturnálinni svo að þeir springi ekki. Hafið salt í vatninu og snúið keppunum oft. Lifrarpylsa 1 kg lifur 450 g rúgmjöl 150 g haframjöl 150 g hveiti 30 g salt % 1 mjólk 1 kg mör Lifrin er þvegin og himnurnar og allt slím tekið af þeim. Skorin í bita og hökkuð í hakkavél 2-3 sinnum. Saltinu og mjólkinni hrært vel sam- an við. Mjölinu og mömum hrært saman við þar til hræran er jöfn. Látið í keppina og soðið á sama máta og blóðmörinn en ekki jafn lengi. -ingo Slátur- súpa Hægt er að búa til súpu úr soð- inu af vambakeppum eins og viða var gert í gamla daga. Þá er hris- grjónum eða hafragijónum bætt út í soðið klukkutíma áður en slátrið er fullsoðið og jafnvel soön- um rófum og káli með. Þetta er borðaö með heitu slátri. -ingo Rotvarnarefni í McDonald' s brauðum - íslensku brauðin eru án slíkra efna Umræða hefur skapast um hvort hamborgarabrauðin hjá McDonald’s innihaldi rotvamarefni og hefur neytendasíðunni m.a. borist fyrir- spum þess efnis. Þegar haft var sam- band við Kjartan Örn Kjartansson, eiganda McDonald’s, taldi hann full- víst að svo væri ekki. Hann bauðst til að fá innihaldslýsingu hamborg- arabrauöanna senda til sín að utan og símsendi hana síðan til okkar. Samkvæmt þeirri lýsingu eru engin rotvamarefni í brauðunum. Neytendasíðan hafði þá samband við Ástu Sigurðardóttur hjá Holl- ustuvernd ríkisins og sagðist hún vera búin að yfirfara allar vörar frá McDonald’s og vera í nánu samstarfi við þá. „Ég fékk þessi hamborgara- brauö inn á borð til mín til rannsókn- ar og komst að því að þau innihalda eingöngu leyfileg efni í leyfilegu magni,“ sagði Ásta. Hún sagðist í fyrstu vilja láta fyrirtækinu eftir að svara því hvort brauðin innihéldu rotvamarefni en þegar gengið var á hana sagðist hún hafa fundið rot- varnarefnið Propion í brauðunum. „Það var í leyfilegu magni og er á engan hátt skaðlegt." Þyrí - Valdimarsdóttir, matvæla- fræðingur á fæðudeild RALA, hefur kannað um 1000 brauðuppskriftir hjá 30-40 bakaríum hér á landi m.t.t. innihalds og komist að því að ekkert þeirra notar rotvamarefni. Hún sagði brauðin hins vegar geymast mislengi eftir rakainnihaldi, hráefn- um og hreinlæti. „Því blautari sem brauðin eru og því meiri sykur sem er í þeim, eins og t.d. í rúgbrauði, því meiri er hættan á skemmdum. Einn- ig skiptir hreinlæti miklu máli. Hjá Myllunni og Samsölunni er t.d. allt vélvætt og mannshöndin kemur hvergi nærri. Þá minnkar hættan á örveram í brauðunum og þau geym- astlengur." -ingo Verðstríð áólafs Helgi Jónssan, DV, Ólafafiiðl' Undanfarið hefur geisað hart verðstríð á milli Brauðvers, bak- arís sem ung hjón reka á Ólafs- firöi, og Brauðgeröar KEA á Ak- ureyri sem selur brauð í Kaupfé- laghru. Fyrir nokkru auglýsti Kaupfé- lagið matarbrauö á 99 kr. stykkið en skömmu síðar bauð Brauöver sitt brauð á 95 kr. stykkið. Matar- brauðin kostuðu 160-170 kr. „fyr- ír stríð" og er lækkunin því 40%. -sparaðu með kjaraseðlum Supertech ferðatæki með geislaspilara AFSLÁTTUR Verð án kjaraseðils kr. 18.900,- Verð með kjaraseðli kr. 14.900,- (Hl Heimilistæki hf rT*' Sætúni 8 Sími 6915 00 ■ Fax 691555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.