Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 t i I b o ð bókabúdu m 3 dv Fréttir Leikskólapláss spítalanna: Bið menn að halda ró sinni - segir heilbrigðisráðherra Guðmundur Árni Stefánsson heil- brigðisráðherra segir að ekki sé eðh- legt að ræða lokanir leikskóla Rík- isspítalanna á grundvelh meintra ráðningarkjara tiltekinna hjúkrun- arstétta. í þessari orrahríð megi ekki gleymast að máhð snúist fyrst og síð- ast um starfsfólk leikskólanna og hvemig hægt sé að koma bömum starfsfólksins fyrir með viðunandi hætti. Leikskólarnir séu forskólastig grunnskólanna og verkefni sveitar- félaganna. „Menn hafa þijá mánuði til að vinna þessi verk og hafa unnið annað eins á skemmri tíma,“ segir Guð- mundur Árni. Hann treystir því að máhð leysist á farsælan hátt fyrir 1. janúar þegar foreldrar bama á leik- skólum Ríkisspítalanna ganga út. „Ég hef ekki útilokað það að við kom- um til móts við alla aðha og reynum að milda áhrifin með einhverjum hætti. Ég held að þetta sé leysanlegt verkefni og vh biðja menn að halda ró sinni,“ segir hann. Reykjavíkurborg er eigandi Borg- arspítalans og segir hehbrigðisráð- herra að borgaryfirvöld hljóti aö vhja reka sinn eigin leikskóla. Hann bend- ir á að borgin hafi boðið öhum börn- um hehsdagsvistun á skóladagheim- hum. Það sama ghdi um böm hjúkr- unarstéttanna. Þá hljóti einstæðir foreldrar meðal starfsfólks Ríkisspít- alanna að ganga beint inn í kerfi borgarinnar. Mikhl hiti var í starfsmönnum Rík- isspítalanna á fjölmennum fundi sem haidinn var á Landspítalanum á fimmtudagskvöldið. Fundarmenn létu í ljós áhyggjur yfir þróun mála og kröfðust þess að rekstur leikskól- anna yrði með óbreyttum hætti og að ráðherra afturkallaði uppsagnir starfsmanna leikskólanna. Sam- kvæmt áhti lögfræðings BHMR væri leikskólapláss hluti af ráðningar- samningi hjúkrunarfólks þó að ekki væru ákvæði um það í samningum. -GHS Fjölmenni var á starfsmannafundi Rikisspítalanna á fimmtudag. Á fundinum spunnust heitar umræður um lokun leikskóla og skóladagheimila á vegum spítalanna. DV-mynd BG Ráðherrann lét handboltaleik hafa forgang: Var búinn að lofa sonum mínum að fara á leikinn Guðmundur Árni Stefánsson heil- brigðisráðherra fór á leik Hafnar- fjarðarliðanna FH og Hauka í hand- bolta í íþróttahúsinu við Strandgötu í stað þess að mæta á fjölmennan fund um lokanir leikskóla Ríkisspít- alanna með foreldrum leikskóla- barnanna á fimmtudagskvöldið. „Ég var búinn að lofa spnum mín- um því að fara á leikinn. Ég fékk boð á þennan fund klukkan þrjú um dag- innn og var búinn að lofa mér ann- ars staðar. Þetta fólk talaði ekki beint við mig heldur fékk ég boðin gegnum Guðríði Þorsteinsdóttur, lögfræðing Ríkisspítalanna, og sagði henni það strax,“ segir Guðmundur Árni Stef- ánsson um það hvort hann hefði ver- ið á leiknum. „Þetta undirstrikar það að hann telur handboltaleik miklu mikilvæg- ari en að ræða þessi mál við okkur. Mér finnst þetta mjög slæmt mál því að það voru þarna um 200 foreldrar sem vildu ræða máhn við hann,“ segir Valgerður Hhdibrandsdóttir í dagvistarnefnd Ríkisspítalanna. -GHS Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra: Vandræðalegt hjá Norðurlandaráði Kasbúlatov ekki fulltrúi eölilega kjörins þings „Mér finnst mjög vandræðalegt að Kasbúlatov skuh hafa verið boðið á fund Norðurlandáráðs. Þetta þing sem nú situr í Rússlandi er ekki kjör- ið með þeim hætti sem við teljum eðUlegan. Og miðað við stöðu mála í Rússlandi í dag er þetta mjög vand- ræðalegt," segir Ólafur G. Éinarsson menntamálaráðherra. Ólafur sat í forsætisnefnd Norðurlandaráðs á árunum 1985 th 1991. Kasbúlatov, forseta rússneska þingsins, hefur verið boðið á fund Norðurlandaráðs sem fram fér á Álandseyjum 1 byrjun nóvember. Þetta hefur vakið harðar dehur því þingið hefur verið leyst upp af for- seta Rússlands, Borís Jeltsín, sem efnt hefur th þingkosninga í desemb- er. Síðast þegar Kasbúlatov mætti á þing Norðurlandaráðs neituðu margir ráðherrar og þingfuUtrúar að vera viðstaddir. -kaa r Innbundin: Stefan Jon Haístein f æst í næstu b o k a b u ð New York! New York! New York! New York! er Ameríkuannáll Kristins Jóns Guðmunds- sonar. 24 ára gamall hélt Kristinn af stað til höfuðborgar heimsins, New York, til að lenda í ævintýrum — og honum varð svo sannar- lega að ósk sinni. Þetta er sönn saga um ævintýri íslendings í ótrúlegu ferðalagi inn í myrkviði stórborgarinnar. Fjörug bók, sorgleg, fyndin, raunsæ og stundum átakanleg. Stefán Jón Hafstein heimsótti sögustaði Kristins, kynntist persónum í ævintýrum hans, fyllti í eyður og tók myndir. Afraksturinn er þessi ævintýralega bók. Fæst bæði innbundin og í kilju. < O F O R L A G 1 Ð M A L O G IVl E IM ÍSI 1 ISI G

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.