Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Side 14
14
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglysingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Ástmögur IMorðurlanda
Rúslan Khasbúlatov þingforseta hefur í annað skipti
í röð verið boðið að sækja árlegan fund Norðurlandaráðs
í byrjun nóvember. Samkvæmt upplýsingum embættis-
manna Norðurlandaráðs er honum boðið sem fulltrúa
látinnar stofnunar, sem er þing Sovétríkjanna heitinna.
í fyrra var það fulltrúi Finnlands í forsætisnefnd ráðs-
ins, er átti hugmyndina að boði Khasbúlatovs, sem kost-
aði ráðið um 600.000 krónur íslenzkar. í þetta sinn virð-
ast það vera embættismenn ráðsins, sem höggva í þenn-
an sama knérunn, sennilega af ánægju með fyrra boðið.
Er Norðurlönd buðu Khasbúlatov í fyrra, var það túlk-
að á alþjóðavettvangi sem óbeinn stuðningur þeirra við
hann gegn Borís Jeltsín Rússlandsforseta. Fróðlegt verð-
ur að fylgjast með túlkun nýja boðsins, þegar Khasbúl-
atov er orðinn skarpara einkennistákn gamla tímans.
Nauðsynlegt er að leiðrétta þami misskilning, að end-
urtekin boð til Khasbúlatovs hafi einhverja innri merk-
ingu. Þau tákna ekkert, ekki frekar en að tilvera Norður-
landaráðs hefur nokkra meiningu. Boðin eru bara hugs-
unarlaus framleiðsla vanhæfra afdalamanna norrænna.
í nærri fóra áratugi hefur ekkert gerzt í Norðurlanda-
ráði. Veraldarsagan hefur haldið áfram, en ráðið hefur
verið utan gátta. Breytingar á samskiptum þjóða hafa
komið frá öðrum stofnunum, svo sem Fríverzlunarsam-
tökunum, Evrópusamfélaginu og tollaklúbbnum GATT.
Norrænt samstarf stefnir ekki lengur að niðurstöðum.
Það rekur að vísu nokkrar gagnlegar stofnanir, en starf-
ar ekki að neinum nýjum framfaramálum. Það stendur
fyrir nokkur hundruð samstarfsverkefnum og brennir
nokkrum milljörðum íslenzkra króna á hverju ári.
Norrænt samstarf felst fyrst og fremst í ferðum og
veizlum. Það er ekki lengur efnahagslegt, peningalegt eða
viðskiptalegt fyrirbæri, heldur er það eins konar félags-
líf. Flest félög og flestar stofnanir stunda ferðir og veizlur
og annað blómlegt félagslíf á norrænum vettvangi.
Það eru ekki bara ráðherrar, þingmenn og embættis-
menn, sem stunda sirkusinn. Bæjarstjómir og nefndir á
vegum sveitarfélaga eru önnum kafnar í vinabæjatengsl-
um. Svipað er að segja um stofnanir ríkisins. Frjáls félög
og stéttarfélög leggja mikla áherzlu á norræn samskipti.
Sá klúbbur telst ekki með klúbbum, að hann hafi ekki
einhver félagsleg tengsb við norræna systurklúbba. Ferð-
ir fólks á vegum ýmissa myndbirtinga norrænnar sam-
vinnu eru þáttur í lífsstíl fólks, sem velst til forustu,
hvort sem það er í saumaklúbbi eða ríkisstjóm.
Daglegar flugsamgöngur milb íslands og Norðurlanda
byggjast á þessu líflega félagslífi, er minnir eindregið á
félagslíf aldraðs fólks, sem setzt er í helgan stein og stund-
ar klúbbana sína. Enda em Norðurlönd setzt í helgan
stern sem aldurhnigin ríki í samfélagi þjóðanna.
Norðurlönd hafa lagt sitt af mörkum til umheimsins
og veraldarsögunnar. Þaðan er velferðarríkið, sem náði
hátindi sínum fyrir um það bb áratug, en er nú á undan-
haldi á Vesturlöndum, þar á meðal á Norðurlöndum og
ekki sízt á íslandi, þar sem verið er að brytja það.
Þótt Khasbúlatov hafi gerzt formlegur ástmögur Norð-
urlanda, hefur það enga póbtíska merkingu, enda hafa
embættismenn Norðurlandaráðs afar btla hugmynd um,
hvað er að gerast í umheiminum og veraldarsögunni; og
mundu vafalaust ekki kæra sig um að frétta af því.
Þetta er bara hefðbundin viðleitni keðjuklúbba aldraðs
fólks að stækka keðju félagslífsins, jafnvel til látinna
stofnana, svo að hægt sé að fyba tómarúm iðjuleysis.
Jónas Kristjánsson
Sáttaviðræður
snúast um afvopnun
Rússlandsþings
Þráteflið í viðureign Borís Jelts-
íns Rússlandsforseta og forustu
rússneska þingsins stafar af því að
þáðir aðilar vilja forðast að á þá
verði skelit skuldinni af valdþeit-
ingu sem leitt gæti til þlóðsúthell-
inga. Stjórnmálaþreyta rússnesks
almennings eftir fimm ára um-
brotatímabil er sbk að fólk flest
lætur sér fátt finnast um stjórn-
lagadeiluna milli æðstu stofnana
ríkisins.
Sú afstaða gæti breyst í uppnám,
ef í odda skærist í Moskvu með
valdbeitingu og mannfalb við þing-
húsið. Jafnt Jeltsín og andstæðing-
ar hans gera sér ljóst að skuldinni
yrði skellt á þann aðilann sem sak-
aður yrði um að eiga upptökin að
vopnaviðskiptum.
Þess vegna hafa báðir aðilar tekið
boði Alekseis □, æðsta biskups rétt-
trúnaðarkirkjunnar, um að setjast
niður til samningaviðræðna um
leiðir til að rjúfa sjálfhelduna. En
sá hópur þingmanna, sem eftir sit-
ur, hafnaði umsvifalaust málam-
iðlun sem fulltrúar þingsins höfðu
gert við fulltrúa forsetans.
Meginatriöi þess samkomulags
var að umsátri um þinghúsið yrði
aílétt gegn því að þeir sem hafast
þar við afvopnist. Eftir þau málalok
kom Jeltsín fram í sjónvarpi og
lýsti yfir aö ekki yrði rætt um neina
málamiðlun í deiluatriðum fyrr en
fallist hefði verið á að liðssveitir
þingsins legðu niður vopn.
'Talsmenn forsetans halda þvi
fram að Rúslan Kasbúlatov þing-
forseti og Alexander Rútskoj, sem
þingiö hefur útnefnt forseta í stað
Jeltsíns, hafi ekki lengur tök á
gangi mála. í þinghúsinu ráði nú
um 1000 manna vopnað lið, aðal-
lega úr tveim sérsveitum hersins,
kenndum við Dnéster og Riga.
Þessir herflokkar eru taldir lúta
forustu ofursta að nafni Alksnis,
sem á sínum tíma hvatti til að
Gorbatsjov yrði steypt af stób fyrir
svik við kommúnismann og Sovét-
ríkin og hefur tekið sömu afstöðu
til Jeltsíns.
Meðan þessu fer fram við þing-
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
húsið hefur yfirkjörstjórn, sem
Jeltsín hefur fabð að sjá um fram-
kvæmd þingkosninga,na dagana
11. og 12. desember, komið saman
til fyrsta fundar. Enn sem fyrr er
það markmið Jeltsíns að þreyta
leifar þingheims smátt og smátt.
Fulltrúum á þinginu sem forsetinn
rauf hefur fækkað dag frá degi í
þinghúsinu. Þjóðfulltrúaþingið,
sem Kasbúlatov kvaddi saman til
neyðarfundar eftir þingrofstilskip-
un forsetans, skipa rúmlega þús-
und manns. Fréttamenn halda því
fram að þeir sem eftir eru í þing-
húsinu losi rétt hundraðið en tals-
menn Kasbúlatovs segja aö nær tvö
hundruð hafi tekiö þátt í atkvæða-
greiðslunni þegar fyrstu málamiðl-
unartillögu af sáttafundinum á
vegum kirkjunnar var hafnað.
Ein afleiðingin af sjálfheldunni í
Rússlandsstjórn milb þings og rík-
isstjórnar hefur verið aukið svig-
rúm fyrir stjómir héraða og sjálf-
stjórnarlýðvelda. Þær hafa í aukn-
um mæli farið sínu fram, sumpart
af nauðsyn og sumpart af tilhneig-
ingu til að losa sig eftir föngum
undan miðstjómarvaldinu.
Nú gætir þess í ráðum ýmissa
landshluta að kommúnistamir
gömlu sem þar eru öflugir hafa
fengið til liðs við sig aðra fulltrúa
sem ekki kæra sig um að vald for-
seta og ríkisstjórnar færist svo í
aukana sem raunin yrði ef Jeltsín
ynni fubnaðarsigur á gamla þing-
inu. Hafa því fulltrúar frá héruðum
í Síberíu hótað að taka fyrir skatt-
greiðslur til Moskvu og hráefna-
sendingar til annarra landshluta
nema forsetinn slaki til.
Óljóst er í hve miklu umboði
raunverulegra héraðsstjórna þessi
hópur talar. Þó er ljóst að ríkis-
stjórnin tekur uppsteytstilhneig-
ingar úti á landsbyggðinni alvar-
lega því Tsémómirdín forsætisráð-
herra er farinn til Samara til að
sitja þar fund héraðsstjórna á
Volgusvæðinu.
Á þeirri stundu sem þessi orð eru
fest á blað snúast átökin við samn-
ingaborðið í aðsetursstað yfirbisk-
ups Rússa um það hvort þinghúsið
verður áfram víghreiður eða ekki.
Umsátri hers og lögreglu um húsið
verður bersýnbega ekki aflétt,
meðan þar hefst við allfjölmennur
herflokkur þrautþjálfaðra manna
með alvæpni undir forustu sem er
reiðubúin til að hleypa öllu í bál
og brand frekar en láta í minni
pokann. Sé það í raun og veru
Alksnis ofursti sem ræður ferðinni
í þinghúsinu er vandséð hvernig á
að tryggja málalok án þess að til
vopna sé gripið.
Aleksei II, patriarki rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, heilsar Borís Jeltsín Rússlandsforseta í skrifstofu hans
í Kreml. Símamynd Reuter
Skoöanir aimarra
Ríkiserfingjar skilja ekki
Prinsessan af Wales vill ekki skilja eftir því sem
vinir hennar og lögfræðingar segja. Og hvað á Díana
við þegar hún segist ekki vilja skbnað? Vill hún
kannski sættir? Það væri stórkostlegt. Fólkið gleym-
ir þó ekki sviþtingum síðasta árs; ástarmakki Karls
prins og Camillu Parker Bowles og Díönu og James
Giulbey. Samt myndu menn fyrirgefa þeim ef þau
vildu bæði færa nokkrar fórnir vegna barna sinna
og ríkisins.
Úr forystugrein Daily Express, 28. sept.
Úr innilokun í opna gátt
Ef Bill Clinton fær að ráða mun áherslan í banda-
rískri utanríkisstefnu færast frá gömlu hugmynd-
inni um innilokum til opinnar gáttar. Þetta eru kær-
komnar fréttir. Við lok kalda striðsins myndaðist
tómarúm þegar ekki var lengur þörf á að loka komm-
únismann inni. Nú býðst Cbnton í staöinn tíl að
opna dyrnar fyrir lýðræði og frjálsum viðskiptum.
Hagvöxtur og lýðræði eru styrkustu stoðirnar undir
stöðugleika, öryggi og mannréttindum.
Úr forystugrein USA Today, 29. sept.
Smitsjúkdómur í Georgíu
Sigur uppreisnarmanna í Abkasíu er ekki aðeins
áfab fyrir þá sem vilja forða sundrun ríkis í Gerog-
íu. Það er veruleg hætta á að uppreisnarandinn frá
Sukhumi breiðist út tb annarra lýðvelda fyrrverandi
Sovétríkja, jafnvel Rússlands. Það er líka aukin
hætta á að erlend ríki blandi sér í átökin. Það á ekki
hvað síst við um svæðiö rnilh Svartahafs og Kaspía-
hafs þar sem bæði Tyrkir og íranir vilja fá ítök.
Úr forystugrein Berlinske Tidende, 28. sept.