Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 15 anir borgarinnar, bæði matvöru- verslanir og aðrar. Það var lífs- reynsla sem seint gleymist. í ríkis- verslunum var hægt að kaupa ýmislegt dót og ægði þar öllu sam- an. Fátt var þó gimilegt en ódýrt var það á vestrænan mælikvarða. Ekki er þó að efa að vamingurinn var dýr fyrir heimamenn. Ur hófi keyrði þó þegar kíkt var í matvöru- verslun. Urvalið var vægast sagt lítið og allt fomfálegt á að líta. Þar bar mest á niðursuðudósum ýmiss konar og pakkavöru. Nýtt kjöt var á boðstólum en lítið bætti það hst- ina að sjá hundgrey sniglast nærri kjötvömnni. Einhver sagði kvik- indið sýnilega ormaveikt en um það kann ég ekki að dæma. Það sem verst var þó í verslun þessari var lyktin. Það var ekki verandi inni í búðinni vegna fýlu. Af hverju þessi lykt var veit ég ekki. Ég tók eina mynd í flýti inni í matvörubúðinni og það var illa séð. Viö skiptum nokkrum finnskum mörkum í rúblur. Bankinn var eitt herbergi en þar var enginn harð- viður eða marmari eins og við þekkjum úr slíkum stofnunum. Það var hins vegar styrkur að verði í fullum skrúða í bankanum því einn skuggalegur fylgdi okkur eftir og kíkti í gættina. Hann hvarf þeg- ar hann sá þann borðalagða. Á útimarkaöi var hægt að kaupa fyrir finnsk mörk. Raunar fór það allt fram undir borðum því aðgerð- in er ólögleg. Minnti það á gömul íslensk höft þegar enginn mátti eiga gjaldeyri. Sorglegt er að horfa upp á þetta ástand, eins sárlega og Rússa vantar erlendan gjaldeyri. Þótt á engan hátt sé hægt að bera saman allsnægtasamfélag okkar og hið rússneska minnir þetta á að enn búum við við höft sem skerða hag almennings hér á landi. Frelsi hefur mjög verið aukið í gjaldeyris- málum en enn búum við við höft í innflutningi matvæla eins og glögg- lega hefur komið fram að undan- fómu. Sovétið á sína fulltrúa hér þótt Rússar hafi reynt að reka það af höndum sér. Vopn í stað velferðar Þegar heimsókninni til hinnar rússnesku borgar lauk yar ekið í átt til landamæranna. Á leiðinni gat að líta sitthvað forvitnilegt. Þar mátti sjá álstaflana sem biðu út- flutnings. Útflutningur á áli frá Rússlandi hefur gert okkur erfitt fyrir. Álverð í heiminum er því lágt og fyrirhugað álver á Keilisnesi ekki fyrisjáanlegt á næstu árum. Enn athyglisverðari voru þó vopnabirgðirnar sem blöstu við. Ekið var framhjá verksmiðju eða geymslusvæði fyrir vopn. Þar gat að líta iðju hins gamla stórveldis sem eyddi auðæfum sínum í vopn í stað þess að bæta hag íbúanna. Áratuga hemaðarkapphlaup hefur kostað sitt og íbúar Rússlands eru að borga fyrir það nú og verða án efa lengi að greiða þann reikning. Feginleiki og frelsistilfinning Þegar kom að landamærunum sást enn hvar við vorum stödd. Þrisvar sinnum þurftum við að fara í gegnum tollskoðun rúss- neskra varða með allt okkar haf- urtask. Vegabréf voru grandskoð- uð og skriflega þurftum við að gera grein fyrir því sem við fórum með út úr landinu. Sérstaklega var tekið fram að bannað væri að fara með rúblur út úr landinu. Engum hafði að vísu dottið það í hug. Þetta sýn- ir samt fáránleikann. Gjaldmiðill- inn er ónýtur og ef einhver væri svo vitlaus að kaupa hann til út- flutnings ætti það að vera fagnað- arefni fyrir innfædda. Það var því léttir að komast loks í gegnum finnska landamærastöð. Gott ef menn klöppuðu ekki, svo fegnir vom ferðalangarnir að finna aftm- frelsistilfinningu þeirra sem em svo lánsamir á búa á Vestur- löndum. Ókyrrt hefur verið í Rússlandi undanfama daga eins og tíundað hefur verið í fréttum. I Moskvu takast á forseti og þing og er ómögulegt að segja til um hvernig sú glíma endar. I mörgum öðmm fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna eru átök eða stríð. Það er með réttu að menn óttast þetta ástand. Þarna deila kjarnorkuríki og upplausn innan þeirra og milli er hættuleg. Fólkið býr víða við ömurleg kjör, fátækt er mikil og jafnvel matar- skortur og verðbólga geigvænleg. Nasasjón af ástandinu Þetta lesum við um og því er það lífsreynsla að fá nasasjón af ástandinu innan landamæra Rúss- lands. Pistilskrifari átti þess kost aö eyða einum degi í síðustu viku í Viborg sem er stutt frá landamær- um Finnlands. Viborg er skammt frá St. Pétursborg, áður Leningrad. Að vísu má segja að Viborg sé langt frá átakasvæðum en engu að síður var það mikil lífsréynsla að kynn- ast aðstæðum fólks í rússneskri borg. Ef lýsa á ástandinu með einu orði gæti það helst verið upplausn. Gesturinn finnur líka fyrir því að hann er ekki öruggur um sjálfan sig á götum borgarinnar um há- bjartan dag. Það er ömurleg reynsla. Við fórum nokkur saman í boði finnska ferðamálaráðsins. Um leið og ráðið kynnti Finnland þótti ástæða til að bjóða mönnum að sjá ástandið handan landamæranna. Auðheyrt var á Finnum að þeir ótt- ast stóra bróður í austri. Sagan hef- ur kennt þeim það. Upplausnin nú og óvissan eftir fall Sovétríkjanna er líka slík að enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Óttinn við kjarnorkuslys Meðan við dvöldum nokkra daga í Finnlandi felldi finnska þingið til- lögu um byggingu fimmta kjarn- orkuversins í Finnlandi. Finnar óttast nýtingu kjarnorkunnar eins og margir aðrir. Þeir ráða hins veg- ar ekki við ástandið Rússlandsmeg- in við landamærin. Það sem skelfir þá er að í St. Pétursborg, aðeins rúmlega 200 km frá landamærun- um, starfrækja Rússar kjamorku- ver sömu gerðar og verið iflræmda við Tsjemobyl. Ótti og óöryggi Við vorum átta í hóp og augljóst var að finnskir gestgjafar okkar höföu nokkrar áhyggjur af ferðinni til Rússlands. Með okkur fóru þrír fararstjórar, þar af einn rússnesku- mælandi. Þeir vöruðu mjög við ástandinu. Við vorum beðin að taka ljósrit af vegabréfum því tals- verðar líkur væru á því að þeim mikilvægu gögnum yrði stolið. Vegabréfslaus maður í Rússlandi er í vanda staddur. Hann yrði að koma sér til St. Pétursborgar til þess að fá nýtt vegabréf og það tek- ur tíma í öflu skrifræðinu. Þá voru menn beðnir að hafa lítið af peningum með sér því reynsian hefur kennt að enginn er óhuitur á götu í Viborg. Finnamir sögðu það algengt að börn og unglingar söfnuðust í hópum kringum ferða- manninn og heimtuðu peninga. Þijóskaðist hann við kæmi hnífur- inn fljótt á loft. Þá væri fátt til ráða. Greiðslukort áttu ekki erindi inn fyrir landamærin. Hætt er við að þeim sé stolið. Fátt er enda hægt að kaupa fyrir greiðslukort á staðn- um. Konur vom beðnar að bera ekki skartgripi á sér. Gamla skrifræðið Skrifræðið lætur heldur ekki að sér hæða. Við komuna til Rúss- lands þurfti skriflega að gera grein íyrir peningum, skartgripum öll- um og tilgangi heimsóknarinnar. Biðraðir mynduðust hjá tollvörð- um sem grandskoðuöu hvert vega- bréf. Loks var stimplað og land- ganga leyfð. Samanburð hef ég ekki Gömul goð eru fallin af stalli í Rússlandi. Þeir félagar Lenín og Stalín hafa verið felldir víðast hvar. í Viborg er þó eftir ein af fáum styttum af Lenín og torgið fyrir framan styttuna heitir enn Rauða torgið. Félagi Lenín er þar enn við Sovétríkin sálugu en sá gmnur læðist að manni að ástandið, hvað þetta varðar, hafi lítið batnað. Niðumíðsla- og Lenín Þegar inn í borgina kom var nið- umíðsla húsa og gatna æpandi. Borgin hefur uppmnalega veriö fal- leg og mörg fafleg hús er þar að sjá. AUt er hins vegar niðumítt og ekki er að sjá að neinu hafi verið haldið við í þau fimmtíu ár sem liðin eru frá því að Rússar náðu borginni til sín frá Finnum. í höfninni vom sokkin hús og bryggjur og virtist svo hafa verið lengi. Úthverfin era grá og guggin eins og þekkist af myndum frá öðmm rússneskum og austur-evrópskum borgum. Viö fórum í rútu frá höfninni og inn í miðborgina. Þar gengum við út og skoðuðum styttu af Lenín. Lenín á ekki upp á pallborðið í Rússlandi og skal engan undra. Því em fáar styttur eftir af honum í landinu. Hann hefur því hlotið sömu örlög og Staiin. Eitthvað veld- ur því þó að Lenín stendur enn í Viborg. Strax eftir að við komum út úr bílnum varð vart við unga menn sem snigluðust í kringum okkur. Maður var þvi heldur var um sig og kenndi óöryggis. Þeir buðu ýms- an vaming sem var lítt fýsilegur. Það var eins og það spyrðist strax að komnir væru erlendir ferða- memi sem væra auðveld fóm- arlömb. Við héldum því hópinn. Verslanir sem seintgleymast Forvitnilegt þótti að skoða versl- Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.