Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Síða 34
42 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 Iþróttir Gylfi Orrason fékk bestu umsagnirnar í DV af dómurum Getraunadeildarinn- Guðjón Þórðarson úg Lúkas Kostic fengu viðurkenningar sínar i matsal Savoy-hótelsins í Rotterdam á miðvikudag- ar i sumar. inn, fyrir Evrópuleikinn gegn Feyenoord. DV-mynd Brynjar Gauti DV, Nike og íslenskar getraunir útnefna leikmann, þjálfara og dómara ársins: Lúkas sá besti - Guðjón Þórðarson þjálfari ársins og Gylfi Orrason dómari ársins Lúkas Kostic, fyrirliði IA, er leik- maður ársins, Guðjón Þórðarson, þjálfari LA, er þjálfari ársins, og Gylfi Orrason úr Fram er dómari ársins. Þetta er lokaniðurstaðan í samstarfi DV, Nike og íslenskra getrauna sem staðið hefur yfir í sumar með mánað- arlegum útnefningum, og það þarf engum að koma á óvart að flestar viðurkenningar ársins skuli hafa fallið íslands- og bikarmeisturum ÍA í skaut. Lúkas Kostic hefur verið kjölfestan í meistaraliði IA undanfarin þrjú ár og þó hann sé aldursforseti liðsins, orðinn 35 ára gamall, hefur hann sjaldan verið betri en í sumar. Hann fékk flest stig í einkunnagjöf DV en í 14 leikjum af 18 fékk hann einkunn- irnar 2 eða 3, sem þýða góður leikur og mjög góöur leikur. Lúkas hefur nú leikið í fimm ár á íslandi, tvö þau fyrstu með Þór á Akureyri, og fékk íslenskan ríkisborgararétt snemma á þessu ári. Guðjón Þórðarson hefur náð ein- stökum árangri sem þjálfari ÍA frá því hann tók við liðinu þegar það var fallið í 2. deild haustið 1990. Meistara- titlar hafa unnist öll þijú árin, fyrst sigraði ÍA í 2. deild og síðan hefur liðið orðið íslandsmeistari tvö ár í röð - í ár með miklum yfirburðum. ÍA varð ennfremur bikarmeistari í ár eftir sjö ára hlé og vann tvo leiki í Evrópukeppni meistaraliða, annan gegn hollensku meisturunum Feye- noord. Gylfi Orrason er einn af yngri dóm- urum í 1. deild en hefur samt sem áður verið í hópi þeirra bestu síðustu árin. Gylfi er einn af milliríkjadóm- urum íslands og hefur oft fengið góð- ar einkunnir fyrir störf sín erlendis. Hann fékk að jafnaði bestu umsagn- irnar í DV eftir leikina í Getrauna- deildinni í sumar. DV, Nike og íslenskar getraunir völdu leikmenn, þjálfara og dómara mánaðarins þrívegis í sumar. Leik- mennimir sem urðu fyrir vahnu voru Sigurður Jónsson, LA, Ólafur Þórðarson, LA, og Ólafur Kristjáns- son, FH. Þjálfararnir voru Guðjón Þóröarson, ÍA, Ásgeir Sigurvinsson, Fram, og Hörður Hilmarsson, FH, og dómararnir voru Guðmundur Stefán Maríasson, Eyjólfur Ólafsson og Gylfi Qrrason. Hér fyrir neðan eru svo myndir af Nike-liðum ársins í karla- og kvenna- flokki, sem vahn voru af íþrótta- fréttamönnum DV og kynnt í loka- hófi knattspymufólks á Hótel íslandi ádögunum. -GH/SK/BL/VS Lið ársins í Getraunadeildinni 1993. Aftast er markvörðurinn Friðrik Friðriksson, IBV. Fyrir fram- an hann varnarmennirnir Hlynur Birgisson, Þór, Lúkas Kostic, ÍA, Ólafur Kristjánsson, FH, og Sigursteinn Gíslason, ÍA. Þá koma miðjumennirnir Ólafur Þórðarson, ÍA, Sigurður Jónsson, ÍA, Andri Marteinsson, FH, og Haraldur Ingólfsson, ÍA. Fremstir eru sóknarmennirnir Þórður Guðjónsson, ÍA, og Helgi Sigurðsson, Fram. DV-mynd GS Lið ársins í 1. deild kvenna 1993. Aftast er markvörðurinn Steindóra Steinsdóttir, UBK, þá varnarmennirnir Guðlaug Jónsdóttir, KR, Guðrún Sæmundsdóttir, Val, Vanda Sigurgeirsdóttir, UBK, og Auður Skúladóttir, Stjörnunni. Miðjuleikmenn eru Ásta B. Gunnlaugsdóttir, UBK, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR, Ásthildur Helgadóttir, UBK, og Margrét Ólafsdóttir, UBK. Fremstar eru framherjarnir Jónína Viglundsdóttir, ÍA, og Guðný Guðnadóttir, Stjörnunni. DV-mynd GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.