Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993
55
Fréttir
Meöferöarheimilinu aö Gunnarsholti veröur lokað um áramót:
Á að spara ríkinu
48 milUónir á ári
Öllum 12 starfsmönum meðferðar-
heimilisins að Gunnarsholti hefur
verið sagt upp störfum. Þegar starf-
semin var sem mest voru vistmenn
30-40 talsins en undanfama mánuði
hafa allt að 26 vistmenn verið þar
vistaðir.
Meðferðarheimilið að Gunnars-
holti er rekið af ríkisspítulunum. í
forsendum íjárlaga er miðað við að
Starfsemi þar yerði hætt um áramót.
Guðmundur Árni Stefánsson heil-
brigðisráöherra sagði að ekkert lægi
fyrir um hvaða rekstur yrði fram-
vegis í húsakynnum að Gunnars-
holti. Hins vegar hafi verið skoðað
hvar koma eigi vistmönnunum fyrir.
„Það verður engum vísað á dyr og
tíminn fram til áramóta notaður til
að tryggja þeim örugga vist sem á
þurfa að halda. Sumir verða væntan-
lega útskrifaðir áður en stofnuninni
verður lokað meðan aðrir munu eiga
þess kost að komast í vistrými fyrir
aldraða. Ef um áframhaldandi áfeng-
ismeðferð verður að ræða eftlr þrjá
mánuði eru Vífilsstaðir og SÁÁ með
meðferðarúrræði til staðar."
Hvað spamaðinn af lokun með-
ferðarheimiiisins að Gunnarsholti
varðar þá upplýsti heilbrigðisráð-
herra að reksturinn hefði kostað 43
milljónir króna á ári.
- Hjá landlækni hafa verið um 60
geðfatlaðir einstciklingar á skrá sem
eiga ekki í nein hús að venda, eru á
götunni. Fyrir ári bar á áhyggjum í
þá vem að þessi hópur stækkaði með
lokun Gunnarsholts.
„Nú hefur Gunnarsholt verið rekið
undir yfirskriftinni áfengismeðferð.
í sumum tilfellum á það við og öðrum
ekki. Þar sem það á við verður gripið
til þeirra úrræða sem til staðar eru.
Þar sem það á ekki við, en sumir
vistmanna eru komnir á efri ár, verð-
ur boðin vist í rýmum sem sinna
þjónustu fyrir aldraða," sagði Guð-
mundur Árni.
- Hafa verið gerðar ráðstafanir til
að starfsfólk, sem sagt hefur verið
upp störfum, fái aðra vinnu?
„Þar er á ferðinni vandamál sem
éggetekkiveittsvarvið.“ -hlh
Karl Steinar Guðnason settist i stól forstjóra Tryggingastofnunar í gær. Hann tekur við starfinu af Eggert G. Þor-
steinssyni sem verið hefur forstjóri stofnunarinnar í 14 ár. Að beiðni heilbrigðisráðherra hefur Eggert fallist á að
starfa áfram í stofnuninni, aðstoða Karl Steinar og sinna sérverkefnum fram til 1. febrúar, á óskertum forstjóralaun-
um DV-mynd GVA
Menning
Kvikmyndahátíð Listahátíðar - Léolo: ★ ★ ★
Draumur um annað líf
Léolo er ansi sérstök mynd frá tæplega fertugum
kanadískum leikstjóra, Jean-Claud Lauzon. Þetta er
önnur mynd hans og er að miklu leyti sjálfsævisögu-
leg. Lauzon er ekki öfundsverður af þeirri æsku sem
hann segir hér frá án þess að blikna.
Léolo fjallar um tólf ára dreng, Léo, fæddan og uppal-
inn í fátækasta hluta hinnar frönskumælandi Montre-
al-borgar. Léo er á þvi að hann sé í raun ítalskur, rétt-
nefndur Léolo og vill ekkert hafa með fjölskyldu sína
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
að gera, kallar hana réttilega „svarthol". Fjölskylda
hans er heldur ekki glæsileg á að líta, hluti af henni
kominn á hæli og afgangurinn klepptækur með meiru.
Léolo á sér undankomuleið því hann er draumóramað-
ur og skráir vangaveltur sínar skilmerkilega á blað
hvenær sem færi gefst. Hann dreymir um ítölsku yng-
ismeyna í næstu íbúð, um fjallshlíðar Taormina, en
þaö er á brattann að sækja og veröld Léolo er smám
saman að buga hann.
Þetta er ekki auðveld mynd að sitja undir en vel
þess virði. Frásögn Lauzon er afskaplega seiðandi,
jafnvel ljóöræn, þótt viðfangsefnið sé fátækt, eymd,
geðveila og afbrigðileg hegðun af ýmissi sort. Lauzon
tekur dæmigerða uppvaxtarsögu og snýr henni á haus
Maxime Collin leikur Leolo.
og dregur ekkert undan. Hann hefur lagt mikið bæði
í söguna og myndatökuna, myndin er uppfull af tákn-
um og vísunum, án þess að það geri hana nokkum
tímann tilgerðarlega eða óskiljanlega. Þetta er margsl-
ungin mynd sem hægt væri að horfa oft á og alltaf sjá
eitthvaö nýtt.
Léolo (kanadisk - 1992). 109 mín.
Handrit og leikstjórn: Jean-Claude Lauzon.
Leikarar: Gilbert Sicotte, Maxime Collin, Ginete Reno, Julien
Guiomar, Pierre Bourgault, Giuditta del Vecchio, Andrée Lac-
hapelle, Denys Arcand, Germain Houde, Yves Montmarqu-
ette, Roland Blouin.
Tilkynning til eigenda hjólhýsa
í uppsveitum Árnessýslu
Með tilvísun til byggingarreglugerðar, gr. 6.10.7.10.
og 6.10.8.1.-2. eru allir þeir, sem eiga hjólhýsi sem
staðsett eru í Skeiða-, Gnúpverja-, Hrunamanna-,
Biskupstungna-, Laugardals-, Grímsnes-, Þingvalla-
og Grafningshreppum og ekki hafa til þess tilskilin
leyfi byggingarnefndar, beðnir að fjarlægja þau hið
fyrsta og eigi síðar en 1. nóv. 1993. Að öðrum kosti
mega eigendur búast við að þau verði fjarlægð á
þeirra kostnað.
Eigendum er gefinn kostur á að sækja um tímabund-
ið leyfi byggingarnefndar.
Byggingarfulltrúi uppsveita Árnessýslu
840 Laugarvatn
Sími 98-61145 f.h. Fax 98-61246
T-------------\
Utboð
Austurlandsvegur,
Hnappavellir-lrpugil
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu
4,4 km kafla á Austurlandsvegi, frá Hnappavöll-
um að Irpugili.
Helstu magntölur: fyllingar 41.000 m3, burðarlög
30.000 m3 og klæðing 26.000 m2.
Verkinu skal að fullu lokið 1. september 1994.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á Reyðarfirði og Borgartúni 5, Reykjavík (aðal-
gjaldkera) frá og með 5. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 18. október 1993.
Vegamálastjóri
V^_________________________________________/
Greiðsluáskorun
Gjaldheimtan í Mosfellsbæ skorar hér með á gjaldendur í
Mosfellsbæ, Kjalarneshreppi og Kjósarhreppi, sem ekki
hafa staðið skil á eftirfarandi opinberum gjöldum, þ.e.
tekjuskatti, útsvari, eignarskatti, sérstökum eignarskatti,
kirkjugarðsgjaldi, gjaldi í framkvæmdasjóð aldraðra, sér-
stökum skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, iðnlána-
sjóðs- og iðnaðarmálagjaldi, slysatryggingu skv. 36. gr.
almannatryggingal., slysatryggingargjaldi v/heimilisstarfa,
útflutningsráðsgjaldi, verðbótum af tekjuskatti og útsvari,
sem voru álögð 1993 og féllu í gjalddaga 1. ágúst 1993
ásamt eldri gjöldum, að greiða þau nú þegar og eigi síðar
en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar.
Jafnframt er skorað á gjaldendur að gera skil á stað-
greiðslu fyrir 8. tímabil 1993, með eindaga 15. september
1993, svo og ógreiddri staðgreiðslu frá fyrri tímabilum.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum
eftirstöðvum gjaldanna að þeim tíma liðnum.
Mosfellsbæ, 1. október 1993
Gjaldheimtan í Mosfellsbæ
UPPBOÐ
Sýslumaðurinn í Kópavogi, Auðbrekku 10, 200 Kópavogur. Sími 44022.
UPPBOÐ
Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp að Dalvegi 7 (áhaldahúsi Kópavogs-
kaupstaðar) laugardaginn 9. október 1993, kl. 13.30:
AX-076 AX-676 BK-482 DV-603 DZ-775 EA-296 ET-844 FA-493
FG-866 FS-560 FX-767 G-1106 GD-802 GE-073 GJ-087 GL-555
GM-671 GO-127 GS-849 GU-654 GZ-444 GÞ-357 GÞ-428 HA-497
HD-188 HF-340 HF-690 HG-394 HI-117 HI-591 HJ-282 HK-218
HK-866 HM-279HO-492 HP-152 HP-562 HR-883 HS-404 HT-860
HU-423 HX-333 HX-883 HY-519 HZ-352 HÖ-304 IA-435 IA-932
IE-071 IF-251 II-823 IJ-031 IJ-510 IK-411 IK-871 IL-270
10-521 IO-788 IP-307 IS-354 IT-147 IU-712 IV-036 IX-188
IX-691 IY-083 IZ-476 IÞ-171 IÞ-911 JA-699 JB-431 JC-052
JH-536 JJ-945 JK-076 JK-474 JM-388JP-013 JP-879 JU-334
JV-720 K-2877 KC-631 KC-662 KC-762 KD-367 KD-590 KE-714
KE-852 KR-295 KS-061 KT-489 KV-880 LA-232 LB-248 LE-360
LF-525 LU-883 MA-935 MB-719 MC-559 MG-869MH-696MU-891
MY-471 NT-597 OA-093 PL-030 PL-657 R-62719RM-161 RM-459
RX-858 RZ-422 SB-059 SD-379 SI-382 SK-453 VF-263 XE-635
YR-920 ÞA-034
Jafnframt verða væntanlega seldir eftirgreindir lausafjármunir: Málverk eftir
Karl Kvaran, málverk eftir Veturliða Guðnason, málverk eftir Valtý Péturs-
son, abstrakt, málað 1964, Hang hnappavél, Macintosh tölvur, PC-tölvur,
segulbandsstöð, diskadrif, prentarar, saumavélar, loftpressa, gufupressa,
Canon myndavélar, Broncia 120 format, Metz leifturljós, Sekonic IjósmæL
ir, bakarofn, rafsuðuvélar, ýmiss konar líkamsræktartæki, Mobira farsími,
málningarstóll úr áli o.fl. Auk þess víxill að fjárhæð kr. 400.000, útg. 11/10
'92 af Sigurði Ólasyni, samþykktur af Laugakaffi hf„ til greiðslu 3/12 '93,
tryggður með veðtryggingarbréfi, útg. s.d., með 2. veðrétti í Funahöfða 17
A, 0201, Reykjavík.
Greiðsla við hamarshögg.
Ávísanir aðeins teknar gildar með samþykki gjaldkera.
SÝSLUMAÐURINN i KÖPAV0GI
1. 0KTÓBER 1993