Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Síða 15
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
15
Omakleg árás á
íslenska skinku
Ég mótmæli harðlega þeirri ófag-
legu umijöllun um málefni kjötiðn-
aðar sem átt hefur sér stað á neyt-
endasíðu DV.
Af grein, sem þar birtist þriðju-
daginn 28. september, má skilja að
á markaði hér sé skinka sem inni-
haldi allt að 80% viöbætt vatn, þ.e.
vatn sem bætt er í við framleiðsl-
una og algengt sé að viðbætt vatn
í skinku sé um 50%. Þá er gefið í
skyn að verð á slíkri vöru geti farið
yfir 2000 kr/kg. í greininni kemur
fram mikill misskilningur á því
hvemig vatn í skinku er upprunn-
ið.
Meðaltal vatnsinnihalds
Líkami mannsins er 65-70% vatn
og sama má segja um flest spen-
dýr. Vatnsinnihald í hreinu, mögru
KjaUarinn
Ragnheiður Héðinsd.
matvælafræðingur hjá Félagi
íslenskra iðnrekenda
„Við framleiðslu á vöðvaáleggi á borð
við skinku er algengast að kjöthráefn-
inu sé blandað við önnur hráefni, m.a.
salt vatn og bindiefni, til að fá rétta
áferð á afurðina.“
kjöti er um 70%, jafnvel hærra í
vel fltuhreinsuðum vöðvum. Sam-
kvæmt mælingum, sem gerðar
voru á árinu 1990, er vatnsinnihald
í skinku að meðaltali rúm 74%.
Við framleiðslu á vöðvaáleggi á
borð við skinku, er algengast að
kjöthráefninu sé blandað við önnur
hráefni, m.a. salt vatn og bindiefni,
til að fá rétta áferð á afurðina og
koma í veg fyrir að of mikið vatn
tapist úr kjötinu við suðu. Kjöt, sem
missir vatn við suðu, verður þurrt
og auk þess hækkar kílóverðið í
réttu hlutfalh við það sem tapast.
Hvorugt er neytendum eða fram-
leiðendum til hagsbóta.
í úttekt, sem gerð var á innihaldi
unninna kjötvara árið 1990 og birt-
ist í skýrslu frá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins í júní 1991, var
efnagreind skinka frá 13 framleið-
K**** S jS» m*. BJL MUi S M M M*
tlllmlt udBllll llltl
vatnsinnihald í kjötvörum
3 kg þe
Vatn er 70%
þe: þurrefni
w: viöbótarvatn
Vatn er 74%
Vatn er 80%
endum. Þá reyndist viðbætt vatn í
skinku að meðaltali 15,6%. Við
þetta hækkar vatnsinnihald kjöts-
ins úr rúmum 70% í mögru kjöti
upp í rúm 74%. Til þess að fram-
leiða skinlcu með 80% heildar-
vatnsinnihaldi þarf viðbætt vatn
að vera 50%.
íslensk reglugerð
væntanleg
í lok DV-greinarinnar er þess get-
ið að danska skinkan, sem Hag-
kaup ætlaði að selja í verslunum
sínum, innihéldi 84% kjöt og átti
þetta væntanlega að sýna yfirburði
dönsku skinkunnar umfram þá ís-
lensku. Til samanburðar má geta
þess að í ofangreindri rannsókn var
magurt kjöt í íslenskri skinku ein-
mitt 84% að meðaltali.
í umræddri grein er m.a. hnýtt í
notkun salts og C-vítamíns. Þess
má geta að þau efni eru eðlilegur
hluti af framleiðslu á skinku. Þá
má nefna að í Danmörku er leyfi-
legt að nota meira en tvöfalt magn
C-vítamíns í saltaðar kjötvörur á
við það sem hér er leyft.
í lokin er rétt aö geta þess að á
næstunni er væntanleg íslensk
reglugerð um innihald í kjöti og
kjötvörum. í henni verða meðal
annars ákvæði um nafngiftir kjöt-
vara og lágmarksinnihald af mögru
kjöti. Þessi reglugerð ætti að gera
neytendum kleift að fylgjast betur
með því hvað þeir eru að borga
fyrir.
Ragnheiður Héðinsdóttir
Er auðlindaskatt-
urinn nýjung?
Mikið er talað um auðlindaskatt
þessa dagana. Er þá átt við að greitt
sé gjald fyrir aðgang að fiskimiðun-
um við ísland. Bæði sé ekki eðlilegt
að menn hafi þann aðgang endur-
gjaldslaust og yfirburðir sjávarút-
vegs og fiskvinnslu yrðu þá slíkir
að ekki væri viðunandi fyrir aðrar
atvinnugreinar. Auk þess gæti slík-
ur skattur orðið eitt af tækjunum
til að hindra of mikla sókn í auð-
lindina.
Gengi og tollastefna
En hvemig hefur þetta verið leyst
fram að þessu? Jú, með auðlinda-
skatti í einni eða annarri mynd. í
fyrsta lagi hefur gengi íslensku
krónunnar verið svo lágt skráð
langtímum saman að útgerð og
fiskvinnsla hafa rétt skrimt ár eftir
ár og oft verið rekin með umtals-
verðum halla, þannig að eigið fé
hefur verið uppurið eða því sem
næst. Kalla má þetta eignaupptöku-
og auðlindaskatt.
í öðru\lagi var tollastefna ríkis-
ins. í kreppunni miklu var tekin
upp vemdarstefna hér á landi,
bæði til að spara gjaldeyri og til að
vernda íslenskan iðnað og land-
búnað. En þegar nánar er gáð eru
þessir háu tollar ekkert annað en
skattur á þær atvinnugreinar sem
afla gjaldeyris. Eðli slíks skatts er
að hann er borinn að hiuta af þeim
sem kaupa hina skattlögðu vöru
og þjónustu, en að öðru leyti af hin-
um skattlögðu sjálfum.
í þessu tilfelli, einkum fisk-
Kiállarinn
Haraldur Ellingsen
viðskiptafræðingur
vinnslu og útgerð, sem á þessum
tíma öfluðu yfir 60% alls gjaldeyr-
is, og annarra atvinnugreina, sem
seldu vöru og þjónustu úr landi.
Með nokkmm líkum má áætla að
þeir hafi borið sinn helminginn
hvor af þessum „skatti", þeir sem
öfluðu gjaldeyrisins og þeir sem
keyptu hann að lokum.
Almennur söluskattur
Á ámnum 1955-1960 var hlutfall
innflutningstolla af heildarútflutn-
ingstekjum af vöru og þjónustu,
auk þáttatekna frá útlöndum, um
30-33%. Árið 1960 var þetta hlutfall
28% og hélst svipað allt til ársins
1967, en eftir það lækkar það jafnt
og þétt og er komið niður í 12%
1980 og er á síðustu árum um 7-9%.
Ef menn eiga erfitt með að skilja
hvemig tollar geti bitnað á sjávar-
útvegi og fiskvinnslu er hægt að
setja dæmið þannig upp að hugsa
sér að í stað tolla kæmi almennur
söluskattur. Þá greiddu útgerð og
fiskvinnsla aðeins brot af útgjöld-
unum en óbreytt gengi að viðbættri
meðaltollaprósentu gæfi áður-
nefndum greinum miklu hærri
tekjur. Einnig má sjá að tollvemd
handa iðnaöi og landbúnaði hlýtur
að koma einhvers staðar niður. T.
d. gerir það iðnaöi og landbúnaði
auðvelt fyrir að keppa um vinnuafl
við fiskvinnslu og útgerð. í heild
skapar þetta auðvitað óhagkvæm-
ara þjóðfélag og heildartekjur
landsmanna verða lægri en jafn-
framt hindrar það að einhveiju
leyti of mikla sókn á miðin.
Þetta samspil gjaldeyrisgengis,
tolla og álaga á einstakar atvinnu-
greinar og áhrifin þeirra í milli
hefur alls ekki verið ráðamönnum
þjóðarinnar ljóst í gegnum tíðina
en hefur ekki farið fram hjá mönn-
um í atvinnulifinu.
í þriðja lagi er ekkert nýtt að út-
gerð og fiskvinnsla séu skattlagðar
á einn eða annan hátt til að styrkja
-.aðrar atvinnugreinar. í bók sinni
„Saga einokunarinnar á íslandi"
lýsir Jón J. Aðils því hvemig versl-
unarstöðum var skipt á einokunar-
tímabilinu, þannig að á móti höfn
þar sem mikið var um sjávarvörur
kom önnur höfn þar sem megnið
af vörunum var frá landbúnaði.
Auk þess voru verðskrár unnar
þannig að fyrir fiskafurðir var
greitt langt undir markaðsverði en
fyrir landbúnaðarvörur sem næst
markaðsverði eða jafnvel hærra.
Fiskafurðimar vom látnar borga
hallann af landbúnaðarvörunum.
- Ef spurt er: Má þá ekki setja á
auðlindaskatt núna? Þá verður
svarið: Jú, þegar af útgerð og fisk-
vinnslu hefur verið létt skuldaklafa
hðinna ára.
Haraldur Ellingsen
„Þetta samspil gjaldeyrisgengis, tolla
og álaga á einstakar atvinnugreinar og
áhrifin þeirra 1 milli hefur alls ekki
verið ráðamönnum þjóðarinnar ljóst í
gegnum tíðina en hefur ekki farið fram
hjá mönnum 1 atvinnulífinu.“
Kann ekkí
„Vaxandi
atvinnuleysi
veldur veru-
legum
áhyggjumum
heim allan.
Til skamms
tíma hefur at-
vinnuleysi
ekki verið S'9b)°m Gu"nam’
viðvarandi á “^7"™
íslandi. Til að b''ðu,lokksms'
halda uppi sterku og öflugu vel-
feifiarkerfi er nauðsynlegt að
halda úti traustu kerfi atvinnu-
leysistrygginga.
Við lagabreytingar á síðasta
þingi voru gerðar verulegar
breytingai' á lögum um atvinnu-
leysistryggingar sem opnuðu
þúsundum manna rétt til
greiðslna úr sjóðnum sem ekki
höfðu haft til þess rétt áður. Við
þessar breytingar, og vegna hins
slæma ástands i atvinnumálum,
var ljóst að til þessa málaflokks
þyrfti aukið íjármagn.
Atvinnuleysistryggíngasjóður
hefur möguleika til lántöku, en
við þær aðstæður sem ríkja tei
ég að sú leið væri óskynsamleg.
Skynsamlegra er aö þeir sem búa
viö atvinnu leggi af mörkum til
þeirra sem eru þúrfandi. Þrátt
fyrir að þessi skattur lendi á öll-
um launþegum og atvinnurek-
endum verður svo um hnútana
búið að auknu fjármagni verður
varið til barnabótaauka,, sem
mun lina því barnafólki sem lak-
ast stendur þessa skattheimtu.
Auk þcss mun vsk. á matvæli
lækka sem kemur þeim mest til
góða sem þunga framfærslu hafa.
Ég vildi gjaman að hjá þessari
skatttöku mætti komast en í Ijósi
viðvarandi atvinnuleysis og í rík-
isbúskapnum kann ég ekki: betri
leið til að Una þjáningar þeirra
sem búa við böl atvinnuleysis."
Mjög slæmur
skattur
Guðmundur Gylll
Guðmundsson,
„Með þeirri
ákvörðun rík-
isstjórnarinn-
ar að leggja til
að tekið veröi
upp 0,5% at-
vinnutrygg-
ingagjald af
öllum laun-
um er verið
að fara slæma
Ieið til fjáröfl-
unar fyrir ríkissjóð. Þetta gjald
mun leggjast á öll laun, hvort sem
þau eru undir skattleysismörk-
um eða ekki og mun þvi leggjast
á láglaunafóik sem aöra.
Það er eftirtektarvert að þær
nýju álögm’, sem koma fram í
fjárlagafi'umvarpinu, taka ekki
tilUt til tekna eða eigna lúutaðeig-
andi heldur er atvinnutrygginga-
gjaldið flatur launaskattur,
heilsukortin eru nefskattur sem
mun leggjast einkum á sjúka og
greiöslur fyrir röntgenmynda-
tökur munu eingöngu leggjast á
sjúka.
Við gerð kjarasamnings í vor
var lögð þung áhcrsla á það aö
lækkun viröisaukaskatts á mat-
væli yröi ekki fjármögnuð með
öðrum sköttum á launafólk, held-
ur með fj ármagnstekj uskatti sem
legðist á hina betur megandi. í
viðtölum við öármálaráöherra þá
stillir hann sjálfur upp lækkun
virðisaukaskatts á móti atvinnu-
tryggingagjaldinu og er þar með
að segja að lækkun matarskatts
sé fjármögnuð með hinu nýja
gjaldi.“ -kaa