Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Síða 16
16
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
Menning
Metnaðarfullt verkefnaval á 20 ára afmælisári
Viljum að allir f inni
eitthvað við sitt hæf i
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri;
„Það má tvímælalaust segja að
verkefnaval okkar í vetur sé metnað-
arfullt enda enun við í vetur að
minnast þess að 20 ár eru síðan at-
vinnuleikhús tók til starfa hér í bæn-
um og enn er Leikfélag Akureyrar
eina atvinnuleikhúsið utan höfuð-
borgarinnar," sagði Viðar Eggerts-
son, leikhússtjóri á Akureyri, er DV
ræddi stuttlega við hann um verkefni
leikársins hjá Leikfélagi Akureyrar.
Leikárið hófst fyrir skömmu og þá
var brugðið út af venjunni og frum-
sýnt utan Akureyrar. „Við vildum
koma tii móts við þá sem hvað erfiö-
ast eiga með að sækja leikhúsið og
fórum því þá leið að frumsýna í
Grímsey. Þar voru móttökur einstak-
ar og verkið hefur síðan verið sýnt
víða á Norðurlandi. Það fer einnig til
Austurlands áður en sýningar hefj-
ast hér á Akureyri," segir Viðar.
Afturgöngur
Næsta frumsýning er skammt und-
an, en þar er á feröinni ein af perlum
leikbókmenntanna, Afturgöngur eft-
ir norska skáldjöfurinn Henrik Ibs-
en. Afturgöngur hafa enn á ný slegið
í gegn, því víða hafa verið teknar upp
sýningar á þessu magnaða verki.
Sveinn Einarsson hefur nú komið til
liðs við Leikfélag Akureyrar og leik-
stýrir þessari sýningu. Elín Edda
Árnadóttir gerir leikmynd og bún-
inga og er þetta í fyrsta sinn sem hún
starfar með LA. Siguröur Karlsson
fer með eitt hlutverkanna, en hann
er fastráðinn hjá Leikfélagi Reykja-
víkur sem lánar hann til þessa verk-
efnis á Akureyri. Með önnur stór
hlutverk fara Sunna Borg, Þráinn
Karlsson, Kristján Franklín Magnús
og Rósa Guðný Þórsdóttir. Tvö þau
síðamefndu leika í fyrsta skipti með
Leikfélagi Akureyrar.
Léttleiki um jólin
„Um jólin ætlum við að snúa blað-
inu við með hláturvænum gleði-
leik,“ segir Viðar Eggertsson. Þá
verður frumsýndur skemmtileikur-
- seglr Viöar Eggertsson leiMiússtjóri
Sveinn Einarsson leikstýrir Afturgöngum. Hann er á myndinni ásamt Þráni Karlssyni, Rósu Guðnýju Þórsdóttur,
Kristjáni Franklin, Sunnu Borg og Sigurði Karlssyni sem leika stærstu hlutverkin.
inn „Ekkert sem heitir - átakasaga"
og er eftir „heiðursfélaga" sem mun
dyljast bak við þaö dulnefni eitthvaö
fram í næsta mánuð. „Þetta fjallar
um lítinn bæ þar sem alls kyns átök
eru í gangi og þau leiða til átaka,“
segir Viðar.
Hlín Agnarsdóttir verður leik-
stjóri, Stígur Steinþórsson mun í
fyrsta skipti sjá um leikmynd og bún-
inga fyrir LA og í helstu hlutverkum
verða Rósa Guðný Þórsdóttir, Dofri
Hermannsson, Aðalsteinn Bergdal,
Sigurveig Jónsdóttir, Arna María
Gunnarsdóttir, Sigurþór Albert Hei-
misson, Saga Jónsdóttir, Skúli
Gautason og Sigurður Hallmarsson.
Tvö með 14 hlutverk
í lok janúar kemur svo næsta verk-
efni á fjalirnar en það er „BAR-
PAR“ eftir Jim Cartwright, höfund
Strætis sem sýnt var við fádæma vin-
sældir hjá Þjóðleikhúsinu á síðasta
leikári. Þar segir frá kvöldstund í.lífi
hjóna sem reka bar og gestum þeirra.
Sunna Borg og Þráinn Karlsson,
tveir af máttarstólpum LA um ára-
bil, munu sýna þar sínar bestu hliðar
og þær ekki fáar. Þau verða í hlut-
verki hjónanna og einnig allra gesta
þeirra á barnum þessa kvöldstund.
Guðrún Bachmann hefur þýtt
verkið, Hávar Siguijónsson er leik-
stjóri og Helga Stefánsdóttir sér um
leikmynd og búninga en bæði Hávar
og Heíga starfa nú í fyrsta skipti hjá
LA.
Óperuspaug í lokin
Lokaverkefnið hjá LA í vetur er
„Óperudraugurinn" (The Phantom
Of The Opera), sem er mikið óperu-
spaug með dularfullu ívafi, ást og
aíbrýöi. „Leit að söngvurum hefur
staðið yfir að undanfómu og er að
ljúka þessa dagana. Þama er á ferö-
inni mikið verk sem mjög víða hefur
slegið í gegn,“ segir Viðar Egg-
ertsson.
Tónhstin er eftir Mozart, Donizetti,
Weber, Gounod, Verdi og Offenbach.
Vinsælar aríur úr mörgum þeirra
þekktustu verka eru ofnar í sýning-
una til að gera kvöldstundina
ógleymanlega. Þórhildur Þorleifs-
dóttir leikstýrir en hún sviðsetti síð-
ast My Fair Lady hjá LA fyrir 10
árum sem sló þá öll aðsóknarmet.
Tónlistarstjóri verður Gerrit Schuil
en Siguijón Jóhannsson gerir leik-
mynd búninga.
Eltthvað fyrir alla
„Það er ansi breitt sviðið sem við
fömm yfir í vetur enda höfum við
fjölgaö verkefnum og markmiðið er
að eitthvað sé á boðstólum fyrir aUa
með fjölbreyttu verkefnavali. Viö
viljum að hver áhorfandi fmni a.m.k.
eitt verkefni við sitt hæfi og helst
fleiri," segir Viðar Eggertsson leik-
hússtjóri.
Ný djassplata frá Sigurði Flosasyni:
Valdi þá sem ég vildi leika með
íslenskar djassplötur era ekki
margar og telst það ávallt til tíðinda
þegar ein slík er gefm út. Gengið á
lagið er ný djassplata með Sigurði
Flosasyni og hljómsveit hans. Sig-
uröur er meðal bestu djassleikara
okkar og er virtur og þekktur út fyr-
ir þröngan markaðinn á íslandi. Með
Sigurði er samnorræn liljómsveit
sem stofnuð var með þessa plötu í
huga. Þar er valinn maður í hveiju
rúmi. Auk Sigurðar, sem leikur á
saxófón, leikur Ulf Adáker á tromp-
et, Eyþór Gunnarsson á píanó, Lenn-
art Ginman á bassa og Pétur Östlund
á trommur. Tónhstina, sem prýðir
plötu Sigurðar, mátti heyra á Lista-
hátíðinni í Hafnarfirði.
Sigurður er einn fárra íslenskra
djassleikara sem leikur djass opin-
berlega að staöaldri og því þótti
mörgum tími til kominn að hann
kæmi eigin tónlist á geislaplötu og
Gengið á lagið er góð viðbót í fátæk-
legt úrval íslenskra djassplatna. í
stuttu spjalli var Sigurður spurður
um lögin.
„Á plötunni er öh tónhst eftir mig.
Um er að ræða bæði ný og gömul
lög. Þau.elstu era um það bU sex ára
en önnur samin með þessa plötu í
huga. Þetta er órafmagnaður djass
þar sem bregður fyrir blúsum, völs-
um, sömbum, ballöðum og ýmsu
Ueiru. Þar sem ég stóð sjálfur að gerð
plötunnar frá upphafi valdi ég þá
menn sem mig langaði mest tU að
leika með og er ég sérlega ánægður
með útkomuna en platan var unnin
á stuttum tíma. Við lékum pró-
grammið á Listahátíö í Hafnarfirði
og fleiri stöðum. Einn daginn drifum
við okkur svo í hljóðver og þar var
aUt tekið upp beint eins og við höfð-
um flutt það á tónleikunum.
Fyrsta platan
undir eigin nafni
Þetta er fyrsta platan sem kemur
út undir mínu nafni en áður haföi
ég leikiö á þremur öðrum djassplöt-
um, fyrst með Nýja kompaníinu og
síðan með Tómasi R. Einarssyni en
í Nýja kompanhnu stigum við báðir,
ég og Tómas, okkar fyrstu spor í
djassinum."
Sigurður var spurður hvort ætti
að fylgja plötunni eftir: „Þaö er verið
aö rembast við að halda útgáfutón-
leika hér á landi en það er dýrt að
fá þá þijá sem búa erlendis th lands-
ins og þótt þeir séu aUir af vUja gerð-
Siguröur Flosason. Fjölbreyttur
órafmagnaöur djass á geislapiöt-
unni Gengið á lagið.
ir þá gengur það ekki að standa einn
og óstuddur í að kosta þá hingað tfl
hljómleikahalds. Ef þeir komast ekki
mun ég að öUum hkindum halda tón-
leUia með öðrum. En möguleikar era
á að við sem skipuðum hljómsveitina
gerum eitthvað saman á erlendum
vettvangi.
Það sem er aftur á móti framundan
hjá mér nú er að kynna plötuna og
koma henni á framfæri. Næsta verk-
efni er síðan að leika á konsert í
Norræna húsinu þar sem framflutt-
ur verður lagaflokkur eftir danska
tónskáldið og gítarleikarann Karsten
Houmark við ljóðabálkinn Flower
Faries of Autumn eftir Ciceley Mary
Barker." Á þessum tónleikum koma
fram auk Siguröar Eyþór Gunnars-
son píanóleikari, EUen Kristjáns-
dóttir söngkona, höfundurinn,
Karsten Houmark, Torben West-
ergárd bassaleikari og Sören Frost
trommuleikari. Seinna í vetur mun
Sigurður vera með í samnorrænu
djassbandi sem verður á ferðalagi
um Norðurlönd. í þessari hljómsveit
verður meðal annars Ulf Adáker.
Sigurður er spurður hvort hægt sé
aö leika eingöngu tjjass á íslandi:
„Það er hægt en það er ekki hægt að
lifa á því að leika eingöngu djass. Það
er fámennur hópur hér sem leggur
þetta fyrir sig og er nauðsynlegt í
bland að leika með útlendum djass-
leikurum og fá þá hingað til landsins
til að starfa með okkur og vinna að
gefandi verkefni eins og þessi plata
Fyrsta Ijóðabók
Hannesar Péturs*
sonarílOár
Þaö er oröið langt síðan eitt af
höfuðskáldum Islendinga, Hann-
es Pétursson, sendi frá sér nýtt
ljóðasafn, eða tíu ár. Aðdáendur
hans geta nú glaðst yfir aö vænt-
anleg er ný Ijóðabók, Eldhylur,
frá Iðunni sem hefur að geyma
ný ljóð Hannesar. Af öörum nýj-
um íslenskum skáldverkum, sem
Iðunn gefur út fyrir jólin, má
nefna bækurnar Ástin fískanna
eftir Steinunni Sigurðardóttur og
Hafborg eftir Njörð P. Njarðvík.
Auðurieikur
einleikáfyrstu
áskriftartónleikum
Fyrstu reglulegu áskriftartón-
leikar Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands verða í kvöld. Þar veröur
meðal annars fluttur fiölukonsert
eftir Carl Nielsen. Einleikari með
hljómsveitinni er Auður Haf-
steinsdóttir fiðluleikari Er þetta
í fyrsta skipti sem hún leikur með
hljómsveitinni. Auður átti að
leika með hljómsveitinni í fyrra
en ekki gat orðið af þvi. Auður
hefur komiö fram sem einleikari
í Bandaríkjunum, Japan, Kína,
Svíþjóð og Kanada, svo einhver
lönd séu nefnd. Aðalhljómsveit-
arstjóri Sinfóníuunnar Osmo
Vánska stjórnar hljómsveitinni í
kvöld.
Erlendtímarit
fylgjastmeð
Friðriki
Nú er lokið tökum á nýjustu
kvikmynd Friðriks Þórs Frið-
rikssonar, Bíódögum, og hefur
mikiö verið fjallað um rayndina
I fjölmiðlum hér á landi. En við
erum ekki þeir einu sem fylgjast
með hvað Fríðrik er að gera. Eft-
ir sigurför Barna náttúrunnar á
erlendri grand er fylgst með hon-
um í erlendum kvikmyndatíma-
ritum og hafa DV borist úrklipp-
ur úr enskum og þýskum kvik-
myndablöðum þar sem sagt er frá
gerð Bíódaga og hvenær sýningar
eru áætlaðar.
Fáaren
vandaðarbækur
Öm & Örlygur gefur.út fyrir
þessi jól fáar en vandaðar bækur
og kemur ekki út neitt skáldverk
eða viötalsbók frá útgáfunni.
Meðal bóka sem verða gefhar út
er Akureyri eftir Steindór Stein-
dórsson, en verkið er byggt upp
eins og bókaflokkurinn Reykja-
vík - sögustaður viö sund, Sjó-
mannahandbókin, sem er þýdd
og staðfærð fyrir islenskar að-
stæður, Saga Stýrimannaskólans
í Reykjavík og Sjósókn og sjávar-
hættir við suöurstörndina eftir
Þórð Tómasson. Bækur þessar
era allar ríkulega myndskreytt-
ar.
Coppeliai
Operunni
Uppsetning íslenska dans-
flokksins á Coppelíu í vor vakti
mikla athygli en uppfærslunni
sijórnaði ein þekktasta ballerina
samtímans, Eva Evdokimova, og
vakti uppfærsla hennar athygli
út fyrir landsteinana. Hefur Evd-
okimovu verið boðið að setja
Coppelíu upp fyrir ballettinn í
Austin í Texas í vetur. Sýning
þessi verður nú tekin upp aftur
og verða fáar sýningar í Islensku
óperunni. Þar sem sviöiö er
minna en í Borgarleikhúsinu
hafa verið gerðar nokkrar breyt-
ingar til að aðlaga sýninguna
smærra sviði.