Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 Fréttir DV Átján ára piltur fær tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps: Refsing lækkuð um helm ing vegna ungs aldurs stakk jafnaldra sinn sex hnífstungum í bak og síöu af htlu tilefni Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 18 ára pilt, Davíð Trausta Odds- son, í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir tilraun tíl manndráps með því að hafa stungið jafnaldra sinn sex hnífstungum í bak og síðu með fjað- urhníf í Austurstræti aðfaranótt sunnudagsins 25. júlí síðastliðinn. Hann er jafnframt dæmdur tU að greiða piltinum, sem varð fyrir stungunum, 300 þúsund krónur í miskabætur. Pétur Guðgeirsson hér- aðsdómari kvaö upp dóminn. Umrædda nótt var fjöldi fólks á ferh í Austurstræti og ölvun áber- andi. Lögreglumönnum, sem voru á verði á torginu, var skyndUega tU- kynnt að maður hefði verið stunginn. Þegar þeir komu á vettvang lá piltur á grúfu og stúlka að stumra yfir hon- um. Þegar farið var með hinn slasaða á sjúkrahús komu fimm stungusár í ljós á bakinu ofanverðu og eitt í síðu. Eitt sáranna á bakinu og síðusárið náðu inn í bijóstholið. Ekki reyndist þó nauðsynlegt að leggja hinn slas- aða á gjörgæsludeild og var hann lagður á almenna deild þar sem hann náði sér vel miðað við aðstæður. Sá sem varð fyrir stungunni skýrði svo frá að hann hefði verið að reyna aö stilla tU friðar þar sem tveir ókunnugir strákar voru að rífast og ýta hvor við öðrum á Lækjartorgi þegar æstan pUt hefði borið að. Hefði hann þá gripið í axlir hins æsta en sá hefði tekið á móti og dregið hann niður þannig að þeir stóðu hoknir. Síðan hefði hann fundið fyrir högg- um í bakið og haldið að pUturinn væri að beija sig með áhaldi eða hnúajárnum. Þá hefði hann heyrt stúlkurödd segja: „Hann er með hníf‘. Þegar hann ýítti pUtinum frá sá hann blóðugan hníf í hendi árás- armannsins. Héraðsdómur taldi ljóst að árás Daviðs hefði verið af litlu tilefni og honum hefði hlotið að vera ljóst að hnífstungumar gætu hæglega orðið fómarlambinu að bana. Hann væri þvi sekur um tilraun til manndráps. I dóminum segir að Davíð hafi ekki gerst sekur um refsivert athæfi áður. Vegna ungs aldurs hans þótti refsing hans hæfilega ákveðin tveggja ára og 6 mánaöa fangelsisvist. Með hhðsjón af fyrri dómum, þar sem sakborningar hafa verið dæmdir í 5 ára fangelsi fyrir tilraun tíl mann- dráps, er ljóst að dómurinn færir refsingu Davíðs niður um helming vegna ungs aldurs. Hann var 17 ára þegarbrotiðvarframið. -Ótt Jóhanna heldur hér á ömmustrákunum sinum sem báðir komu í.heiminn sama kvöldið. DV-mynd ÞÖK Eignaðist tvö barna- börn sama daginn - héldum aö þetta væri gabb, segir Pjóla Jóhanna Halldórsdóttir McDonaM's fækkar starf s- mönnum „Viö réðum 120-130 manns í tveimur lotum við opnunina þar sera salan varð gríöarleg. En nú höfum við ekki lengur not fyrir aUt þetta fólk. Við höfum engum sagt upp þar sem allir voru laus- ráðnir en það veröa hins vegar ekki allir úr þessum hópi fast- ráðnir. Þaö er svo stutt síöan við Qpnuðum að við erum enn að læra og högum þvi seglum eftir vindi," sagöi Kjartan Órn Kíart- ansson, eigandi McDonald’s á ís- landi, við DV. Yfir 40 þúsund afgreiðslur voru þjá McDonald’s fyrstu 20 dagana. Nu er mesti kúfurinn farinn af. Kjartan sagöist ekki geta upplýst hvemargamennhannþurfi. -hlh Akureyrarbjór: Sextánára stúlka í drykkjukeppni Gylfi Kristjáns3on. DV, Akureyri: Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur veriö beöin að kanna þátttöku 16 ára stúlku i bjór- drykkjukeppni sem fram fór i einu veitingahúsa bæjarins um siðustu helgi. Stúlkan hefur aö sjálfsögðu ekki aldur til að sækja vínveit- ingahús en komst engu aö síður þar inn og tók þátt í keppninni. Eftirlitsmaður vínveitingahúsa hafði spur nir af þessu og fór fram á rannsóknina ásamt héraös- lækni. Stúlkan mun hafa komist i úrslit i keppninhi. Heilbrigðisráðherra: Vill auðvelda lokunina Forstjóri Ríklsspitalanna og stjómarformaður þeirra hittu Guðmund Áma Stefánsson heil- brigðlsráðherra á fundi á fimmtudag til að ræða við hann um uppsagmr starfsfólks á leik- skólum Ríkisspítalanna og yfir- vofandi lokun eða yfirtöku sveit- arfélaganna á íeikskólarekstrin- um. Niöurstaöa fundarmanna varð sú að leita leiða til að gera foreldr- um breytingarnar auðveldari og veita þeim einhvem aðlögunar- tíma en engin ákvörðun var tekin áfundinum. -GHS „Eg fékk nú bara nærri því áfall, amman er varla búin að átta sig á þessu ennþá. Þetta er alveg ótrúlegt en jafnframt yndislegt," sagði Fjóla Jóhanna Halldórsdóttir sem alveg óvænt eignaðist nýverið tvö bama- böm meö rúmlega fjögurra klukku- stunda millibih. „Ég var ekki fyrr búin að hringja í alla ættingjana og tilkynna þeim að dóttir mín væri búin að eignast dreng þegar ég hringdi í alla aftur og tilkynnti þeim að tengdadóttir mín væri líka búin að eignast strák,” sagði Jóhanna. Hún sagði að fólkið hefði bara hlegið góðlátlega og sagt henni að hún væri búin að segja því fréttimar. Hún þurfti því að ítreka að hún hefði eignast tvö bamabörn sama kvöldið og sannfæra fólk um aö þetta væri ekki gabb. „Dóttir mín, Anna Helga Jónsdótt- ir, eignaðist átján marka dreng sem var 54 sm langur en hún var komin tvær vikur framyfir og því var hann tekinn meö keisaraskurði. Tengda- dóttir mín, Sigrún Rósa Steindórs- dóttir, átti hins vegar drenginn sinn sex vikum fýrir tímann og hann var líka tekinn með keisara. Sá var ekki nema 11 merkur og 45 sm langur," sagði Jóhanna. Feðumir em mörg- um kunnir, þeir Jón Þórir Jónsson, handboltamaður í Selfossliðinu, son- ur Jóhönnu, og Rögnvaldur Rögn- valdsson sem leikur fótbolta með Stjömunni. Báðar vom konumar að eignast sín fyrstu börn þó þetta séu 4. og 5. barnabarn Jóhönnu. Sjálf er hún fjögurra barna móðir sem hljómaði eins og hún hefði verið að eignast sitt fyrsta barnabam. -ingo Stuttar fréttir TaphjáKEA Vegna aukins fjármagnskostn- aðar varð 105 milljóna króna hallx á rekstri Kaupfélags Eyfirðinga og dótturfyrirtækja þess fyrstu 8 mánuöi ársins. Smalaráferð í dag og á morgun fara fram seinni íjárréttir í Landnámi Ing- ólfs. Vegna þessa beina smalar þeim tilmælum til rjúpnaveiði- manna að þeir fari með gát og verðl helst ekki á veiðum. Hjónaklúbbur í klrkju Ákveðið hefur verið að stofha sérstakan klúbb hjóna í Laugar- neskirkju. Markmiö klúbbsins er að gefa hjónum kost á að rækta samband sitt. Húsmæður mótmæla Félagskonur í Húsmæðrafélagi Reykjavíkur mótmæla harðlega þeim niöurskurði sem heilbrigð- isráöherra hefur boðað. í staö niöurskuröar vilja húsmæöur að stjórnvöld sýni sjálf sparnaö. Umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjpra Handknatt- leikssambands íslands rennur út um helgina. Núverandi fram- kvæmdastjóri, Gunnar K. Gunn- arsson, hefur sagt upp störfum. . Rækjuverksmiöjan BásafeU á Isafiröi ætlar að kaupa 300 tonna rækjufrystitogara frá Grænlandi. Bylgjan greindi frá þessu. Tilræði harmað Stjóm Félags islenskra bókaút- gefenda vill að íslensk stjórnvöld beiti sér gegn íran vegna dauða- dóms yfir þeim sem stuðlað hafa að útgáfu bókarinnar „Sálmar Satans“. Þá harma bókaútgefend- ur það svívirðUega tilræði sem norska forleggjaranum William Nygaard var sýnt nýverið. Sex tílfelU af heilahimnubólgu komu upp á höfuðborgarsvæðinu í síöasta mánuöi. Bylgjan hefur eftir aöstoðarhéraðslækni í Reykjavík að ekki sé ástæða tU að óttast faraldur eins og er. Sunnlendingaránhita Stofnæð hjá Hitaveitu Selfoss fór í sundur síðdegis í gær. Fyrir vikið voru margir Sunnlendingar án hita nokkra tíma í gær. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.