Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 57 Afmæli Gróa Hávarðardóttir Gróa Hávarðardóttir fulltrúi, Heið- arvegi 19 A, Keflavík, er fertug í dag. Starfsferill Gróa fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Að loknu grunnskólanámi starfaði hún hjá íshúsfélagi ísfirð- inga til 1970, hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga 1970-73 og stundaði síðan versl- unarstörf á ýmsum stöðum til 1987. Þá hóf hún störf hjá Samvinnu- tryggingum í Keflavík þar sem hún var útibússtjóri frá 1988 og fram að sameiningu Samvinnutrygginga og Brunabótafélags íslands 1989 en hún er nú fulltrúi hjá Vátrygginga- félagiíslands. Fjölskylda Gróa giftist 10.10.1981 Páh Rúnari Ólafssyni, f. 1.1.1938, bifreiðarstjóra hjá SBK. Hann er sonur Ólafs Rík- arðs Guðmundssonar sem er látinn, og Dagmarar Pálsdóttur. Gróa giftist 27.7.1974 fyrri manni sínum, Ólafi Sigurvinssyni, f. 21.12. 1947, d. 7.8.1977, hárskera og lög- regluþjóni. Dætur Gróu og Ólafs eru Jóhanna Sigurveig Ólafsdóttir, f. 20.4.1975, og Ólöf Ólafsdóttir, f. 2.1.1978. Dætur Gróu og Páls eru Dagmar Pálsdóttir, f. 3.12.1979, ogMaría Ósk Pálsdóttir, f. 11.9.1985. Sonur Páls er Hlynur Ólafur Páls- son, f. 10.4.1962. Systkini Gróu eru Þorleifur Há- varðarson, f. 2.6.1945, sölumaður í Reykjavík, kvæntur Guðnýju Þor- steinsdóttur, en hann á fjögur börn frá fyrra hjónabandi og þijú fóstur- böm; Markús Hávarðarson, f. 15.3. 1948, sundlaugarvörður á Akureyri, kvæntur Svölu Stefánsdóttur og eiga þau þrjú böm; Kristjana Há- varðardóttir, f. 27.6.1955, afgreiðslu- maður og nemi í Kópavogi, og á hún þrjú börn. Foreldrar Gróu: Hávarður Hálf- dánarson frá Hvammi í Dýrafirði, f. 18.4.1923, skipasmiður á ísafirði, og Jóhanna Sigurveig Jónasdóttir frá Tröð í Álftafirði, f. 4.4.1924, d. 24.4.1974, húsmóðir. Gróa verður að heiman á afmælis- daginn. Sviðsljós Það er ekki sama hvernig lundinn er matreiddur og þarf sérstaklega að vanda sig við eldamennskuna á honum og þá sérstaklega þegar Vestmannaeyingar ætla að gæða sér á honum eins og á lundabaltinu í félagsheimilinu Festi í Grindavík. Bjarni Ólason, matreiðslumeistari í ‘Festi og Bláa lóninu, fékk Árna Johnsen til að smakka lundann og gaf Árni honum háa einkunn fyrir eldamennskuna. 20 ára afmæli Félags Vestmannaeyinga á Suðumesjum: Gríðarlegt fjör á lundaballi Ægir Mar Kárason, DV, Suðumesjum: Það eru 20 ár frá goslokum í Vest- mannaeyjum og á þessum tíma- mótum hélt Félag Vestmannaey- inga á Suðumesjum upp á 20 ára afmæh sitt í félagsheimilinu Festi í Grindavík og að sjálfsögðu var lundinn í aðalrétt enda balhð kah- að lundabah. Það komust færri að en vildu og var stuðið á ballinu gríðarlegt og mátti heyra sönginn dynja um Suðumesin þegar gest- imir tóku lagið. Var fjöldasöngur- inn undir stjórn Árna Johnsen sem þykir einstaklega laginn að fá gesti til að syngja með sér. En hvenær var Félag Vestmannaeyinga á Suð- urnesjum stofnáð? „Félag Vestmannaeyinga á Suð- urnesjum var stofnað 8. mars 1973. Aðalhvatamenn að stofnun þess voru Eyþór Þórðarson, Birgir Guðnason og Páh Eyjólfsson ásamt fleirum. Fyrir tilstilU Eyþórs og Birgis var strax hafist handa um undirbúning að móttöku og fyrirgreiðslu fyrir gosflóttafólk frá Eyjum. Bæjarsjóð- ur Keflavíkur lánaði húsið að Klapparbraut 7 í Keflavík til þess- arar þjónustu. Á neðri hæðinni var skrifstofa og var hún nefnd Vest- mannaeyingaskrifstofa en á efri hæðinni vom veittar veitingar. Vinnan var að mestu unnin af Vest- mannaeyingum sem fyrir voru í Keflavík og nágrenni. I byijun var félagið baráttufélag fyrir hagsmun- um þeirra sem flúið höfðu frá Eyj- um. Jafnframt vora haldnir skemmtifundir, sphafundir og dansleikir tíl að gefa félögunum og öðrum Vestmannaeyingum sem flest tækifæri tU að hittast og ráða ráðum sínum. Þessir fundir hafa nú alveg dottið niður eftir því sem Vestmannaeyingar hafa aðlagast öðrum hér á Suðumesjum. Við höfum haldið árshátiö ár hvert sem við köUum lundaball og hefur það verið mjög vel sótt enda alveg nauðsynlegt að halda því áfram, sagði Guðrún Pétursdóttir, form- aður Félags Vestmannaeyinga á Suðumesjum, í samtaU við DV. Vestmanneyingar, búsettir ð Suðurnesjum, kunnu vel að meta lundaball- ið sem haldið var í Festi, Grindavík. DV-mynd Ægir Már Bárður D. Jensson Bárður D. Jensson vélstjóri, Dvalar- heimilinu Jaðri í Ólafsvik, er sjötíu ogfimmáraídag. Starfsferill Bárður er fæddur í Ólafsvík og ólst þar upp. Hann lauk vélstjóra- prófi1940. Bárður stundaði sjó frá 14 ára aldri og varð vélstjóri hjá Guðmundi bróður sínum sama ár og hann fékk vélstjóraréttindi. Hann flutti til Reykjavíkur 1941 og aftur 1966 en þess á milU bjó hann í Ólafsvík en í höfuðborginni starfaði Báröur sem vagnstjóri hjá SVR, 1941-43 og 1966-72. Síðasttalda árið flutti hann aftur til Ólafsvíkur og starfaði hjá Vélsmiðjunni Sindra og var vél- stjóri til sjós. Bárður var formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls 1977-89 og hefur stimdað sjó á eigin triUu frá þeim tíma. Þá var hann öku- kennari í tvo áratugi, frá 1966. Bárður var formaður Starfs- mannafélags SVR í 3 ár, sat í stjóm Verkamannabústaða í 11 ár, sam- bandsstjóm ASÍ og stjóm Sjó- mannabands íslands, þar af í fram- kvæmdastjómf 4 ár. Bárður, sem sat í sljóm félagsheimiUs Ólafsvík- ur, er einn af stofnendum Lions- klúbbs Ólafsvíkur og Leikfélags Ól- afsvíkur en með síðamefnda félag- inu starfaði hann um árabil. Fjölskylda Kona Báröar er Áslaug Aradóttir, f. 6.8.1924, húsmóðir. Foreldrar hennar: Ari Bergmann Einarsson, skipstjóri, og Friðdóra Friðriksdótt- ir, húsfreyja, þau eru bæði látin, þau bjugguíOlafsvík. Börn Bárðar og Áslaugar: Auöur, f. 11.4.1942, gift Eyþóri Lárentínus- syni, þau eru búsett í Stykkishólmi og eiga 3 böm; Friðrik Bergmann, f. 25.7.1943, d. 5.5.1981, hans kona var Þórdís Hjálmarsdóttir, þau voru búsett á Dalvík og þau eignuðust eina dóttur, Friðrik átti fjögur börn fyrir, Þórdís átti dóttir fyrir; Garðar Eyland, f. 28.2.1945, kvæntur Guð- björgu Sveinsdóttir, þau era búsett í Garðabæ og eiga þrjú börn; Lillý, f. 21.1.1947, d. 27.9.1947; Jenetta, f. 12.5.1949, húsmóðir, gift Benoný Ólafssyni, þau era búsett í Reykja- vík og eiga tvö böm, Jenetta átti tvö börn í fyrra hjónabandi, annað þeirra er látið; Sigurður Skúh, f. 1.9. 1950, kvæntur Jóhönnu Heiðdal Bárður D. Jensson. Hauksdóttur, þau eru búsett í Garðabæ og eiga tvö böm, Sigurður Skúh átti son fyrir; Jóhanna, f. 13.6. 1954, gift Sigurði Lárusi Hólm, þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvo syni. Bárður átti níu systkini en þau eru ölllátin. Foreldrar Bárðar voru Jens Pétur Guðmundsson, f. 21.4.1877, d. 5.3. 1922, sjómaður frá Ögri í Helgafehs- sveit, og Metta Kristjánsdóttir, f. 13.3.1880, d. 15.11.1960, húsmóðir frá Búðum á Snæfehsnesi. Bárður og Áslaug taka á móti gest- um á afmæhsdaginn í félagsheimil- inu Klifi í Ólafsvík frá kl. 15-18. Þetta getur verið BILID milli lífs og dauða! 30 metrar _130 metrar Dökkklæddur vegfarandi sést en með endurskinsmerki, ekki fyrr en í 20-30 m. fjarlægð borin á réttan hátt sést hann mÉ UMFERÐAR frá lágljósum bifreiðar i 120-130 m. fjarlægð. ^vRÁÐ E KORTHAFAR fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða smáauglýsingar út í hönd með beinhörðum peningum. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja og smáauglýsingin verður færð á kortið þitt. Það er gamla sagan: Þú hringir, við birtum og það ber árangur! Smáauglýsingadeild DV er opin: Virka daga kl. 9.00-22.00 laugardaga kl. 9.00-16.00 Surmudaga kl. 18.00-22.00 Athugiö: Auglýsing í helgarblað DV þarf að berast tyrir kl. 17.00 á föstudag. SMÁAUGLÝSINGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.