Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 16. OKTÖBER 1993 Skák AtskákmótTaflfélags Reykjavíkur: Hannes varð meistari en réð ekki við Anand Hannes Hlífar Stefánsson sigraði á atskákmóti VISA og Taflfélags Reykjavíkur um síðustu helgi eftir sigur í einvígi við Margeir Pétursson, sem sýnt var í beinni útsendingu á Stöð 2. Einvígið var býsna fjörugt, eins og títt er um atskákir, þar sem umhugsunartími er knappur og ekki gefst alveg alltaf tími til þess að finna besta leikinn. Svo virtist sem Mar- geir ætti sigurinn vísan í bráðabana en hann lék af sér drottningunni og vopnin snerust í höndum hans. Sextán skákmenn tefldu í úrslita- keppninni. í fyrstu umferð vann Helgi Ólafsson Arnar E. Gúnnars- son, Karl Þorsteins vann Jóhann Örn Sigurjónsson, Jóhann Hjartarson vann Jón G. Viðarsson, Hannes Hlíf- ar vann Þröst Árnason, Margeir vann Davíð Ólafsson, Jón L. Árnason vann Hauk Angantýsson, Ágúst S. Karlsson vann Helga Áss Grétarsson og Andri Áss Grétarsson vann Héðin Steingrímsson. í 2. umferð vann Helgi Ólafsson Andra Áss, Karl Þorsteins vann Ág- úst, Margeir vann Jóhann og Hannes vann Jón L. Undanúrslit fóru á þann veg að Margeir vann Helga og Hann- es vann Karl og í úrslitaviðureign- inni vann Hannes síðan Margeir, eins og fyrr sagði. Hápunktur mótsins var einvígi sig- urvegarans og indverska skáksnill- ingsins Anands, sem sýnt var í beinni útsendingu á Stöð 2 sl. sunnudags- kvöld. Lærdómsríkt var að fylgjast með Indverjanum unga að tafli en hann er aðeins 23 ára gamall og ekki síður að sjá og heyra athugasemdir hans við skákir Margeirs og Hannes- ar. Hann er með ólíkindum fljótur að átta sig á fínustu blæbrigðum stöðunnar. Fyrirfram var svosem ekki búist við því að Hannes myndi sækja gull í greipar Indverjaum, sem er næst- stigahæstur skákmanna heims meö 2725-Elo-stig og þekktur fyrir leiftr- andi reiknihraða. Er skemmst frá því að segja að Anand vann báðar skák- imar, að því er virtist mjög sannfær- Hannes Hlífar Stefánsson sigraði á atskákmóti VISA og varð þar með atskákmeistari Reykjavíkur 1993. 5/ ) l'j 1 ^Jjr 1 y Mm f! i iiLlRl > ú- o nL .. . .» j lc,.., pr:: andi, og þurfti ekki nema á u.þ.b. helmingi umhugsunartíma síns aö halda. Nánari skoðun á skákunum leiðir hins vegar í ljós að sigur Indverjans var hreint ekki eins fyrirhafnarlaus og öruggur og sýndist 1 fyrstu. í ljós kemur að Hannes hafði í fullu tré við meistarann í báðum skákunum - þótt útlit væri fyrir annað. Anand virðist hafa villt um fyrir andstæð- ingi sínum og áhorfendum með ör- uggu fasi og lítilli tímanotkun. í fyrri skákinni fórnaði Hannes peði í byrjun, sem stundum er nefnt „íslenska afbrigöiö" en kom ekki að tómum kofunum: Hvítt: Viswanathan Anand Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Skaninavíski leikurinn. 1. e4 d5 2. exd5 Rf6 3. c4 e6!? 4. dxe6 Bxe6 5. Be2 „Ivantsjúk sagði mér fyrir sjö árum aö þetta væri betra en 5. Rf3,“ sagði Anand eftir skákina. 5. - Rc6 6. Rf3 Bc5 7. d3 Dd7 8. 0-0 <W) 9. Be3 Rd4 10. Rbd2 Bf5 11. Bxd4 Bxd4 12. Rxd4 Dxd4 13. Dc2 Had8 14. Rb3 Dh4 15. Hadl b6 16. Dd2 a5?! 17. d4 Re4 18. Del Df619. f3 Rg5 20. d5 Bc2 21. h4?! Betra er 21. Hd2. Svartur tapar nú hði en fær öflugt mótspil. 21. - Rh3+! 22. gxh3 Bxdl 23. Bxdl Df4! 24. Rd2 c6 25. Re4 cxd5 26. cxd5 Hxd5 27. Bb3 Hh5 28. Rg5 h6?! Margeir Pétursson hefur bent á laglega jafnteflisleið: 28. - Hxh4 29. Rxf7 a4!! og heldur jöfnu, því að 30. Bd5 strandar á 30. - Dd4 + og 30. Be6 á 30. - Hxf7. Textaleikurinn er hins vegar ekki tapleikur. 29. Bxf7 + Hxf7 30. De8 + Hf8 31. Dxh5 E# 111 Á 1 A A . m a l: á A A A A a<á? ABCDEFGH 31. -Dg3 + ? Betra 31. - hxg5 strax og svara 32. hxg5 með 32. - Hf5, eða 32. Dxg5 með 32. - Dd4+ og svartur á góða jafnte- flismöguleika, að sögn Anands. Nú verður skákinni ekki bjargað. 32. Khl hxg5 33. hxg5 Hf5 34. f4! Dd3 35. Df3 Dd2 36. Hf2 Dd6 37. Kg2 Hd5 38. He2 Hf5 39. He4 Dd2 40. Kg3 Hd5 Umsjón Jón L. Árnason 41. He8+ Kf7 42. He2 7 Og Hannes gafst upp. í seinni skákinni fékk Hannes betri stöðu eftir byrjunarleikina en illa tímasett riddaraflakk setti strik í reikninginn. Hvítt: Hannes Hlifar Stefánsson Svart: Viswanathan Anand Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6 7. Dd3!? Þessi óvepjulegi leikur er kenndur viö skákmeistarann Paul Keres. 7. - Be7 8. 0-0-0 0-0 9. Rb3 a5 10. a3 a4 11. Rd4 d5 12. exd5 Rxd5 13. Bxe7 Dxe7 14. Rxd5 exd5 15. Dg3 Hd8 16. h4 Df6 17. Dg5 Dd6 18. Rb5? Dc5 19. Rc7 Ha5 20. Bd3 h6 21. Df4 d4 22. Be4 f5?! Betra er 22. - Re5 23. Rd5 Hxd5 24. Bxd5 Dxd5 25. Hxd4 Dc5 með væn- legri stöðu á svart. 23. Bf3 Re5 24. Bd5+ Hxd5 26. Rxd5 Dxd5 26. Hxd4 Da2!? 27. Hd8 + Hannes lætur glepjast og hirðir biskupinn en þaö hefði hann betur látið ógert. Eftir 27. Hel á Anand ekkert betra en að snúa drottning- unni til baka með 27. - De6. Heim- sóknin til a2 spillti þó engu því að eftir 28. Hd8 + Kh7 gengur hvorki 29. Hxe5 Hxe5 30. Hxc8 Hel+ 31. Kd2 He4! 32. Dc7 Dd5+ og mát í næsta leik, né 29. Hxc8 Rd3+ 30. cxd3 Dxel+ 31. Kd2 He5 og vinnur. 27. - Kh7 28. Hxc8? Hd5! Hins vegar ekki 28. - Dal + ? 29. Kd2 Dxhl 30. Dxf5 + og vinnur, eða 28. - Rg6? 29. Dc4! og vinnur. 29. Dxf5+ Rg6 30. Dxd5 Dxd5 31. Hdl Dxg2 32. Hc4 Rxh4! 33. Hxa4 Rf5 34. Hb4 Dxf2 35. Kbl Re3 36. Hcl Dg2 37. Hb3 Rf5 38. Hd3 h5 - Og Hannes gaf. Bridge Verolaunahafar á Islandsmótinu í einmenningi. Frá vinstri: Magnús Magnús- son, sem varð i þriðja sæti, sigurvegarinn Gissur Ingólfsson og Þröstur Ingimarsson sem hafnaði í öðru sæti. Honum leist ekki á að spila út frá mölétnum tígulhtnum og spilaði út hjartafjarka. Gissur lét htið úr blind- um, Húsavíkur-Jón í vestur lét kóng- inn, sem var drepinn með ás. Nú kom htið lauf, austur lét htið og vonaði það besta. Tían úr bhndum fiskaöi kónginn og að bragöi spilaði vestur hjartatvisti til baka. Gissur lét htiö og áttan í bhndum átti slaginn. Nú DV-mynd IS kom spaði á ásinn og lítið lauf. Aust- ur gætti ekki að sér, lét htiö og nú var sviðiö sett fyrir Gissur. Hann drap á drottningu, fór heim á hjarta- drottningu, spilaði spaða og tók þijá slagi á litinn. Síðan spilaði hann laufi og fékk síðan þrjá síöustu slagina, þegar austur varö að spha upp í tíg- ulgaffahnn. Fimm unnir og semi- toppur. íslandsmótið í einmenningskeppni: Gissur Ingólfsson sigraði örugglega íslandsmótiö í einmenningskeppni var háð um sl. helgi í húsakynnum Bridgesambands íslands við Sigtún. Níutiu og sex pör tóku þátt og má segja að þar hafi verið misjafn sauð- ur i mörgu fé. Þótt heppni hafi töluvert að segja í þessu keppnisformi er varla hægt að tala um það í sambandi við Giss- ur. Eins og margir muna, þá var hann í efstu sætunum í fyrra, þar til Magnús Magnússon frá Akureyri skaust fram úr honum í síðustu sph- unum. í ár var Gissur ákveðinn í að láta það ekki endurtaka sig, hann tók örugga forystu strax í fyrstu lotu og hélt síðan öruggu forskoti þar th upp var staðið. Lokastaðan í mótinu var þessi: 1. Gissur Ingólfsson........4279 2. Þröstur Ingimarsson....2410 3. Magnús Magnússon.......2398 4. Sveinn R. Eiríksson....2346 5. Sigurður Vilhjálmsson..2346 6. Aðalsteinn Jörgensen...2344 Umsjón Stefán Guðjohnsen 7. Ingi Agnarsson.........2328 8. Stefán Guðjohnsen......2306 9. Hallur Símonarson......2268 10. Gísli Hafhöason.......2236 Við skulum skoða eitt sph frá síö- ustu umferðum mótsins, en þar nældi Gissur sér í góða skor með því að nýta sér mistök vamarspharanna. V/Allir * Á932 V ÁD8 ♦ Á D + G732 * D 5 V 7 6 4 ♦ K G 9 7 6 + K95 +Á84 * KG87 V 10 5 3 ♦ 10 4 2 + D 10 6 Gissur sat í norður og opnaði á einu grandi. Enginn hafði neitt við það aö athuga og austur átti að spha út. • 10 6 4 ¥ KG92 ♦ 853

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.