Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993
18
Dagur í lífi Eiríks Jónssonar sjónvarpsmanns:
Eins og kóngur
Eiríkur Jónsson.
Vaknaði klukkan 8.30 og ákvað að
vera hamingjusamur í dag. Mamma
hafði farið í vinnuna klukkan sex og
skilið okkur öll eftir sofandi. Baldur
sonur minn heimtaði morgunmat af
svo miklum krafti að systir hans
vaknaði líka. Morgunmatur fyrir tvo
- strax.
Gallinn var bara sá að þaö var ekki
til neinn morgunmatur nema AIl-
Bran með mjólk, og það er ekki
morgunmatur fyrir sjö ára og fjög-
urra ára.
Hnetusmjör, heilhveitibrauð og
mjólk. „Þú ert frábær kokkur," sagði
Baldur. „Get ég fengið meira,“ sagði
Lovísa. Vel lukkað.
Fasteignasali í austurbænum
hringdi og minnti mig á ógreidda
skuld frá því að hann reyndi að selja
húsið mitt fyrir skemmstu án árang-
urs. Ég benti honum á að ég greiddi
ekki hjólbarðaviðgeröarmanni fyrir
að skipta um dekk ef hann skipti
ekki um dekk. Fasteignasalinn benti
mér þá á að ég þyrfti að borga lækni
þó svp honum tækist ekki að lækna
mig. Ég spurði þá hvort fasteignasal-
ar flokkuðu sjálfa sig frekar með
læknum en hjólbarðaviðgerðar-
mönnum. Hann jánkaði því og ég
lofaði að borga síðar á árinu.
Dóttir mín var farin að sýna bróður
sínum nýjustu danssporin úr Grease
við undirleik Rokklinganna þegar
tónskáld úr ættinni hringdi og baðst
afsökunar á því að hafa nefnt mig á
nafn í blaðagrein. Ég baö hann um
aö hafa ekki áhyggjur af mér og
nefna nafn mitt sem oftast í blaða-
greinum ef hann kæmi því við. Best
væri ef hann semdi um mig lag og
léki í útvarpinu. Hann lofaði því
óbeint.
Þátturinn undirbúinn
Leið að hádegi. Krakkarnir í skól-
ann og ég í vinnuna. Hafði verið að
velta þvi fyrir mér allan morguninn
hvort ég ætti að fá uppreisnarsegg
úr Framsóknarflokknum í sjón-
varpsþáttinn um kvöldiö. Eða þá
landsþekktan ofbeldismann úr
Gunnarsholti. Eða sjálfa Stínu stuð
sem ég vissi að var í málaferlum við
stærsta pitsuveitingahúsið í London.
Uppreisnarmaðurinn úr Fram-
sóknarflokknum þorði ekki að koma.
Ofbeldismaðurinn í Gunnarsholti
sagði að ég væri geggjaöur. Þá
hringdi ég í Stínu stuð. Hún talaði í
tæpa tvo tíma um tröppurnar á pitsu-
staðnum í London þar sem hún hafði
húrrað niður, um strákana í Led
Zeppelin sem reyndu stíft við hana í
bandaríska sendiráðinu í Reykjavík
og um Mick Jagger sem hafði lánað
henni límúsínuna sína í Kaup-
mannahöfn fyrir nokkrum árum.
„Jagger var hryllilega timbraður all-
an timann,“ sagði hún.
Ég bókaði hana og sagði henni að
mæta klukkan 19.30. Setti auglýsing-
ar á Bylgjuna þar sem Stína stuð var
kynnt á hinn æsilegasta hátt. Las inn
á sjónvarpsauglýsingu þar sem Stína
stuð var kynnt enn betur. Settist svo
niður og reyndi að hugsa um fram-
haldið. Siggi smiður kom og setti upp
gardínur í nýju glæsiskrifstofuna
mína. Jón Axel kom og við bjuggum
til nýjan sjónvarpsþátt sem við ætl-
um að vera meö í ellinni saman.
Ámi listhönnuður kom og kynnti
fyrir mér nýja kynningarstefið sem
hann er að gera fyrir þáttinn minn.
Og síminn hringdi og ég var skamm-
aður og mér var hrósað til skiptis.
Laun heimsins í hnotskurn.
Fór klukkan fimm að ná í son minn
á barnaheimili. Dóttirin fór til vin-
konu sinnar aö halda áfram að æfa
Grease-sporin á nýju danskónum
sem ég hafði keypt í Hagkaupi daginn
áður. Reyndi að plata soninn í sund
en hann sagðist vera þreyttur og vilja
fara heim. Komum við í búð og
keyptum morgunmatinn sem hafði
vantaö um morgiminn. Fórum heim,
borðuðum morgunmatinn og horfð-
um á Gosa í sjónvarpinu.
„Ég er heppinn að vera ekki spýtu-
karl,“ sagði hann.
„Já, ég er líka heppinn að eiga ekki
spýtustrák,“ sagði ég.
Biðum eftir að mamma kæmi heim
svo ég gæti farið í vinnuna aftur.
Klukkan 18.30 hringdi mamma og
sagðist ekki koma heim. Hún væri
að fara að kveðja vinnufélaga sem
væri að hætta. Mér fannst vera bjór-
lykt af röddinni.
„Ókei,“ sagði ég.
„Börnin geta farið til mömmu,"
sagði hún.
„Ókei,“ sagði ég.
Fór með börnin til tengdó og ailir
voru ánægðir. Kom aftur í vinnuna
og þá var Stína stuð mætt fótbrotin
í gifsi. Fór í nýju Paul Smith-skyrt-
una, lét sminka mig og setja gljáa í
hárið. Tilbúinn í slaginn. Stína stuð
var stressuð.
Hamingjusamur
Þátturinn gekk vel. Stína stuð tal-
aði um allt annað en ráðgert hafði
verið. Vel heppnað. Ég ánægður. Eft-
ir illa heppnaðan þátt er ég tvo daga
að jafna mig. Kjaftaöi við Stínu og fór
svo að ná í bömin. Konan var enn
aö kveöja samstarfsfélagann. Fór
heim með börnin og Baldur sofnaði
á leiðinni. Við Lovísa horfðum aðeins
á umræðuþátt um sameiningu sveit-
arfélaganna í Rikissjónvarpinu og
mér tókst aö slökkva áður en ég
missti trúna á lífið.
Skreið upp í rúm með tvo htla engla
í fanginu og var að sofna þegar ég
heyrði að.unga konan mín var að
hátta sig í myrkrinu. Hún skreið líka
upp og hvíslaði í eyra mér rétt áður
en ég missti meðvitund: „Þú ert best-
ur. Góöa nótt.“
Mér leið eins og kóngi í ríki sínu.
Klukkan sló tólf og mér haiði tekist
átakalítið að vera hamingjusamur
enn einn daginn. Einfalt og gott.
Samt ótrúlega flókið.
Finnurþúfimmbreytmgai? 227
Hugsa sér, og ég sem hélt aö það hefði eyðilagst þegar það datt! Nafn:.........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þeg;ar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum liðnum
birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun: Aiwa vasadiskó
að verðmæti 4.480 krónur frá
Radíóbæ, Ármúla 38.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.950.
Bækumar, sem em í verðlaun,
heita: 58 mínútur, Sonur Ottós, Kol-
stakkur, Leikmaðurinn og Vighöfði.
Bækumar eru gefnar út af Frjálsri
fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 227
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir tvö hundr-
uð tuttugustu og fimmtu get-
raun reyndust vera:
1. Ólafur Hákonarson,
Funafold 59,112 Reykjavík.
2. Jónas Ingason,
Kirkjubraut 10,260 Njarðvík.
Vinningarnir verða sendir
heim.