Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 Afrnæli T DV Pétur Pétursson Pétur Pétursson útvarpsþulur, Garðastræti 9, Reykjavík, er sjötíu ogfimmáraídag. Starfsferill Pétur fæddist á Eyrarbakka en ólst upp á Bráðræðisholtinu í Reykjavík. Hann stundaði nám í Kvöldskóla alþýðu í Reykjavík vet- urinn 1935-36, við lýðháskólann í Tarna og í skólum sænska alþýðu- sambandsins og samvinnusam- bandsins í Svíþjóð og Pittman’s Col- lege í London 1937-38. Pétur var sendill og síðar banka- ritari í Útvegsbankanum í Reykja- vík 1931-42 og þulur hjá Ríkisút- varpinu 1941-55 og 1970-88. Hann var kaupmaður í Reykjavík og rak skrifstofu skemmtikrafta 1955-70, var leiðsögumaður hjá Ferðaskrif- stofu ríkisins 1950-60 og auglýsinga- stjóri Alþýðublaðsins 1958-59. Pétur sá um útgáfu og ritaði for- mála að bókinni Réttvísin gegn Ól- afi Friðrikssyni, útg. 1986. Hann hefur stundað dagskrárgerð í fjölda ára, stýrði m.a. barnatíma 1943^44, þáttunum Lög og létt hjal og Sitt af hverju tagi, auk þess sem hann hef- úr á síðustu árum tekið saman fjölda þátta um mannlífið í Reykja- vík fyrri tíma. Hann stóð fyrir fyrstu dægurlagakeppninni sem haldin var hér á landi á Hótel íslandi árið 1939. Fjölskylda Pétur kvæntist 8.3.1941 Ingibjörgu Bhnu Jónsdóttur, f. 2.12.1919. For- eldrar hennar voru Jón Bjarnason, læknir á Kleppjárnsreykjum, og kona hans, Anna Kristín Kristjana Þorgrímsdóttir. Dóttir Péturs og Birnu er Ragn- heiður Ásta, f. 28.5.1941, útvarpsþul- ur, gift Jóni Múla Ámasyni tón- skáldi. Systkini Péturs: Jón Axel, f. 29.9. 1898, nú látinn, bankastjóri Lands- bankans; Steinunn, f. 20.4.1901, d. 8.8.1911; Nellý, f. 1.6.1903, nú látin, bóndakona á Mýnun; Guðmundur, f. 10.9.1904, d. 29.2.1972, símritari í Reykjavík; Ásgeir, f. 15.2.1906, d. 17.5.1992, umsjónarmaður í Kópa- vogi; Auður, f. 28.7.1907, nú látin, húsmóðir í Garði; Tryggvi, f. 25.11. 1909, fyrrv. bankastjóri í Hvera- gerði; Steinunn, f. 7.10.1912, hús- móðir í Reykjavík; Ásta, f. 21.6.1915, d. 5.6.1938; Bergsteinn, f. 31.10.1920, d. 20.8.1921. Systkini Péturs, samfeðra: Petrón- ella, f. 6.11.1890, d. 11.6.1958, hús- móðir í Grindavík; Haraldur, f. 15.8. 1895, nú látinn, safnhúsvörður. Foreldrar Péturs vom Pétur Guð- mundsson, f. á Votumýri á Skeiðum, 17.5.1859, d. 8.5.1922, skólastjóri á Eyrarbakka, og kona hans, Elísabet Jónsdóttir, f. í Dagverðamesi á Rangárvöllum4.12.1878, d. 23.11. 1969, húsmóðh. Ætt Pétur var sonur Guðmundar, b. í Langholtsparti í Flóa, Sigurðssonar, bróður Guðlaugar, móður Sigurðar regluboða, fóður Sigurgehs bisk- ups, fóður Péturs biskups. Bróðir Guðmundar var Sigurður á Svína- vatni, langafi Ágústu, móður Dan- fríðar Skarphéðinsdóttur, fyrrv. al- þingismanns, og langafi Jónínu í Úthlíö, móður Gísla ritstjóra og Jóns Hilmars háskólakennara Sig- urðssona. Annar bróðir Sigurðar var Magnús á Votamýri, langafi Bjama Sigurðssonar, dósents í HÍ. Móðurbróðir Péturs var Berg- steinn, langafi Atla Heimis Sveins- sonar. Móðursysth Péturs var Ólöf, amma Bergsteins Jónssonar sagn- fræðings. Elísabet var dóttir Jóns, b. og alþingismanns á Eyvindar- Pétur Pétursson. múla í Fljótshlið, Þórðarsonar. Móðir Jóns var Ólöf, systir Rann- veigar, langömmu Bjama Bjama- sonar læknis. Ólöf var dóttir Bein- teins, lögréttumanns á Breiðaból- stað í Ölfusi, Ingimundarsonar, b. í Hólum, Bergssonar, b. í Brattsholti, Sturlaugssonar, ættfoður Bergsætt- arinnar. Móðir Ehsabetar var Guð- rún Jónsdóttir, systir Eyvindar, langafa Sigríðar, móður Jóhanns Sigurjónssonar sjávarliffræðings. Óli Jón Ólason Óli Jón Ólason gistiheimiliseig- andi, Miklubraut 1, Reykjavík, verð- ur sextugur á morgun. Starfsferill Óli fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Laugarásnum. Hann stundaði nám við Gagnfræðaskóla Austur- bæjar og útskrifaðist frá VÍ1953. Að námi loknu vann Óli ýmis verslunar- og skrifstofustörf en frá 1959 hefur hann einkum unnið að ferðamálum. Hann rak m.a. Skíða- skálann í Hveradölum 1959-69, Hót- el Akranes 1969-74, vann hjá Loft- leiðum og síðan Flugleiðum 1974-76, rak sumarhótelið að Laugum í Dala- sýslu 1979-84 og var þar skólabryti sömu ár, var ferðamálafulltrúi fyrir Vesturland og Suðurland 1984-87, var framkvæmdastjóri ferðaskrif- stofunnar Land og saga hf. 1987-90 en keypti þá Gistiheimihð Miklu- braut 1 sem hann hefur rekið síðan. Þá rekur hann einnig Gistiskálann Ármúla 17A. Fjölskylda Kona Óla er Steinunn Hansdóttir, f. 23.2.1947, tollfulltrúi. Hún er dótt- ir Hrefnu Kristjánsdóttur Fraser sem búsett í Bandaríkjunum en maður hennar og fósturfaðir Stein- unnar er Robert D. Fraser. Faðir Steinunnar var Hans Bjamason, nú látinn, var kvæntur Sigríði Emmu Guömundsdóttur. Steinunn á tvö börn frá fyrra hjónabandi, Hrefnu Rut Kristjáns- dóttur og Kristján Hreiðar Krist- jánsson. Óh var áður kvæntur Steinunni Þorsteinsdóttur, f. 23.9.1934, ogeiga þau sex böm. Þau eru Amlín Þuríð- ur, f. 2.7.1953, b. og húsfreyja á Bakka í Bjamarfirði, nú nemi í skógrækt í Edinborg, var gift Ólafi J. Einarssyni lækni og eiga þau eina dóttur, Lísu, en sambýlismaður Amlínar er Magnús Rafnsson, b. og þýöandi á Bakka, og eiga þau tvö böm, Hrönn og Bjarka; Óli Jón, f. 4.3.1956, hótelstjóri í Tyssedal í Noregi, kvæntur Kolbrúnu Baldurs- dóttur húsmóöur og eiga þau tví- buradætumar Bergeyju og Berg- lindi; Elín Sigríður, f. 9.9.1959, hús- móðir í Hafnarfirði, gift Heimi Heimissyni verktaka og eiga þau tvö börn, Mardísi og Ileimi Óla, en áður átti Elín dóttur, Ástu Steinunni Ást- þórsdóttur, en Heimir átti áður son, Gunnar Cortes; Guðrún Margrét, f. 25.8.1961, húsmóöir á Eskifirði, gift Guðna Kristinssyni vélstjóra og eiga þau tvö börn, Jóhönnu og Frey; Þorsteinn Gísli, f. 29.10.1964, hótel- starfsmaður í Tyssedal, kvæntur Höllu Magnúsdóttur húsmóður og eiga þau tvö börn, Steinunni og Ara Óli Jón Ólason. Sæberg; Ágúst, f. 21.9.1969, verslun- armaður í Reykjavík, og á hann tvær dætur, Álexöndru og Ingi- björguSólrúnu. Óli var í sambúð með Huldu Jóns- dóttur, f. 7.10.1934 og á hún fjórar dætur frá fyrra hjónabandi, Mörtu, írisi, Guðnýju og Láru Björk. Systkini Öla: Ehnborg, f. 25.11. 1928, húsmóðh og verslunarmaður í Reykjavík; Ehn, f. 27.1.1932, hús- móðh' í Reykj avík; Gunnar Árni, f. 28.3.1941, fulltrúi hjá Tryggingu hf. Foreldrar Óla: Óli Jón Olason, f. 16.9.1901, d. 1.5.1974, stórkaupmað- ur í Reykjavík, og Arnhn Petrea Árnadóttir, f. 20.6.1905, d. 15.7.1985. Óli mun taka á móti gestum í Li- onshúsinu, Sigtúni 9, frá kl 15.00- 17.00 á afmælisdaginn. Guðrún Ingibjörg Ólafsdóttir Guðrún Ingibjörg Ólafsdóttir hús- móðir, Haukabergi 3, Þorlákshöfn, varð fimmtug í gær. Starfsferill Guörún fæddist í Reykjavík en ólst upp að Hrauni í Ölfusi og gekk í bama- og gagnfræðaskóla í Hvera- gerði. Á unghngsámnum vann Guðrún nokkur haust við Sláturfélag Suður- lands í Reykjavík og á Selfossi. Þá var hún í fiskvinnslufijá Meithnum og hefur stimdað verslunarstörf, auk þess sem hún stundaði búskap í fimm ár. Guðrún og maður hennar fluttu til Þorlákshafnar 1969 þar sem þauhafabúiðsíðan. Fjölskylda Guðrún giftist 9.11.1963 Ágústi Helga Ólafssyni, f. 2.8.1934, verk- stjórahjá Ölfushreppi. Hann er son- ur Ólafs Sveins Sveinssonar, b. að Syðra-Velh í Gaulverjabæjarhreppi, og Margrétar Steinsdóttur hús- freyju en þau em bæði látin. Böm Guðrúnar og Ágústs Helga eru: Vigdís, f. 8.3.1966, húsmóðh, en sambýlismaður hennar er Gísh Gunnar Jónsson bifvélavhki og eiga þau tvö böm; Sigríður Margrét, f. 29.5.1967, verkakona, gift Bjarna Bender Bjamasyni sjómanni og eiga þau eina dóttur, auk þess sem Sig- ríður eignaðist son áður með Gunn- ari Oddssyni; Sveinn, f. 26.4.1968, bifreiðastjóri, en sambýliskona hans er Borghildur Kristjánsdóttir háskólanemi; Ingunn, f. 16.12.1978, nemi í foreldrahúsum. Systkini Guðrúnar em Þórdis, f. 20.11.1940, b. að Valdastöðum í Kjós, gift Ólafi Þór Ólafssyni, b. þar, og eiga þau fjögur böm; Hjördís, f. 28.7. 1946, skrifstofustúlka hjá Luxair í Lúxenborg, gift Mark Origer og á hún einn son með Valgeiri Sigurðs- syni; Ásdís, f. 25.1.1949, íþróttakenn- ari í Kópavogi, gift Sverri Matthías- syni, endurskoðanda við íslands- banka, og eiga þau þrjú böm; Her- dis, f. 1.3.1957, skrifstofustjóri í Reykjavík, gift Þórhalh B. Jóseps- syni, aðstoðarmanni samgönguráð- herra, og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Guörúnar em Ólafur Þorláksson, f. 18.2.1913, bóndi að Hrauni, og Helga Eysteinsdótth, f. 2.7.1916, húsfreyja. Ætt Ólafur er sonur Þorláks, b. að Guörún Ingibjörg Ólafsdóttir. Hrauni 1 Ölfusi, Jónssonar, hrepp- stjóra í Þorlákshöfn. Móðh Ólafs var Vigdís frá Hrauni í Ölfusi Sæ- mundsdótth, b. á Vindheimum í Ölfusi. Helga er dótth Eysteins, b. að Guðmundarstöðum, Bjömssonar, b. í Grímstungu, Eysteinssonar. Móðir Helgu er Guörún Gestsdóttir frá Bjömólfsstöðum Guðmimdsson- ar. Guðrún er að heiman. Guðjón Kristjánsson bóndi, frá Guðmundur Albertsson, Eldjárnsstöðum á Langanesi, Heggsstöðum, Kolbeinsstaöa- Dvalarheimilinu Nausti, Þórshöfn. hreppi. Ingibjörg Hólm Vigfúsdóttir, Grundarstig9. Sauðárkróki. --------------------------------- Brugi Jónsson, 85 ára Lauflandi,VaUahreppi. ................................. Baldur Jónsson, Kristrún Bj ar nadóttir, Lauflandi, Vallahreppi. Bústaðavegi 61, Reykjavík. Guðríður Kristjánsdóttir, Syðra-Skógarnesi, Miklaholts- hreppi. Sigriður Ingimundardóttir, Brennihlíð2, Sauðárkróki. Jóhann Bjarnason, Ásavegi 8, Vestmannaeyjum. Áslaug Theó- dórsdóttir húsmóðir, Þórkötlustöð- um 2, Grinda- vík. AxelVigfússon, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. 70 ára Fanney Lilj a Guðmrmdsdóttir, Ljósheimum 9, Reykjavik. Þóra Aðalheiður Jónsdóttir, Fehsmúla 10, Reykjavík. Heiga Jóhannesdóttir, Jörfabakka 10, Reykjavík. Kristín Júlíusdóttir, Khkjuteigi 23, Reykjavik. Hallgrímur P. Gunniaugsson, Norðurbraut 21, Hafnarfirði. Margrét Emilsdóttir, Vogagerði 25, Vogum. Kristín Ása Harðardóttir, Smárahvammi 1, Hafnarfirði. Kristín Ingvadóttir, Hraunsvegi 14, Njarð-. ik. Huida Aðalbjörg Jóhannesdóttir, Áshlíð4, Akureyri. Kristin Guðmundsdóttir, Birkitúíð32, Reykjavík. Kj artan G. Ingvason, Hæðargarði 50, Reykjavík. Gunnar Sverrisson, Hrosshaga 2, Biskupstungna- hreppi. Matthildur Kristmannsdóttir, Eyjabakka 12, Reykjavík. ALLSHER J AR ATKVÆÐ AG REIÐSLA Ákveðið hefur verið að viöhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu viö kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs fyrir starfsárið 1993-1994. Lista ber að skila til skrifstofu FSV fyrir kl. 10.00 laugardaginn 23. október nk. Stjórnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.