Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Blaðsíða 52
czz ■—»
■ 1»
—y ;
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjóm - Augiýsíngar - Áskríft - Dreiftng: Simi €3 27 06
Frjálst, óháð dagblað
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993.
NITCHI
SKAFTTALÍUR
Vtouisen
Suðurlandsbraut 10. S. 686499.
LOKI
Póstur og sími virðist
ráða best við þessar gömlu
handvirku!
Á morgun verður suðlæg átt og frostlaust um allt land. Slydda eða rigning einkum um sunnan- og vestanvert landið. Á mánudag verður nokkuð
hvöss noröanátt, með snjókomu um norðanvert landið en þurru veðri syðra. Kólnandi veður.
Veðrið í dag er á bls. 61
16 ára stúlka:
Ákærð fyrir
stórfellda
líkamsárás
Ríkissaksóknari gaf í gær út ákæru
á hendur Heiðu Björk Hjaltadóttur,
16 ára Reykvíkingi, fyrir stórfellda
líkamsárás, sem átti sér stað í miðbæ
Reykjavíkur 2. október síðastliðinn.
Þá réðst Heiða Björk, ásamt annarri
stúlku, á 15, ára kynsystur sína og
sparkaði í maga hennar og höfuð
með þeim afleiðingum að blæddi inn
á heOa. Stúlkan Uggur enn meðvit-
undarlaus á gjörgæsludeild. Heiða
Björk hefur setið í gæsluvarðhaldi
frá 3. október.
Þá úrskurðaði Héraðsdómur
Reykjavíkur Heiðu Björk í gæslu-
varðhald þar til dómur gengur í
máli hennar eða allt til 11. nóvember
klukkan6eftirhádegi. -pp
Laugaból:
Sýslumaður í
heimsókn
Starfsmenn frá sláturhúsinu á
Þingeyri munu eftir helgi ná í fjóra
nautgripi sem eftir eru á Laugabóli
i Arnarfirði.
Aðalsteini Guðmundssyni, 86 ára
einbúa á Laugabóli, var í sumar gef-
inn kostur á að gera bætur á aðbún-
aði nautgripanna þar sem aðbúnaður
þeirra hafði verið kærður til sýslu-
mannsins á ísafirði. Ólafur Helgi
Kjartansson sýslumaður kvaðst í
samtali við DV ætla að fara eftir helgi
og ræða við Aðalstein um framhald
búskapar hans á Laugabóli.
Aðalsteinn lýsti því yfir við blaða-
mann DV í gær að hann væri á leiö-
inni að byggja upp, það eina sem
vantaði var mannskapur, sement og
bárujárn. Peningana ætti hann. -pp
Fjármáiaráðuneytið festi nýverið
kaup á einbýlishúsi í Borgarnesi að
verðmæti 8 milljónir króna. Húsið
er ætlaö sem bústaður fyrir héraðs-
dómarann í Borgarnesi. Nú er unnið
að breytingum á efri hæð hússins
fyrir töluverðar fjárhæðir og segir
Björn Hafsteinsson, deildarsfjóri í
eignadeild ráðuneytisins, að breyt-
ingamar séu gerðar til að hæðin full-
nægi ákvæðum byggingareglugerðar
um íbúðarhúsnæði.
„Þetta er eðlilegt markaðsverð fyr-
ir húsið og það var óhjákvæmilegt
að kaupa það. Dómsmálaráðuneytið
óskaði eftir því að hús yrði keypt og
mælti með kaupum á þessu tiltekna
húsi, sem fjármálaráðherra sam-
þykkti," segir Björn.
Sýslumannsbústaður er í Borgar-
nesi og á sama tíma og rætt er um
sameiningu sýslumannsembætta
vekur það furðu að ríkið festir kaup
á bústað í Borgamesi þegar til greina
kemur að selja annan innan
skamms.
„Ég held að það sé ekki búið að
taka neina endanlega ákvörðun um
hvort embættið þama verður lagt
niður,“ segir Bjöm.
Nýverið festi fjármálaráðuneytið
kaup á bústað fyrir héraðsdómarann
á Norðurlandi vestra fyrir 12 milljón-
ir og nú er rætt um að leggja það
embætti niður.
Héraðsdómarar greiða húsaleigu
fyrir bústaði samkvæmt reglugerð
líkt og aðrir embættismenn ríkisins.
-PP
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Kólnandi veður
Nýir bústaðir héraðsdómara í Borgarnesi og á Sauðárkróki:
Keyptir á 20 milljónir
Fossinn Dynjandi í Arnarfirði í fyrstu klakaböndum haustsins. Þessi mesti
foss Vestfjarða er um 100 metra hár þar sem hann fellur niður nær 100
metra hátt bungumyndað berg með smástöllum. DV-mynd GVA
Enn bilaði stafræna símkerfið:
Ófremdar-
ástand í
fjóra tíma
-meðal 17 þúsund símnotenda 1 Reykjavík
Víðtæk bilun varð í hugbúnaði
stafrænu símstöðvarinnar í Land-
símahúsinu í Reykjavík um miðjan
dag í gær. Ófremdarástand ríkti f
einar fjórar klukkustundir þegar 17
þúsund símanúmer duttu út vegna
bilunarinnar. Eftir að símkerfið fór
í gang síðdegis sökktu starfsmenn
Pósts og síma sér í hvað hefði farið
úrskeiðis og þegar blaðið fór í prent-
un í gærkvöld var ekki búið að finna
út hvers konar bilun varð á búnaðin-
um. Von var á starfsmanni LM Erics-
son í Danmörku en Póstur og sími
keypti hugbúnaðinn þaðan fyrr á
þessu ári.
Stafræn símanúmer í miðbænum,
vesturbænum og hluta austurbæjar
duttu gjörsamlega út svo hvorki var
hægt að hringja í eða úr símanúmer-
tmum. Meðal annars urðu símkerfi
óvirk í stórum fyrirtækjum og stofn-
unum eins og Flugleiðum, Eimskip,
Landhelgisgæslunni, bönkum, ráðu-
neytum og að ógleymdu DV.
Kerfið datt út í hádeginu og kom
aftur á upp úr kl. 16.30. Truflana
varð einnig vart á landsbyggðinni
vegna þessa. Símanúmer lögreglu og
slökkviliðs urðu óvirk, svo og neyð-
arnúmer Almannavarna, en hægt
var að hringja í neyðarnúmer lög-
reglu og slökkviliðs.
Svipuð bilun kom upp í stafræna
kerfinu frá LM Ericsson í Ármúla-
stöðinni í sumar, þ.e. í hugbúnaðin-
um, en ekki er vitað hvers eðhs.
„Áuðvitað lítum við þetta alvarleg-
um augum. Okkur þykir það vægast
sagt leitt hvað þetta er erfitt fyrir
viðskiptavini okkar. Við munum
leita skýringa hjá LM Ericsson en
ef einhverjir eru stressaðir þá eru
það þeir,“ sagði Hrefna Ingólfsdóttir,
upplýsingafulltrúi Pósts og síma.
-bjb