Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Blaðsíða 32
44 LAÚGAHDÁGUR 16. OKTÓBRR 1993 Sviðsljós Olyginn .. .að leikarinn Robert Downey hefði leikið í tuttugu myndum en vilji helst láta minnast sín sem Charlie Chaplin en hann segist hafa lifað sig inn í það hfutverk. Síðan hann varð heimsfrægur hefur hann kvænst Deboruh nokkurri Falconer og eignast son með henni. Og hann hefur heldur ekki sagt sitt siðasta orð í kvik- mvndum. .. .að leikarinn John Malkovich, sem er fertugur, hefði hug á að flytja til Evrópu með eiginkonu sinní, Nicolette, og tveimur böm- um. Honum list ekki á framtíð barna sinna í hinni stóru Amer- iku. „Mig langar helst að flytja til Frakklands þar sem maður getur gengið óhræddur um göt- ur,“ segir hann. .. .að leikarinn Jason Priestley úr þáttunum Beverly Hills 90210 hefði nýlega loklð vlð að leika í kvikmynd sem gerist á sjöunda áratugnum. í myndinni fer hann í ferðalag til Hollywood ásamt tveimur vinum og hittir m.a. kynbombuna Marilyn Monroe. Jason kynnti myndina fyrir stuttu á Planet Hollywood og fékk góð- an koss frá gervl-Marllyn í stað- inn. .. .aö það virtist nokkuð vera i tísku hjá kvikmyndaleikkonum um þessar mundír að ættleiða börn. Nú hefur leikkonan Jodie Foster ákveðið að ættleiða barn og fylgir hún þá kannski í fótspor Michelle Pfeiffer og giftir sig sfð- ...að Yoko Ono hefði skrifað söngleik. Nú biður hún eftlr að verkið komist á fjalirnar og er ekkl ólíklegt að svo verði. Söng- leikurinn heltir einfaldlega New York Rock. Rithöfundurinn Ann-Cath. Vestly, amma og börnin átta, i nýju leikriti sem byggt er á hinni vinsælu sögu skáldkon- unnar. Átta böm og amma þeirra í skóginum: Sett upp í leik- húsi í Ósló - skáldkonan Ann-Cath. Vestly leikur ömmuna Flestir Islendingar, sem eitthvað eru komnir til vits og ára, þekkja vel norsku skáldkonuna Ann-Cath. Vestly en það var einmitt hún sem bjó m.a. til sögurnar um Óla Alex- ander flli bomm bomm bomm og átta börn og ömmu þeirra í skóginum auk margra annarra skemmtilegra bóka. Um þessar mundir er verið að frum- sýna í Nýja leikhúsinu í Ósló leikrit um ömmuna og bömin átta og þaö er skáldkonan sjálf sem leikur ömm- una. „Böm eru mismunandi. Sum eru óþekk en önnur stillt,“ segir skáld- konan. „Öll börn em þannig sérstök á sinn hátt.“ Það er orðið langt síðan Ann-Cath. lagði frá sér pennann og hún hefur ekki komið nálægt leik- húsi í ein 43 ár. Anne-Catharina Vestly er fædd á Rena í Ðsterdalen árið 1920. Hún hefur glatt börn á öllum aldri í næst- um fjörutíu ár með öllum bókunum sínum. Svo virðist sem börn dagsins í dag hafi jafn gaman af sögunum hennar og börn ársins 1953. Anthony Quinn og hjákona hans, Kathy, sem skýlir barninu undir kápunni Leikarinn knúsar litlu dótturina. sinni. Anthony Quinn: Leynileg heimsókn til dótturinnar Mikið hefur verið íjallað um fram- hjáhald leikarans góðkunna, Ant- honys Quinn, og ekki síst að hann hafi eignast bam með hjákonu sinni. Eiginkona leikarans hefur ekki vilj- að viðurkenna að hann eigi sér við- hald og saman hafa þau komið í fjölmiðlum brosandi og hamingju- söm. Þrátt fyrir allt þetta heimsækir Anthony Quinn einkaritara sinn og ástkonu, Kathy Bevin, og lítur á litlu dótturina Patriciu sem fæddist 23. júlí. Þess má geta að Kathy er aðeins 22ja ára en leikarinn 78 ára. Þetta er ellefta barn Anthony Quinns. Leikarinn segist ekki vilja skilja við eiginkonuna en hann vill hafa Kathy, er haft eftir vinum hans. Það var hún sem vildi eiga bam en hann ekki. Hann sagði að ef hún kæmi með bam yröi hún að verða einstæö móðir því hann myndi ekki yfirgefa eiginkonuna. Enda væri hann kom- inn hátt á áttræðisaldur og ekki í standi til að gæta ungbama. Anthony Quinn lætur þó ekki eins og litla dóttirin sé ekki til því á mynd- unum sést hvar hann knúsar hana ne kvssir. .. .ad Hillary Clinton gengi alltaf i of litlum fötum og hefðu skradd- arar hvíta hússins nóg að gera við að bæta flikur hennar og gera við. Auk þess kysi hún að láta sauma undirfötin inn i flík- urnar þannig að ekki bæri á þeim, hvað sem það nú þýðir. .. .að litla dóttir Woody Allen, Dylan, 7 ára, hefði fengið að fara með pabba og kærustunni So- on-Yi til Parisar þar sem var verið að frumsýna nýjustu mynd hans, Manhattan Murder Myst- ery. .. .að ein þekktasta fyrirsæta heimsins, Laura Hutton, yrði fimmtug í nóvember en væri samt ennþá að. Hún hefur sýnt föf fyrir H&M og augiýst föt fyrir Calvin Klein. Þá verður hún aftur andlit Revlon snyrtivara eftir tutt- ugu ára fjarveru. Laura segist drekka mikið vatn og lifa heil- brigðu fifi til að viðhalda unglegu útliti. Hún hefur einnig nýlega leikið í kvikmynd ásamt þeim Gerard Oepardieu og Emmu Thompson. .. .að ástin blómstraði sem aldr- ei fyrr milli Lindu Evans og Yann- is Chrysomalis þó þau væru búin að vera saman í fjögur ár en slíkt þykir auðvitað tiðindum sæta í Hollywood. Nýlega bauð Yannis henni til Grikklands, sem er heimaland hans, og þykir mörgum sem það sé sönnun þess að hjónaband sé á næsta lettl. ...að rokkstjarnan Gary Glitter ætlaði nú að græða á nýjum vettvangi með því að selja sam- lokur og annað góðgæti. Gary hefur nefnilega sett upp nýjan velöngastað í London ekkl langt frá hinum þekkta Planet Holly- wood.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.