Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Blaðsíða 21
i LAUGARDAQUR 16. OKTÓBEK 1993
21
6 486SL/33MHZ
•214 Mb.
harður diskur.
• 4 mb. minni.
• SVGA
lággeisla litaskjár.
• Dos 6.0.
• Windows 3.1.
• Mús.
119.900.-
TCS-9910 486-línan
frá TATUNG
HIGH-END TÖLVUR
LOW-END VERÐ
MICROSOFT,
WINDCWS..
COMFATIBLE
tSBsssss- __________________________________________________
• Tatung er þekkt fyrir að framleíða áreiðanlegar tölvur á viðráðanlegu verði
• Tölvurnar eru framleiddar undir ströngu eftirliti og kröfum ISO 9000 staðalsins.
• Tatung tölvurnar hafa viðurkenningu ISO 9001 sem er hæsta viðurkenning IISO 9000 staðlinum
• Tölvurnar hafa verið prófaðar af öllum helstu hugbúnaðarframleiðendum og fengið uppáskrifaðar
viðurkenningar, eins og t.d. frá: Novell, Microsoft, Windows, IBM, OS/2, Banyan, Unix - frá öllum
stærstu Unix og Zenix framleiðendum
• Hver hlutur i hverri tölvu er sér valinn og allar Tatung-tölvur
eru framleiddar sem Netstjórar (File Server) og þjóna þvi með
öryggi í hvaða netumhverfum sem er.
• Tatung er aðili að Open System kerfinu, sem eru samtök
fyrirtækja í tölvuiðnaði sem tryggja sem bestu samhæfingu
á vörum hver frá öðrum.
TÆKNIBÚNAÐUR
GRENSÁSVEGUR 11 • SÍMI 91-813033 • FAX: 91-813035
GRÓÐURVINIR
diTATUIMG
Ferðaklúbburinn 4x4
ásamt Landgræóslunni
fer í hina árlegu
sáningarferö inn
á Kaldadal
sunnudaginn 17. okt.
Farið verður frá
Mörkinni 6 kl. 9.30.
Félagar, tökum höndum saman og fjöl-
mennum í þessa fjölskylduferð.
Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4
Stöð 2 sýnir þáttaröð um alkóhólisma:
íslensk heim-
ildarmynd
- og tvær erlendar kvikmyndir
Annað kvöld sýnir Stöð 2 athygl-
isverða kvikmynd um óhóflega
neyslu áfengis og vímuefna. Þetta
er fyrsta myndin af þrem um vímu-
efnavandann, sem sýndar verða í
vikunni.
Myndin, sem hefst klukkan 21.40
annað kvöld, nefnist Hreinn og
edrú. Söguþráðurinn í henni er á
þá leið, að Daryl Poynter, sem leik-
inn er af Michael Keaton, er búinn
að koma sér í mikla klípu. Sakleys-
islegt „lán“, sem hann tók sér hjá
fyrirtæki sínu til að fjárfesta, er að
hverfa. Ýmsir lánardrottnar hans
krefjast þess að hann borgi skuldir
sínar nú þegar og vilja ganga að
honum. Til þess að kóróna allt deyr
konan, sem hann hefur deilt rúmi
og fíkniefnum með, á heimih hans
á grunsamlegan hátt. Eina úrræði
hans er að láta sig hverfa af sjónar-
sviðinu um stundarsakir. í með-
ferðinni tekur hans innri maður
breytingum og hann öðlast þá
sjálfsvirðingu á ný sem hann hafði
áður glatað.
Sannsöguleg mynd
Á þriðjudagskvöldið sýnir Stöð 2
svo sannsögulega mynd, sem þyggð
er á ævisögu Suzanne Sommers.
Hún fer sjálf með aðalhlutverkið.
Myndin flallar um æskuár leikkon-
unnar, áfengisvandamál hennar,
skammlíf og óhamingjusöm hjóna-
bönd og sambönd með ótryggum
elskhugum. Suzanne reyndi ömur-
lega hluti, hún fór í fóstureyðingar,
var tekin fyrir ávísanamisferh og
fyrir að láta taka myndir af sér
nakinni. í þessari mynd er ekkert
dregið undan en hlutunum lýst
eins og þeir gerðust. Þar kom að
Suzanne ákvað að gera eitthvað í
sínum málum og losnaði þar með
undan oki vímuefnaneyslunnar.
Fyrsta sporið
Næstkomandi fimmtudagskvöld
verður svo sýnd þriðja myndin í
þessari syrpu um áfengisvandann.
Er um að ræða íslenska heimildar-
mynd sem hefur hlotið heitið
Fyrsta sporið. Hún fjallar um
áfengismeðferð og þær leiðir sem
SÁÁ hefur beitt í meðferð alkóhól-
isma og fíkniefnaþrælkunar.
Myndin er unnin í nánu samstarfi
við starfsfólk og sjúklinga á með-
ferðarstöðinni Vogi, svo og Vík á
Kjalarnesi og Staðarfelli í Dölum.
Fyrsta sporið er sönn mynd. Höf-
undar hennar dvöldu á umræddum
meðferðarstofnunum, fylgdust
með meðferðinni í smáatriðum og
ræddu við starfsfólk og sjúklinga.
í myndinni er einnig rætt við alkó-
hólista sem eru að stíga fyrstu
sporin til lífs án áfengis, við alkó-
hólista sem hafa verið óvirkir árum
saman og við alkóhólista sem berj-
ast hatrammri baráttu fyrir lííi
sínu og heilsu. í myndinni koma
alhr fram undir nafni og segja frá
lífl sínu, baráttu og væntingum
umbúðalaust.
Heiti myndarinnar er sótt í 12
spora kerfi AA-samtakanna.
Myndin sjálf var gerð sl. sumar.
Höfundur handrits og umsjónar-
maður er Ómar Valdimarsson og
stjórnandi upptöku er Hilmar
Oddsson. Kvikmyndatöku annað-
ist Guðmundur Kristjánsson og
hljóðsetning var í höndum Hreið-
ars Þórs Bjömssonar. Myndin var
framleidd af Nýja bíói.
Að sýningu heimildarmyndar-
innar lokinni verða umræður í
beinni útsendingu úr sjónvarpssal
Stöðvar 2. í kjölfar þeirra verður
Auglýsing
um styrki til leiklistarstarfsemi
Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 1994 til
leiklistarstarfsemi atvinnuleikhópa, er ekki hafa sér-
greinda fjárveitingu á fjárlögum. Styrkveitingar eru
háðar því að fé verði veitt á fjárlögum ársins 1994 í
þessu skyni.
Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 14. nóvember
næstkomandi á eyðublöðum sem þar fást.
Menntamálaráðuneytið 14. október 1993
íslenskir
ir þú vera án þeirra?
ISLENSKIR BÆNDUR
Michael Keaton fer með aðalhlutverkið
sýnd verður annað kvöld.
myndinni Hreinn og edrú sem
um ævi hennar sjálfrar meðan hún var í fjötrum vímuefrianna.
svo sýnd óskarsverðlaunamyndin wards. Tónlist myndarinnar er eft-
Dagar víns og rósa. Með aðaíhlut- ir Henry Mancini en hann hlaut
verkin fara Jack Lemmon og Lee óskarsverðlaunin fyrir titillag
Remick en leikstjóri er Blake Ed- hennar.